Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8.0KTÓBER 1997 - 3
FRÉTTIR
Bylttng á sj ónvarp smarkaði
KapáLkerfi Pósts &
síma iniian seilingar.
20 rásir. Einrása af-
ruglari. Áskriftar-
gjald 2 þúsund krón-
ur á mánuði.
„Barnarásin er gott dæmi um
það hvernig breiðband Pósts &
síma opnar möguleika fyrir nýja
hópa til að komast inná sjón-
varpsmarkaðinn," segir Hrefna
Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi
Pósts & síma.
Barnarásin er ný sjónvarpsstöð
sem hefur útsendingar í desem-
ber. Eins og nafnið ber með sér
mun stöðin sérhæfa sig í ýmis-
konar barna- og unglingaefni án
ofbeldis. Búist er við að áskrift-
arverð verði innan við 1000
krónur á mánuði og útsendingar
á barnavænum tímum. Allt efni
verður textað og talsett og dreift
gegnum kapalkerfi Pósts & síma.
Það er Hljóð & mynd sem rekur
stöðina en dagskrárstjóri verður
Guðrún Þórðardóttir leikkona.
Fjórðungur heimila
Sjónvarpsútsendingar á breið-
bandi, eða kapalkerfi, Pósts &
síma hefjast áður en langt um
líður. Undirbúningur er þegar
langt á veg kominn og eru til-
raunaútsendingar þegar hafnar
frá Alþingi og með efni frá Ríkis-
sjónvarpinu. Gert er ráð fyrir að
20-25 þúsund heimili, eða fjórð-
ungur allra heimila Iandsins, geti
strax tengst kerfinu í gegnum
ljósleiðara þegar tilskilin leyfi
hafa fengist fyrir útsendingun-
um.
I upphafi er gert ráð fyrir að
neytendur geti haft aðgang að
allt að 20 erlendum gervihnatta-
rásum allan sólarhringinn að
viðbættu innlendu efni. Þarna
verður m.a. boðið uppá íþrótta-,
frétta- og tónlistarrásir og bland-
að efni frá þýskum, frönskum og
ítölskum og fleiri stöðvum. Hægt
er að auka það framboð eftir
þörfum. Athygli vekur að áskrift-
argjald á mánuði að meðtöldum
eins rása afruglara stefnir í að
verða aðeins um 2 þúsund krón-
ur. Það er umtalsvert lægra en
allur sjónvarpspakki Islenska út-
varpsfélagsins, þ.e. Stöð 2, Sýn
og fjölvarpið kosta um 4700
krónur á mánuði.
Lj ósleiðaravæðing
Húsavík mun vera eina bæjarfé-
lagið sem hefur ljósleiðara í nær
öllum götum. Stefnt er að því að
Ijósleiðaravæða Isaljörð, Akur-
eyri og Egilsstaði á næsta ári. Ef
að líkum lætur verður helmingur
allra íbúða í landinu kominn
með ljósleiðara fyrir aldamót. A
höfuðborgarsvæðinu eru mörg
hverfi komin með ljósleiðara. I
Reykjavík eru það t.d. yngstu
hveríin í Grafarvogi, Skjólin í
Vesturbæ og Háaleiti svo dæmi
séu nefnd. Ibúar í þessum götum
og öðrum sem hafa ljósleiðara og
vilja tengjast breiðbandinu þurfa
ekki annað að hafa samband við
rafvirkja til að kippa því í liðinn.
Breiðbandið truflar ekki aðrar
stöðvar og þarf ekki neinn búnað
til viðbótar við þann sem fyrir er
að undanskildum afruglara.
-GRH
Sveitarfélögin föst í laimanefnd
Óafturkræft samn-
iugsumboö. Titringur
hjá sveitarstjómum.
Eindreginn stuðning-
ur á launaráðstefnn.
„Sveitarstjórnir geta ekki aftur-
kallað umboð launanefndar á
meðan á samningaviðræðum
stendur," segir Karl Björnsson,
bæjarstjóri á Selfossi og formað-
ur launanefndar sveitarfélaga.
Nokkurs titrings er farið að
gæta meðal einstakra sveitar-
stjórna og sveitarstjórnarfulltrúa
úti í launanefndina vegna kjara-
deilunnar við grunnskólakenn-
ara. Meðal annars mun bæjar-
stjórn Seltjarnarness hafa kann-
að þann möguleika að afturkalla
umboð launanefndar til samn-
inga og semja þess í staðinn
beint við kennara. Það getur hún
ekki miðað við ofangreind um-
mæli formanns launanefndar-
innar. Þá hafa bæjarstjómir Nes-
Karl Björnsson, formaður launanefndar
sveitarfélaga: Eyðum ekki púðrinu í
illde/lur.
kaupstaðar og Sauðárkróks lýst
opinberlega yfir óánægju með
gang viðræðnanna með tilliti til
þeirra hagsmuna sem í húfi eru
fyrir skólastarf í héraði. Jafn-
framt telur bæjarstjórn Nes-
kaupstaðar að alvarleg kjara-
málaátök milli sveitarfélaga og
kennara hafi mun skaðlegri áhrif
á landsbyggðinni en á höfuð-
borgarsvæðinu.
