Dagur - 11.10.1997, Síða 6

Dagur - 11.10.1997, Síða 6
6- LAUGARDAGUR ll.OKTÓBER 1997 ÞJÓÐMÁL . fíj \ ) . Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: stefAn JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: MARTEINN JÓNASSON Skrifstofur: STRANDGÖRU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Askriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNUÐI Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171 Opið bréf til forsætisráðherra í fyrsta lagi Hr. forsætisráðherra. Eg Ieyfi ég mér að víkja að litlu erindi sem skiptir ekki miklu fjárhagslegu máli. Þetta er mál sem varla er ríkis- stjórnarmál, og ætti að vera búið að hreinsa út fyrir löngu. I hlutfalli við stjarnfræði ríkisútgjaldanna er þetta eldspýtnastokksmál. En það fer ósegjanlega í taugarnar á þjóðinni. Eg er að tala um hlunninda- greiðslur ráðherra og æðstu embættismanna fyrir að fara til útlanda. I daglegu tali nefndar ferðadagpeningar. í öðrulagi Ráðherrar, bankastjórar og mjög háttsettir embættismenn njóta þessara hlunninda með mismunandi blæbrigðum. Ferðadagpening- ar eru, samkvæmt skilgreiningu fyrir alia aðra Iandsmenn, til að mæta útlögðum kostnaði á ferðalögum. Þeir sem hér um ræðir bera hins vegar almennt engan kostnað af ferðalögum sínum. En fá mis- munandi marga tugi og hundruð þúsunda fyrir ferðalög í útlöndum, eftir atvikum. Eg hef tekið eftir því að fólki finnst þetta siðlaust. Þú hefur efiaust heyrt það líka. Það gerir bara enginn neitt f því. Þess vegna er hér beðið um forystu þína. íþriðjalagi Siðferðisleg forysta forsætisráðherra gæti falist í að Iáta hringja sam- an nokkra bankaráðsformenn, mann úr fjármálaráðuneytinu og kannski einn eða tvo sem vel er treystandi. Forsætisráðherra yrði auðvitað að Ieggja sitt siðræna lóð á vogarskál þessara manna; þú ert talinn fylginn þér þegar þú vilt við hafa. Af því að menn eru almennt yfirhlaðnir störfum er ekki hægt að reikna með að þessu verði lokið á mánudag, en þá bara um miðja næstu viku. Þá gætum við einfald- lega gleymt þessu sorglega dægurmáli og snúið okkur að öðru. Virð- ing myndi vaxa fyrir valdastofnunum og þeim mönnum sem þar vinna. Þá hefðir þú unnið þarfaverk og þjóðin verða þér þakklát. Ef þér finnst þetta ekki athugavert, viltu þá vinsamlega segja okkur hvers vegna? Okkur finnst þetta nefnilega siðlaust, en kannski erum við siðvillt? STEFÁN JÓN HAFSTEIN. Augnabliks geobUun? Hvað hefur eiginlega komið fyrir sænsku akademíuna? Hvernig dettur henni í hug að veita bókmenntaverðlaun Nóbels til frægs rithöfundar? Manns sem almenningur kannast \ið? Og hefur jafnvel séð verk eftir? Hinum vísu sænsku menn- ingarvitum er svo sannarlega farið að förlast. Að veita Dario Fo Nóbelinn! Manni sem hefur drýgt þá höfuðsynd allra rithöfunda að verða vin- sæll! Hvílíkt og annað eins. Prudhonune og Carducci Garri óttast að gömlu akadem- arnir snúi sér við í sænskum gröfum sínum við þessi tíðindi. Þegar þeir fóru af stað með Nóbelinn árið 1901 settu þeir tóninn. Prudhomme hét fyrsti verðlaunahafinn. Sem betur fer kannast enginn við hann lengur, ef einhver hefur þá gert við upphaf aldarinnar. Að ekki sé nú minnst á Mistral nokkurn sem fékk Nóbelinn árið 1904 ásamt Eizaguirre. Þar með var mörkuð stefnan um hinn óþekkta Nóbelsverðlaunahafa sem sænska akademían hefur