Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22.0KTÓBER 1997 - 27 LIFIÐ I LANDINU Maturinn ermanns- ins megin, segirí gömlu mál- tæki og það má til sanns veg- arfæra. Elín Guðmundsdóttir•' matvælafræðingurielur að fáfræði orsaki að fólk sé hrætt víð nýfaeði að ástæðulausu. SMÁTT OG STÓRT UMSJON Sigurdór Sigurdórsson hefur dýrustu ára hér á landi við fjölda veislugesta, þegar hann bauð tævanska varafor- setanum í mat á Þingvöllum. Það var sú veisla sem gerði kínverska ráðamenn æfa af reiði. Og fyrir utan ýmsa erf- iðleika og kostnað, sem Is- lendingar í viðskiptum við kínversk fyrirtæki hafa orðið íýrir, þurfti að senda tvo háttsetta menn frá utanríkis- ráðuneytinu til Kína til að reyna að milda ráðamenn þar og ná við þá sáttum. Sú ferð- er er aldeilis ekki ókeypis. Dýr veisla Stundum er talað um að þessi eða hin veislan eða ferðin hjá opinberum starfsmönnum eða ráðamönnum þjóðarinnar sé dýr. Sennilega er það forsætisráðherra Iandsins, Davíð Oddsson, sem haldið veislu síðari ef miðað er Ferkantaðir tómatar? En hvers konar matur? Soðinn fiskur og kartöflur eða matur sem framleiddur er með nýjum aðferðum, genaflutningum, há- þrýstitækni eða með astoð raf- púlsa? Elín Guðmundsdóttir, mat- vælafræðingur, vinnur hjá Holl- ustuvernd ríkisins og er ein þeirra sem hélt erindi á mat- væladegi MNÍ 18. okt. „Margir eru tortryggnir út í það sem hefur verið kallaður erfðabreyttur matur og telja að mannkynið sé komið á heldur hála braut, hvað það varðar að eiga við lírríkið. En færri gera sér grein fyrir því að við höfum um aldir stundað það að erfða- breyta lífverum. Það að rækta ákveðin afbrigði af blómi eða kind, er ekkert annað en erfða- breytingar. Munurinn á því sem verið er að gera í dag og því sem gert var í gær, er sá einn að nú vita menn miklu meira og vinna markvissar með þau gen ein sem skipta máli og ná þar af leiðandi betri árangri,“ segir Elín. Erfaðbreyttur, gena- breyttur, óhefðbund- inn matur, allt flokkastþetta undir nýfæði. Kræsnir sveppir I ljósi þess að við (íslendingar) erum nokkuð nýjungjarnir og til- búnir til að gleypa við ýmsum undarlegum „heilsumat", þá er tortryggni sú sem vel rannsakað- ur erfðabættur eða breyttur mat- ur þarf við að búa, heldur skrít- inn. Þess er skemmst að minn- ast að þúsundir Islendinga sátu við það að laga drykk af sveppi nokkrum, sem átti að lækna öll mein. Sveppurinn sá var mjög kræsinn og „náttúrlegt" um- hverfi hans samanstóð af blöndu af sítrónute og venjulegu te ásamt góðum skammti af sykri. Það sem hann svo gaf frá sér á einhverjum dögum eða vikum, var drukkið í stórum stíl og alveg án þess að nokkur maöur væri með áhyggjur af innihaldslýs- ingu efnisins. „Nýyrðið „nýfæði“, sem varð til hjá HoIIustuvernd, búið til af Þorkeldi Jóhannssyni, prófessor, er notað yfir ýmislegt fleira en genabreytt matvæli. Þar má til dæmis telja matvæli sem eru ekki framleidd á hefðbundinn hátt, matvæli framleidd með nýjum aðferðum sem breyta samsetningu þeirra eða bygg- ingu, eða bara mat sem er Vest- urlandabúum nýr. Avextir, fiskur eða grænmeti frá fjarlægum heimshornum, geta vel fallið undir þennan flokk,“ útskýrir Elín. „Það er engin ástæða til þess að vera hræddur við þess- konar mat, öll stig eru undir stífu eftirliti og í raun miklu betra eftirliti en margt annað sem við látum ofan í okkur,“ segir Elín að lokum. NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR Símon og sanikðrinn Sfmoni Grétarssyni, rafvirkja á