Dagur - 11.10.1997, Síða 3
LAUGARDAGUR 24.SEPTEMBER 19 9 7 - jffif
SÖGUR OG SAGNIR
Gullöldiii á Akranesi
Hér á árum áður voru Akurnes-
ingar þekktir fyrir að rækta góðar
kartöflur og stúlkur þóttu hvergi
fegurri en þar. I því sambandi má
minna á vísuna, sem ég man ekki í
svipin eftir hvern er, en hún er
svona:
Enginn þarf að vera i vafa
um virðulegan heiðurssess.
Því kartöflur og konur hafa
kosti sannað Akraness.
Nú eru gömlu góðu kartöflu-
garðarnir, sem voru nánast við
hvert hús, horfnir undir hús og
grænar lóðir og því ekki ræktaðar
þar gömlu og góðu kartöflurnar, en
konumar á Akranesi eru ennþá
fallegar og jafnvel fegurri en áður.
Síðustu áratugina hafa knatt-
spyrnumenn leyst kartöflurnar af
hólmi. Eg ætla á næstu vikum að
spjalla við ykkur um upphaf knatt-
spyrnunnar á Akranesi, því eins og
flestir vita, hafa Akurnesingar get-
ið sér gott orð sem knattspymu-
menn og borið hróður bæjarins,
bæði sem einstaklingar og Iiðs-
heild bæði hér og erlendis. Þvl er
Akranes nú í hugum flestra knatt-
spyrnubærinn á Islandi. Þótt svo
slysalega hafi tekist til í sumar, að
Skagamenn hafi orðið að sjá eftir
íslandsbikarnum í knattspyrnu til
Vestmannaeyja eftir 5 ára sam-
fellda vist á Akranesi, er það bæði
víst og satt að þeir munu mæta tví-
efldir til leiks að ári og freista þess
að ná bikarnum aftur til Akraness,
þar sem þeir telja að hann eigi að
vera.
Fyrsta knatt-
spymufélagið
Á þessu ári eru 75 ár liðin síðan
fyrsta knattspyrnufélagið á Akra-
nesi var stofnað, en það var Knatt-
spyrnufélagið Kári. Þótt Kári sé
fyrsta knattspyrnufélagið á Akra-
nesi, höfðu áður starfað þar félög
eins og Ungmennafélag og íþrótta-
félag er Hörður nefndist, en hvor-
ugt þeirra hafði knattspymu beint
á stefnuskrá sinni.
Forsögu stofnunar Kára má
bæði beint og óbeint rekja til hins
merka æskulýðs og trúarleiðtoga,
sr. Friðriks Friðrikssonar, sem á ár-
inu 1911 hafði stofnað knatt-
spyrnufélagið Val í Reykjavík og
síðar átt þátt í stofnun Knatt-
spyrnufélagsins Hauka í Hafnar-
firði.
Sr. Friðrik var mikið á Akranesi á
þessum árum og þjónaði síðar sem
prestur þar í forföllum sóknar-
presta. Hann hélt samkomur í
kirkjunni fyrir drengi, sem voru
Ijölsóttar. Auk þess að innræta
þeim guðstrú og góða siði, var
honum einkar lagið að flétta inní
mál sitt frásagnir ýmsu öðru, sem
vakti áhuga hinna ungu drengja.
Þar á meðal sagði hann þeim frá
knattspymu og Knattspyrnufélag-
inu Val og hvað strákarnir þar
væru að gera. Hvatti hann þá til
að fylgja fordæmi þeirra og stofna
knattspymufélag.