haldið sig dyggilega við allar götur síðan, með fáeinum undantekningum annað slag- ið. Eða hver kannast við Car- V____________________________ ducci? Eucken? Gjellerup? Spitteler? Benavente? Del- edda? Karlfeldt? Gard? Jimé- nez? Listinn er langur yfir þá Nóbelsverðlaunahafa sem þögnin geymir blessunarlega. Ibsen og Greene Listinn yfir þá snillinga skáld- skaparins sem sænska aka- demían hefur forðast eins og heitan eldinn þegar ákvörðun um Nóbelinn nálgast er ekki síður langur. Ætli þeim sænsku sé ekki mest skömm af því að hafa ekki verðlaunað Hendrik Ibsen sem heldur enn stöðu sinni sem eitt mikilvæg- asta Ieikskáld allra tíma. Svíarnir þorðu ekki að verð- launa Ibsen vegna þess að hann þorði að takast á við um- deild viðfangs- efni. Aðrir voru of vinsælir meðal almennra lesenda til þess að þeir sænsku teldu þá hæfa. Það á til dæmis við um skáldsagnahöfundinn víðkunna Graham Greene. Væntanlega er úthlutunin í ára bara augnabliks geðbilun hjá sænsku akademíunni. A næsta ári finna Svíar örugg- lega einhvern sem hefur dundað við að yrkja ljóð í af- kimum veraldarinnar þar sem engin hætta er á að þeir verði vinsælir. GARRl. Sægreifl geiigur aftur ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON SKRIFAR í Verslunarskóla íslands starfaði Bindindisfélag á sínum tíma og gerir sjálfsagt enn þó pistilhöf- undur hafi ekki heyrt frá félaginu lengi. Að minnsta kosti hefur honum ekki borist tilkynning um aðalfund í mörg ár. En látum Kormák kyrran Iiggja. Skólastjór- inn dr. Jón heitinn Gíslason gekk þá stofugang og hvatti nem- endur til að ganga í Bindindisfé- lagið og gegndu flestir kallinu. Næstum jafn margir og Jóhann Briem útgefandi skrifaði í Heimdall ungra Sjálfstæðis- manna á sama tíma. í Bindindisfélagi Verslunar- skóia Islands var því misjafn sauður og margt fé. Sumir nem- endur lifðu fölir eftir boðorði Góðtemplara og aðrir létu svo- leiðis öfgahópa í friði. Regla Góðtemplara var pistilhöfundi að meinalausu eins og reyndar Qölskyldu hans í marga ættliði og aftur fyrir daga Heimastjórnar. En dag nokkurn lenti fylkingun- um saman á aðalfundi félagsins og þá var kátt í höllinni. Fóru svo leikar að pistilhöfundur var kjör- inn formaður bindindisfélags og sá fyrsti í hans ætt frá Iandnámi. Auðvitað var þetta brandari og hver einasta kerling hló! Enn því rifjast gamla og góða BFVÍ hér upp í dag að íslands- sagan gengur nú í endumýjun Iífdaga. Ekki í Verslunarskólan- um heldur úti í þjóðlífinu. Nú er ekki Iengur tekist á um kennderí á skólaböllum heldur um stjórn- un fiskveiða í Iandhelgi. Um kvóta ljóta. Víkur nú Islandssög- unni upp á Vesturgötu um stund. Jón Baldvin Hannibalsson læt- ur senn af þingmennsku og siglir ásamt frú sinni Bryndísi Schram til Vesturheims. Glímuskjálfti hríslast nú um Alþýðuflokkinn þegar Karlinn hverfur úr Brúnni og jafnvel fara um hann fjörbrot. Hópur Krata er að stofna samtök gegn kvóta ljóta í flaustri og hefur fengið til Iiðs við sig fólk sem af einlægni vill breyta kvótanum. Þótt skarð sé fyrir skildi í Alþýðuflokknum kemur væntanlega maður í manns stað og engin ástæða fyrir Krata að fara á taugum að svo komnu máli. Samtök gegn kvóta ljóta eru alls góðs makleg og Iöngu tíma- bær mannsöfnuður. En samtök um hvaða mál sem er og stofnuð af eðalkrötum bera þess merki eða