Dagur - 01.11.1997, Qupperneq 4
4- LAUGARDAGUR l.NÓVEMBER 1997
rD^ir
FRÉTTIR
AKUREYRI
Skátar vilja reka tjaldsvæði bæjarins
Bæjarráð Akureyrar ræddi nýverið um uppbyggingu nýs tjaldsvæðis
að Hömrum í tengslum við útilífsmiðstöð skáta sem þar er fyrirhug-
uð samkvæmt sameiginlegri tillögu frá fundi skipulagsnefndar og um-
hverfisnefndar bæjarins. Skátafélagið Klakkur stefnir að óbreyttum
áætlunum varðandi Hamra í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar og
lýsir áhuga á samningaviðræðum við Akureyrarbæ um uppbyggingu
og rekstur tjaldsvæðis þar og taka jafnframt við rekstri tjaldsvæðisins
við Þórunnarstræti. Bæjarráð frestaði afgreiðslunni.
„Kontaktmaimainót“ í Noregi
Bæjarstjóm Alesund í Noregi hefur boðið til vinabæjarmóts (kontakt-
mannamóts) dagana 18. til 21. júní 1998. Mótshaldið tengist hátíð-
arhöldum í tilefni af 150 ára afmæli Alesundbæjar.
Háskólinn mótvægi við fólksflutninga
Bæjarráð Akureyrar styður uppbyggingaráform Háskólans á Akureyri
á Sólborgarsvæðinu af heilum hug og Iýsti því yfir á fundi með full-
trúum Háskólans nýverið, þeim Þorsteini Gunnarssyni rektor, Jóni
Þórðarsyni og Ólafi Búa Gunnlaugssyni. Bæjarráð telur eflingu Há-
skólans á Akureyri mikilvæga aðgerð til mótvægis við þá mildu fólks-
flutninga sem verið hafa frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið,
Óskað hefur verið eftir viðræðum við ríkisvaldið um málefni Háskól-
ans og byggingaáform hans.
Akureyri kaupir ÞiugveUi
Bæjarráð Akureyrar hefur Iýst áhuga á að kaupa býlið Þingvelli. Bæj-
arlögmaður, Baldur Dýrljörð, greindi frá samningaviðræðum um
kaup bæjarins á býlinu sem ber þetta stóra nafn. — GG
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
ARNBJÖRG STEINUNN GUNNARSDÓTTIR,
Garðshorni, Glæsibæjarhreppi,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 4. nóvember kl. 13.30.
Ólafur S. Ólafsson, Garðshorni,
Ólafur R. Ólafsson, Guðrún Þorláksdóttir,
Áskell Ólafsson, Hrafnhildur Haraldsdóttir,
Siguriaug Ólafsdóttir, Egill Sigurgeirsson,
Ingveldur Ólafsdóttir, Magnús Magnússon,
Gunnar Ólafsson, Halldóra Jóhannsdóttir,
Tómas Ólafsson, Matthildur Stefánsdóttir
og barnabörn.
Framsóknarflokkurinn
Aðalfundur Fulltrúaráðs
framsóknarfélaganna í Reykjavík haldinn
laugardaginn 8. nóv. 1997
kl. 10 í Súlnasal Hótel Sögu.
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns.
2. Skýrsla gjaldkera.
3. Umræður um skýrslur formanns og gjaldkera.
4. Kosning formanns.
5. Kosning 5 manna í aðalstjórn og 3ja til vara.
6. Kosning 2ja endurskoðenda og eins til vara.
7. Kosning 8 manna í miðstjórn
Framsóknarflokksins og 8 til vara.
8. Ávörp gesta:
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins
Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins
10. Framboðsmál
11. Önnur mál.
Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
£
. iS.' • " 'h
Sá guii virðist nú vera í meira magni fyrir Norðuriandi en mörg undanfarin ár.
Rækjan hrekst
imdan þorskmum
Við stofumælingar
Hafrannsóknastofnun-
ar á rækju íyrir Norð-
urlaudi nýverið fannst
mikið afþorski, meira
en mörg undanfarin
ár.
Lftið sem ekkert hefur fundist af
þorski við stofnmælingar á rækju
undanfarin haust. Þó byrjaði aft-
ur að verða vart þorsks við stofn-
mælingar Hafrannsóknastofnun-
ar í fyrra og svo mun meira nú.
