Dagur - 08.10.1997, Síða 6
6- MIÐVIKUDAGUR 8.0KTÓBER 1997
ÞJÓDMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GLEMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
Skrifstofur: strandgöru 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6100 OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánib
Lausasöluverð: 150 kr. OG 200 KR. helgarblai
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171
Trúverðugt?
í fyrsta lagi
Oddviti minnihlutans í Reykjavík gerir ýmislegt til að sýnast
trúverðugur stjórnmálamaður. Lætur sér til dæmis ekki nægja
vettvang stjórnmálanna einan, heldur skipuleggur aðgerðir
gegn fáveldi tryggingafélaganna, svo dæmi sé tekið af hrós-
verðum verkum. I pólitíkinni - undir vaxandi þrýstingi vegna
aðvífandi kosninga - slær gjörsamlega útí fyrir honum. Blaða-
grein gegn Listasafni Reykjavíkur til að hýsa ERRO-gjöfina er
dæmi um stjórnmálamann sem heldur að við séum vitlausari
en við erum.
I öðru lagi
Árni Sigfússon kann vel að hafa rétt fyrir sér í því efni að
Hafnarhúsið þurfi að hýsa fjölbreyttari starfsemi en bara
Listasafnið og ber að huga að því. En að hætta við? I fyrsta lagi
er húsið vel staðsett til að hýsa lifandi og fjölsótta stofnun og
vera til sóma þeirri gjöf sem ERRÓ færði borginni. Við þá gjöf
hafa borgarbúar skyldu. I öðru lagi er tillaga hans um að
greiða kennurum hærri laun sem nemur upphæðinni gjörsam-
Iega út úr korti enda hreinræktað alþýðusnobb og tækifæris-
mennska. Listasafnið útilokar á engan hátt öflugt skólastarf í
borginni.
| þriðja lagi
Ámi Sigfússon hafoi tækifæri til að vera á móti húsbyggingum
til að hækka laun í borginni, og koma því í verk. Hann æmti
hvorki né skræmti í þá átt. Hann var fylgjandi því að byggja yfir
ERRÓ gjöfina á Korpúlfsstöðum fyrir margfalda þá upphæð
sem nú stendur til að nota. Hann var Perlumaður á samdrátt-
artímum hjá launafólki. Og Ráðhúsið? Listasafnið yfir ERRÓ
verkin kostar minna en bílastæðin undir því. Var Árni Sigfús-
son á móti dýrustu skrifstofubyggingu Islandssögunnar til að
hygla launafólki? Stígi fram sá maður sem minnist þess að
Árni Sigfússon hafi vilja spara margfalda þá upphæð sem
hann nú sér ofsjónum yfir til að hækka laun. Og hafði þó ærna
ástæðu til. STEFÁN JÓN HAFSTEIN.
Vinstri snú?!
Morgunblaðið á greinilega
við einhverja tilvistarkreppu
að etja þessa dagana. Blaðið
sem í áratugi hefur verið boð-
beri fijálslyndrar hægristefnu
og yfirlýst málgagn sjálfstæð-
isstefnunnar, er nú sífellt að
hlaupa útundan sér í hvers
kyns vinstri villu. Mogginn
hefur sem kunnugt er um ára-
bil haldið uppi andófi í sjávar-
útvegsmálum við foringja
sjálfstæðisstefnunnar í Sjálf-
stæðisflokknum.
Á meðan andófið
hefur einskorð-
ast við þetta eina
mál hafa menn
látið sér nægja að
tala um gamla
Marbakkasamkomulagið milli
ritstjóra og fyrrum formanns
Alþýðuflokksins og afgreitt
málið sem sérvisku. Á öðrum
sviðum hefur Mogginn haldið
sig á Iínunni og stutt sína
menn þegar svo ber undir
með ráðum og dáð.
