Dagur - 01.11.1997, Page 11
Ifc^ur'
LAUGAHDAGVR 1. NÓVEMBER 1997 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Ævilangt fangelsi
Hörð viðbrögð við
dðmi yfir 19 ára
breskri au-pair stiilku
í Baudaríkjuuiun.
„Eg gerði ekkert, ég gerði ekk-
ert,“ æpti Louise Woodward,
nítján ára bresk au-pair stúlka,
og grét ákaft þegar kviðdómur í
Cambridge í Bandaríkjunum
hafði kveðið upp úrskurð sinn
um að hún væri sek um morð á
átta mánaða gömlum dreng. „Af
hverju gera þeir mér þetta?“
Einn af lögfræðingum hennar
reyndi að hugga hana, en hinir
stóðu sem lamaðir í kringum
hana.
Foreldrar látna drengsins voru
ekki viðstödd, en foreldrar hinn-
ar dæmdu sátu hljóðir í réttar-
salnum.
Málið hefur vakið gríðarlega
athygli um heim allan, sérstak-
lega þó í Bretlandi og Bandaríkj-
unum þar sem sjónvarpað hefur
verið beint frá réttarhöldunum.
Úrskurðurinn hefur einnig vakið
efasemdir um réttarreglur í
Bandaríkjunum, því hann þykir
byggja á afar veikum forsendum.
Loise Woodward er sökuð um
að hafa myrt drenginn, Matthew
Eappen, með því að hrista hann
hrottalega og slá höfði hans utan
í harðan hlut. Saksóknarar í
málinu lýstu henni sem skap-
mikilli unglingsstelpu sem hefði
verið orðin pirruð á að passa
barnið sem var með magakveisu,
auk þess sem hún var reið út í
foreldra barnsins vegna þess að
þeir vildu takmarka útivistartíma
hennar. Lögreglan kom á stað-
inn eftir að hún hringdi í neyðar-
númer vegna þess að barnið væri
hætt að anda, og sögðu lögreglu-
þjónarnir að þá hefði hún viður-
kennt að hafa verið „dálítið
harðhent" við drenginn.
Segist aldrei hafa játað
Woodward neitaði þeirri játn-
ingu í framburði sínum fyrir
dómi, og sagðist aðeins hafa sagt
lögreglunni að hún hefði hrist
drenginn Iauslega til í von um að
koma honum aftur til meðvit-
undar eftir að hann Ieið út af.
Lögfræðingarnir hennar reyndu
árangurslaust að sannfæra kvið-
dóminn um að lögregluþjónarnir
hafi hugsunarlaust fellt dóm á
staðnum og kennt Woodward
um höfuðáverkana á barninu.
Fjölmargir læknar báru einnig
fyrir dómi að blæðingar í heila
barnsins gætu vel hafa verið síð-
búnar afleiðingar af slysi, sem
átti sér stað nokkrum vikum fyrr,
en þá brákaðist einnig úlnliður
barnsins. Saksóknarar héldu því
hins vegar fram i lokayfirlýsingu
sinni að slíkar kenningar væru
fáránlegar.
Að öllum líkindum verður
málinu áfrýjað, en Andrew
Good, lögfræðingur Woodwards,
sagðist vera yfir sig hneykslaður
á ákvörðun kviðdómsins og
furðu lostinn. Varnarlögfræðing-
arnir höfðu allt fram að úrskurði
kviðdómsins verið óvenju vissir
um að þeir myndu vinna málið.
A þriðjudaginn var höfnuðu þeir,
í samráði við Woodward, þeim
möguleika að kviðdómurinn
gæti úrskurðað hana seka um
manndráp, sem myndi sæta
vægari refsingu en morð.
Kviðdómurinn komst að þeirri
niðurstöðu að hún væri sek um
morð af annarri gráðu, en ekki
fyrstu gráðu sem hefði þýtt að
morðið væri framið af „ýtrustu
grimmd“.
Úrskurður kviðdómsins felur í
sér að hún verði dæmd í lífstíðar
fangelsi, en eigi möguleika á
náðun eftir 15 ár.
Martraðir rætast
Málið hefur vakið mikla athygli
beggja vegna Atlantshafsins og
hrært upp í tilfinningum fjöl-
margra sem fylgst hafa með því í
fjölmiðlum. Þykir mörgum sem
þarna hafi allar verstu martraðir
sem tengjast barnapössun orðið
að veruleika.
Fjöldi fólks hefur til dæmis
hringt í útvarps- og sjónvarps-
stöðvar til að lýsa yfir hneykslun
á því að móðir drengsins, Dr.
