Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR l.NÓVEMBER 1997 FRÉTTASKÝRING „Þetta svona slepp '** . vf, HEBDUR HELGA- DÓTTIR gt^ 1 SKRIFAR Það var enginn bar- lómur í þeim lífeyris- þegum sem blaðamað- ur Dags hitti í gær, en sumir þeirra segja að tekjurnar leyfi engan lúxus. Meðaltöl eru meðaltöl - og þrátt fyrir sæmilegar meðaltekjur aldr- aðra berjast margir þeirra í bökk- um, segja sumir lesendur Dags sem höfðu samband við blaðið í kjölfar frétta um framtaldar með- altekjur 70 ára og eldri á síðasta ári, en þær voru 82 þúsund krón- ur hjá einhleypingum og tvöfalt hærri hjá hjónum. Til sönnunar þessu benda tals- menn aldraðra m.a. á, að stór meirihluti þeirra njóti tekjutrygg- ingar Tryggingastofnunar ríkis- ins. Tekjutrygging einstaklings byijar að skerðast þegar lífeyris- tekjur og aðrar tekjur fara yfir 28.000 kr. á mánuði, en falla ekki niður að fullu fyrr þær fara yfir 80- 87 þúsund kr. á mánuði. Bætur Tryggingastofnunar eru 60 þúsund kr. á mánuði til ein- staklings sem býr einn og hefur engar tekjur aðrar. Að viðbættum lífeyristekjum kemst hann upp í 82.000 kr. á mánuði áður en tekjutryggingin byijar að skerð- ast. Ekki þeir verst settu Mjög fáir aldraðir fá styrki frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur og þeim hefur farið fækkandi undanfarin ár - voru aðeins um 150 í fyrra. Það skýrist af því, seg- ir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir starfsmaður stofnunarinnar, að viðmiðunarlágmark fyrir fjárhags- aðstoð hjá Félagsmálastofnun er um 53.600 kr. á mánuði fyrir ein- stakling en 96.500 kr. fyrir hjón, sem sé lægra en bætur frá Trygg- ingastofnun. „Þannig að það er bara í undantekningartilvikum og við einhveijar sérstakar aðstæður, sem aldraðir fá fjárhagsaðstoð hér og þá er fjallað um þau til- vik sérstaklega. Eg get ekki sagt að við verðum vör við mikla fjárhagslega neyð. Aldraðir eru þrátt fyrir allt ekki þeir sem verst eru settir í þjóðfé- laginu, því þeim eru a.m.k. tryggðar þessar lágmarksbætur," sagði Sigurbjörg: „A hinn bóginn eru einstaka þættir sem við höf- um verið að ræða hér á stofnun- inni sem taka þyrfti méira tillit til, en þá er hins vegat spurning hver ætti að dekka þann viðhótar- kostnað sem af því Ieiddi. Hér á ég t.d. við að stundum getur kostnaður vegna heyrnartækja orðið mjög hár og sama er að segja um sumar gerðir gleraugna. Það geta líka komið upp ýmsar mjög sérstakar aðstæður sem ekki er tekið tillit til í reglum um fjár- hagsaðstoð. Það á t.d. við þegar annar makinn er fluttur á stofn- un, en hinn býr áfram heima, en hefur þá oft mun minni tekjur heldur en ef um einhleyping væri að ræða,“ sagði Sigurhjörg. Sumir gætu líka lent í vandræð- um þegar allt í einu skella á þá há útgjöld vegna viðgerðar á fjölbýl- ishúsinu sem þeir búa í. Og önnur tilvik geta verið vegna mjög hárrar húsaieigu sem fólk fær bara að litlu leyti dekkaða gegn um húsaleigubætur. Enginn barlómur En hvað hafa þá hinir öldruðu sjálfir að segja? Það var líf og fjör sem mætti fréttamanni þegar hann bankaði á dyr Þjónustumiðstöðvar aldr- aðra við Bólstaðarhlíð í gær. Þar var engan barlóm að finna en heilmikla ánægju með fjölmargt það sem öldruðum stendur til boða - beri þeir sig eftir því. „Þetta svona sleppur," svaraði Vilborg Eiríksdóttir spurð hvernig gangi hjá henni að fá endana til að ná saman. „Það bjargar mér að ég fæ svolítil eftirlaun eftir manninn minn,‘ annars væri ég dauð úr hungri.“ Vilborg telur fjárhagsdæmið erfiðast hjá þeim sem þurfa áð borga háa húsaleigu, sem hún þarf ekki. „Nei, þetta er ekkert erfitt líf, og að minnsta kosti skemmtilegt. Haldi maður heilsu þá getur maður alltaf fundið sér eitthvað til að gera. Komi maður sér út þá stendur svo margt til boða,“ sagði Vilborg, sem kemur á hveijum morgni í handavinnu og félagsskap í þjónustumiðstöð aldraðra við Bólstaðarhlíð, sem hún lætur mjög vel af. Á „strípuðum“ bótum og harðánægð samt „Það er ljómandi gott að vera gamall," svaraði Ólöf María , 78 ára. Hún keypti sér þjónustuíbúð í Bólstaðarhlíðinni fyrir nokkrum árum, sem hún er mjög ánægð með - eins og raunar flesta hluti. Ólöf, sem einungis hefur bætur Tryggingastofnunar til að Iifa af, var spurð hvernig henni gengi að komast af. „Mér finnst þetta al- veg stórkostlegt, enda hafði mað- ur ekki svo mikið í gamla daga. Og ég er hrædd um að það hafi ekki verið svona gott hjá foreldr- um minum.“ Ólöf sagðist halda heimili og elda sjálf sinn mat, sem væri mikið ódýrara, fá oft gesti og stundum bjóða fólki í mat. Hún byrjaði starfsævina sem vinnu- kona, þar til hún giftist. „Ég á 4 uppkomin börn og var heima- vinnandi húsmóðir og er ánægð með það. Mér er alveg sama þó maður hafi kánnski haft heldur minna.“ Ólöf María sagðist hafa mjög gaman af handavinnunni og vera harðánægð með lífið og tii-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.