Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 - VII MINNINGARGREINAR Freyja Kristjánsdótttr Freyja KRiSTjÁNSDÓrriR fæddist á Húsavík 29. október 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Þingeyinga 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Amason, söðlasmiður, f. 2. janúar 1876 á Hvarfi í Bárðardal, d. 9. mars 1945 og kona hans Jónína Kristín Sigurgeirsdóttir, f. 30. ágúst 1878 á Geiteyjarströnd í Mývatns- sveit, d. 11. júlí 1954. Systkini Freyju voru Sigurgeir, Ami Ingi- mundur og Helgi, fóstursystir þeirra var Álfheiður Eðvaldsdóttir. Þau eru öll látin. Freyja giftist 22 nóvember 1930 Vigfúsi Hjálmarssyni, bifreiða- stjóra, siðar bifvélavirkja m.m., f. 12. apríl 1908, d. 15. ágúst 1982. Vigfús var sonur Hjálmars Gíslason- ar, trésmiðs á Húsavík, f. 10. ágúst 1875 á Æsustöðum í Langadal, d. 27. maí 1959 og konu hans Guð- laugar Vigfúsdóttur, f. 16. október 1879 á Völlum í Svarfaðardal, d. 19. október 1947. Freyja og Vigfús eign- uðust 6 böm. Þau eru: 1) Bjöm Páll, f. 3. október 1930, maki Ragn- heiður Valdimarsdóttir, þau eignuð- ust 3 syni; einn þeirra er látinn 2) Gísli Benedikt, f. 3. nóvember 1931, maki Hrafnhildur Ragnars- dóttir, þau eiga eina dóttur, Gísli átti áður einn son 3) Helgi Kristján, f. 9. október 1932, maki Unnur Jónsdóttir, þau eiga einn son 4) El- ísabet Guðlaug, f. 13. nóvember 1934, maki Leifur Jósefsson, þau eiga 3 syni og 2 dætur 5) Hjálmar, f. 1. júní 1944, maki Hildur Krist- jánsdóttir, þau eiga einn son og 6) Sigurður Jakob, f. 8. desember 1952, maki Dögg Hringsdóttir, þau eru barnlaus. Fyrri kona Sigurðar var Kristjana Magnúsdóttir; hún er látin. Barnabarnabörn Freyju og Vigfúsar eru orðin 29. Freyja fluttist sem barn í Asgarð á Húsavfk og bjó þar allt fram til þess að hún fluttist í Hvamm, heimili aldraðra. Hún hlaut hefðbundna skólagöngu og vann ung ýmis störf; til sveita í Mývatnssveit þar sem hún dvaldist stundum á sumrum með móður sinni hjá ættingjum sínum og eins á Húsavík þar sem hún vann m.a. störf tengd fiskvinnslu. Freyja og Vigfús voru og lengstum með smábúskap í Asgarði. Aðalstarf hennar var þó húsmóðurstarfið og uppeldi á stórum barnahóp. Útför Freyju fór fram frá Húsavík- urkirkju 31. október. Minnið er undarlegt fyrirbæri. Ýmsir þeir merkisatburðir í lífinu, sem mað- ur hefði talið eðlilegt að lifðu í minn- ingunni, hyljast mistri. Hversdagar æskuáranna, sem þá virtust svo sjálf- sagðir og Iausir við það sem merkilegt gæti talist, standa manni aftur á móti ljóslifandi fyrir hugskotssjónum - allt- ént þeir dagar sem tengjast Freyju Kristjánsdóttur í Ásgarði sem nú er lát- in, 87 ára. Þegar ég var í barnaskóla á Húsavík fyrir Ianga löngu tókst vinátta með okkur Sigurði syni Freyju og Fúsa, eig- inmanns hennar, þess ágæta brandma- jórs og ökukennara, og lékum við okk- ur saman öllum stundum. Snemma fór ég að venja komur mínar á heimili Sigga í Ásgarði. Húsið stendur nokkuð afsíðis í útjaðri bæjarins, umlukt all- stóru túni, sem tilvalið var til hvers konar leikja og stutt á gjöful lontumið. Þegar ekki viðraði til bogfimi eða lontuveiða, var farið inn, þar sem Freyja tók á móti okkur, fríð kona og góðleg, lágvaxin og lítið eitt lotin í herðum. Brátt kom í Ijós mér og öðr- um vinum okkar, sem voru með í hópnum, til undrunar, að í Ásgarði var ekki amast við ýmsu því sem á öðrum heimilum var húsráðendum lítt þókn- anlegt. Litla tveggja herbergja íbúðin á efri hæð Ásgarðs breyttist iðulega í frumskóg, þar sem Tarsan apafóstri og félagar réðu ríkjum með öllum þeim slagsmálum, fyrirgangi og siguröskrum karlapa, sem því fylgdu, eða hún varð að Skírisskógi, þar sem ekki gekk minna á þegar Hrói höttur og sokka- buxnagengi hans voru að taka fóget- ann í Nottingham í bakaríið. Þetta hefði ekki þýtt að bjóða hvaða húsráð- anda