Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 6
VI- LAVGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997
MINNINGARGREINAR
Þorgerður Hauksdóttir
Þorgerður Hauksdóitir fæddist
að Garðshomi í S-Þingeyjarsýslu 3.
október 1920. Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri mið-
vikudaginn 22. október sl. Foreldr-
ar hennar voru Haukur Ingjaldsson
bóndi og smiður í Garðshomi f. 28.
febrúar 1892, d. 31. október 1971
og Nanna Gísladóttir kona hans f.
13. desember 1891, d. 2. október
1984.
Systur Þorgerðar eru Asta f. 18.
júní 1918, d. 2. júní 1948, María
húsfreyja á Akureyri f. 29. janúar
1924, Helga fv. tómstundastjóri á
dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri f.
11. ágúst 1925, Sigrún fv. forstöðu-
maður þvottahúss Sjúkrahúss
Húsavíkur f. 30. des 1927 og Inga
tónlistarkennari og kirkjuorganisti
f Fnjóskadal, f. 18. sept 1934. Eig-
inmaður Þorgerðar var Ingiberg Jó-
hannesson, iðnverkamaður frá
Syðraósi á Höfðaströnd f. 10. nóv-
ember 1919, d. 16. apríl 1991. Þau
bjuggu á Akureyri.
Sonur þeirra er Haukur forstöðu-
maður Hagsýslu ríkisins f. 9. febrú-
ar 1947. Böm hans með fyrri konu,
Jóhönnu Margréti Guðjónsdóttur,
kennara, f. 4. maí 1947, eru Berg-
þór, eðlisfræðingur, f. 4. apríl 1970,
sbk. Sigríður Ólafsdóttir, kennari,
böm þeirra eru Breki og Antonía,
Þorgerður, hjúkrunarfræðingur, f.
15. september 1971, sbm. Gísli
Brjánn Úlfarsson vélvirki, barn
þeirra Berglind Björk, Guðjón,
nemi, f. 9. febrúar 1976 og Helga,
nemi, f. 27. september 1978. Nú-
verandi eiginkona Hauks er Bima
Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
Heilsugæslustöðvar Kópavogs og
bæjarfulltrúi í Kópavogi, f. ló.mars
1948, en bam þeirra var Guð-
mundur Óli f. 16. febrúar 1983, d.
30. september 1992.
Á yngri árum átti Þorgerður við
vanheilsu að stríða vegna berkla en
frá 1960 starfaði hún við kennslu á
Akureyri, iyrst við Gagnfræðaskól-
ann og síðar við Hvammshlíðar-
skóla. Hún tók virkan þátt í félags-
málum, var varabæjarfulltrúi Akur-
eyrar 1982 - 1986 fyrir Samtök um
Kvennalista og sat þá í nefndum á
vegum bæjarins og í stjóm Útgerð-
arfélags Akureyrínga hf.
Útför Þorgerðar fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju í gær, föstudag.
Þorgerður Hauksdóttir er látin. And-
lát hennar bar brátt að og kom okkur
öllum að óvörum. Hún hafði að vísu
verið með einhvexja flensu fyrir
nokkrum dögum, en var nú óðum að
hressast og hafði áform um að heim-
sækja okkur suður í Kópavog. Að kvöl-
di dags um það leyti sem kvöldfréttir
voru að hef jast í sjónvarpinu kenndi
hún höfuðverkjar sem ágerðist hratt
og rétt upp úr miðnætti kvaddi hún
þennan heim.
Þorgerður var að mörgu leyti mjög
sérstök kona. Hún var hæg og hlé-
dræg í framkomu en skoðanaföst og
ákveðin þegar því var að skipta. Aldrei
vildi hún láta á sér bera eða láta hafa
nokkuð fyrir sér, heldur vildi hún
þjóna öðrum og aðstoða eftir fremsta
megni.
Við kynntumst fyrst að nokkru
gagni fyrir um tíu árum. Þá var hún
enn við fulla kennslu á vetuma en
dvaldi sumarlangt að Garðshorni, þar
sem hún var fædd og uppalin. Bama-
bömin hennar dvöldu þar hjá henni
við sveitarstörf sem þau unnu að Kvía-
bóli hjá náfrændum sínum. Bömin
vom hennar líf og yndi og naut hún
þess að fá að stjana í kringum þau.
Það urðu henni mikil viðbrigði þeg-
ar hún fyrir um fimm árum hætti
kennslu þá nær 72 ára og nær sam-
tímis vom bamabömin orðin svo stór
að þau hættu að koma norður í sveit-
ina. Þá fór fyrir henni eins og svo
mörgum af hennar kynslóð að það
reyndist henni erfitt að finna sér verk-
efhi sem henni fundust verðug. Það
var henni erfitt að hafa ekki föst verk
að ganga til og henni fannst hún
koma að litlu gagni. Þetta er reynsla
svo margra sem hafa vanist því að
sleppa aldrei verki úr hendi og taka
mikinn þátt í félagsmálum.
