Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 22.10.1997, Blaðsíða 1
Það varfyrir áeggjan þáverandi lögreglu- stjóra íBolungarvík, Axels Tuliníusar, að Guðmundur Rós- mundsson hófrækju- veiðar haustið 1949. Sagður „endanlega vit- laus“þegarhörpu- diskveiðamar hófust! Guðmundur segir rækjuna hafa - þá verið miklu stærri en þá sem berst að landi í dag úr Isa- fjarðarðardjúpi, eða 200 til 220 stykki í kílói en í dag séu bátarn- ir að koma með rækju sem er mun smærri, eða allt að 600 stykki í kílói. Það sé alveg rosa- lega smátt. „Það var oft erfitt að vera á rækju á svona litlum báti lengst inni í Djúpi og oft þurfti að liggja inni við Reykjanes eða Arngerð- areyri og bíða eftir að veður lægði. Við sem stunduðum fyrst- ir rækuveiðar vorum taldir algjör- ir glæpamenn, margir fullyrtu að við værum að drepa síli og eyði- leggja lífríkið. Þeir fóru eitt sinn saman, sýslumaðurinn á Isafirði, Einar Guðfinnsson og Bjarni gamli í Vigur, þegar bátunum fór að fjölga, og töldu í aflanum. Þessir stóru karlar urðu alveg hissa, bæði hvað rækjan var stór og það skyldi ekki vera neinn þorskur í aflanum. Eg landaði alltaf hér heima og rækjan var handpilluð hjá Einari Guðfinns- syni. Þetta gaf þá meira af sér en þorskurinn en þrátt fyrir það sóttu ekki aðrir í þessar veiðar, þeir voru fastir í hefðinni að veiða þorsk,“ segir Guðmundur Rósmundsson. Hvernig voru veiðarfærin sem þú notaðir? „Elskan mín góða, maður hélt á þessu undir hendinni, netið var bara smá bleðill, höfðulínan ekki nema 10 til 12 metrar og tréhler- ar með mjög litlum skóm sem maður gat lyft með handafli. I dag eru þeir ekki hreyfðir nema með vélarafli. Arið 1960 keypti ég stærri bát, um 30 tonn, en þá komu and- stæðingar rækjuveiða í veg fyrir að ég gæti veitt fyrir innan Hóla, þ.e. út af Óshlíðinni. Seinna fengum við svo að fara innúr. Það hefur verið ágæt rækjuveiði hér þar til þeir fóru að ala þorskinn í sjónum, bönnuðu veiðar á honum, þá fór rækjan. Ég hætti svo á sjó 1984, þá lið- lega sextugur og strákarnir mínir tóku við. Þeir eru á snurvoð þeg- ar ekki er verið á innfjarðar- rækju. Áður fyrr var allt fullt af fiski hérna, t.d. í Jökulfjörðun- um, þar sem nú er allt stein- dautt. Á þeim árum sem þorskur- inn hvarf fylltist allt af rækju sem áður hafði aðeins verið inni á Mjóafirði og þar í grennd. Ég var sá fyrsti sem fór að veiða hörpudisk hér. Þá héldu sumir að ég væri orðinn endanlega vitlaus. Þá var dálítið af hörpudiski hér, t.d. í Jökulfjörðunum en ég fór hringinn í kringum landið með Haírannsóknastofnun til að kanna hörpudisksmið. Eftir það fór áhugi á þessum veiðiskap að vakna. Mér Iíst vel á skelfiskveiðar þeirra á Flateyri, en hræddur er ég um að þeir brjóti skelina mik- ið. Það er t.d. allt fullt af fiski á Aðalvíkinni sem kemur í plógfar- ið á veiðunum þar, enda erjsorsk- urinn fullur af kúfiski. Eg hef ekki trú á þvf að þorskurinn geti opnað skelina,“ sagði Gummi Rós að lokum. GG RéUarhélsi 2 & Skipholti 35 ■ðutausu nð Norðdckk oru most seldu dokk d íslnndi, þau oru oinfaldlega góður og öruggur kostur við íslenskar aðstæðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.