Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 9
Xfc^MT'
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMRER 1997 - 9
garnar þar á bæ. - myndir: hei
veruna, nema hvað heilsan mætti
vera betri.
Dugar - en svo sem enginn lúx-
us
„Okkur dugar það sem við fáum -
svo sem enginn lúxus en engin
vandræði að lifa af því.“ Þetta var í
fáum orðum niðurstaðan eftir spjall
við þrjá glettnisleg „stráka“ (82-86
ára), Hjalta Þorsteinsson, Sölva
Jónasson og Herjólf Sveinsson,
sem Dagur hitti að máli yfir hádeg-
isverði í þjónustumiðstöð aldraðra
þar sem þeir greinilega una sér vel,
og búa í eigin þjónustuíbúðum.
Einn hafði verið sjómaður í 35 ár
og tveir bændur, sem fluttu á möl-
ina fyrir mörgum áratugum og voru
síðustu 10-20 árin við önnur störf.
Allir fá þeir smáræði, rúmlega 20
þúsund kr., úr lífeyrissjóði til við-
hótar bótum almannatrygginga.
Heijólfi finnst það að vísu svolít-
ið skrítið að hann hefur fengið 25
þúsund kr. minna frá Trygginga-
stofnun fyrstu tíu mánuðina á
þessu ári heldur en á sama tímabili
í fyrra. Skýringu þess veit hann
ekki alveg. Enda segja þeir félagar
ómögulegt að botna í þessum
mörgu flokkum sem bætur al-
mannatrygginga skiptast í og enn
óskiljanlegri reiknireglum. Herjólf-
ur segist líka andsnúinn stefnu
stjórnvalda. „Þau stefna að því að
enginn eigi neitt, nema örfáir út-
valdir. Ef menn eiga eitthvað og
vilja vera sjálfstæðir þá er þeim refs-
að fyrir það. Sjálfum hefur mér alla
tíð þótt sjálfsagt að menn ættu
a.m.k. þak yfir höfuðið.11
FRÉTTIR
RíMssjódur slapp
með skrekkiim
Hæstiréttur úrskurð-
aði að ríkið mætti
enduxákvarða skatta
Málningar ehf. og
Freyju hf. lengur en
tvö ár aftur í tímann.
Hæstiréttur hefur úrskurðað að
heimilt var að endurákvarða
álögð gjöld Málningar ehf. og
Freyju hf. nokkur ár aftur í tfm-
ann, vegna frádráttar á um-
sömdum eftirlaunum handa
toppmönnum fyrirtækjanna, frá
rekstrartekjum þeirra. Ekki er
deilt um að slíkur frádráttur á
sér enga lagastoð, enda greiðsl-
urnar ekki í viðurkennda lífeyr-
issjóði. Málið snérist um hvort
skattyfirvöld hafi verið of sein að
átta sig á þessu, og bregðast við.
Talsmenn fyrirtækjanna töldu
endurákvörðun skattsins óheim-
ila lengra en 2 ár aftur.
Málning ehf. samdi árið 1988
við framkvæmdastjóra sinn um
að hann héldi óskertum launum,
sem eftirlaunum frá 60 ára aldri,
en eiginkonan 75% þeirra eftir
hans dag, en þau hjónin áttu
60% hlut í félaginu. Eftirlaunin,
reiknuð 17,2 milljónir, voru
dregin frá á framtölum 1989-
1991. Fyrst 1992 óskaði skatt-
stjóri Reykjaness nánari skýringa
og endurákvarðaði gjöldin vorið
1993. Mál Freyju hf. er svipað,
vegna gjaldfærðra eftirlauna-
skuldbindinga 4 starfsmanna
árin 1987-1990. — HEI
Hestameim
hafna Magnúsi
Framkvæmdastjóra
HaHó Akureyri sagt
upp áður en haun tók
við stjóm Landsmóts
hestamanua.
ekki hafa neinn eftirmála af
minni hálfu, það munaði þó
minnstu að þetta truflaði mínar
fyrri áætlanir en slapp til. Loka-
setning bréfsins finnst mér hins
vegar alveg stórkostleg. Þar
stendur: Við viljum ítreka,
Magnús Már, að við teljum þig
mjög hæfan til starfs-
ins! Þrátt fyrir að hafa
orðið fyrst svolítið
mæddur gat ég ekki
annað en brosað þegar
ég Ias þetta,“ segir
Magnús Már.