Hækkandi hitastig sjávar hefur
þar töluvert vægi.
„Það er búið að vera ágætis
kropp undanfarið á rækjunni hér
í Eyjafjarðarál og víðar en það er
snöggtum minna nú, hálfgert
„rag“. Þetta er þó eina svæðið
sem hefur gefið eitthvað af rækju
undanfarnar vikur. Við sjómenn
viljum meina að þegar þorskurinn
kemur í svona miklu magni inn
hér fyrir Norðurlandi hrekst
rækjan undan og hún hefur hald-
ið austur fyrir, allt austur á
Bakkaflóa og Héraðsdýpi, en þar
hefur verið góð rækjuveiði í allt
haust og eins kom nýlega mjög
gott rækjuskot í Langaneskantin-
um.
Frystitogararnir hafa verið að
mokveiða norður af Grímsey,
hafa fyllt sig þar sem þeir hafa
borið niður. M.a. var Mánabergið
frá Ólafsfirði hér þegar togarinn
var í mettúrnum. Veiðin stóð í
langan tíma t.d. norður á Hól og
þetta var góður fiskur. Einnig
hafa smábátar frá Grímsey gert
það mjög gott í þorskinum,
stundum alveg við eyjuna,“ segir
Birgir Laxdal, skipstjóri á rækju-
bátnum Stefáni Rögnvaldssyni
EA frá Dalvík, sem var ásamt
mörgum öðrum skammt austur af
Grímsey, skip við skip á takmörk-
uðu svæði. Rækjan hefur verið
góð, eða 180 til 250 stykki í kílói.
Birgir segir að það hafi verið ör-
deyða á allri rækjuslóð vestur af
Eyjafjarðarál og því sæki flotinn
eðlilega austur fyrir Sléttu. — GG
Opnað fyrir Páli
Tveir karlmeim eru í
Landssambandi fram-
sóknarkvenua. PáU
Pétursson félagsmála-
ráðherra er ekki eim
sem komið er í lands-
sainbandinu, en er að
sjálfsögðu velkominn.
„Eg er mikill jafnréttissinni og
alltaf þegar þau mál ber á góma í
þinginu þá tek ég þátt í umræð-
um um þau,“ segir Ólafur Har-
aldsson, þingmaður og meðlimur
í Landssambandi framsóknar-
kvenna. Ólafur segir að þegar
framsóknarkonur hefðu opnað
samtök sín fyrir karlmönnum
hefði hann litið á það sem ósk
um að karlmenn gengju f lið með
þeim. „Ég tel það árangursríkást
að við vinnum með þeim og ég
vildi sýna það í verki.“ Ólafur
segir að það sé að sjálfsögðu
hægt að sýna málefnum Lands-
sambands framsóknarkvenna
stuðning án þess að ganga inn.
Ingibjörg Davíðsdóttir, vara-
formaður Landssambands fram-
sóknarkvenna, segir að enn sem
komið er hafi tveir karlmenn
gengið í sambandið. En væri
ekki æskilegt að ráðherra jafn-
réttismála, Páll Pétursson, gengi
til Iiðs við þær? „Það væri mjög
gott mál ef hann myndi gera
það,“ segir Ingibjörg og tekur
fram að hún hafi ekki rætt það
við hann. Ingibjörg segir að aðal-
umræðuefni framsóknarkvenna
sé hlutur þeirra í komandi sveit-
arstjórnarkosningum. En væri þá
ekki gott að hafa ráðherra sveit-
arstjórnarmála í landssamband-
inu? „Jú, ég myndi fagna því að
fá hann í landssambandið."
Páll Pétursson segist vera í
Framsóknarflokknum hvort sem
er og í framsóknarfélagi Austur-
Húnavatnssýslu. „Landssam-
band framsóknarkvenna hefur
unnið ómetanlegt starf fyrir
flokkinn í þeirri mynd sem það
hefur verið og ég veit ekki hvort
þetta lyftir því neitt sérstaklega,“
segir Páll. Er það gott mál í
grundvallaratriðum að hleypa
karlmönnum í landssambandið?
„Eg hef svo sem enga skoðun á
því.“ — HH