Dagur - 11.10.1997, Qupperneq 10

Dagur - 11.10.1997, Qupperneq 10
10- LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 ÞJÓÐMÁL ro^ir Ábending til Finns Ingólfs- sonar iðnaðarráðherra ÁRM FINNSSON SKRIFAR F.h. Náttúruvernd- ARSAMTAKA ÍSLANDS Þann 9. október s.l. sat undirrit- aður hádegisverðarfund á Hótel Borg, sem boðað var til af Olafi Erni Haraldssyni, alþingismanni Framsóknarflokks í Reykjavík. Samkvæmt fundarboði átti Hall- dór Asgrímsson, utanríkisráð- herra að reifa stjórnmálaástand- ið, en þegar til kom reyndist hann of önnum kafinn við störf sín í utanríkisráðuneytinu. I hans stað talaði Finnur Ingólfs- son, iðnaðarráðherra. Fundargestir voru flestir rosknir framsóknarmenn og markaðist innihald ræðunnar nokkuð af viðleitni iðnaðarráð- herra til að herða hug og dug í sínum mönnum á miðju kjör- tímabili. Skoðanakannanir eru jú bara skoðanakannanir, sagði hann, og það sem skiptir máli eru kosningaúrslit. Hvað um það, iðnaðarráðherra stóðst ekki þá freistingu að hæla sér nokkuð af árangri í stóriðju- málum, jafnframt sem hann svaraði spurningum þeirra sem áhyggjur hafa af verndun um- hverfisins og væntanlegra alþjóð- legra skuldbindinga Islands gagnvart Rammasamningi S.Þ. um loftslagsbreytingar eftir fundinn í Kyoto í desember n.k. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að ólíkiegt væri að þjóðir heims hefðu rætt nógu vel hvernig bæri að skipta byrðunum í þessu máli og því myndu samningar ekki nást í Kyoto. Ergo, skuldbinding- ar um að draga úr losun gróður- húsalofttegunda myndu ekki aftra áformum um að byggja gríðarstórt álver við Reyðartjörð, eins einn fundarmanna með ræt- ur á Egilsstöðum lýsti áhyggjum sínum af. Á hinn bóginn lagði Framsóknarflokkurinn Ungir framsóknarmenn í Reykjavík Aðalfundur félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 27. október. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 20 (3. hæð) og hefst kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórn FUF í Reykjavík. AKUREYRARBÆR Grunnskólar Akureyrar Brekkuskóli er skóli fyrir 1.-10. bekk. í skólanum starfa 700 nemendur og 100 starfsmenn. Við auglýsum eftir grunnskólakennurum í: Bóklega og verklega kennslu í 1.-10. bekk (9 stöður leiðbeinenda með 3 mán. uppsagnarfrest). 1/2 staða heimilisfræðikennsla í 1.-7. bekk. Vegna uppsagnar vantar frá áramótum 97/98 kennara í íslensku í 10. bekk og til starfa á bókasafni (heil staða). Vegna forfalla um óákveðinn tíma vantar strax í 1 og 1/2 stöðu kennara með framhaldsmenntun í sér- kennslufræðum og í eina stöðu handmenntarkennara. Laun samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands íslands, Hins ísienska kennarafélags og Launanefnd- ar sveitarfélaganna. Upplýsingar veitir: Sveinbjörn Markús skólastjóri í símum 462 4241, 899 3599 eða heimasíma 461 3658 og aðstoðarskólastjórarnir Birgir í heimasíma 462 6747 eða Magnús í heimasíma 462 3351. Umsóknareyðublöð hjá starfsmannadeild Akureyrar- bæjar í síma 462 1000, Geislagötu 9 og skólastjóra. Skólastjóri. Finnur Ingólfsson á það áherslu að hann hefði af þessu áhyggjur einnig og að hann segði þetta ekki með neinni Þórðargleði. Því næst lýsti ráðherra ánægju fulltrúa Norsk Hydro með heim- sókn sína á Austfirði og því að ákvörðunar um hvort gengið yrði til samninga við það fyrirtæki væri ekki vænta fyrr en í fyrsta lagi síðla næsta árs. Þau áform sem rædd eru ganga út á að byggja álver í þremur áföngum: 200 þúsund tonna, 400 þúsund tonna og að endingu 700 þús- und tonna álver. Orku fyrir þetta nýja álver yrði aflað með því að beisla jökulárnar sem renna undan Vatnajökli. Finnur Ingólfsson staðhæfði að fullt tillit yrði tekið til um- hverfisverndarsjónarmiða, en sá síðan að sér og bætti við að vit- anlega væri ekld hægt að taka til- lit til öfgasjónarmiða. Undirrituðum er það bæði Ijúft og skylt að benda Finni Ing- ólfssyni á að Náttúruverndar- samtök íslands muni hér eftir sem hingað til taka málsvari náttúruverndarsjónarmiða á málefnalegan hátt. Okkur er víðsfjarri að kalla Finn Ingólfs- son öfgamann, en við viljum varna því að íslensk náttúra verði lögð í rúst vegna vanhugsaðra fjárfestinga í vatnsaflsvirkjunum og stóriðju. Jafnframt væntum við þess að hann sé þess umkom- inn að færa betri rök fyrir sínu máli en að kalla málefnaflutning náttúruverndasinna öfgasjónar- mið. Almenningur ætlast til þess af þingmönnum og ráðherrum að málefnatiibúningur þeirra sé vandaðri en