sár að kosningar séu í nánd. Slík samtök eru engin vísbending um eitt eða neitt og verða aldrei annað en kosningaplagg. Og ekki nóg med það: Efstur á blaði í ákalli Krata til þjóðarinnar vegna kvótans er sjálfur sægreifi Alþýðuflokksins á Alþingi. Með reiða og rá. Hlegið gæti ég væri ég ekki dauður! sagði karlinn í þjóðsögunni og nú getur pistilhöfundur ekki annað en skellt upp úr Iíka þó hann sé annars fjarri góðu gamni. Gamli brandarinn úr Versló er genginn aftur. Ekki bara á skólalóðinni heldur á Iandsvísu og væntanlega á heimsmælikvarða. En ekki er öllu til skila haldið og víkur nú Islandssögunni upp í Seðlabanka um stund: I stúkusæti á eftir sægreifan- um er fyrrum formaður Fram- sóknarflokksins og guðfaðir kvóta ljóta. Nú mundi karlinn í þjóð- sögunni hlæja sig f Hel væri hann ekki þegar kominn þangað. Gamli brandarinn úr Versló fær stöðugt nýjar og betri hliðar og víst er að skemmtinefnd Fram- sóknarflokksins fer á kostum á næstu árshátið Seðlabankans. Pistilhöfundur yrði fyrstur manna til að styðja þvílík samtök ef venjulegt fólk ætti þar hlut að máli en ekki hagsmunakratar og aðrir sægreifar Alþýðuflokksins. A bakvið samtök af þessu tagi verður að ríkja þjóðareiningin sem er fyrir hendi um breytta stjórnun fiskveiða þó hún nái ekki inn á Alþingi. Fiskveiðunum við Iandið verð- ur að breyta til frambúðar en ekki fyrir kosningar. Hvemig þótti þér frammistaða Stein- gríms Hermannssonar þegarhann svaraðifyrir ferðirsínará umhverfis- ráðstefnur hjáfrétta- mönnum Sjónvarps? Ólaíur Hauksson hjá Boðbera ■ almannatengslum. Greinilegt var að Stein- grímur var þarna kom- inn til að veija sinn málstað af mikilli hörku og var sann- færður um að hann hefði ekkert gert rangt af sér. En það sem ég sá sýndi mér hvað Steingrímur er í aumkunarverðri stöðu; að þarna skuli seðlabankastjóri vera að svara fyrir ávítur frá bankaráði fyrir að hafa bruðlað með al- mannafé. Það er ótrúlegt í ljósi þess að maðurinn skuli hanga áfram í þessari stöðu sinni. Ásta Ragnlieidur Jóhannes- dóttir þingmaðurjafnaðarmanna. Eg sá ekki nema brot úr þessu og ég er ekki frá því að fréttamenn hafi verið of aðgangs- harðir við Steingrím. I dag er Steingrímur embættismaður en ekki stjórn- málamaður og verður auðvitað að fara eftir þeim reglum sem um þá gilda. En ætli Steingrímur komist ekki klakklaust frá þessu máli, einsog svo mörgum öðrum. Einar Karl Haraldsson ráðgjaji í almannatengslum. Steingrímur stóð sig vel, leit vel út og fer greini- lega vel með sig í bankan- um. En spyijendurn- ir gerðu þau mistök, sem menn gera yfirleitt í yfirheyrslum á Islandi, að fara að spyrja um skoðanir og viðhorf Steingríms í málinu í staðinn fyr- ir að grafast fyrir um hverjar staðreyndir málsins séu. Og það er enn margt óljóst varðandi ferða- og risnumál í Seðlabank- anum og einnig hveijir hafa tekið ákvarðanir og um hvað. Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður. Það sem ég sá þá fannst mér Stein- grímur koma prýðilega út. Hann svar- aði vel fyrir sig, og eins stóðu spyrl- arnir sig vel. Viðureignin var því nokkuð jöfn og allir máttu vera fullsæmdir af. Eg var sammála því sem fram kom í máli Stein- gríms í þættinum að umhverfis- mál væru þverpólítísk. Það ættu þau allavega að vera.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.