Tony Blair
flottur
Nú hins vegar hefur blaðið
farið ótroðnar slóðir í tvígang
og Garri hefur satt að segja
verið að velta íyrir sér hvort
gamla Alþýðublaðið eða jafn-
vel Vikublað Alþýðubanda-
lagsins sé vaknað til lífsins á
ný - pólitíkin hefur gefið fullt
tilefni til þess. Um daginn tal-
aði Mogginn svo fagurlega
um Tony Blair í leiðara að
sjálf Margrét Thatcher varð
græn af öfund. Alla hennar
tíð á forsætisráðherrastóli
mátti hún bíða árangurslaust
eftir sh'kri ofur-lofgrein í
Morgunblaðinu á fslandi. Og
þó var skrifað vel um hana í
blaðið. Sósíalisminn í formi
hins nýja sósíal demókrat-
isma virðist vera að ná undir-
tökunum á fjórðu hæðinni í
Morgunblaðshöllinni í
Reykjavík en gamla frjáls-
lynda íhaldsstefnan að sama
skapi á undanhaldi.
Errósafn í Hafu-
arhúsið
Þó kastar fyrst tólfunum þeg-
ar Morgunblaðið ræðst gegn
helstu foringjum sjálfstæðis-
manna í
Reykjavík rétt
fyrir borgar-
stjórnarkosn-
ingar. í' leiðara
um helgina er
farið hamför-
um gegn Árna Sigfússyni og
Vilhjálmi Vilhjálmssyni vegna
listasafnsmála, en báðir hafa
þessir foringjar gert það að
kosningamáli sínu að setja
Iistasafn í Hafnarhúsinu aftar
í forgangsröð verkefna hjá
Reykjavíkurborg. Báðir hafa
þeir sagt að margt þarfara
væri við peninginn að gera.
Fyrir hönd Ingibjargar Sól-
rúnar og Reykjavíkurlistans
svarar Morgunblaðið þessu og
hundskammar sjálfstæðis-
menn fyrir að vilja ekki koma
upp safn undir Erró-verkin
sem Morgunblaðsritstjórar
áttu raunar stóran þátt í að
betla út úr Erró á sínum tíma.
Niðurstaðan virðist því vera
að Morgunblaðið verður sjálft
að bjóða fram í sveitarstjóm-
arkosningunum - Sjálfstæðis-
flokkurinn syngur greinilega
ekki hin eina sanna tón sjálf-
stæðisstefnunnar. Nema
auðvitað að Mogginn telji sig
hafa fundið rétta tóninn hjá
Reykjavíkurlistanum og það
væri saga til næsta bæjar.
Glæpmim stolið og engiim sekur
Álitamál er hvort eru Iélegri
fréttir, fjárlagafrumvarpið með
föstum Iiðum eins og venjulega,
eða hvar Stöð 2 fékk frumvarpið
í hendur rétt áður en það var
gert opinbert. Samt veíta fjöl-
miðlar sér upp úr þessu rýra
fréttaefni, rétt eins og að um
daglegar heimsfréttir af kjara-
málum kennara sé að ræða.
Fréttastofa Stöðvar 2 skaut
öðrum fjölmiðlum ref fyrir rass
með því að skýra frá því að \
óbirtu fjárlagafrumvarpi væru
heilbrigðismálin stærsti útgjalda-
liðurinn og þar næst koma
menntamálin. Aðrar rokufréttir
úr frumvarpinu voru í svipuðum
dúr, svo sem að stefnt sé að
tekjuafgangi, sem þó er ekki víst
að takist.
Fjármálaráðherra brást
ókvæða við og heimtaði skýring-
ar á því hvers vegna hann fékk
ekki að leggja frumvarpið fyrstur
fyrir og skýra frá því að heilbrigð-
ismálin væru stærsti útgjaldalið-
urinn og að þar næst koma
menntamálin og að stefnt sé að
tekjuafgangi. En árvökulir og
fingralangir fréttamenn voru
búnir að stela glæpnum og vesl-
ings fjármálaráðherrann hafði
ekkert fram að færa nema gaml-
ar lummur þegar hin mikla og
spennandi hugarsmíð hans um
tekjur og gjöld ríkisins er kynnt.
Hiirn óttalegi leyndardómur
Það kom sem reiðarslag yfir fjár-
málastjórnina þegar fréttamenn
voru á undan ráðherra að skýra
frá þeim óttarlega leyndardómi
að heilbrigðismálin væru stærsti
útgjaldaliður fjárlaga. Það kallar
á rannsókn á öðrum óttalegum
leyndardómi, sem er hvar hægt
var að nálgast svo vel með farnar
og óvæntar upplýsingar.
