Dagur - 11.10.1997, Qupperneq 8
Vm - LAVGARDAGUR 11. OKTÓBER 19 9 7
MINNINGARGREINAR
ANDLÁT
Anna Arsælsdóttir
Hólmgarði 4, Reykjavík, andaðist á
hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudag-
inn 30. september.
Axel Eyjólfsson
frá Seyðisfírði, lést laugardaginn 4.
október.
Elín Þórólfsdóttir
frá Hraunkoti, Litla-Hvammi 9a,
Húsavík, lést á Sjúkrahúsi Þingey-
inga miðvikudaginn 1. október.
Guðbjörg Runólfsdóttir
Efriey 1, Meðallandi, lést þriðju-
daginn 30. september á hjúkrun-
arheimilinu Klausturhólum.
Guðmundur Freyr
Halldórsson
Faxatúni 16, Garðabæ, andaðist
að morgni miðvikudagsins 1. októ-
ber á Landspítalanum.
Guðmundur Vigfússon
skipsfíóri, frá Holti í Vestmanna-
eyjum, andaðist á heimili sínu
Hraíhistu, Hafnarfírði, aðfaranótt
mánudagsins 6. október.
Gunnar B. Einarsson
Litlu-Grund, áður til heimilis í
Nóatúni 26, lést aðfaranótt mið-
vikudagsins 8. október.
Gunnlaugur Stefánsson
íyrrv. fulltrúi, frá Ærlækjarseli í
Öxaríirði, Dalbraut 20, Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum þriðju-
daginn 7. október.
Hallbjörg Bjamadóttir
Laugavegi 62, lést á Landspítalan-
um sunnudaginn 28. september.
Haukur Hreggviðsson
Ytri-Hlíð, Vopnafírði, lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur að kvöldi
fímmtudagsins 2. október.
Helgi Gunnlaugsson
trésmiður, Heiðargerði 7, Reykja-
vík, lést á heimili sínu 4. október.
Hólmsteinn Aðalgeirsson
múrarameistari, Hafnarstræti 17,
Akureyri, lést á heimili sínu að
morgni fimmtudagsins 2. október.
Ingveldur Agústa
Jónsdóttir
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund föstudaginn 3. október.
Jóna Magnúsdóttir
Ljósheimum 9, Reykjavík, andað-
ist á Landspítalanum þriðjudaginn
7. október.
Jónas Geir Jónsson
fyrrv. kennari, Húsavík, andaðist á
Sjúkrahúsi Þingeyinga laugardag-
inn 4. október.
Lára Guðmundsdóttir
hjúkrunarheimilinu Eir, síðast til
heimilis að Skúlagötu 40a, Reykja-
vík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir
að morgni sunnudagsins 5. októ-
ber.
Lárus Agúst Lárusson
Afíagranda 7, Reykjavík, lést
fimmtudaginn 2. október.
Símon Kristjánsson
Túngötu 23, Vestmannaeyjum,
andaðist mánudaginn 6. október.
Stefanía Jóhannsdóttir
Lönguhlíð 21, Reykjavík, lést á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
mánudaginn 6. október.
Steindór Þórormsson
Hraunbraut 41, Kópavogi, lést á
heimili sínu miðvikudaginn 1.
október.
Sverrir Bjömsson
Sólvallagötu 39, Reykjavík, lést á
heimili sínu þriðjudaginn 7. októ-
ber.
Trausti Runólfsson
íyrrv. framreiðslumaður, andaðist
þriðjudaginn 22. september sl.
Viktor Bjömsson
frá Akranesi lést á sjúkradeild
Hrafnistu, Hafnarfírði, laugardag-
inn 4. október.
Vilhelmína Einarsdóttir
Vatnsnesvegi 11, Kcfíavík, andað-
ist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð,
Grindavík, þann 25. september sl.
Guðmimdur Hörður Þórarinsson
frá Háeyri Vestmannaeyjimi
Guðmundur Hörður Þórarinsson
var fæddur 10. desember 1936 að
Háeyri í Vestmannaeyjum. Guð-
mundur Hörður lést 26. september
1997.
Foreldrar hans voru hjónin Þórar-
inn Anton Jóhann Guðmundsson,
f.4.7. 1910, d. 6. 11. 1970 og Elísa-
bet Bjamveig Guðbjömsdóttir, f. 14.
10. 1914, d.2.7.1990.
Systkini hans eru Asta Guðbjörg,
búsett í Hafnarfirði, f.1938, gift
Guðmundi Karlssyni; Óskar, búsett-
ur í Vestmannaeyjum, f. 1940,
kvæntur Ingibjörgu Andersen; og
Þóranna, búsett £ Reykjavfk, f.
1944, gift Kristjáni Guðbjartssyni.
Þann 29. desember 1956 gekk
Guðmundur Hörður að eiga eftirlif-
andi eiginkonu sína Sigurbjörgu
Rannveigu Guðnadóttur, f. 29.des-
ember 1935 í Vestmannaeyjum.
Nú kveðjum við þig elsku Týssi ,
okkar hinstu kveðju, Guð veri með
þér. Þegar missirinn er mikill er
mjög erfitt að koma hugsunum sín-
um á blað. Við eigum svo margar
minningar um þig. Þú varst sá allra
besti vinur okkar krakkanna og við
krakkarnir litum svo mikið upp til
þín. Þú varst hann „Týssi frændi í
Eyjum“. Margar sögur koma upp í
hugann um það hve góður frændi þú
varst okkur.
Eitt sinn er við systkinin vorum
inni í sportvöruverslun og skoðuðum
leðurfótbolta sem okkur langaði svo
í, en gátum aðeins leyft okkur að
skoða hann og vonast eftir honum f
afmælisgjöf eða jólagjöf. Þá komst
þú inn í búðina, varst staddur í bæn-
um og sást okkur inn um gluggann.