Eyrarbakka, finnst gaman að gantast við náungann, ekki síst þegar góða gesti ber að garði. Og aldrei er Símon orðlaus eða deyr ráðalaus, einsog eftirfar- andi saga ber með sér: „Það var fyrir um fimmtán árum sem ég var að byggja mér hús í Álftarima á Selfossi. Þar var ég löngum stundum starf- andi við byggingaframkvæmdir og oft var glatt á hjalla. Svo var það eitt kvöldið þegar ég var við málningavinnu að barið var að dyrum. Uti fyrir stóðu karl og kona, nokkuð ábúðamikil, og sögðu mér að þau væru að leita að söngfólki í samkór á Selfossi. Ég rak upp hrossahlátur þegar þetta fólk bar upp erindi sitt, en var hinsvegar til í að Ieysa málið. Ég bauð fólkinu í anddyrið, og sagði fólkinu þar að ég væri óskaplega óframfærinn. En ég væri hinsvegar meira en tilbúinn að fara inn í þvottahúsið, sem er inn af anddyrinu, loka að mér dyrunum og raula þar gamlan og góðan standard. Á meðan gætu þau verið frammi og dæmt um það hvort ég ætti eitthvað erindi í kór. Síðan fór ég inn og raulaði léttan lagstúf - og fór létt með. En þegar ég kom fram aftur stóð enginn lengur í anddyrinu. Þarna uppgvötaði ég því með glöggu fólki að ég ætti ekkert er- indi í kór - og hefur tónlistariðk- un mín því engin verið síðan þetta var.“ Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. ... ., ‘.-4^-. * g . . If Si || i f it | *g I f 1 - f 9 § v } §’■ f 9 •i'-p.* rí\: -A f „ r. t 1' ' ’ M- M I Sungið aflffi og sál. „Parna uppgvötaði ég að ég ætti ekkert erindi I kór, “ segir sögumaður dagsins. Greiðslan gleymdist Tómas Jónsson, fyrrverandi skólastjóri barnaskóla Þing- eyrar, segir nokkrar góðar sögur frá þeim árum í síðasta blaði Vestra. Þar á meðal segir hann frá því að það hafi verið til siðs að nemendur stilltu sér upp í beina röð á gangi skólans áður en þeir gengu inn í kennslustofurn- ar. „Einn morguninn, þá er allir voru komnir í sína röð fannst mér að ég þyrfti að flytja smá áminningarpistil. Það var mér eiginlegt að tala hátt og skýrt, en með nokkrum þögnum á milli. Aleit ég áhrifa- mátt þagnarinnar ekki minni en orðaflaumsins. Þá gerðist það í einni dauðaþögninni að drengur nokkur, sakleysislegur á svipinn, segir hátt og skýrt: Nú hefur þú gleymt að greiða þér Tommi. Og þar með lauk áminningarræðunni. Skattgjald Umræðan um veiðileyfagjald hefur enn einu sinni blossað upp og nú snýst hún um norsk/íslensku síldina. Nú er svo komið að allir sjá að lengur verður ekki komist hjá veiðileyfagjaldi, auðlinda- skatti eða hvað menn vilja kalla gjald sem greitt er fyrir afnot að auðlind þjóðarinnar. I gær gaf á að líta tvær grein- ar stjórnarþingmanna í blöð- unum um þetta mál. Einar Oddur Kristjánsson segir að „þegar nýr nytjastofn birtist á miðunum, sem engin hefð er fyrir hver veiðir, er þá ekki eðlilegt að útgerðin kaupi réttinn“? „Þessi tillaga mín er ekki til- Iaga um skatt á útgerðina. Hún er tillaga um að útgerðin kaupi afnotarétt af ákveðnum fiskistofni. Þessi tillaga á því ekkert skylt við auðlindagjald..."!! Rugl um veiði- leyfagjald Þetta er tyrirsögn á grein sem Magnús Stefánsson alþingis- maður skrifaði í Dag f gær. Og þar birtist enn ein út- færslan á gjaldtöku þótt það megi ekki heita svo. Magnús leggur til að skattleggja sér- staklega tekjur útgerða af leigu eða sölu aflaheimilda. Magnús, sem segist vera harður andstæðingur veiði- leyfagjalds, er eins og Einar Oddur, að feta sig í átt að þessu umdeilda gjaldi á hæg- an og kurteisan hátt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.