Hún gerðist snemma virkur þátt-
takandi í starfsemi Samtaka um
Kvennalista og var enn að lesa og skri-
fa um lífsskoðun kvenna. Margar
stundir höfum við átt saman í umræð-
um um sljórnmál og afstöðu okkar til
hinna ýmsu þátta mannlegs lífs. Ekki
vomm við ávallt sammála, en okkur
tókst að virða þann skoðanamun þan-
nig að ekki kom til deilna okkar í milli.
Keyndar greindi okkur aldrei á, heldur
var bara áherslumunur í afstöðu okk-
ar.
Þorgerður kenndi handavinnu til
margra ára og einnig hafði hún á yngri
ámm af því nokkra atvinnu að sauma
föt fyrir fólk. Þess nutu bamaböm
hennar einnig og nú á síðustu ámm
líka barnabörnin hennar þrjú. í
vinnuherbergi hennar stóð ekki að-
eins vefstóllinn hennar heldur einnig
pijónavinna sem hún var að ljúka við.
Það er mér minnisstætt þegar við fór-
um einhveiju sinni saman að skoða
aðstæður í Punktinum í gömlu Sam-
bandsverksmiðjunum á Akureyri. Þar
hafði verið komið upp aðstöðu fyrir
fólk til að vinna að ýmiss konar hand-
verki, og hún var strax boðin velkom-
in til starfa af fólki sem þar var og
vissi að hún kynni nokkuð til verka og
vildu hafa hana með til skrafs og ráða-
gerða. Það var raunar sama hvar við
komum saman og hittum fólk á Akur-
eyri, allir þekktu Þorgerði ef ekki í
raun þá af afspurn og vildu ræða við
hana. Þann næsta vetur á eftir veit ég
að hún kom þangað og vann nokkra
fallega dúka, því hún færði mér þá
síðastliðið vor.
Hún sat líka oft við lestur og naut
þess að lesa ljóð. Á mynd af einkasyni
hennar ungum situr gamall gulnaður
miði með ljóði Hannesar Péturssonar
sem hljóðar svo:
Sem dropi tindrandi
tæki sig út úr regni
hætti við aðfalla
héldist í loftinu kyrr.
Þannig fer unaðssönnum
augnablikum hins liðna
þau taka sig lít úr
tímanum og Ijóma
kyrrstæð, meðan hrynur
gegnum hjartað stund eftir stund
Ég veit að henni þóttu samveru-
stundir okkar allt of fáar og stopular
nú síðustu árin og hefði viljað deila
með okkur Iengri tfma. Við áttum
nokkra góða daga síðsumars í Garðs-
homi og þá var að venju fjölmennt í
bænum hennar. Hún lét þá eftir okk-
ur að taka upp nokkrar aspir sem hún
hafði verið með í ræktun í garðinum
sínum til að við gætum gróðursett við
nýja húsið okkar. Svo var ætlunin að
hún kæmi og liti eftir þeim hjá okkur
þegar við væmm flutt inn. Því miður
vorum við of sein því hún fór alltof
fljótt.
Það er með djúpri virðingu og kærri
þökk fyrir allt og allt ég kveð Þorgerði
Hauksdóttur.
Bima Bjamadóttir
Þegar ég frétti lát vinkonu minnar,
Þorgerðar Hauksdóttur - Doddu -,
hvarflaði hugurinn óralangt aftur í
tímann, heim í sveitina okkar, Köldu-
kinn.
Ég minntist krakkanna sem gengu
þar í skóla. Já, við „gengum í skólann"
í bókstaflegri merkingu þeirra orða,
stundum nokkra kílómetra. Þetta var
farskóli og var kennt til skiptis á bæj-
unum, 2-3 vikur í senn. Ekki vomm
við allan veturinn í skóla því að sveit-
in var löng. Ætli það hafi ekki þótt
nokkuð gott ef hvert bam gat haft
skólavist í 5 - 6 vikur á vetri. f mínu
minni vom þetta glaðir og góðir dagar.
Kennarinn, Sigurður Sigurðsson var
ljúflingur og vinur okkar allra. Ekki
man ég eftir agavandamálum, en víst
var um það að mikið var ærslast í ifí-
mínútum og eflaust einhveijum strítt.
Mér finnst núna að það hafi alltaf
verið gott veður og færi, þegar við rölt-
um í skólann, fyrst á sauðskinns- eða
leðurskóm en síðar á gúmmískóm.
Sjálfsagt er það misminni en mér
finnst það benda til þess að okkur hafi
liðið vel.
