Dagur - 08.10.1997, Qupperneq 11

Dagur - 08.10.1997, Qupperneq 11
MIBVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Nýr Kínakeisari BAKSVBE) DAGUR ÞORLEIFSSON SKRIFAR Deng Xiaoping var í fréttapistl- um kallaður „síðasti Kínakeisar- inn“ og þá átt við að enginn helstu ráðamanna landsins eftir hans daga bæri höfuð og herðar yfir hina. En nú er þegar farið að tala um Jiang Zemin, forseta Kína, sem „keisara“ þess. Þetta byggist á því að talið er að á flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins, ríkisflokks landsins, sem fram fór fyrir skömmu, hafi Jiang tekist að ganga svo frá málum að nú sé hann án alls vafa valdamesti maður ríkisins ekki einungis að formi til, heldur og í raun. Hraði breytinga eykst Jiang tókst á flokksþinginu að víkja til hliðar helsta keppinaut sínum um völdin, Qiao Shi. Qiao var á þinginu ýtt út úr fastanefnd stjórnmálaráðs ríkis- flokksins, sem er mjög valdamik- il. I stað hans kvað nú þriðji valdamesti maður Kína (næst á eftir Jiang og Li Peng, forsætis- ráðherra) vera orðinn Zhu Rongji, aðstoðarforsætisráð- herra. Talið er að hann taki við af Li næsta ár sem forsætisráð- herra. Þessi umskipti mega táknræn teljast með hliðsjón af því, að Zhu Rongji hefur lengi verið helsti ráðamaður í Kínastjórn um efnahagsmál. Internasjónallinn, einnig kall- aður Alþjóðasöngur verkalýðsins, var leikinn í lok flokksþingsins í Alþýðuhöllinni í Peking, en breskur fréttamaður kemst svo að orði að í eyrum þingfulltrúa hljóti söngur þessi að hafa hljómað eins og leifar frá Iiðnum tíma. Samkvæmt sumum Kína- fræðingum breytist efnahagslíf fjölmennasta ríkis heims nú hraðar en líklega nokkru sinni fyrr í sögu þess. Og breytinga- hraðinn er líklegur til þess að aukast. Stefna Jiangs er sem sé að stórauka einkavæðingu (þótt það sé ekki sagt berum orðum þarlendis) og „endurskipuleggja" ríkisfyrirtæki. Lengi hefur legið í loftinu að út á þessa braut yrði snú- ið, en frétta- maður breska blaðsins Sun- day Times skrifar eigi að síður að fyrir fáeinum mán- uðum aðeins hefðu margir talið það óhugsandi. Alþjóðahyggjan er dáin - alþjóðahyggjan lifir Alþjóðahyggja verkalýðsins er, sem fyrr er að vikið, líklega ekki mjög hátt metin í Kína nú til dags, en Jiang og fleiri ráðamenn þar eru þeim mun áhugasamari um alþjóðahyggjuna á vettvangi fjár- og efnahagsmála, sem und- anfarið hefur mjög magnast. Ji- ang vill koma Kína fyrir alvöru inn í heimsefnahagslífið, eins og það er orðað. í því ráða Vestur- lönd enn mestu, og er talið að Ji- ang sé þess vegna kappsmál að bæta samskiptin við þau, og þá einkum voldugasta ríki Vestur- landa og heimsins alls, Banda- ríkin. Því hefur lengi verið haldið fram, að mörg og stór iðnfyrir- tæki í ríkiseigu væru „skemmd í kjarna“ kínverska efnahagsund- ursins, eins og einn fréttaskýr- andinn lætur það heita. Tap var á helmingi fyrirtækja þessara sl. ár. En að loka þeim þýddi að milljónir verkamanna og að- standenda þeirra væru reknar út á vinnumarkað kapítalismans nýja. Það gæti hleypt af stað alvarlegri ókyrrð í þessu risavaxna þjóð- félagi. Ymislegt bendir til þess að slík ókyrrð sé skammt undir yfirborð- inu. Frést hefur af mótmæla- fundum verka- manna, sem ekki fengu laun greidd á tilsett- um tíma. Og yfir 100 milljónir verkamanna úr sveitum eru meira eða minna á faraldsfæti við að leita sér að vinnu í stórborgunum. Kjara- munur ríkra og fátækra er orð- inn allmjög áberandi og eitt af helstu óánægjuefnum hinna síð- arnefndu. Upphaf lýðræðisþróimar? Jiang er sagður gera sér vonir um að með einkavæðingunni takist að bæta lífskjör landsmanna, á heildina litið, og að það leiði til þess að fleiri og fleiri gerist hlut- hafar í fyrirtækjum og verði þar