Dagur - 11.10.1997, Síða 7

Dagur - 11.10.1997, Síða 7
Xfc^Mr LAUGARDAGUR 24.SEPTEMBER 1997 - XH MINNINGARGREINAR Stemgríimir Benedlktsson Steingrímur Benediktsson, garðyrkjufræðingur, fæddist á Stóra-Ási í Bárðardal í S-Þing- eyjarsýslu 9. júni 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Beykjavíkur hinn 25. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Ágúst Kristjánsson, f. í Fossseli í Köldukinn 26. ágúst 1884, d. 12. mai 1952, og kona hans, Steinunn Guðrún Jóhannesdótt- ir frá Sandhólum í Eyjafirði, f. 11. september 1876, d. 23. des- ember 1932. Systkini Stein- gríms eru Hermann, f. 1904, d. 1993; Laufey Kristjana, f. 1908, d. 1992; Guðrún Anna, f. 1911, og Þórir, f. 1913, d. 1996. Árið 1944 kvæntist Steingrím- ur Jóhönnu Eggertsdóttur, f. í Bráðræði í Innri-Akraneshreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Guðnason og Unnur Jónsdóttir. Jóhanna lést 12. maí 1975. Börn þeirra eru: 1) Unn- ur, f. 18. október 1945. Fyrrv. maki: Reynir Hugason. Börn: Mímir, f. 10. maí 1972, og Gígja, f. 24. október 1973. 2) Benedikt Steinar, f. 18. ágúst 1947. maki: Júlía Þórey Ás- mundsdóttir. Börn: Ásbjörg, f. 19. mars 1970; Steingrímur, f. 16. júlí 1976, og Jóhann, f. 20. október 1977. Sonur Ásbjargar er Björgvin Valdimarsson, f. 7. apríl 1992. 3) Björk, f. 20. apríl 1949. Hún lést 22. júní 1973. 4) Eggert, f. 21. janúar 1951. 5) Herdís, f. 26. mars 1953. Maki: David Gillard. Börn: Daníel, f. 22. júlí 1982 og Róbert, f. 6. júlí 1985. 6) Steinunn, f. 24. apríl 1961. Maki: Bergsveinn Þór Gylfason. Börn: Gylfi Þór, f. 19. september 1984 og Guðrún Lára, f. 29. janúar 1992. 7) Dóttir Steingríms og Margrétar Ólafsdóttur frá Stóru-Ásgeirsá í V-Húnavatnssýslu er Steinunn Margrét, f. 2. febrúar 1942. Maki: Einar Magnússon. Börn: Margrét Lovísa, f. 25. febrúar 1963; Rúna Svandís, f. 28. júní 1964 og Magnús Örn, f. 10. ágúst 1965. Dóttir Margrétar Lovísu er Helga Margrét Ómars- dóttir, f. 27. mars 1997. Steingrímur ólst upp f Stóra- Ási til fimmtán ára aldurs er fjölskyldan flutti að Svartárkoti f Bárðardal og bjó þar næstu þrjú árin. Steingrímur stundaði nám við Héraðsskólann að Laugum f Reykjadal á árunum 1934-36. Hann innritaðist í Garðyrkju- skólann að Reykjum í Ölfúsi haustið 1939 og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjumaður vor- ið 1941 í fyrsta útskriftarárgangi skólans. Að Ioknu námi frá Garðyrkjuskólanum vann Stein- grímur sem garðyrkjumaður í Reykjavík, á Akureyri og að Ytri- Reykjum í Miðfirði. Á árunum 1951-60 bjó Ijölskyldan í Mos- fellssveit, fyrst að Ulfarsá, en síðar í Þormóðsdal, en flutti aft- ur til Reykjavíkur haustið 1960. Steingrímur starfaði síðan við Ræktunarstöð Reykjavíkurborg- ar í Laugardal og veitti henni forstöðu til 1986. Steingrímur var um tíma formaður Félags garðyrkjumanna. Hann vann öt- ullega að málefnum félagsins, m.a. að baráttunni fyrir lögfest- ingu garðyrkjunnar sem iðn- greinar. Við lát Steina frænda vakna marg- ar minningar sem ég get ekki látið hjá líða að festa á blað. Fyrstu kynni okkar tengjast veru minni á Hliði á Álftanesi þegar ég dvaldi hjá þeim móðurbræðrum mínum, Steina og Þóri, veturinn 1945-46 að aflokinni langri vist á Landspít- alanum. Þau hjónin, Steini og Jó- hanna, höfðu þá nýlega stofnað heimili og