Deborah Eappen, hafi skilið tvo
unga drengi sína eftir í umsjá
Woodwards til þess að hún gæti
snúið aftur til starfa sinna sem
augnlæknir. Hún vann þrjá daga
í viku, en kom heim í hádeginu
til að gefa yngri drengnum
bijóst. Bæði hún og eiginmaður
hennar, Sunil Eappen, sem er
svæfingarlæknir, segjast hafa
fengið bæði bréf og símhringing-
ar þar sem ráðist er á þau með
ókvæðisorðum.
Þá hefur málið einnig vakið
efasemdir um réttmæti au-pair
kerfisins. A hverju ári koma um
10 þúsund ungmenni til Banda-
ríkjanna, mest stúlkur, og búa
hjá fjölskyldum gegn því að
passa börn. Þær eru ódýr vinnu-
kraftur, en þeim eru greiddir
vasapeningar, oftast 10 til 15
þúsund á viku, og fá að auki
ókeypis fæði og húsnæði. Yfir-
leitt hafa þær Iitla reynslu af
barnapössun, en þó eru oft gerð-
ar til þeirra miklar kröfur af for-
eldrum barnanna, og meiri en
reglur um au-pair stúlkur gera í
raun ráð fyrir.
- Los Angeles Times
Mary MacAleese næsti forseti
ÍRLAND - Nær öruggt var í gær að Mary MacAleese, prófessor frá
Norður-írlandi, yrði næsti forseti írlands, en kosningar fóru fram á
fimmtudag. Ekki nema um helmingur kosningabærra manna tók þátt
í kosningunum, og er það Iægsta kosningaþátttaka í þeim sex forseta-
kosningum sem fram hafa farið í landinu.
Rússar vilia ekki beita hervaldi
uj
Ut;
RÚSSLAND - Utanríkisráðherra Rússlands, Jevgenní Prímakov,
sagði í gær ekki koma til greina að gripið verði til vopna gegn Irak
vegna þess að Saddam Hussein neitar starfsmönnum Sameinuðu
þjóðanna um að hafa eftiriit með vopnabúnaði Iraka. Bandaríkja-
menn höfðu áður lýst því yfir að til hernaðaraðgerða geti komið á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Prímakov sagðist þó hafa áhyggjur af
þróuninni í Irak og að ákvörðun Saddams hefði ekki verið sérlega
skynsamleg.
9> . JL
%. Krabbameinsfélagið
Krabbameinsrannsóknir
Norræni krabbameinsrannsóknasjóðurinn auglýsir eftir
umsóknum um styrki.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 1997.
Nánari upplýsingar og eyðublöð fást hjá framkvæmdastjóra
Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8,
105 Reykjavík, sími 562 1414.
Húsnæði - Kaupleiga
VII taka á leigu 4-6 herbergja
íbúðarhúsnæði á Akureyri.
Kaup á eigninni þyrftu að vera möguleg síðar.
Vinsamlega hafið samband við
Fasteignasöluna ehf.,
Gránufélagsgötu 4, e.h. Akureyri.
Hermann R. Jónsson, kvöld og helgarsími 462-5025
!= Fasteignasalan ehf.
Sími 462 1878
....
Fax 461 1878
vAtryggingafélag
^ClBf ÍSLANDS HF
Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir
tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa
í umferðaróhöppum.
1. MMC Lancer stw.4x4 árgerð 1997
2. Opel Astra — 1997
3. Peugeot106 — 1997
4. Hyundai Accent SL — 1996
5. Suzuki Samurai — 1992
6. Toyota Corolla H/B — 1991
7. Subaru Justy J12 — 1990
8. Honda Accord — 1989
9. MMC Colt — 1985
Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð Vfs að
Furuvöllum 11, mánudaginn 3. nóv. nk. frá kl. 9 til 16.
Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16 sama dag.
ff) ÚTBOÐ
F.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í
steyptar hlífðarhellur yfir 132 kV jarðstreng. Um er að ræða
60.000 stk. af stærðinni 250x500x50.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri.
Opnun tilboða kl. 11 miðvikudaginn 19. nóv. 1997 á sama stað.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 • 121 Reykjavík
Sími 552 5800 Bréfsími 562 2620
Nctfang: isr@rvk.is
VÉLBOÐA
Wí Hi HBB WBBp Wtr WWW Jl A
Stærðlr: 4 -10 þús. Iltra
Flotdekk, hæöamælir, vökvadrifiö lok á lúgu,
Ijósabúnaöur.
VÉLBOÐI HF.
Sfmi 565 1800 Hafnarfiröi.
Mjöggott verö og
greiðslukjör við allra hæfí.