Eitt og eitt upphlaup
Formaður launanefndar segist
ekki sjálfur hafa orðið mikið var
við þennan taugatitring almennt
séð hjá sveitarfélögum ef undan-
skilin eru „eitt og eitt upphlaup"
í fjölmiðlum. Hinsvegar sé engin
launung á því að hugsanlegt
verkfall getur haft áhrif á menn.
Vonandi verður það einna helst
til þess að menn einbeiti sér að
því að ná samningum í stað þess
að „eyða púðrinu sínu í einhverj-
ar illdeilur".
Hann bendir aftur á móti á þá
staðreynd að launanefndin fékk
eindreginn stuðning á launaráð-
stefnu sveitarfélaga í sl. mánuði.
Sá stuðningur sé enn fyrir hendi
þrátt fyrir að „einn og einn“
sveitarstjórnarmaður sé kannski
ósammála. Jafnframt minnir
hann á að við yfirfærslu grunn-
skólans frá ríki til sveitarfélaga
hefði það verið eindregin krafa
kennara að hafa einn viðsemj-
enda í stað þess að semja við
hvert og eitt sveitarfélag. -GRH
Kínverjar við það að springa
LeiMélagið og Tjömin fá Iðnó
Borgarráð samþykkti í gær með þremur samhljóða atkvæðum tillögu
borgarstjóra að hefja viðræður við forráðamenn Leikfélags Islands og
veitingahússins Við Tjörnina um rekstur á Iðnó. I bókun sjálfstæðis-
manna er málsmeðferð borgarstjóra í málinu gagnrýnd, enda ljóst af
henni að búið væri fyrir Iöngu að ákveða að Við Tjörnina fengi veit-
ingareksturinn í húsinu.
Melaskóli stækkar
Vegna einsetningar Melaskóla hafa borgaryfirvöld samþykkt að byggja
1460 fermetra viðbyggingu við skólann í vetur. Kostnaður vegna
þessa er áætlaður um 240 milljónir króna, án lóðar.
Miðborgarvakt
Borgarráð hefur lýst yfir stuðningi við stofnun miðborgarvaktar og
upplýsingaherferð undir yfirskriftinni „Veistu hvar unglingurinn þinn
er?“. Jafnframt stefna borgaryfirvöld að því að vinna að úrbótum í
hreinlætisaðstöðu í miðborginni.
Útgáfu vínveitiiigáLeyfa breytt
Borgarráð hefur beint þeirri áskorun til dómsmálaráðuneytis að þeg-
ar verði Iagt fram á Alþingi frumvarp til Iaga um breytingu á útgáfu
veitinga- og vínveitingaleyfa og opnunartíma veitingahúsa. I frum-
varpinu verði gert ráð fyrir að ákvarðanir um opnunartíma verði í
höndum sveitarstjórna. Borgarráð telur einnig eðlilegt að við útgáfu
þessara leyfa verði lagt mat á þann sem sækir um leyfi, ss. fjárhags-
stöðu hans og viðskiptaferil en ekki aðeins búnað staðarins eins og nú
er gert.
Kínverska sendiráðið bregst
illa við heimsókn Lian Zhan,
varaforseta Taívan, hingað til
lands. I yfirlýsingu sem sendi-
ráðið hefur sent frá sér eru árétt-
uð mótmæli við heimsókn hans.
I yfirlýsingunni segir að til-
gangur ferðar Lian Zhan sé að
reka flein í góð samskipti Islend-
inga og Kína. Með því að taka á
móti Lian Zahn séu íslendingar
að blanda sér í innanríkismál
Kínverja og særi með því tilfinn-
ingar kínversku þjóðarinnar.
Astæðan sé sú að hvort sem
heimsóknin sé opinber eða óop-
inber þá sé eðli hennar illt. Af
þessum sökum geti Kínverjar
ekki annað en brugðist harka-
lega við..
Kínverjar krefjast þess að
endir verði þegar bundinn á
heimsókn hans og að íslenskir
embættismenn hitti ekki Lian
Zahn hvorki opinberlega né óop-
inberlega. Verði ekki farið að
kröfu kínverskra stjórnvalda
muni það hafa alvarlegar afleið-
ingar fyrir Islendinga.
- HH
Hafnarhúsið gagnrýnt
Sjálfstæðismenn í borgarráði gagnrýndu í gær væntanlegan kostnað
vegna breytinga á Hafnarhúsinu undir listasafn. Þeir telja að kostn-
aður vegna breytinga og kaupa á húsinu upp á tæpar 700 milljónir
króna sé alltof mikill. Þessi forgangsröðun samrýmist heldur ekki
skoðunum þeirra á nýtingu á skattfé borgarbúa í ljósi þeirra fjármuna
sem uppbygging á innra starfi grunnskólans og málefnum aldraðra
muni kosta. -GRH