Unnur, dóttir þeirra, var á fyrsta ári. Sérstaklega minnist ég jólanna á Hliði en þá sá ég í fyrsta skipti grenijólatré fagurlega skreytt með alls kyns glerkúlum. Gleðin varð þó skammvinn því að um kvöldið kviknaði í jólatrénu út frá kertunum og tókst Steina með snarræði að kasta því á dyr og koma í veg fyrir að kviknaði í hús- inu, en allar fallegu glerkúlurnar hennar Jóhönnu fóru í mask. Vorið 1946 var svo haldið á ný heim í Bárðardal og kynni okkar Steina voru ekki mikil þar til að við bjuggum hlið við hlið á Laugateigi í Reykjavík 1964-1966. Þá var gjarna leitað til fjölskyldunnar ef við Sigrún þurftum að fá pössun fyrir bömin okkar sem þá voru orðin tvö. Allt frá þeim tíma hefur sam- bandið milli Steina, Jóhönnu og barna þeirra og fjölskyldu minnar verið mjög náið, enda þótt fundir væru færri þann tíma sem ég bjó á Húsavík. Sumarið 1982 varð ég fyrir því óláni að fótbijóta mig við að mála húsið mitt í Fjarðarási. Meðan ég var að ná mér eftir slysið bauðst Steina sólarlandaferð fyrir tvo til Sikileyjar. Það varð úr að við Steini fórum saman í þessa ferð. Á Sikiley tókst með okkur trúnaðar- vinátta sem stóð allt til síðasta dags. I hugann kemur ferð til Sýrakúsa þar sem Steini varð við- skila við ferðahópinn en eftir nokkra leit tókst okkur að hafa uppi á honum. Þá minnist ég hljómleika í hálfhrundu hring- leikahúsi í Taormina þar sem við sáum sýningu á Sögu hermannsins eftir Stravinsky og hlustuðum á strengjasveit í Ankara í Tyrldandi flytja tónlist. Á þeim tónleikum urðu okkur þó minnisstæðastir einleikur kornungrar stúlku á fiðlu og ótrúlegur hljómburður í þessu ævaforna hringleikahúsi, en að baki gnæfði eldfjallið Etna við himin yfir skörðótta veggina. Steiimnn Gísladóttir Husfreyja að Garðsá í Eyjafjarðarsveit Steinunn Ragnheiður Gísla- dóttir var fædd þann 12. mars 1930 að Sámsstöðum í Eyja- fjarðarsveit, áður Öngulsstaða- hreppi. Hún andaðist að heimili sínu Garðsá í sömu sveit, þann 28. september sl. Steinunn var annað tveggja barna hjónanna Sveinbjargar Magnúsdóttur og Gísla Guð- mundsson sem bjuggu á Sáms- stöðum, en bróðir hennar Pálmi býr nú þar ásamt eiginkonu sinni Sigríði Árnadóttur. Steinunn giftist eftirlifandi manni sínum Óttari Björnssyni, f. 3. júlí 1929, frá Syðra Lauga- landi og tóku þau við búi eftir foreldra hans, þau Emmu Elías- dóttur og Björn Jóhannsson, en keyptu síðar jörðina Garðsá og bjuggu þar síðan. Börn Steinunnar og Óttars eru: Orri, f. 11. nóvember 1964, Tinna, f. 24. apríl 1967, Logi, f. 16. febrúar 1970, og Vaka, f. 13. nóvember 1972. Fagra haust þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu heð, legstað verða mínum. Sannanlega veit ég ekki hvort Steina mágkona mín á Garðsá, hefði tekið undir þessa ósk þjóð- skáldsins, þá er þó víst, að föln- uð og bleik lauf haustsins munu umveQa beð hennar þegar hún nú er lögð til hinstu hvílu að Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit. Þó ekkert sé víst utan það eitt, að einhverju sinni munum við öll kveðja þetta líf, koma dauðs- föll alltaf jafn óvænt, og ekki síst þegar þeir kveðja, sem búast mátti við að ættu enn ólokið dagsverk. Nú þegar sumarið er að renna sitt skeið, dag fer að stytta og náttúran öll að búast vetrarklæð- um, lagði hún upp í þá langferð sem allra bíður að Iokum, hvort