Það var svo 26. maí árið 1922 að
nokkrir drengir á aldrinum 10-14
ára mæltu sér mót og ákváðu að
stofna knattspyrnufélag. Ymislegt
vantaði til að hið nýja félag stæði
undir nafni og það sem þeim reyn-
ist erfiðast var að eignast knött, en
á þessum árum kostaði hann hvor-
ki meira né minna en 10 krónur og
slíka Qármuni höfðu þeir ekki und-
ir höndum. Þeir gripu til þess ráðs
að afla peninga til boltakaupanna
með fiskvinnu, kartöflurækt og
ftjálsum framlögum. Þetta tókst
og boltinn var keyptur. Sveinbjörn
Oddsson félags- og verkalýðs-
frömuður aðstoðaði þá við að
semja lög fyrir félagið og fyrsti
völlurinn var Langisandur, renni-
sléttur og víðáttumildll. Á fyrstu
æfingunni þar var félaginu valið
nafn, sem fór fram með þeim
hætti að hver drengur skrifaði sína
uppástungu í sandinn og komu þar
fram m.a. nöfnin Kári og Hörður
Hólmvetjakappi. Eftir nokkra um-
ræður var samþykkt að félagið
skyldi heita Knattspyrnufélagið
Kári.
Nokkur félög stráka spruttu upp
eftir stofnun Kára, en þau lifðu yf-
irleitt stutt og fara engar sögur af
þeim. Þeir sem stofnuðu Kára áttu
flestir heima á Uppskaga um, eins
og það var kallað á þessum árum
og því kom að því að strákarnir á
Axel Andrésson fyrsti þjálfarinn, sem
rádinn er til Akraness, auk þess sem
hann var fyrsti lögreglumaðurinn á
Akranesi. Við komu hans færðist mikið
Iff í allt íþróttalíf á Akranesi Síðar varð
hann þekktur um land allt fyrir æfin-
gakerfi sitt í knattspyrnu, sem nefnt var
„Axelskerfið“.
Niðurskaganum stofnuðu með sér
félag. Það var árið 1924 að þeir
stofnuðu knattspyrnufélag, sem
þeir nefndu Njörð, en breyttu
nafninu fljótlega í Knattspyrnufé-
lag Akraness (KA). Þessi skipan
mála hélst að mestu næstu áratug-
ina, að Kára menn voru á Upp-
Áríð 1929 gaf Skafti Jónsson útgerðar-
maður bikar þann er hér birtist mynd
af til keppni I fyrsta aldursflokki f
knattspyrnu. Bikarnum fylgdi sæm-
darheitið „besta knattspyrnufélag
Akraness".
skaganum, en KA menn á Niður-
skaganum og þótti það hið versta
mál ef einhver af Uppskaganum
gekk í KA og öfugt, enda oft á tíð-
um mikill rígur milli félaganna og
þess nokkur dæmi að menn hafi
slegist að loknum knattspyrnu-
leikjum.
Sr. Friðrik Fríðriksson predikar í
Akraneskirkju i síðasta sinn 10 aprí/
1960. Þá kvaddi hann söfnuðinn á 92
aldursári og alblindur. Sr. Friðrik þjó-
naði Akraneskirkju á árinu 1932 og
aftur 1934-1936. Hann var gerður að
að heiðursborgara á Akranesi 1947.
árið 1933 og eftir andlát hans var
reglugerðinni um bikarinn breytt.
Hann var nefndur Skaftabikarinn
og að hann yrði farandgripur, sem
ekki ynnist til eignar.
Fyrst var keppt um Skaftabikar-
inn 1929 og fór Kári með sigur.
Leikurinn þótti mikill viðburður
og virkaði hvetjandi á knattspyrnu-
mennina, þannig að áhugi fyrir æf-
ingum jókst til muna. Þá var jafn-
framt farið að keppa í öðrum ald-
ursflokkum milli félaganna og allt
starf félaganna komst í fastara
form.
Þjálfari ráðinn
Þrátt fyrir að mikil keppni og
rígur væri milli KA og Kára, höfðu
félögin alla tíð mjög gott og náið
samstarf. Það var strax mikill
knattspyrnuáhugi á Akranesi og
metnaður hjá ungum mönnum til
að verða góðir knattspyrnumenn.
Það varð því úr að árið 1933 réðu
félögin sameiginlega til sín þjálf-
ara. Sá sem varð fyrir valinu var
enginn annar en Axel Andrésson
kunnur íþróttafrömuður frá
Reykjavík. Axel var einn ötulasti
forvígismaður knattspyrnunnar á
Islandi á þessum árum. Hann var
einn af stofnendum Knattspyrnu-
félagsins Víkings í Reykjavík og
forystumaður þess um langt skeið.
