Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 7
LAVGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 - 7 Xk^MT' RITSTJÓRNA R SPJALL Ég heyrði lærða frétt í útvarpinu um síðustu helgi. Hún var um áhyggjur þýskra sálfræðinga af því að sýndargæludýr framköll- uðu svipuð tilfinningaleg við- brögð hjá eigendum sínum og raunveruleg gæludýr. Þeir þýsku sögðu það mjög óheppilegt, ef menn hættu að gera greinarmun á sýndarveruleika og veruleika. I fyrstu þótti mér þetta ekki merki- leg frétt og litlu tölvugæludýrin ekki hættuleg, enda nýbúinn að láta eftir syni mínum að gefa honum sýndarhund. Féll fyrir gamla bragðinu um að allir vin- irnir ættu svona dýr og hann byggi við ákveðna fötlun að eiga ekki eitt líka. Það var svo um miðja vikuna sem ég fór að hugsa aftur um þýsku fréttina. Strákur- inn kom heim frá vini sínum með ekkasogum. Hundurinn var far- inn að heiman! „Resct“ takkiim Eftir að heimilisfólkið hafði loks- ins áttað sig á hvaða hund dreng- urinn var að tala um, einhenti fjölskyldan sér í að blíðka sýndar- hundinn. Tilfellið var að á skján- um birtist mynd af hundi með malpoka á priki, sem labbaði út úr myndinni og orðin „by, by“ stóðu skrifuð þarna stórum stöf- um. Það var sama á hvaða takka ýtt var, hundurinn var farinn að heiman. Þegar ég kannaði hjá stráknum aðdraganda þessarar örlagaríku ákvörðunar sýndar- hundsins kom í ljós að drengur- inn hafði verið að hamast í hon- um og endað með því að mis- bjóða honum gjörsamlega. En til að gera langa sögu stutta leystist málið þegar vinur drengsins úr næsta húsi kvað upp úr með að nú væri ekki um annað að ræða en „resetta" hundinn og byija líf hans upp á nýtt. Það væru hvort sem er 50 líf í honum. Hundur- inn fékk sitt „reset“ og lifir nú hamingjuríku sýndarlífi og nýtur þeirrar umhyggju sem heldur honum heima. Ófriðirr í skólum Sýndargæludýrin eru bönnuð í ýmsum skólum enda pípa þau á athygli í miðjum tímum eða hvenær sem þeim hentar sjálfum. Slíkur ófriður í skólakerfinu er auðvitað slæmur eins og annar ófriður á þessum mikilvæga vinnustað tugþúsunda. Gælu- dýraófriðurinn virðist því ætla að verða langvinnari en eins dags kennaraverkfall í upphafi vikunn- ar. Oumdeilt er að hefðu samn- inganefndir deiluaðila ekki klárað málin á mánudag væru yf- irgnæfandi líkur á mjög löngu verkfalli. Langt verkfall nú hefði aftur getið af sér varanlegar breytingar á grundvallar skipulagi skólakerfisins - breytingar sem hefðu átt meira skylt við viðbrögð við krísuástandi en meðvitaða og úthugsaða stefnumörkun. Engin húrrahróp! En þó verkfalli sé afstýrt að sinni er greinilegt að málið er hvergi nærri búið. „Engin húrrahróp!" var fyrirsögnin í Degi eftir að blaðið hafði tekið púlsinn á kennurum um þennan samning. Um miðja vikuna var þetta hár- nákvæm lýsing á stöðunni, þó manni finnist einhvern veginn að heldur sé að bætast við hljóm- styrkinn í óánægjukórnum seinni part vikunnar, ekki síst hjá eldri og reyndari kennurum. Enn á eftir að fá þessa samninga sam- þykkta og enn á eftir að leysa úr þeim fjöldauppsögnum sem komu fram eftir að skólarnir byrj- uðu í haust. Sannleikurinn er auðvitað sá að kennarastéttin eins og hún leggur sig var farin að heiman. Malpokinn og „by, by- in“ voru því miður ekki sýndar- veruleiki. Þau voru og eru grjót- harður veruleikinn. Þegar annars vegar var búið að vekja vonir kennara og væntingar um bjartari tíma við flutning grunnskólans og hins vegar var ljóst að kennar- ar hafa mjög lengi verið óánægð- ir með kjör sín eins og endurtek- in verkföll bera vott um, þá fannst stéttinni sér einfaldlega misboðið. Lausnin á mánudag var því ekki endanleg lausn, menn fundu einfaldlega „reset" takkann og ýttu á hann. Þá er að byrja upp á nýtt. Næg eru verk- efnin því í þessum samningum hafa menn ekki leyst nema örlít- ið brot af þeim málum sem lagt var upp með í fyrra vor. Breyttur skóli Sveitarfélögin hafa uppi stórhuga áform um að gjörbreyta allri að- stöðu og aðbúnaði í grunnskólan- um og ætla að setja milljarða f að einsetja skólana og hafa sam- felldan skóladag. Það er meira að segja