Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 11.10.1997, Blaðsíða 7
X^UT' LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL BIRGIR GUÐMUNDS w SON SKRIFAR mÉ-,, *"*** ? A* 1 i-;. \ Það vakti óneitanlega upp rúm- lega 20 ára gamlar minningar að sjá menntskæiinga á Akureyri fara í kröfugöngu og halda bar- áttufund á dánardægri Che Guvara nú í vikunni. Eflaust hefur þessi sjón fengið huga annarra gamalla róttæklinga til að reika líka. Minningin um þennan argentínska byltingar- mann og lækni sem barðist við hlið Castró á Kúbu gegn einræð- isstjórn Bastista virðist ætla að verða lífseig. Che ætlar að verða sannkölluð „G-vara“ svo maður bregði fyrir sig dálítilli aula- fyndni. Kannski er það óræð nærvera hans í söngleiknum um Evítu sem lyftir honum til vegs á ný meðal æskunnar í dag. Sé svo er það táknrænt að menntskæl- ingar minnast afmælis hans sama dag og fréttir berast um gjaldþrot Evítu á Islandi. Ekki fyrir sósíalisma? Eg hef hins vegar enga trú á að ungdómurinn í dag - frekar en fyrir 25 árum - hafi umfangs- mikla þekkingu eða aðdáun á því sem Che Guvara stóð fyrir eða vildi gera. Þvert á móti er hann, eða kannski öllu heldur rauða veggspjaldsmyndin af honum, rómantískt tákn um einhvers konar róttækni og andóf. Enda sögðust menntskælingar ekki vera að marséra til stuðnings kommúnisma eða sóslíalísku þjóðskipulagi heldur voru þeir að mótmæla viðskiptabanni á Kúbu vegna þeirra mannréttindabrota sem það felur í sér gagnvart al- menningi. Það er eðli viðskipta- banna áf þessu tagi að þau hafa minnst áhrif á ráðandi stéttir, það er fólkið á götunni sem það hefur áhrif á fyrst og fremst. Til heiðurs Guvaxa En vegna þess að mótmæli menntskælinganna gegn við- skiptabanni fóru fram nánast til heiðurs Guvara urðu þessi mót- mæli líka til stuðnings því þjóð- skipulagi sem hann stóð fyrir - þjóðskipulaginu á Kúbu. Það eru skilaboðin - hvað svo sem menntskælingarnir segja þegar þeir eru að útskýra málið frekar. Þeir sögðust vera að mótmæla viðskiptabanni, en eins og mál- inu var stillt upp var líka með kröftugum hætti verið að lýsa yfir velþóknun á þjóðfélagsskip- an á Kúbu. Og það er ekkert at- hugavert við það. Það sem er hvimleitt er þegar menn eru að segjast vera að gera eitthvað ann- að en þeir eru að gera. Það hafa fjölmargir mótmælt viðskipta- banni á Irak, en þeir gera það ekki á afmælisdegi Saddam Hussain eða bera um hetju- myndir af honum hrópandi slag- orð eins og „Iifi írak!“. Hótanir Kínverja En viðskiptabönn í sósíalísku samhengi komu líka við sögu vegna heimsóknar Taívana til Iandsins. A einni viku hafa sam- skipti Islands og Kína kólnað niður að frostmarki. Við búum nú við hótanir um efnahagslegar refsiaðgerðir af hálfu Kínveija vegna þess að Davíð Oddsson veitti varaforsætisráðherra Taív- an, Lien Chan, móttöku. Þegar horft er til baka vfir at- burðarásina virðist nokkuð ljóst að Taívanar voru að notfæra sér heimsóknina hingað til að styrkja vígstöðu sína gagnvart Kína. „Oformlega" heimsóknin þeirra varaforsetahjónanna sem ferðamanna, sem svo hafði verið kynnt fyrir íslenskum yfirvöld- um, reyndist vera talsvert meira en það. Tuttugu manna sendi- nefnd með tilheyrandi fjölmiða- skara valtaði inn í landið með miklu meira brambolti en einka- heimsóknir annarra fyrirmenna sem hingað hafa komið. Pólitískar ástæður Sjálfur utanríkisráðherra hefur staðfest að umfang heimsóknar- innar hafi verið miklu meira og annars eðlis en honum hafði ver- ið skýrt frá og útilokar ekki að heimsóknin hafi verið farin í pólitískum tilgangi. Taívanar eru vitaskuld í sjöunda himni með þessa þróun mála og það að Is- lendingar létu ekki hótanir Kín- verja hrekja sig af leið. Eftir sitj- um við Islendingar, hetjur hjá einhverjum fylkingum á Taívan og hjá ritstjóra Times, en erum búnir að spilla illa fyrir vaxtar- möguleikum á ört stækkandi markaði í Kína. Þetta er gjör- breytt staða fyrir Island og íslensk viðskipti í austurlöndum Ijær. Þó er okkur sagt að form- leg stefna Islands