Við Dodda vorum jafnaldra og vin-
konur. Hún átti heima í Garðshorni
en ég í Yztafelli og er dijúgur spölur
þar á milli. Ég minnist hennar þá sem
laglegrar ljóshærðrar stelpu og man
að ég öfundaði hana af því hve prúð
og dömuleg hún var. Mér er óhætt að
fullyrða að í námi var hún með þeim
bestu, þó ég muni reyndar engar ein-
kunnir frá þessum tíma. Dodda var
greind, samviskusöm og fylgin sér og
snillingur í höndunum.
Síðar skildu leiðir. Ég yfirgaf sveit-
ina okkar um margra ára bil. Á þeim
árum átti Dodda við erfið veikindi að
stríða. Berklarnir, vágestur sem erfitt
var að ráða við á þeim árum, sótti á
hana, en Dodda gekk með sigur af
hólmi úr þeirri viðureign. Hún var ein
af þeim sem þurfti að „höggva" eins og
kallað var, þá voru numin burt nokkur
rif í þeim tilgangi að reyna að vinna
bug á sjúkdómnum. Margir hlutu var-
anleg örkuml við þessa aðgerð og urðu
skakkir og lotnir á eftir, en Dodda
slapp við það og gekk bein og spengi-
leg til æviloka.
Þar kom í lífshlaupi mínu að ég
flutti búferlum til Akureyrar. Þá var
Dodda búsett þar og stundaði handa-
vinnukennslu og saumaskap en hafði
áður dvalið langtímum saman í
Garðshomi með drenginn sinn.
Enn liðu æðimörg ár og ýmislegt
breyttist. Konur á Akureyri fóru að
krukka saman um það að jafnrétti
kynjanna væri í ýmsu ábótavant og
alda fór um bæinn. Á fjölmennum
fundi var stofnuð jafnréttishreyfing og
upp úr því var farið að ræða um
Kvennaframboð til bæjarstjómar. f
þessum hópi vomm við Dodda, líklega
aldursforsetar, en drógum þó hvergi
af okkur.
Kvennaframboðið vann frækinn
sigur 1982, við fengum 2 fulltrúa í
bæjarstjóm. Dodda var fyrsti varafull-
trúinn okkar og sat því oft bæjar-
stjórnarfundi, sat í nefndum og fylgd-
ist vel með bæjarmálunum.
Á ýmsu hefur gengið með Kvenna-
listann undanfarin ár og starfið hér á
Akureyri verið misjafnlega líflegt, en
alltaf var jafn gott að leita til hennar
Doddu. Hún hafði ákveðnar skoðanir
á málum en setti þær fram með þeirri
prúðmennsku sem henni var í blóð
borin og af fullri einurð. Hópurinn
sem eftir stendur hefur mikið misst.
Ég er þakklát fyrir að hafa notið sam-
vinnu við hana og konur í Kvennalist-
anum á Akureyri hafa beðið mig að
koma þakldæti sínu á framfæri og
samúðarkveðjum til aðstandenda.
Mörg undanfarin sumur hefur
Dodda dvalið á föðurleifð sinni í
Garðshomi, hlúð þar að öllu og með-
al annars dundað við að rækta skjól-
belti. Nú gengur hún vinkona mín
ekki lengur þar um garða. Mér finnst
að lífshlaupið hennar hefði mátt vera
ögn lengra en hún lauk því með sömu
reisn og hún hafði lifað lífinu.
Ég sendi fólkinu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Hólmfríður Jónsdóttir
frá Yztafelli
Ég vil minnast með nokkmm orðum
Þorgerðar Hauksdóttur kennara.
Kynni mín af Þorgerði hófust haustið
1989 er ég hóf störf við Hvammshlíð-
arskóla, en þar var Þorgerður einn af
máttarstólpunum í kennaraliðinu.
Hún hafði þá starfað lengi við kennslu
þroskaheftra, eða allt frá árinu 1971.
Fyrst á vistheimilinu Sólborg, en þar
var hafin kennsla fyrir vistmenn.
Hannyrðakennsla var hennar aðalfag.
Ég dáðist oft að því hvernig Þor-
gerður var við nemendur sína. Hún
var ákveðin og lét engan komast upp
með neitt múður. En jafnframt var
hún hlý í viðmóti og sýndi þeim óend-
anlega þolinmæði. Hún var mikill
fylgismaður alls þess sem gat verið til
bóta í kennslu og annarri þjónustu við
fatlaða. Þorgerður var lífsreynd kona
og fór ekki varhluta af því að Iífið get-
ur verið erfitt á stundum og ekki alltaf
dans á rósum.
Ég álít að fólk með slíka reynslu eigi
auðveldara með að setja sig í spor
annarra. Nemendur okkar em margir
mjög fatlaðir og veikir. Það er þungur
baggi að bera, bæði fyrir þau sjálf og
ekki síður erfitt fyrir aðstandendur
þeirra. Þorgerður þekkti þannig
bagga.