búið að binda tímaáætlun um þetta í lög. Þetta eru auðvitað hin bestu mál ef ekki væri fyrir það að ráðningarskilmálar og kjaramál þeirra sem eiga að kenna í þessu nýja skólakerfi, eru úr sér gengin og passa engan veg- inn í hinn nýja skóla. Það fyllir ekki heila kennarastöðu að kenna bekk í einsetnum skóla og skól- arnir eru uppfullir af einhveijum 3/4 stöðugildum sem verið er að púsla saman svo stundatöflur og launamál gangi upp. Hvers kyns vinna sem er misjafnlega sýnileg er skilgreind inn í vinnuskyldu kennara og allt miðast við skóla- kerfi og skólaumgörð sem varla er til í dag og verður alveg horfin eftir nokkur ár. Gengur ekki upp Þessa hluti var talað um að laga þegar lagt var af stað í fyrra vor, en tókst ekki. Þess í stað hefur gamla kerfið á vinnuframlagi kennarastéttarinnar verið meira og minna fryst fram yfir aldamót - út samningstímann - en á sama tíma er verið að tala um að gjör- breyta skólunum! Slíkt gengur einfaldlega ekki upp til lengdar, það geta allir séð - það er ekki hægt að hafa dýnamískt skóla- kerfi ef jafn þýðingarmikill hluti þess og vinnufyrirkomulag kenn- ara er staðnað í óumbreytanlegu fari. Upp með budduna Spurningin nú er hvernig þessu verður breytt. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir mikilli óvissu um það hvort kennarar, sem sagt hafa starfi sínu lausu, muni snúa aftur. Fari svo að samningurinn verði samþykktur er ljóst að í það minnsta einhver sveitarfélög neyðast til að ræða einhvers kon- ar sérsamninga við sína kennara. Það eru þegar komnar fram kröf- ur um það. I slíkum samningum hljóta menn að takast á við og reyna að aðlaga kennarastarfið að þeim breytingum sem eru að verða á skólanum sjálfum. Gera það sem ekki var gert við hið sameiginlega samningaborð. Það er raunar ekki ólíklegt að auð- veldara geti verið að leysa málin heima í héraði eða í hveiju sveit- arfélagi fyrir sig. Þess vegna væri annað óraunhæft hjá sveitarfé- lögunum en að búa sig undir að þurfa opna budduna aftur vegna kennara og skólamála á allra næstu misserum. Ljósir pimktar líka I umræðunni að undanförnu hef- ur mikið verið rætt um kostnað sveitarfélaga vegna kjarasamn- inga við kennara. Það er í sjálfu sér eðlilegt. Þetta eru miklir pen- ingar. Hins vegar felast líka sókn- arfæri í stöðunni, til viðbótar því að bæta skólann. Til dæmis eru sveitarfélögin að beijast um fólk- ið, þau reyna að laða að sér góða útsvarsgreiðendur. Þetta er m.a. gert með því að bjóða bygginga- Ióðir og hitt og annað sem gæti verið girnilegt fólki sem er í fullri vinnu og að þreifa fyrir sér um búsetu. Er það ekki eitthvað slíkt sem Kópavogur hefur verið að stæra sig af? Sannleikurinn er hins vegar sá að einmitt þessir sömu hópar eiga börn á skóla- aldri og væru líklegir til að velja sér bæjarfélag eða hverfi eftir því hvernig skólarnir eru. I útlöndum er það vel þekkt að fasteignaverð fer mikið eftir því hvernig grunn- skólinn er í hverfinu eða bæjarfé- laginu. Góður skóli - hátt fast- eignaverð. Fyrir nú utan hvað það getur verið dýrt að missa fullfrískt fólk úr bæjarfélagi vegna sparnaðar. Þannig að hagsmunirnir eru ekki einhlítir í þessu frekar en öðru. „Lífiii“ búin Stóra verkefnið sem blasir við eftir samningana við kennara er að ná samningum við kennara um það sem átti að semja um. Ur því sem komið er liggur beinast við að hvert sveitarfélag fyrir sig fari út í að samræma kennara- starfið einsetnum heilsdags skóla eftir því sem kostur er. Samning- urinn sjálfur opnar á eitthvað svigrúm í þeim efnum, sem auð- vitað ber að nota. Útfærslan í einstökum atriðum gæti auðvit- að orðið með ýmsu móti en aðal- atriðið er að koma málnu í farveg sem leysir mótsögn grunnskól- ans. Það er búið að ýta á „reset" takkann í of mörgum kennara- verkföllum, það eru ekki fleiri líf í þessum leik. Það er munurinn á veruleika grunnskólans í landinu og sýndarveruleika gæludýranna. Ef við ruglum þessum veruleik- um saman endum við í vondum málum - eins og þýsku sálfræð- ingarnir í útvarpsfréttinni voru að benda á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.