Frumvarpið fór ekki út úr
prentsmiðjunni, en samt á að
herða þar öryggisgæslu til að
ekkert endurtaki sig þar. Bókar-
kornið slapp heldur ekki út úr
fjármálaráðuneytinu, en samt á
að endurskoða meðferð gagna
þar og samskiptareglur starfs-
manna við fjölmiðla. Og Stöð 2
þykist ekkert hafa haft frumvarp-
ið undir höndum þótt þar hafi
verið þulið upp úr því í fréttatím-
um fyrir útgáfudag og birtar
myndir af plagginu til að sanna,
að rétt væri með farið að heil-
Friðrik Sóphusson.
brigðismálin væru stærsti út-
gjaldaliðurinn.
Frétta- eða tnmaðarbrestur?
Þar sem allir hljóta að segja satt
er bersýnilegt að frumvarpið fór
aldrei út úr prentsmiðju né ráðu-
neyti í ótíma.
Hitt er erfiðara að sjá hvaða stór-
frétt það er að vera á undan ráð-
herra að skýra frá plaggi sem all-
ir vita hvað stendur í. Hitt er
álíka torskilið hve nærri fjár-
málaráðherra tekur sér, að fá
ekki að vera fyrstur til að skýra
frá því að á næsta ári verða heil-
brigðismálin stærsti útgjaldalið-
ur fjárlaga og að stefnt sé að
tekjuafgangi, sem allir vita að
verður ekki neinn nema með
gagnsæjum bókhaldkúnstum.
En altént hafa fjölmiðlafríkin
eitthvað að iðja, ráðherra að
ásaka fréttastöð um trúnaðar-
brest og fréttastöðin að ásaka
ráðherra um að vera ekki ráð-
herralegur, hvað sem það nú
þýðir?
Von er til að þessum til-
gangslitla kjaftavaðli fari að ljúka
og þá verður gaman að lifa, þeg-
ar hægt er að veita enn meira
rými og tíma fjölmiðlanna til að
sinna kjaramálum kennara, sem
ávallt er ofurspennandi frétta-
efni sem mata verður þjóðina á í
tíma sem ótíma. — OÓ
Eiga íslenskir rádherrar
að ræða við ráðamenn
frá Taívan, þóttþað
styggi Kínverja?
Hjálmar Ámason
þingmaðurFTamsóknarflokks ogjull-
trúi í utanríkismálanefnd.
Islending-
ar hafa hefð
fyrir því að
vera gest-
risnir og
taka vel á
móti gestum
og gangandi.
Nú kemur
maður í
einkaerindum Iangt að og er því
ekki nema sjálfsagt að hella upp
á könnuna, í anda rómaðrar
skagfirskar gestrisni. Kökur og
harðfisk eigum við að gefa hon-
um sem viðbit og önnur þjóðleg
verðmæti sem kunna að gleðja.
Lára Margrét Ragnarsdóttir
þingmaður Sjálfstæðisflokks ogfull-
trúi í utanríkismáianefnd.
Eg sé ekk-
ert á móti
því að þeir
ræði saman
óformlega,
og það þurfa
ekki að vera
n e i k v æ ð
skilaboð til
ríkisstjórn-
arinnar í
Peking. Ekki síður geta þau
skilaboð verið jákvæð, því ég á
erfitt með að ímynda mér það að
íslenskir ráðamenn séu að tala
með neikvæðum hætti um Kína
og stjórnarfarið þar eystra.
Gunnar Eyþórsson
J'v. Jréttamaður.
Mér finnst
að við getum
ekki látið
Kínverja
ráða því við
hverja við
tölum. Við
verðum að
byggja okkar
eigin utan-
ríkisstefnu á
eigin forsendum.
Arnþór Helgason
formaður Kínversk íslenska
vináttufélagsins.
Mér finnst
sjálfsagt að
Taívanar
geti rætt við
í s 1 e n s k a
ráðamenn,
sé það til
dæmis um
menningar-
og viðskipta-
mál. En umræðuefnið getur
tæpast verið stjórnmál því Is-
Iendingar hafa viðurkennt Kína-
stjórn sem ríkisstjórnina í Taívan
og þá viðurkenningu verður að
standa við.