Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22.0KTÓBER 1997 - 19 Xk^ur LÍFIÐ í LANDINU Þannig kemst ein kvennanna að orði sem sækja námskeiðið Brautargengi sem þær segja að aukið hafi ávinningjyrirtækja þeirra. Brautargengi er námskeið fyrir reykvískar konur seni hafa áhuga á að hrinda eigin við- skiptahugmynd í framkvæmd eða reka eigin fyrirtæki. Frum- kvæðið að Brautargengi kom frá Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjvíkurborgar sem fjármagn- ar það með styrk úr Jóhönnu- sjóðnum svokallaða (frá Félags- málaráðneytinu). Af hálfu At- vinnu- og ferðamálastofu hefur Ingibjörg Tómasdóttir unnið að verkefninu ásamt Brynhildi Bergþórsdóttur, verkefnisstjóra hjá Iðntæknistofnun. Að sögn Brynhildar er markmiðið að styrkja konur sem stjórnendur, auka þekkingu og ábyrgð kvenna í fyrirtækjaumhverfi, fjölga störfum í höfuðborginni og treysta þau sem fyrir eru. „Nýtt Brautargengisnámskeið er að hefjast í nóvember. Fyrsta námskeiðið hófst í október 1996. Það er margt sem bendir til þess að konur þurfi hvatningu og eins er það okkar reynsla að sérstök námskeið fyrir konur í atvinnurekstri séu betur sótt en þegar kynin eru saman. Astæðan fyrir því að farið er út í svona námskeið er líka auðvitað sú að við vitum að konur hafa við- skiptahugmyndir ekld síður en karlar og það er full ástæða til að styðja sérstaklega við þær enda eru konur í atvinnurekstri færri en karlar og hafa síður fyr- irmyndir en þeir.“ Brynhildur segir þátttakendur mjög ánægða með árangurinn, námskeiðið hefur nýst þeim vel við að vinna úr hugmyndum sín- um og koma í framkvæmd nauð- synlegum breytingum. Við kíkj- um á fjögur dæmi.“ „Ég er beinskeyttari, óhræddari og full afkarilegri orku, “ segir Brautargengisþátttakandinn Ólöfde Bont KarUiormón- arvaxa Ólöf de Bont keypti stærstan hlut í silkiprentfyrir- tækinu Fjölprent ehf. tæpu ári áður en námskeið- ið Brautargengi hófst. Nú er fyrirtækið komið með stóran erlendan fjárfesti og gengur glimrandi vel. Fyrirtækið var orðið illa statt og Ólöf var fengin til að fara yfir bókhaldið og í framhaldi tóku þær yfir reksturinn þrjár konur. Nú vinna fjórar konur og eiginmaður Ólafar hjá Fjölprenti. Aðallega er fengist við að prenta á textíl, t.d. á útifána, borð- fána og boli og að sögn Ólafar var um dæmigert karlafyrirtæki að ræða áður en konurnar ákváðu að freista gæfunnar. „Eg sótti námskeiðið vegna vankunnáttu í við- skiptaháttum, fannst ég ekki hafa þessa innsýn í viðskiptaheiminn. Það sem hefur komið mér til góðs er að ég er öruggari, það hafa vaxið í mér þessir karlhormónar í viðskiptum. Ég er beinskeytt- ari, óhræddari og full af karllegri orku. Ég tek af skarið en auðvitað einungis skynsamar ávarðanir. Já, ég þori í samskipti við karla og dettur ekki í hug að ég standi þeim ekki fyllilega á sporði." I dag rekur Ólöf fyrirtæki þar sem veltan hefur aukist um 170% á tveimur árum. Fyrirtækið er nánast skuldlaust og í samstarfi við hollenskt fyrir- tæki sem veltir um 700 milljónum ári. Heldurðu að konur reki fyrirtæki ú einhvem hátt öðruvísi en karlar? „Já, á skynsamri hátt. Við framreiknum aðeins þegar við tökum áhættur. “ °g um hennar er Sigríð- ur Elfa Sigurðar- dóttir í húfunum. „Ég sé um reksturinn Sigríður hönnunina en síðan vinnum við þetta í samein- ingu þó verka- skiptingin sé al- veg klár enda eitt það mikilvægasta sem maður lærir á námskeiðinu, þ.e. að allir séu ekki að vasast í því sama,“ segir Hanna. Eins erum við búnar að læra að gera ekki allt sjálfar heldur „Brautargengi sýndi okkur fram á að við þurtum ekki endilega karlmenn til að stjórna nýta framleiðslu fyrir okkur" segir Hanna Stefánsdóttir. Gerumekki alltsjálfar Húfur sem hlæja eru ekki bara lítil pijónavél, keypt notuð. Fyrirtækið hefur nú