Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 3
I SÖGUR OG SAGNIR L LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 - HI Gullöldin á Akrauesi Eftir góðan árangur liðsins árið 1950, voru Skagamenn orðnir nokkuð bjartsýnir betra gengi í Is- landsmótinu og það gekk eftir, eins og síðar verður að vikið. Flestir eru sammála um að gullöld knatt- spyrnunnar á Akranesi heíjist árið 1951 og í fyrri þáttum hef ég í stór- um dráttum vikið að þeim undir- búningi, sem átti sér stað á Akra- nesi á árunum 1946 - 1950 og þátttöku Skagamanna í Islands- mótinu. Þótt þeir hafi ekki blandað sér í baráttu efstu liða, fengu menn reynslu og sjálfstraust í leikj- unum og sáu að það var hægt að vera í hópi þeirra bestu. Ríkaröur snýr aftur heim Haustið 1950 lauk Ríkarður prófi sem húsamálari ákvað hann að flytja á ný til Akraness, sem hann gerði vorið 1951, og ganga í raðir Skagamanna. Þetta virkaði eins og vítamínssprauta á knatt- spyrnumennina, því auk þess að leika með liðinu tók hann að sér þjálfun þess. I byijun febrúar árið 1951 hélt Ríkarður til Þýskalands, en for- ráðamenn þýska liðsins TuS Neu- endorf frá Kóblenz sem lék á Is- landi í boði Fram árið 1950, bauðu einum knattspyrnumanni til þrigg- ja mánaða dvalar árið eftir. Enginn sótti um þetta nema Ríkarður og fór hann því til Kóblenz í boði fé- Iagsins í byijun febrúar 1951, eins og áður er að vikið. I Kóblenz kynntist Ríkarður þýsku knattspyrnunni, sem var verulega frábrugðin þeirri knatt- spyrnu, sem leikin var á íslandi. ís- lendingar höfðu lengt af sótt fyrir- myndina til Englands, þar sem áherslan var lögð á langar sending- ar upp kantana og uppí homin, þar sem knötturinn var gefinn fyrir. Þjóðveijar voru meira fyrir stuttar sendingar á næsta mann og að halda knettinum, því andstæðingar skora jú ekki mark meðan þeir hafa ekki knöttinn. Þegar Ríkarður kom heim úr þessari ferð, hafði hann Iært fleira Rfkardur Jónsson. Við komu hans til Akraness færðist fjör í knattspyrnuna. Hann tók aö sér þjálfun lidsins. Hann var afburða knattsyrnumaður og mjög góður þjálfarí og innleiddi nýjan stíl í æfingar og leik Skagaliðsins. Akranesi var þá hópur af ungum og efnilegum leikmönnum, sem lengi hafði dreymt um að komast í hóp þeirra bestu. Þeir höfðu nokkra reynslu og þeir voru tilbúnir að leggja það á sig sem þyrfti til þess að af því gæti orðið. Það var því mikil ánægja með Traust forysta Styrkur knattspymunnar á Akra- nesi í gegnum árin, hefur ekki ein- ungis falist í góðum knattspyrnu- mönnum, heldur hafa forystu- menn þar jafnan verið í hópi þeir- ra bestu, duglegir og framsýnir. Eins hafa bæjarbúar staðið þétt að baki sínum mönnum og forráða- menn bæjarfélagsins hafa verið vel meðvitaðir um sitt hlutverk. A þessum árum fór Guðmundur Sveinbjömsson fremstur í flokki forystumanna. Hann var formaður IA, hann sat í stjóm KSI frá upp- hafi og hann sat í bæjarstjórn. Það er á engan hallað þó sagt sé að hann hafi unnið manna best að uppgangi knattspymunnar á Akra- nesi. Hann var mjög félagslyndur og aðeins 10 ára gamall var hann í hópi þeirra drengja, sem stofnuðu fyrsta knattspymufélagið á Akra- nesi, Knattspyrnufélagið Kára og var formaður þess um árabil. Hann var hinn sanni leiðtogi íþrótta- hreyfingarinnar