svo að þeir mæti gagnrýni náttúruverndarsinna með skætingi. Frelsi til að drepa(st) ÞORGRÍMUR ÞRAINSSON FRAMKWEiVIDA- STJÓRI TÓBAKS- VARNANEFNDAR SKRIFAR Er einhver munur á því að eiga á hættu að deyja úr krabbameini af völdum reykinga annars vegar og af því að borða pistasíuhnetur hins vegar? Samkvæmt íslensk- um lögum er stórmunur þar á. Á Islandi er lögverndað að deyja úr krabbameini af völdum reykinga því tóbak er lögleg vara. Þá hlýt- ur að vera ólöglegt að deyja úr krabbameini eftir að hafa borðað þá tegund af pistasíuhnetum sem verið var að banna nýlega sökum þess að hún gæti hugsan- lega valdið krabbameini þegar til lengri tíma væri litið. Nýlega var komið í veg fyrir að börn gætu fengið krabbamein af Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 13. október 1997 kl. 20-22 verða bæjar- fulltrúarnir Þórarinn E. Sveinsson og Þórarinn B. Jónsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir þvísem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000. þvf einu að naga ákveðna tegund af naghringjum. Vissulega er það gott og blessað þegar Hollustu- vernd ríkisins er á varðbergi og kemur í veg fyrir að vörur, sem innihalda krabbameinsvaldandi efni, hverfi af markaðnum hið snarasta. Ekki viljum við að börnin okkar fái krabbamein. En hversu margir foreldrar ætli hafi beygt sig yfir barnið sitt með sígarettu í munninum og kippt hinum stórhættulega naghring út úr volandi barninu? Skyldi foreldrið vera meðvitað um að mæla hefði mátt niðurbrotsefni nikótíns í þvagi barnsins næstu þijá daga á eftir vegna þess að það andaði að sér reyk frá einni sígarettu? Á sama tíma og hinar stór- hættulegu pistasíuhnetur, nag- hringirnir, rauðu Iökin úr IKEA ogM & M sælgætið er fjarlægt á methraða úr verslunum sökum þess að vörurnar geta hugsan- lega valdið krabbameini þá kemst stjórn ÁTVR upp með að heimila innflutning á nýjum vörutegundum sem sannað er að innihalda yfir 40 krabbameins- valdandi efni. Margur vitringur- inn rís nú upp á afturfæturna og segir að tóbak sé lögleg vara. Víst er það svo en ég veit ekki betur en að lök hafi áður verið seld á Islandi, sem telst löglegt, sömu- leiðis pistasíuhnetur og M&M. Munurinn er reyndar sá að vör- urnar hafa ekki verið eitraðar áður. Fáránleiki íslensks þjóðfé- lags birtist í ýmsum myndum. Ætli Samkeppnisráð viti að verið sé að mismuna innflytjendum - og ekki síst neytendum? Hvers vegna mega sumar vörur vera eitraðar en aðrar ekki? Hvers vegna má fólk ekki hafa val um að deyja á rauðum lökum eða eftir að hafa borðað eitraðar hnetur - ef það langar til? Hver er réttur þess? Svona eru lögin á þessu herr- ans ári og þeir, sem fengu þessu áorkað, fá ldapp á bakið frá vin- um sínum sem eiga líldega tölu- verðra hagsmuna að gæta og halda orðinu FRELSI á lofti í tíma og ótíma. FRELSI er tísku- orð í dag og virðist litlu máli virðist skipta hversu dýru verði það er keypt. Hveijar verða af- leiðingarnar af þeirri nýju vöru (tóbaki) sem inniheldur yfir 40 krabbameinsvaldandi efni? Og hverjir „græða" á innflutningn- um? I þessu tilfelli erum \ið að tala um frelsi til að drepa eða frelsi til að drepast. Fórnarlömb- in eru unga fólkið. Undirritaður þekkir ungan mann sem var boð- ið að markaðssetja nýja tóbaks- tegund hér á landi fyrir skömmu. Hann afþakkaði boðið en hvað ætli umboðsaðilinn hafi haft í huga? Að herja á fullorðið fólk með nýja tegund? Vitaskuld ekki. Það átti að heilaþvo ungdóminn því nýjar sígarettutegundir kalla á nýja neytendur. Aðeins 4% reykingafólks skipta um sígar- ettutegund á lífsleiðinni. Börnin okkar eru fórnarlömbin og þetta „yndislega“ FRELSI í innflutn- ingi á tóbaki verður ekki einvörð- ungu snara um háls barnanna heldur mun helmingur þeirra deyja af völdum reykinga langt um aldur fram. Tóbak er eina löglega varan á markaðnum sem er banvæn ef hún er notuð eins og til er ætlast. Ætli það sé til- viljun að yfir 90% þeirra sem fara í áfengismeðferð á Vogi reykja? Unglingur sem byrjar að reykja skerðir möguleika sína á bjartri framtíð því reykingar eru oftlega fyrsta skrefið til írekari óreglu. En fína, valdamikla og vina- marga fólkinu í þjóðfélaginu kemur það ekki við því það sofn- ar á kvöldin með orðið FRELSI á vörum og lítur undan þegar vandamálin blasa við. Samt get- ur það með einu pennastriki komið í veg fyrir að nýjar, eitrað- ar vörur flæði inn í Iandið. Hverra er ábyrgðin?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.