sem er, og það jafnvel ekki þar sem rýmra var en í Ásgarði, en Freyja lét sér hvergi bregða. Hún tók öllum hamaganginum með heimspekilegri ró þeirrar manneskju, sem vanin er við fyrirferð tápmikilla og óstýrilátra drengja, því fjóra átti hún auk Sigga, alla töluvert eldri en hann, og svo eina dóttur. Eg man varla til þess að hún sussaði á okkur, hvað þá að hún brýn- di raustina. En mikið hlýtur henni þó að hafa létt þá daga, sem slagsmálin viku fyrir manntafli eða annarri frið- samlegri iðju. Þegar ófriði í fyrrnefndum skógum lauk eða kóngurinn var mátaður, var kappana yfirleitt farið að svengja - og þá var komið að því sem tók öllu fram: kaffitíma í Ásgarði. Freyja stóð við eld- húsbekkinn og ristaði hvert fransk- brauðið af öðru, sem við strákamir, oft fjórir eða fimm, skoluðum niður með dísætu kaffi í lítratali. Þar uppgötvuð- um við líka þá krás, sem síðan hefur stundum verið á borðum við hátíðleg- ustu tækifæri, þar sem við komum all- ir saman: kruður með kavíar. Allt þetta virtist svo sjálfsagt. Ég leiddi hugann ekki að því þá en hefur oft komið í hug síðan, að Freyja og Fúsi, eiginmaður hennar, sýndu félögum barna sinna einstaka rausn og höfðingsskap, sem aðeins gott hjartalag gerir mögulegan, því að ekki voru þau efnaðri en gerist og gengur. Árin liðu og gelgjuskeiðið tók við. Heldur lækkaði rostinn í vígamönnum með síkkandi hári en þá tók við annar skarkali og engu minni: Gamli Ásgarð- ur nötraði frá ijáfri niður í grunn af kröftugu rokki og róli Rolling Stones, Jethro Tull, Deep Purple og þeirra kumpána allra. Enn sem fyrr virtist ekkert geta komið Freyju úr jafnvægi; ekki var að merkja að þessir ákafa- menn um söng og hljóðfæraslátt færu meira fyrir bijóstið á henni en vindur- inn í þakskegginu. Þó var hávaðinn ekki sparaður og hefðu þeir Jagger, Richards og félagar verið gerðir útlæg- ir af flestum heimilum öðrum, að minnsta kosti á þeim hljóðstyrk, sem tíðkaðist í Ásgarði. Heldur stijáluðust ferðir okkar vina Sigga í Ásgarð, þegar leið okkar Iá í BENEDlKT StGVALDASON er genginn á fund feðra sinna eftir snarpa baráttu við erfiðan sjúdóm. Leiðir okkar lágu saman á Laugarvatni um miðbik sjö- unda áratugarins, hann skólastjóri Héraðsskólans, ég nemandi hans. Benedikt var strangur skólamaður, gerði jafnt kröfur til sjálfs síns sem kennara sinna og nemenda. Hann var harður í hom að taka ef reglur voru brotnar eða honum fannst nemendur vinna slælega, enginn gerði sér að leik að koma ólesinn í tíma hjá Benedikt. Þegar hugurinn reikar til baka finnst mér að kennarar Laugarvatnsskólans hafi verið afburðamenn, sem lögðu hart að sér að uppfræða og leiðbeina nemendum sínum. Skólinn var eins og heimili og leyndi sér ekki að umhyggja var í íyrirrúmi. Annars er erfitt að setja sig í spor skólastjóra sem ber ábyrgð á ungmennum víðsvegar að, ungmenn- um sem eru að uppgötva sig sem full- orðið fólk og telja sig þess albúna að standa í stríði, ekki síst við settar regl- ur. Að hverfa í huganum þijá áratugi aftur í tímann og velta fyrir sér þeim breytingum sem æska landsins var að ganga í gegnum á þeim tíma. Bítlarnir, skóla utan byggðarlagsins og loks til Reykjavíkur. En alltaf bar Freyja um- hyggju fyrir okkur, spurði um gengi okkar og varaði okkur við þeim hætt- um, sem hún taldi verstar geta orðið á vegi ungra manna og fákunnandi: kon- um og brennivíni. Oft hafa holl ráð fallið í fijórri jarðveg - en það var ekki Freyju að kenna. Nú er lokið langri ævi ljúfrar konu, sem alltaf taldi sælla að gefa en þiggja, og komið að því að þakka fyrir sig. Það ætla ég að gera hér, þótt seint verði fullþakkað. Ég kveð Freyju með fleyg- um orðum fornum, lítið eitt breyttum og löguðum að aðstæðum: Alltaf þegar ég heyri góðrar konu getið, kemur mér Freyja í Ásgarði í hug. Ég sendi þeim fjöimenna hópi sem syrgir hana inni- legar samúðarkveðjur. Karl Emil Gunnarsson Elsku amma okkar og langa! Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór fyrst með pabba og mömmu í heim- sókn til þín og afa á Húsavík, en afi var óijúfanlegur hluti af þér meðan hann lifði. Allar minningar mínar um heim- sóknir austur á Húsavík eru mér Ijúfar. Alltaf jafn gaman að koma til ykkar, alltaf svo margt fólk í Ásgarði. Þar safnaðist fjölskyldan saman um helgar, spjallaði, spilaði og fór í leiki jafnt inn- an sem utandyra, en lóðin í Ásgarði átti engan sinn líka. Ekkert vesen á þeim tímum með blóm eða runna, lóð- in var til að leika sér á. Jafnt fyrir skot- bolta, fallnaspítu, yfir, fótbolta og síð- ast en ekki síst slábolta þar sem allir, jafnt ungir sem aldnir, sameinuðust. Man það eins og gerst hafi í gær þegar Brandurinn tók sitt fræga högg útfyrir girðingu og sló þar með öllum við eins og svo oft áður. Að leik loknum stormaði allur herinn inn í Ásgarð, sem rúmaði ótakmarkaðan fjölda. All- ir fengu að drekka og borða án vand- ræða þrátt fyrir að margir væru með sérþarfir, eins og lítill kall sem vildi bara brauð með rúllupylsu og svo síðar meir brauð með mayonesi. Fjöldinn innandyra í Ásgarði var oft á tíðum ótrúlegur. Auðvitað hefur ver- ið hávaði eins og gengur og gerist, en aldrei man ég eftir því amma mín að þú hafir þurft að beita þér til að hægja á liðinu. Jú auðvitað hefur þú gert það, en það var með þeim hætti að enginn tók eftir því, því þú stakkst upp á einhveiju öðru spennandi sem hug- urinn greip. Ég minnist t.d. allra koddaslaganna sem fram fóru í Ás- garði, menn jafnvel komnir vel á aldur þegar þeir síðustu fóru fram. Þá minnist ég þess hvernig þú svaraðir öllum spurningum mínum og það þrátt fyrir að ekld væri þá til siðs að börn gengju á fullorðið fólk og spyrðu það hvað það hafði kosið. Fékk svarið skýrt og greinilega frá þér: „Ég kýs Al- þýðubandalagið og hef alltaf gert“. Þú þurftir engu að leyna, komst til dyr- anna eins og þú varst klædd. Þá minnist ég rólegu tímana með þér og afa, þegar ég fékk að vera eftir. Á kvöldin var farið á rúntinn, ekið út á Höfða eða fram að Laxamýri. Þið sögðuð mér frá kennileitum og bentuð mér á Lundeyna, Grímsey og Flatey. Stundum setti afi sírenuna á sem vakti einstaka hrifningu hjá pollanum. Þú sagðir við afa: „Vigfús minn! eigum við ekki að fá okkur mæru“. Eða þegar ég sat á móti þér sem andstæðingi og nam af þér skáklistina. Jú! þetta voru einstakir tímar. Stuttu eftir að afi dó 1982 fluttist þú á Hvamm. Þrátt fyrir góðan hug starfsfólks undir þú ekki á þeim stað, enda hjóta viðbrigðin að hafa verið gíf- urleg. Heilsan leyfði það þó ekki að þú flyttist aftur í Ásgarð. Ég hafði ekki skilning á því hvers vegna þú vildir nánast ekki fara út. Fjarlægðin hefur ef til vill verið of mikil milli okkar. Því var það svo þegar við Regína komum í heimsókn til þín að ég hlustaði ekki á mótbárur þinar heldur ók með þig fram í Aðaldals-hraun í sumarbústað sem ríð höfðum þar og þú dvaldir hjá okkur eina kvöldstund. Þá eru mér minnistæð hin síðustu ár þegar við komum til þín öll fjöl- skyldan, og þú nánast alveg blind, straukst litlu angana blíðlega, tókst þá í fangið og talaðir til þeirra. Þeim fannst alltaf gaman að heimsækja löngu eða ömmu Freyju eins og þau kölluðu þig líka. Elsku amma, megir þú hvíla í guðs friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Öm Pálsson og Jjölskylda Mig langar að minnast ömmu minnar fáum orðum. Margar góðar minningar á ég úr sveitinni eins og ég kallaði Ás- garð. Alltaf var hægt að leita til henn- ar með hvað sem er. Oft bjó hún til nesti þegar farið var upp að vatni til að veiða hornsíli eða uppá fjall í beijamó. Ófáar ferðir fórum við frændsystkinin inn til ömmu og afa að fá krukkur til að veiða fiðrildi í. En góðhjörtuð eins