gagnvart Kína og Taívan hafi ekkert breyst - við höldum stjórnmálasambandi við Kína og viljum gera það áfram. Hlutur forsætisráðherra Hlutur forsætisráðherra verður sérstaka athygli í þessu máli öllu, því hann er sá sem reiði Kínverjanna beinist gegn. Það var skörungslegt hjá Davíð að láta hótanir Kínverja sem vind um eyru þjóta og lýsa þvf yfir að varaforseti Taínvan væri hér í einkaheimsókn, hann væri hér sem ferðamaður og menn breyttu ekki áætlunum ferða- manna sem hingað koma. Það var líka rétt hjá Davíð að móðg- ast yfir því að Kínverjar hafi ætl- að sér að stjórna því með gróf- legri íhlutun hverjir koma hing- að og hverjir ekki. En umfram það, var skynsamlega tekið á þessum málum og heimsókn- inni? Spurningar hljóta að vakna hjá Islendingum í þeim efnum - spurningar sem við hljótum að ætla að Kínverjar spyrji sig líka. Spurt er Er það t.d. alsiða að forsætisráð- herra bjóði ferðamönnum í kvöldverð í bústað íslenska ríkis- ins í þjóðgarðinum á Þingvöll- um? Hvað var að Perlunni? Er það algengt að forsætisráðherra gefi út yfirlýsingar um að erlend- ir fyrirmenn séu velkomir til landsins, eins og t.d. forseti Taí- van, eftir að hafa snætt með ferðamönnum á Þingvöllum? Eða er algengt að ráðherrann gefi út yfirlýsingar um gagnsemi viðskiptaskrifstofa frá Taívan á Islandi eftir að hafa talað við ferðamenn? Sannieikurinn er auðvitað sá að forsætisráðherra hefur stöðugt bætt i og storkað Kínverjum eftir því sem liðið hefur á vikuna og viðtökurnar hafa gert orðræðuna um ferða- mennina að brandara. Viðbrögð Kínvetjanna hafa að sama skapi harðnað og sérhvert útspil þeirra virðist hafa verið yfirtrompað af forsætisráðherranum íslenska - og endar í biblísku minni um keppnina milli Davíðs og Golí- ats. Davíð er vissulega orðinn hetja en deila sem í upphafi vik- unnar var vissulega erfið er í lok hennar kominn í torleysanlegan hnút. „Andateppuutanríkis- ste£na“ Sennilega verður maður að gera ráð fyrir að málið hafi einfald- lega stigmagnast dag frá degi, ís- lensk stjórnvöld hafi hvorki búist við hinum hörðu viðbrögðum Kínverja né hinum pólitíska undirtóni, sem augljóslega bjó að baki heimsókn Taívananna. Það þýðir að sú ákvörðun að kæla niður áralanga uppbyggingu í samskiptum Islands og Kína, sem er í raun ný stefna í utanrík- ismálum, er tekin í „anda- teppustíl", svo notað sé orð frá fyrrum utanríkisráðherra, þar sem menn eru að bregðast við einhverjum aðstæðum sem Taí- vanar bjuggu til en Islendingar höfðu ekki séð fyrir. Slíkt er í sjálfu sér vond aðferð við að móta nýja stefnu, en hjá henni verður vitaskuld ekki komist ef svo ber undir. Sambandið við Taívan Hitt er aftur verra ef sú pólitíska skoðun að Island eigi að taka upp nánari tengsl og jafnvel stjórnmálasamdand við Taívan, sem vissulega er til staðar, hefur með einhverjum hætti ráðið framvindu mála nú í vikunni. Ahrifamenn í Sjálfstæðisflokkn- um hafa viðrað slíkar hugmyndir og i Morgunblaðinu í gær kemur fram að íslenskir þingmenn hafi verið Taívönum til aðstoðar við undirbúning heimsóknarinnar. Og þótt framganga forsætisráð- herra gæti rennt stoðum undir kenningar af þessu tagi hljótum við að afskrifa þær og trúa því þegar sagt er að menn vilji í ein- lægni halda óbreyttri stefnu. En það er ekki þar með sagt að ekki komi til greina að breyta stefn- unni og jafnvel viðurkenna Taív- an sem sjálfstætt ríki. En sú um- ræða á einfaldlega að fara fram með öðrum hætti og yfirvegaðri. Ekki þykjast Menn eiga ekki í þessu að þykj- ast vera að gera annað en þeir eru að gera. Vilji menn breyta um utanríkisstefnu á að segja það. Séu menn af hugmynda- fræðilegum ástæðum andstæð- ingar gömlu kommanna og hrifnari af Taívan en Kína er það bara ágætt mál. En andstaðan við kommúnisma má ekki frekar en hrifningin af veggspjaldinu af Che Guvara gegnsýra málflutn- ing okkar um óskyld mál þannig að niðurstaðan verði sú að við séum í raun að gera eitthvað allt annað en við segjumst vera að gera.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.