á Akranesi. Guð- mundur lést 9. janúar 1971, tæpra 60 ára. Nýr birningiir Áður en lengra er haldið, langar til að minnast á að árið 1950 bjug- gu um 2500 manns á Akranesi. At- vinnulíf tengdist að mestu sjó- mennsku og fiskvinnu, auk þess sem iðnaðarmenn voru þar fjöl- mennir. Á þessum árum var skortur á ýmsum vörum því Evrópa var rétt að ná sér eftir hildarleik síðari heimstyijaldarinnar. Eitt af því sem erfitt var að fá var íþróttafatnaður. Akumesingar höfðu til þessa leikið í venjulegum hvítum skyrtum og bláum buxum. Þegar verið var að undirbúa þátttöku liðsins fyrir ís- Iandsmótið 1951 þótti mönnum rétt, að reyna að útvega nýjan bún- ing á Iiðið, en hann var ekki að fá hér í verslunum. Guðmundur Sveinbjörnsson hafði því samband við Karl Guð- mundsson, sem þá var við nám við íþróttaskólann í Köln og bað hann að útvega fallegan búning á liðið og þá helst einhvem lit, sem ekki væri í notkun hjá öðrum Iiðum. Karl, sem var góður knattspyrnumaður, sem kunnugt er og vel kunnugur á Akranesi, þar sem hann hafði verið þjálfari þar á árum áður með góð- um árangri tók þetta að sér og hann kom um vorið með gular uppbyggt að tveir og tveir unnu saman í stöðvaþjálfun. Á undan þrekæfingunum var alltaf farið í gegnum ákveðnar leikfimi og teygjuæfingar. Leikmennirnir voru almennt vel á sig komnir og meiðs- Ii voru ekki algeng á þessum fyrstu árum. - Þetta sagði Ríkarður í stór- um dráttum um æfingarnar. Þegar Ríkarður kemur aftur til Akraness var ekki eins og hann kæmi að tómum kofanum, því á en breytta leikaðferð, því hann breytti öllum æfingum leikmanna og þeir sem æfðu með liðinu á þessum árum eru sammála um að allar æfingar hafi verið miklu skemmtilegri en áður, sérstaklega þó þrekæfingarnar. Viö æfðum stíft Við skulum sjá hvað Ríkarður sagði um þetta í bókinni Skaga- menn skoruðu mörkin, sem kom út árið 1984: - Við byijuðum að æfa í janúar og það var æft stíft þar til þar til Islandsmótið byijaði. Eg á erfitt með að sjá strákana æfa í 5- 6 mánuði án þess að keppa nokkru sinni á þeim tíma. Þetta hafði þó sína ákveðnu kosti. Við vorum að æfa eitthvað markvisst kerfi eða eitthvað annað. Við æfðum alltaf tvisar í viku inni og og úti um helg- ar fram að páskum. Þá var inniæf- ingum fækkað og útiæfingum Ijölgað að sama skapi. Við æfðum eftir þrekkerfi, sem ég bjó til og lét- um meira að segja búa til sérstök tæki fyrir okkur. Kerfið var þannig Guðmundur Sveinbjörnsson var einn helsti forystumaður íþróttamála á Akranesi um árabil og vann manna best að uppgangi knattspyrnunnar þar í bæ. aHELGI DANÍELSSON SKKIIAR Knattspyrna í gamla iþróttahúsinu við Laugarbraut. Það er Ríkarður sem er að skalla knöttin frá markinu. Þótt Skagamenn hafi lagt höfuðáhersluna á tefla fram same/ginlegu liði á þessum árum, voru leikir milli KA og Kára árlegur viöburður og ekkert gefið eftir. Á myn- dinni er Sveinn Teitsson fyrirliði KA að taka við Skaftabikarnum úr hendi Guðmundar Sveinbjörnssonar formanns ÍA. endurkomu Ríkarðs og þær æfing- peysur og svartar buxur. Þarna var ar, sem hann bauð uppá voru nýj- þá kominn sá búningur, sem er enn ung í þjálfun knattspyrnumanna í notkun og hefur verið eitt helsta hér á landi. einkenni Skagamanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.