„Vér eigum ekki að vera hér að eiltfu.
Því er best að hver hjálpi öðmm með-
an kostur er. Vér eigum að ganga þessa
sömu leið. Höldumst í hendur á þeirri
leið".
Elbert Hubbard
Hún vildi styðja samferðamenn
sína. Það fundum við vinnufélagamir.
Oft var leitað ráða hjá henni og eng-
inn fór bónleiður til búðar.
Hún var dyggur stuðningsmaður
aukinna kvenréttinda og jafnréttis yf-
irleitt. Sú hugsjón litaði daglegt líf
hennar og framkomu alla. Orð eins
samstarfsmanns og vinar hennar lýsa
þessu vel. „Hún Þorgerður upphóf
fólkið í kringum sig“. Guð blessi
minningu Þorgerðar Hauksdóttur,
kennara.
Aðstandendum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Helgi Jósefsson, aðstoðarskólastjóri,
Fullorðinsfræðslu
fatlaðra á Akureyri.
Hún Dodda frænka mín er dáin. Það
er erfitt að kveðja þá sem eru sálinni
nánir, enda er þar opið sár. Smyrslin
verða minningamar sem lifa áfram.
Þrír eiginleikar í fari hennar em mér
efstir í huga á kveðjustund og fléttast
hver í annan. Hún var kennari og jafn-
réttissinni að eðlisfari, trúboði mennt-
unar og framfara og listakona af Guðs
náð.
í gegnum lífið var hún óþreytandi
að hvetja og minna á gildi námsins. Að
öðlast vald á eigin máli var að öðlast
vald og stjóm á eigin Kfi, eignast eigið
starf og traust til að hjálpa öðmm til
hins sama. Hún átti sjálf þá rödd sem
til þurfti og fékk hljóð, því mál henn-
ar var skýrt og áhrifaríkt. Sem „stóra“
móðursystir mín og heimavinnandi í
Garðshomi minnist ég fyrstu stund-
anna. Hún teymdi undir mér á hest-
baki og sagði mér sögur úr lífinu. Allt
ffá þeim degi sagði hún frá af sama
áhuga, virðingu og þeirri dásemdar
rósemi, sem einkenndu hana. Hún
náði á þennan hátt tii bamsins, ung-
lingsins og þar með til alls fólks í
kringum sig.
f mörg ár var hún okkur
frændsystkinum eins konar heimavist
á Akureyri. Við bjuggum fjarri fram-
haldsskólum og hún tók á móti okkur
vetrarlangt. Yfir samtölum byggðum á
jafnrétti í víðum sldlningi og sterkri
trú á manneskjunni varð hún leið-
beinandinn í stað foreldra. Mér hefur
oftsinnis verið hugsað til aðferða
hennar í minu eigin uppeldishlut-
verki. Hún hafði sérstakan tónlist-
arsmekk, kunni að hlusta og hvetja
aðra til tónlistariðkana. Hún var ein-
stök hannyrðakona sérstaklega í fata-
saumi, útsaumi og vefnaði og penni
hennar var fallegur eins og málið.
Með jafnréttistrú sinni klæddi hún
lífið í þá raunverulegu mynd sem við
bemm með okkur til næstu kynslóðar
og var á því sviði undan sinni samtíð.
Ég er Doddu full þakklætis. Hún
markaði með lífsgöngu sinni spor,
sem seint verða fullþökkuð. Hinn
sterki áhugi hennar á börnunum „sín-
um“ frændsystkinunum, uppeldi þeir-
ra og fVamtíð var ómetanlegt vega-
nesti. Ég óska þess á þessari stundu,
að aðkoman hinum megin hafi verið
eins og hún vænti hennar. Þar biðu
margir og við vitum að hún bíður okk-
ar trygg sem endranær.
Elsku Haukur frændi og fjölskylda
þín, Helga Día, mamma og Inga,
blessuð sé minning Doddu okkar
allra.
Ásta Amþórsdóttir
Ambjörg
Steinium
Guimarsdóttir
Elsku amma mín.
Eg þakka þér fyrir þau 9 ár sem ég fékk að þekkja þig. Það
var alltaf svo gaman að kom til þín og afa í sveitina. Þú varst
alltaf svo góð við mig og málaðir svo fallega hluti handa mér.
Eg sakna þín svo mikið. Elsku afi minn, ég votta þér samúð
mína, þú hefur misst svo mikið.
Sofðu rótt elsku amma mín.
Hver minning dýrmæt peria að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér.
Þinn kærleikur t verki var gjöf sem gleymist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér.
(lngibjörg Sig.)
Þín sonardóttir Jenný Lind Gunnarsdóttir.