sem þeir eru undir þá ferð búnir eða ekki. Með öllu Iífi sínu og fram- göngu hafði Steina undirbúið sína langferð, og því var hún ekki vanbúin þegar kallið kom. Allt hennar líf einkenndist af kyrr- látri hógværð, óbilandi trú á for- sjá almættisins, sanngirni sem laus var við fordóma og góðvilld til alls og allra, ásamt blikandi kímni sem þó aldrei sveið undan, eru þeir mannkostir sem duga munu lengst þegar upp er stað- ið. Þessi lífsgildi öll hafði Steina í hávegum og ræktaði, þannig að þau urðu hluti af henni sjálfri, urðu hennar ferðabúnaður, og þess vegna gat hún, sátt við allt og alla, Iagst til hvílu að kveldi, albúin þess að leggja fyrirvara- laust af stað, og vakna ekki til nýs hversdags. Eg kynntist Steinu ekki fyrr en á fullorðinsárum, þegar hún ásamt Óttari bróður mínum tók við búsforráðum á æskuheimili mínu að Syðra Laugalandi, og svo síðar er þau fluttust að Garðsá í sömu sveit. Allar minningar um hana eru á einn veg, Ijúfar og blíðar og þeg- ar hugsað er til baka, er eins og alltaf hafi verið sólskin þegar fjölskyidur okkar hittust. Svolítið sérstakt orðfæri henn- ar, þegar spurt var almæltra tíð- inda og í spjalli um dag og veg gleymast ekki og ekki heldur þær stundir þegar rætt var um ættir manna og uppruna, en þau fræði voru henni hugleikin, og undan- tekningalaust fór ég mun fróðari af hennar fundi en eg ég kom. Lestur góðar bóka og umræða um þær var henni nautn, og þekking hennar á úrvals bók- menntum var víðfeðm. Steinunn Gfsladóttir var fyrst og síðast góð kona og slíka sam- ferðamenn er gott að muna, þar ber engan skugga á. Með þessum fáu orðum vil ég fyrir hönd okkar Birnu og dætra okkar þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum og fyrir margra ára órofa vináttu. Megi algóður Guð blessa minningu Steinunnar Gísladótt- ur um leið og hann veitir Óttari og börnunum þeirra Steinu, þeim Orra, Tinnu, Vöku og Loga, svo og Magnúsi Iitla þann styrk sem þau þarfnast á þessum erfiðu dögum. Björn Bjömsson Þá var það ekki lítið ævintýri að ferðast til Rómarborgar. Mér kem- ur þá meðal annars í hug göngu- ferð um gömlu borgarrústirnar í Pompei og myndirnar sem ég tók þar af Steina með Vesúvíus í bak- grunni. Ekki má heldur gleyma kvöldstund á Feneyjartorginu í Róm þar sem við heilluðumst af harmónikuleik 10 ára stráks sem samkvæmt spjaldi sem hann hafði við hlið sér var munaðarlaus. Við gátum ekki stillt okkur um að taka af honum myndir og gefa honum rausnarlega í peningabaukinn. Seinna um kvöldið sáum við hann svo á öðrum stað á torginu, greini- lega með fjölskyldu sinni, sem ein- nig lék á ýmis hljóðfæri. Þá gátum við ekki annað en tekið fleiri myndir og dáðst að klókindum fjölskyldunnar að auglýsa dreng- inn sem munaðarlausan. Já, minn- ingarnar hrannast upp frá þessari ferð okkar og öllu sem við sáum á Ítalíu. En þær minnningar sem eru mér dýrmætastar eru samt sem áður kvöldin þegar við rædd- um saman um alla heima og geima. Þá kynntumst við innra manni hvor annars og ég fann glöggt hve honum var enn sár harmur í huga vegna missis Bjark- ar, dóttur sinnar, og eiginkonunn- ar. Seinna hef ég sjálfur kynnst því hve missir barna skilur eftir djúp sár. Undanfarin sumur hefur Steini dvalið um tíma hjá frændfólkinu í Svartárkoti og unað sér vel. Ég minnist ferða