með ánægðari með ástandið. Eitt alvarlegustu vandamál- anna sem stjórn Jiangs hefur við að glíma er spilling, sem fer vax- andi, að sögn manna sérfróðra um þetta. A flokksþinginu sagði Jiang að stjórnsýslukerfi ríkis- flokks og ríkis væri gagnsýrt af spillingu og fordæmdi það ástand harðlega. Heyrst hefur að herinn sé stór hluthafi í spilling- unni. Jiang kvað hlusta með at- hygli nokkurri á unga háskóla- menn og tæknikrata, sem sumir kunna að líta svo á að valdaein- okun ríkisflokksins og vöntun á lýðræði hljóti að leiða af sér spillingu. Frelsi í efnahagsmál- um muni aldrei verða stórvand- ræðalaust nema nokkurt frelsi í stjórnmálum sé því samfara. Vera má að innan kínversku forystunnar sé komið ofarlega viðhorf á þá leið, að frjálsræði í stjórnmálum verði að aukast ef takast eigi að koma í veg fyrir fé- lagslega sprengingu. Síðan 1987 hafa þorpsstjórnir verið kosnar og virðast sumir erlendir frétta- skýrendur telja að þær kosningar hafi viða verið nokkuð svo lýð- ræðislegar. Nýverið fréttist að til stæði að færa það lýðræði út með því að efna til kosninga í stærri stjórnarumdæmum. Bent er á til samanburðar að þannig hafi verið byrjað að innleiða lýð- ræði á Taívan, en þjóðernissinn- ar stjórnuðu því eylandi lengi vel af engu minni einræðishörku en kommúnistar kínverska megin- landinu. Jiang Zemin virðist bera höfuð og herðar yfir aðra í Mnversku forystunni. Hann boðar stórauhna einkavæð- ingu og viU koma Kína fyrir alvöru inn í heimsefna- hagskerfið. NORÐURLÖND Rasmussen flytur stefnuræðu Paul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, flutti í gærmorgun stefnuræðu ríkis- stjórnar sinnar. Þar boðaði hann m.a. sparnaðaraðgerðir í rfkis- rekstri auk þess sem hann til- kynnti að Danir myndu ganga til kosninga þann 28. maí í vor um breytingar þær sem gerður voru í sumar í Amsterdam á Maastrichtsáttmála Evrópusam- bandsins Þéttiefnið þoldi ekki vatn Hundruð fiska hafa fundist dauðir í nágrenni nýrra ganga. Orsökin reyndist vera sú að þéttiefni, sem notað var til að koma í veg fyrir leka í göngun- um, innihélt eiturefni sem komust í umhverfið þegar efnið komst í snertingu við vatn. Ávítur vegna líknar- dráps Siðanefnd norskra lækna vill láta vísa 79 ára gömlum lækni, Christian Sandsdalen, úr norsku læknasamtökunum vegna líknar- dráps sem hann framdi í fyrra- sumar þegar hann batt endi á líf 45 ára gamallar konu sem var með heila- og mænusigg. HEIMURINN Netanyahu skipar nefnd Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, setti í gær á laggirnar þriggja manna nefnd sem á að fara ofan í saumana á hinni misheppnuðu tilraun ísra- elskra leyniþjónustumanna að ráða af dögum einn leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar í Jórdan- íu. Netanyahu hefur verið harð- lega gagnrýndur fyrir hlut sinn í tilræðinu. Yassiu býður vopnahlé Ahmad Yassin, stofnandi og and- legur leiðtogi Hamas-hreyfingar- innar, sagðist í gær - degi eftir heimkomu sína til Gasasvæðis- ins - reiðubúinn til að hvetja Iiðsmenn Hamas til að stöðva árásir á ísraelska borgara ef Isra- elar hætti niðurrifí húsa og land- námi á hernumdu svæðunum. Betlarar fengu leifamar Nálægt 600 betlarar fengu í gær að gæða sér á leifunum úr brúð- kaupsveislunni sem konungs- hjónin á Spáni héldu dóttur sinni Kristínu og handboltakapp- anum Inaki Urdangarin í Barcelona á laugardaginn. Sapmingaviðræður á N-Irlandi Fyrstu raunverulegu samninga- viðræður allra deiluaðila á Norð- ur-Irlandi hófust í gær þegar fulltrúar átta stjórnmálaflokka, jafnt kaþólska minnihlutans sem meirihluta mótmælenda, settust niður til að semja um frið eftir nærri þriggja áratuga ófrið í landinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.