Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 1
Heilinn bilar síður Rannsókn leiddi í ljós mnn meiri vdtræna getn aldraðra í sveit- arsamfélagi en í sjáv- arplássi á landsbyggð- inni. Heilabilaðir reyndust um tvöfalt fleiri við sjóinn. Getur verið að íslensk bænda- menning Ieiði til betri vitrænna hæfileika en íslensk sjómanna- menning? Þessari spurningu er varpað fram af læknum sem enga skýringu gátu fundið á verulegum mun á vitrænni getu 70 ára fólks og eldra, sem í ljós kom í rannsókn þeirra, á tveim í sveit en við sjó aðskildum landsvæðum, annars vegar þar sem Iandbúnaður hefur verið aðalatvinnuvegur og hins vegar þar sem það var sjávarútvegur. Rannsókn- in bendir einnig til þess að heilabilun sé meira en tvöfalt algengari (nær 36%) við sjávarsíðuna en í sveitinni (rúm 14%). Að rannsókninni stóðu fjórir öldrunarlæknar og segja þeir frá niðurstöð- unum í Læknablaðinu. Markmiðið var að fá vitn- eskju um vitræna hæfi- leika aldraðra Islendinga í afmörkuðu dreifbýli og hugmynd um algengi heilabilunar. Reynt var að ná til allra á svæðunum Sveitasælan svíkur engan. - mynd: gs sem náð höfðu sjötugs- aldri. Heimtur voru tæp 80% á báðum svæðunum, 280 einstaklingar í sveit- inni og 190 við sjávarsíð- una. Notast var við íjögur einföld próf á vitræna getu, sem oft hafa verið notuð í samsvarandi könnunum erlendis. Ut- koman úr öllum prófun- um reyndist marktækt betri á landbúnaðarsvæð- inu. Hugsanlegar skýringar reyndust vandfundnar. Skólaganga var álíka h'til í báðum hópunum. Hlut- fall þeirra sem líkamlegt ástand gat hamlað, t.d. vegna lélegrar sjónar, heyrnar, hreyfifærni og skjálfta, var líka það sama (20%) og engu breytti heldur þó allt verulega heilabilað fólk væri tek- ið út. Brottflutningur frá þessum svæðum á árunum 1920-70 var svipaður og skýrði því ekkert. Skýringin fólst heldur ekki í stærsta áhættuþættinum - aldr- inum - því fólkið í sveitinni var m.a.s. örlitlu eldra en hinir. Arfgengi eða mismunandi menning er það sem höfundum dettur helst í hug sem hugsan- legar skýringar, en þá þætti sé ekki hægt að meta út frá fengn- um niðurstöðum. Skýringin á því af hverju gömlu sveitafólki geng- ur áberandi betur að Ieysa af hendi einföld verkefni sem byggja á vitrænni getu er því ófundin enn. — HEI Póstiijtn meðra Póstur og sími á Akureyri tók skref inn í framtíðina í vikunni þegar rafbíll var notaður við dreifingu á pósti í einu stærsta hverfi bæjarins, Lundahverfi. Rafveita Akureyrar lánaði bílinn til starfans og hefur tilraunin tek- ist mjög vel að sögn Skúla Páls- sonar, fulltrúa hjá Pósti og síma. „Rafveitan sem er eigandi bíls- ins bauðst til að lána okkur hann í tilraunarskyni en Svíar hafa notað nákvæmlega eins bfla við póstdreifingu. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er reynt hérlend- is. Forráðamenn fyrirtækisins hafa sýnt þessu mikinn áhuga og hafa Reykvíkingar t.d. fylgst mjög spenntir með þessu," segir Skúli. Engin vandamál „Bíllinn hefur reynst mjög vel í margskonar veðri en það hefur reyndar ekki snjóað. Hann er mjög góður í brekkum, fer reynd- ar ekki hratt en nær þó um 35 kílómetra hámarkshraða. Svo er ami m M „Meiriháttar gæjalegt," '0 I segir Lilja Stefánsdótt- 'r Pfctburðwkona sem 1' notid hefur þess lieió ■ urs I heila vlku að g| dreifa póstinum á Ak- bHUS ureyri með rafbfl Sktíli Pálsson fulltrtíi segir að tilraunin hafi tekist mjög vel. - mynd: brink hann algjörlega hljóðlaus og full- komlega umhverfisvænn. Mið- stöðin er gasknúin og hann er heitur og góður. Það er líka þægi- legt að geta snúið honum alveg á punktinum.“ Lilja Stefánsdóttir póstburðar- kona hefur ekið bílnum í heila viku og hún er mjög ánægð með viðkynninguna. „Þetta er meiri- háttar gæjalegt og vekur milda at- hygli. Krakkarnir eru mjög for- vitnir og vilja skoða bílinn. Ég á örugglega eftir að sakna þessa bíls þegar hið hefðbundna tekur aftur við, sagði Lilja í gær. — BÞ BIACKSlDECKER Handverkfæjj SINDRI Sí ;o ;o ■P ■Öv -sterkur í verki LTl BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.