Jón Ólafur Sigfús-
son vildi ekki tjá sig
fyrir hönd fram-
kvæmdaaðila mótsins
um þetta mál. Hann
sagðist ekki reka í fjöl-
miðlum persónuleg
mál við Magnús Má.
Hins vegar sagði Jón
Ólafur að orðum aukið væri að
mótshaldarar gældu við 7000-
8000 erlenda gesti á mótið. Nær
lagi væri að búast við 3000-4000
erlendum gestum en þó gætu
hugmyndir um beint flug aukið
fjöldann verulega. — BÞ
Ekki er enn búið að
ráða framkvæmda-
stjóra fyrir landsmót
hestamanna á Mel-
gerðismelum í Eyja-
firði sem fram fer
næsta sumar. Búið var
að gera munnlegt
samkomulag við
Magnús Má Þorvalds-
son sem e.t.v. er
þekktastur fyrir að
halda utan um Halló
Akureyri, en því sam-
komulagi var rift með
bréfi 6 vikum síðar án
þess að skýringar fylgdu, að sögn
Magnúsar Más.
„Mér leist strax vel á þetta þótt
ég þekki ekki muninn á fram- og
afturenda á hesti. En það má
segja að mér hafi verið sagt upp
áður en ég byijaði. Þetta mun
Tollvörðiir ákærður
Gefin hefur verið út ákæra á
hendur tollverði í Reykjavík og
er honum gefið að sök að hafa
stolið 52 þúsund sterlingspund-
um úr peningasendingu frá Den
Jyske Bank. Einnig hefur verið
gefin út ákæra á hendur eigin-
konu mannsins og vinafólki
þeirra, karli og konu, fyrir að
taka við gjaldeyrinum, eigna sér
hluta hans og skipuleggja að
skipta þýfinu.
Tollvörðurinn var við störf í
Tollpóststofunni þegar pening-
arnir hurfu og er hann því einnig
ákærður fyrir brot í opinberu
starfi. Upp komst um athæfið
þegar önnur kvennanna reyndi
að nýta sambönd sín til að fá
gjaldkera til að skipta gjaldeyrin-
um.
Tollvörðurinn viðurkenndi
verknaðinn í fyrstu ein breytti
síðan framburði sínum og sagð-
ist hafa fundið peningana í gjótu
í Hafnarljarðarhrauni þar sem
hann var að viðra fíkniefnarleit-
arhund. Sagði hann játninguna
hafa verið til að forða konu sinni
frá gæsluvarðhaldi. Hinir
ákærðu eru allir á fertugsaldri.
- HH
SpH fyrir hálfa mUljón
Trygging hf. hefur ákveðið að
gefa Bridgesambandi Islands
spilastokka sem duga munu
sambandinu til nokkurra ára.
Um ræðir 1800 spil og nemur
verðmæti þeirra fleiri hundruð-
um þúsunda króna, jafnvel hálfri
milljón. Spilin eru merkt Trygg-
ingu og verða ekki önnur spil í
notkun næstu tvö árin a.m.k.
Formleg afhending fer fram
Iaugardaginn, 01.11. ld. 11.00
þegar Islandsmótið í tvímenn-
ingi verður sett og mun forseti
Bridgesambandsins, Kristján
Kristjánsson, taka við gjöfinni.
- BÞ
Matreiðslumann, kjötiðnaðarmann eða
starfsmann vanan vinnu í kjötborði,
vantar til starfa við kjötborðið í Kjörmarkaði KEA,
Hrísalundi 5, Akureyri.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar gefur Friðrik Sigþórsson
kjörbúðarstjóri.
Kaupfélag Eyfirðinga.
AKUREYRARBÆR
Afnot af íbúð í Davíðshúsi, Akureyri
Fræðimönnum og listamönnum gefst kostur á að sækja um 1-6
mánaða dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi til að vinna að fræðum
sínum eða listum. Á árinu 1998 er enn óráðstafað dvalartíma í
mars til maí og september til desember. Umsóknarfrestur er til
15. nóv. nk. Umsóknir skal senda til fræðslumálastjóra
Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, 600 Akureyri.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu menningarmála,
sími 460 1450.
Til sölu
tveir 20 feta
frystigámar.
Upplýsingar veita
Birgir eða Sveinbjörn í
síma 462 5900.
Fimmtudaginn 6. nóvember
fylgirDegi aukablað um
íslenskan iðnað ogframleiðslu.
Auglýsingarþurfa að
berast blaðinufyrir
kl. 12 mánudaginn
3. nóvember.
Símar auglýsingadeildar eru
460 6191,460 6192,
563 1641 og 563 1615.