opnað versfun og undir vörumerkinu eru framleidd föt á börn auk hinna skemmtilegu húfa auðvitað. Hanna Stefánsdóttir tók að sér að sækja Brautargengisnámskeið en auk með verktakasamning- um. Þeir stöpp- uðu í mann stál- inu hjá Brautar- gengi og sýndu okkur fram á að við þurfum ekki endilega karl- menn til að stjórna fyrir okkur. Þá var okkur t.d. bent á leiðir til að fjármagna hlutina. Núna framleiðum við húfur, trefla og eyrnaskjól og höfum markaðssett á níu stöðum á Islandi, síðan opnuðum við verslun nýlega á Éaugaveginum. „Manninum mínum finnst rosalega óréttlátt að fá ekki að sækja námskeiöið" segir Björg Árnadóttir. „En ég erþó þakklát fyrir að námskeiðið er bara ætlað konum vegna þess að þá komst ég að.‘ 20fyrirtæki áskrá Heilbrigðisráðgjöf í fyrirtækjum selur heilbrigðisráðgjöf til fyrirtækja, fjarvista- skráningu, tölvuskráir fjarvistir og skapar yfirsýn yfir veikindi. Með þessu móti er hægt að skoða ástæður fjarvista í fyrirtækjum og á ákveðnum vinnusvæðum og er þetta eini gagnagrunnurinn yfir veikindi og eðli þeirra á almennum vinnumarkaði „Heildarmarkmiðið er að stuðla að auknu heilbrigði innan þeirra fyr- irtækja sem við störfum fyrir,“ segir Björg Arnadóttir hjúkrunar- fræðingur sem selur þessa þjón- ustu. Hún telur að námskeiðið hjá Brautargengi hafi stuðlað að markvissari vinnubrögðum og skýrari markmiðum Heilbriðgis- ráðgjafarinnar. „Við gerum samninga við fyrir- tæki sem eru þá á skrá hjá okkur. Innan þeirra fyrirtækja sinnum við almennri heilsueflingu með fyrirlestrum og ráðleggingum til einstakra starfsmanna. Við veit- um starfsmönnum ráð í veikind- um og leggjum okkur fram við að leiðbeina þeim innan heilbrigðis- kerfisins. Við skráum eðli fjar- vista og getum þá séð hvernig , veikindum er háttað hjá viðkom- andi fyrirtæki. Við getum séð breytingar milli ára og Ieitað ork- saka slíkra breytinga. Hvað gerði námskeiðið fyrir þig? „Heilbrigðisstarfsmenn eru vanir því að skjólstæðingarnir komi til þeirra, við þurfum yfir- leitt ekki að sækja þá en nám- skeiðið gerir mann markaðsmeð- vitaðri. í dag stefnum við að aukinni kynningu á þjónustunni, ekki sfst innan þeirra fyrirtækja sem við nú þegar störf- um fyrir. “ Finnst þér rétt að hleypa bara konum á námskeiðið? „Ég veit það ekki alveg, manninum mínum fínnst það rosalega óréttlátt. Ég er þó þakklát fyrir að námskeiðið er bara ætl- að konum vegna þess að þá komst ég að.“ Létt mafíukennt Fóa feikirófa heitir verslun á Skólavörðu- stíg sem var opnuð í maí síðastliðnum. Hugmyndin var óljós en Brautargengi skerpti. Það er Sigrún Kristjánsdóttir sem á og rekur þessa leikfangaverlsun sem selur til helminga íslenska framleiðslu og inn- flutta. íslenska framleiðslan eru íslenskir fuglar, íslensku húsdýrin og þjóðsagnaper- sónur, allt úr tré- og tauefnum. Erlendu vörurnar eru að nokkru markaðar eftirsjá, um ræðir t.d. tindáta sem ekki hafa feng- ist í langan tíma. „Námskeiðið skýrir vel hvað það er sem Sigrún Kristjánsdóttir i Fóu feikirófu segist ekki sjá að það sé á einhvern hátt öðru- visi að vera kona i viðskiptum en karl, lögmál viðskiptanna séu þau sömu. við erum að fara að gera, konurnar. Allir þættir sem koma málinu við eru teknir inn og það var margt sem kom á óvart enda þótt ég hafi áður verið í rekstri. Ég vissi auðvitað nokkurn veginn hvað ég var að fara að gera en viðskiptahliðin skýrðist mikið og stefnumótunin." Sigrún segist ekki sjá að það sé á ein- hvern hátt öðruvísi að vera kona í við- skiptum en karl, lögmál viðskiptanna séu þau sömu. Standið þið námskeiðskonur á einhvem hátt saman? „Já, það er töluverð samvinna. Þetta er létt mafíukennt, ef ég þyrfti að láta fjöl- rita á silki hefði ég samband við Ólöfu.“ -MAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.