og hún var, bað hún okkur alltaf að sleppa þeim aftur. Eins var óhugsandi að fara frá ömmu öðurvísi en að fá hennar sérstöku kökur og taka í spil með henni. Fórum við amma oft upp fyrir húsið í okkar sérstaka stað og þar sagði hún mér margar góðar sögur. Þá var oft farið upp fyrir garðinn og stol- inn rabbabari og einnig drullumallað. Elsku amma, þó að samverustundum okkar fækkaði eftir því sem árin liðu og ég fluttist burt, þá voru þær mér svo mikils virði þegar ég heimsótti þig með mína fjölskyldu. Og alltaf þóttu börn- unum mínum gaman að koma til þín, þó að þú gætir ekki séð þau út af sjón- inni. Þá fannst þér gott að þau sætu hjá þér og héldu í hendina þína. Þótti þeim þá gott að geta farið í skúffuna góðu, sem geymdi ýmislegt gott í litla munna. Elsku amma mín. Ég og mín fjöl- skylda kveðjum þig og þökkum þér fyr- ir að fá að kynnast þér. Þó að sárt sé að sjá á eftir þér þá eigum við yndislegar minningar um þig sem við geymum í hjörtum okkar. Ég kveð þig með sömu orðum og ég kvaddi þig einum degi áður en þú fórst. Bless amma mín og Guð geymi þig. Moldin er þín. Moldin er trygg við bömin sín. Sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móður barm. Grasið hvíslar sitt Ijúfasta Ijóð á leiði þt'nu. Moldin er hljóð Og hvíldin er góð. (Davíð Stefánsson) Lovisa Benedikt Sigvaldason hljómsveit ungra manna frá Liverpool, vakti æskuna um víða veröld og gerði hana meðvitaða um styrk sinn og manndóm. Klæðaburðurinn breyttist, hárið tók að vaxa niður á herðar, mús- íkin varð allt önnur og krafan um frel- si varð alger. Foreldrar og skólamenn áttu víða í mesta basli með sínar ströngu reglur. Benedikt á Laugarvatni hélt fast um sínar reglur og styrkur hans var sá að foreldrar vissu börn sín í öruggum höndum á Laugarvatni. Benedikt var skólastjóri í áratugi. Engin leið er að meta það vinnuálag sem hvíldi á hans herðum og í raun á þeim hjónum, en þau Adda voru óvenju samhent um að vaka yfir velferð skólans og þeirra ung- menna sem þeim var falið að hafa í sinni umsjón um hríð. Skólastjórn Benedikts var fumlaus og einkenndist af, eins og áður sagði, reglusemi og aga. Skólastjórinn var stórstígur og strangur þar sem hann arkaði um ríki sitt. Hitt fann maður þó á þessum árum að undir hrjúfu yfir- borði blundaði góður húmor og hjart- að var hlýtt sem undir sló. Síðar eftir að skólanámi lauk kynnt- ist undirritaður Benedikt á öðrum vettvangi, átti hann að góðum vin og fann hversu umhugað honum var um velgengni nemenda sinna og fylgdist grannt með þeim. Benedikt Sigvaldason var velmennt- aður heimsborgari og kunni frá mörgu að segja. Hann hafði kynnst mörgum og víða farið. En fyrst og fremst var hann góður íslendingur, bóndasonur sem gekk menntaveginn, unni upp- runa sínum og fóstuijörð. Þegar Benedikt lét af skólastjórn kom minn árgangur það vor að Laug- arvatni sem tuttugu og fimm ára nem- endur. Áttum við ógleymanlega stund með skólastjórahjónunum. Fann ég þá að Benedikt var tíðrætt um hinn harða stíl og virtist efins um að hann hafi verið réttur. Fann ég að það gladdi hann þegar einhver sagði að stíllinn og strangur agi hefði verið stíll þess tíma í skólamálum. Mín tilfinning er sú að í dag eru nemendur Benedikts á því að sá agi, sú umgengni og snyrtimennska, sem Benedikt barðist fyrir sé hluti af því besta sem þeir lærðu á Laugarvatni. Sá tími er upprunninn að unglingar dagsins eru sjálfir famir að spyrja eftir reglum til að fara eftir í skóla og á heimili og telja að slíkt sé ungu fólki mikilvægt uppeldisatriði. Undir fast- mótuðum reglum er fólgin ást og virð- ing. Benedikt á Laugarvatni er kvadd- ur í þökk. Hann var sterkur stjómandi og setti svip á umhverfi sitt og á að baki mikið ævistarf. Blessuð sé minn- ing hans. Guðni Ágústsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.