minna með þau systkinin, móður mína og hann, á æskustöðvarnar í Stóraási og upp í Suðurárbotna. í þeim ferðum gafst mér glögg innsýn í lífsbaráttuna á heiðinni, en jafnframt kom greini- lega fram að kærleikurinn til æskustöðvanna var þeim ofar í huga en kröpp kjör á heiðarbýlinu. Um árabil hef ég tekið Steina með á þorrablót í Lionsklúbbnum Viðarri, ásamt Benna syni hans, Hilmari Þórissyni og Tryggva Kristjánssyni. Sá fagnaður hefst um hádegi á laugardegi og stendur fram undir kvöldmat. Sú venja skapaðist hjá okkur að fara þá heim til mín og spila bridge alla nóttina. Ekki fann ég að Steini entist verr þessar spilanætur en við yngri mennirnir, hann var hrókur alls fagnaðar allt til morguns. Nú eru ævidagar Steina frænda allir. Hann mun ekki framar setja öngul í stóra urriðann á Brotinu í Svartá. Það er þó trúa mín að hann muni frá núverandi vistar- veru fydgjast með tilburðum mín- um og annarra við að reyna að ná þessum draumasilungi, sem forð- um sleit sig af færi hjá honum og kannske kíma ef sá stóri fer með sigur af hólmi. Um leið og ég kveð Steina fræn- da hinstu kveðju og óska honum alls hins besta í nýrri vist vottum við, fjölskyldurnar ífá Svartárkoti, börnum Steina og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Haukur Harðarson frá Svartárkoti. Elín Stefánsdóttir Elsku Elín mín! Nú er rúmt ár síðan þú kvaddir okkur hérna megin graf- ar. Fyrst þegar ég kyTintist þér, fyrir rúmum tuttugu árum, þá leigðuð þið hjónin mér herbergi í Vanabyggðinni. Það var að vísu lítið. Ég náði nánast út til allra veggja ef ég stóð á miðju gólfi. En hjá ykkur leið mér vel, og oft var gaman þennan tíma. ekki stóð á að bjóða í kaffi- sopa og spjall niðri. - Lassí var líka mikill partur af heimilislíf- inu, og gaman að fylgjast með henni, hversu vitur hún var og falleg. Alltaf höfðum við samband, eftir að ég fór frá ykkur. Og eng- in manneskja hefur spurt eins oft um líðan mína og þú, og hafðu hjartkæra þökk fyrir. Það Iýsir þínu góða hjartalagi, sem margir fleiri nutu. Þegar aldurinn færðist meira yfir fluttuð þið hjónin í Víðilund - híbýli fyrir aldraða. Eftirlifandi maki er Kjartan Guðmundsson, f. 7. september 1918. Þið hjón eignuðust engin börn, en óluð upp tvö, þau Þórð og Helgu. Áfram hélt ég að koma í heimsókn, bæði í blíðu og stríðu. En það var oft stutt í grínið og gamanið, elsku Elín mín. Ég á margt frá ykkur, andlegt og efnislegt, og það var gefið af einlægu hjarta. Sonur minn og við þijú áttum öll afmæli fyrri hluta septembermánaðar. við héldum lítils háttar upp á það að gamni okkar. Og þú varðst níræð. Kjartan vildi að þú gætir verið sem Iengst heima, því hann vissi að það var þín löngun og þrá. Hann gaf sig allan í að aðstoða þig nótt sem dag. Svo í október kom kallið, en þá varstu búin að vera stutta dvöl á F.S.A. Það var erfitt að hvetja þig, en hugsunin um að við eigurn eftir að hittast aftur, breytir öllu. Ég veit að þú hefur fengið góðar móttökur, og ert okkur nálæg sem þú unnir. Vinátta er eitt af því fallegasta sem þú getur eignast og eitt af því besta sem þú getur orðið. Vinur er lifandi fjársjóður, og ef þú átt einn slíkan þá áttu verð- mætustu gjöf lífsins. Ég kveð þig með söknuði og þökk fyrir allt og allt. Þín Árvök

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.