Þú tókst boltann og spurðir okkur
hvort okkur langaði í svona bolta og
við játtum því. Þá réttir þú Þórarni
boltann og sagðir við afgreiðslu-
manninn: „Ég ætla að fá þennan
bolta“. Svona varst þú, vildir alltaf
vera að gleðja aðra.
Þegar við vorum lítil var alltaf svo
gaman að koma í heimsókn til ykkar
Systu á Brekkugötuna. Okkur er
mjög minnisstætt að haldnar voru
margar púttkeppnir í stofunni. Alltaf
var mjög gaman og keppnin hörð.
Þú áttir svo gott með að tala við og
gleðja börn hvort sem það var með
skemmtilegum sögum eða ýmsum
Ieikjum. Þér datt alltaf svo margt
skemmtilegt í hug.
Elsku Týssi við munum sakna
þess mjög að sjá þig ekki þegar við
komum til Eyja en við vitum að þú
verður alltaf með okkur þar því í
Vestmannaeyjum verður alltaf til í
minningunni hann Týssi frændi.
I morgunsktmu mættir þií á
Guðsfund,
máttlaus við þerruðum tár af
hvörmum.
Umhyggju þinnar nutum alltof
stutta stund,
að skilnaði vildum geta vafið þig
örmum.
Hvar sem verður glatt á góðri
stundu,
gengur þú um velli iðagræna þar.
Oll þau verk sem höndum þínum
fyrir fundu,
fagurt vitni öðrum verkum einatt
har.
Við hlið þt'ns hinsta hvtlustaðar
hörmum missinn einn og sérhver.
Lífshlaup okkar hros þitt ávallt
haðar,
birtist okkur líkt og sól t desember.
Elsku Systa, hugur okkar er hjá
þér. Sorgin er sár og missirinn mik-
ill. Þið voruð svo samrýmd, gerðuð
alla hluti saman enda alltaf talað um
Systu og Týssa í sömu andrá. Megi
Guð vera þér styrkur í hinni miklu
sorg.
Þórarinn Jóhann,
Guðbjartur Kristján og
Vilborg Þóranna Kristjánsböm
Elln Þórólfsdóttir
Elín Þórólfsdóttir frá
Hraunkoti fæddist á Sílalæk,
Aðaldal, 14. október 1921.
Hún Iést á Sjúkrahúsi Þingey-
inga á Húsavík 1. október síð-
astliðinn. Foreldrar hennar
voru Þórólfur Jónasson, f. 20.
apríl 1892, d. 15. janúar 1969,
og Ingibjörg Jakobína Andrés-
dóttir, f. 28. nóvember 1896,
d. 29. september 1950.
Hún var önnur í röðinni af
sex systkinum.
Sonur hennar Ingólfur Ama-
son, f. 22. mars 1943. Faðir
Arni Vigfússon frá Þorvalds-
stöðum, Húsavík, f. 3. desem-
ber 1921, d. 23. júlí 1995.
Maki Þóra Jónsdóttir, f. 25.
apríl 1948. Börn þeirra: Þrá-
inn Maríus, f. 17. september
1968, Þórólfur Jón, f. 27. sept-
ember 1972, Bergíind Ósk, f.
19. desember 1986.
21. júlí 1962 kvæntist hún
Bergvini Karli Ingólfssyni, f.
27. júlí 1912, frá Húsabakka.
Dóttir þeirra Ingibjörg Mar-
ía Karlsdóttir, f. 25. september
1962. Maki Friðbjörn Óskars-
son, f. 20. júní 1961. Börn
þeirra: Erla Torfadóttir, f. 9.
janúar 1980, Hafsteinn, f. 25.
nóvember 1984, Björgvin, f. 6.
febrúar 1988.
Ferjan hefur festar losað,
farþegi er einn um borð.
Mér er Ijúft - afmætti veikitm
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakkir fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fyrir liðinn dag.
J. Har.
Okkur langar að kveðja þig
elsku amma með örfáum orðum,
þó við vitum að þú munt alltaf
vera með okkur. Margt rifjast
upp þegar við leiðum hugann að
liðnum árum. Við minnumst
allra góðu stundanna sem við
frændsystkinin áttum með þér,
eins og þegar okkur líkaði ekki
maturinn heima laumuðumst við
stundum í mat til ykkar við mis-
jafna ánægju foreldra okkar.
Oft sagðir þú okkur sögur og
ævintýri frá gömlum tímum, t.d.
eins og þegar þú og systkini þín
voruð að alast upp í Hraunkoti.
Þrátt fyrir öll þín veikindi vant-
aði aldrei kímnigáfuna og aldrei
kvartaðir þú þó við vissum að þér
liði illa.
Við barnabörnin kveðjum þig
með miklum söknuði en við vit-
um að þér líður vel núna.
A stundum sem þessari minn-
umst við orða Kahlil Gibrans:
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín.“
Elsku amma, við viljum þakka
þér allar góðu stundirnar sem við
áttum með þér.
Guð blessi minningu þína.
Því skal ei með hryggð í huga
horfa eftir sigldri skeið.
Allra bíður efsti dagur,
enginn kýs sérfar né leið.
Trú á þann, sem tendrar lífið,
tryggir sátt og frið t deyð.
J. Har.
Þráinn, Nonni, Berglind, Erla,
Hafsteinn og Björgvin.
Hver kannast
við fólkið?
Ef lesendur Dags þekkja einhverja á
þeim myndum sem hér birtast eru þeir
vinsamlega beðnir að snúa sér til
Minjasafnsins á Akureyri, annað hvort
með þvf að senda bréf í pósthólf 341,
602 Akurevri aða hringja í síma 462
4162 eða 461 2562 (símsvari).