Þá ferðaðist hann um land allt um
áratuga skeið, sem farandkennari
á vegum ISÍ og KSl og hélt nám-
skeið í knattspyrnu og handknatt-
Skaftabikarinn, gefinn af Skafta Jónssyni útgerðarmanni 1929. Bikarínn, sem er
hinn mesti dýrgripur, er útskorinn af Ftíkarði Jónssyni myndskera.
Fyrstu Akranesmeistara í knattspyrnu 1929: Aftasta röð frá vinstri: Jón Steinsson, Bjarni Bjarnason, Ólafur Jónsson, Halldór
Guðmundsson, Gústaf Ásbjörnsson. M/ðröð frá vinstri: Hjörtur Sigurðsson, Valtýr Benediktsson, Sigurður Þorvaldsson. Fremsta
röð frá v/nstri: Hannes Guðmundsson, Magnús Magnússon, Hannes Ólafsson.
iðkan knattspyrnu og voru kapp-
leikir milli félaganna fastur liður.
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar
voru á þessum árum nánast engar.
Langisandur var því notaður til
knattspyrnuæfinga, svo og kart-
öflugarðar eftir því sem við var
komið og túnblettir víðsvegar um
bæinn.
Fljótlega var farið að huga að
vallargerð og var fyrst leikið á velli,
þar sem nú eru gatnamót Stekkjar-
holts og Kirkjubrautar. Hann þótti
að vísu ekki góður, en samt vel
nothæfur, enda menn ekki svo
kröfuharðir í þá daga. Kappleikir
milli KA og Kára og félagsstarf á
vegum þeirra var helsti vettvangur
ungs fólks á Akranesi.
Arið 1929 verða nokkur þátta-
skil í sögu knattspyrnunnar á Akra-
nesi, er Skafti Jónsson útgerðar-
maður gefur bikar í 1. aldursflokki
og fylgdi honum sæmdarheitið
„Besta knattspyrnufélag Akra-
ness“. Þessi bikar, sem enn er til,
er einn merkasti gripur, sem keppt
hefur verið um í knattspyrnu á ís-
landi, því hann er útskorinn af
hinunt þekkta listamanni Ríkarði
Jónssyni myndskera. Skafti ákvað
að bikarinn skyldi vinnast til eign-
ar með sigri í þijú ár í röð eða
fimm sinnum alls. Skafti féll frá
leik fýrír pilta og stúlkur. Hann bjó
til sérstakt æfingakerfi, sem nefnt
var „Axclskerfið". Eg man eftir því
hve mikil tilhlökkun var hjá okkur
strákunum, þegar von var á Axel og
við tókum þátt í æfingunum hjá
honum af lífi og sál og lögðum all-
an okkar metnað í standa okkur
sem best, enda hafði hann einstakt
lag á því að gera æfingarnar
skemmtilegar. Margir þeirra, sem
síðan gerðu garðinn frægan og
skipuðu fyrsta „Gullaldarlið Akur-
nesinga" stigu fyrstu skref í knatt-
spyrnunni hjá Axel. Þá má geta
þess, að jafntframt því að vera
þjálfari var Axel gerður að lög-
regluþjóni og mun hann vera sá
fyrsti, sem gegndi því embætti á
Akranesi. Axel lést í júní 1961, 66
ára að aldri og hafði hann haldið
sitt síðasta námskeið á Húsvík,
þrem vikum áður.
Við komu Axels til Akraness
færðist nýtt líf í alla íþróttastarf-
semi, því hann þjálfaði keppnis-
flokka, hélt námskeið í knatt-
spyrnu og handknattleik fyrir
stúlkur, auk þess sem hann hélt
námskeið fyrir dómara. Vallarmál-
in voru tekin til enduskoðunar, þar
sem gamli knattspynuvöllurinn
þótti ekki boðlegur lengur.
H.Dan