Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER - 207 TÖLUBLAÐ 1997 Útsýnið niður til Seyðisfjarðar frá Fjarðarheiði, þar sem fíiefldur karlmaður taldi sig hafa glímt við draug Þórdísar Þorgeirsdóttur. Örmagna kona myrt í hjátrnaræði Um ALDABIL þorðu menn ekki að ferðast um óbyggðir af hræðslu við útilegumenn. Það þótti fífldirfska að fara upp á hálendið, því þar bjuggu tröllin og útilegumannabyggðir voru þar í yfirskyggðum dölum. Um þetta vitna ótal sagnir, sem margir trúðu, enda urðu fáir til að afsanna þær. Fyrir kom að smalar og ferðalangar sem leið áttu yfir heiðar rákust á útilegumenn og þóttust sumir takast á við þá, en aðrir sögðust einatt hafa stökkt Qallabúum á brott eða komist sjálfir naumlega undan áreitni þeir- ra. Bendir margt til að byggðamenn hafi séð hvorir til annarra á fáförnum slóðum og haldið sig sjá útilegumenn eða forynjur. í stijálbýli og einangrun fyrri tíða kom hið sanna sjaldnast í ljós og lifandi þjóðsögur urðu til. Svipaðar sögur eru sagðar af draugum, sem magnaðar voru upp í hjátrú og hindur- vitnum, en bjuggu fyrst og fremst í hugum manna, en voru utan þess heims sem við köllum raunveruleika. Dæmi um hörmulegar afleiðingar hjátrú- ar er þegar gengið var að örmagna konu dauðri á Fjarðarheiði fyrir um 200 árum. Bendir margt til að fílefldur karlmaður hafi myrt unga konu, Þórdísi Þorgeirsdóttur, í þeirri trú að hann hafi verið að fást við draug sem losa þurfti jarðlífið við. Sögn sú sem hér fer á eftir var rituð af séra Sigurði Gunnarssjmi á Hallormsstað og er skrifuð eftir frásögn Þorvaldar þess sem braut Bjarna-Dísu á bak aftur. Einnig er stuðst við sögur sem gengu um Fljótsdal af atburði þessum. Því er bætt við frásögnina af voðaverkinu, að Þórdís hafi gengið aftur eftir það og ofsótt þá sem unnu á henni. Má vel geta sér þess til, að þær draugasögur séu til komnar til að breiða yfir glæpinn, því ekkert er líklegra en að einhvern hafi grun- að hvað fram fór í raun og veru. Frh.á bls. 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.