Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 8
VIII -LAUGARDAGVR 1. NÓVEMBER 1997 MINNINGARGREINAR ANDLAT Einar Oddberg Sigurðs- son (Beggi) andaðist að morgni fimmtudags 23. október á Hrafnistu í Reykjavík. Guðmundur Hjartarson Mýrarholti 7, Ólafsvík, andaðist sunnudaginn 26. október. Guðmundur Kristinn Axelsson Ashömrum 30, Vestmanna- eyjum, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. október. Hólmfríður Þorsteinsdóttir Safamýri 42, lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur miðviku- daginn 22. október. Ingibjörg Helgadóttir Fornhaga 11, Reykavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur að kvöldi laugardagsins 25. október. Kristinn Jónsson Brúarlandi, Hellu, lést á Landspítalanum mánudag- inn 27. október. Kristján G. Sigurmunds- son framkvaemdastjóri, Kvist- haga 27, lést 17. október síðastliðinn. Lilja G. Oddgeirsdóttir Háaleitisbraut 103, Reykjavík, andaðist að morgni laugardagsins 25. október á Landspítalanum. Matthías Guðmundsson Hringbraut 104, Keflavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 26. október. Olga Kristjánsdóttir Hlíðarendavegi la, Eski- firði, lést af slysförum mánudaginn 27. október síðastliðinn. Ólafía Ragnars er látin. Ragnheiður Sigurgeirs- dóttir Þingvallastræti 33, Akur- eyri, lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri föstu- daginn 24. október. Sigríður Magnúsdóttir Samtúni 14, lést á hjúkr- unarheimilinu Eir laugar- daginn 25. október. Sigurður Friðriksson fyrrum bóndi, Stekkjarflöt- um, til heimilis að Víðihlíð 29, Sauðárkróki, andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks sunnudaginn 26. október. Minn- ingar- greinar Minningargreinar birt- ast aðeins í laugardags- blöðum Dags. Þær þurfa að berast á tölvudiskum eða vélrit- aðar. Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að berast með greinunum. Sendist merkt Dagur Strandgötu 31, 600 Akureyri Garðarsbraut 7, 640 Húsavík Þverholti 14, 105 Reykjavík SlGURÐUR FrIÐRIKSSON fæddist á Miklabæ í Akrahreppi 11. september 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 26. október 1997. Foreldrar hans voru hjónin Una Sigurðardóttir, f. 25. októ- ber 1898, d. 10. janúar 1979, og Friðrik Hallgrímsson, f. 14. janúar 1895, d. 30. maí 1990. Þau bjuggu á Miklabæ frá 1922-27 og síðar í Úlfsstaða- koti (nú Sunnuhvoll) í sama hreppi. Sigurður átti tólf systk- ini. Elst er Elín, f. 1923. Hín systkinin eru: Hallgrímur, f. 1926, d. 1929; Helga, f. 1927, d. 1961; Friðrik, f. 1928; Þór- unn, f. 1929; Hallgrímur, f. 1931; Guðný, f. 1934; Sigríð- ur, f. 1936; Halldóra, f. 1937; Árni, f. 1939; Bjami, f. 1940 og Guðrún, f. 1943. Sigurður kvæntist 24. apríl 1953, eftirlifandi konu sinni Önnu Hrólfsdóttur, f. 24. apríl 1930. Hún var frá Stekkjarflöt- um í sama hreppi. Á Stekkjar- flötum bjuggu þau frá 1954- 1922 er þau fluttu til Sauðár- króks. Þau keyptu Stekkjarflati árið 1955 af Brynleifi Tobí- assyni, sem þá var mennta- skólakennari á Akureyri. Anna og Sigurður eignuðust sex börn, en þau eru: 1) Una, leikskólakennari í Reykjavík, f. 1. janúar 1953. Maki hennar er Bogi Arnar Finnbogason og eiga þau þrjú börn. Þau heita Anna Dagmar, Ingunn Ragna og Sigurður Ingi. 2) Snorri, bif- vélavirki í Garðabæ, f. 18. jan- úar 1954. Maki hans er Edda Haraldsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau heita Lilja Margrét, Sigrún Anna og Rakel Ósk. Áður átti Snorri dóttur sem heitir Hilda Björk Línberg. 3) Hrólfur, húsasmiður á Sauðár- króki, f. 30. nóvember 1956. Maki hans er Hafdís Skarphéð- insdóttir og eiga þau þijú börn. Þau heita Anna Elísabet, Árni Rúnar og Eva Margrét. 4) Hulda, búandi á Stekkjarflöt- um, f. 21. nóvember 1962. Maki hennar er Matthías H. Guðmundsson og eiga þau þijú börn. Þau heita Sigurður Ágúst, Inga Björk og íris Ósk. 5) Kristján Valur, verkamaður á Sauðárkróki, f. 24. apríl 1970. 6) Stúlka fædd andvana 12. mars 1972. Sigurður var við nám í íþróttaskólanum f Haukadal 1945-46. Hann var víðsvegar í vinnu áður en hann hóf bú- skap, ók meðal annars mjólkur- bíl í Akrahreppi í nokkur ár. Útför Sigurðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, Iaug- ardaginn 1. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 14. „Margt er það og margt er það sem minningamar vekur ..." D. S. Ég á margar minningar um Sigurð Friðriksson. Hann kom til okkar að Egilsá og var hjá okkur tvo vetur við fjárgeymslu ásamt fleiru, þá 18 og 19 ára, að mig minnir. Það var gaman að sjá þennan unga og vasklega mann, hvatan í spori, koma með féð á hálsbrúnina að bæjarbaki og renna sér á flugferð fótaskriðu niður hjarnfönnina í bæjar- brekkunni. Ekki var síður gaman að sjá hann fást við stóra fiska- steininn í hlaðvarpanum og hefja upp á hné. En Sigurður var snemma sterkur og eigi skorti hann kapp og harðfylgi að sigra Sigurður Friðriksson örðugleikana hveijir sem voru, hlífði sér enda hvergi. Þannig var Sigurður. Hann breytti kotbýli í góðbýli. Þar sem áður var nytjalítið land eru nú gjöfulir töðuvellir. Þar sem áður voru hálfdimmir torfkofar, þar eru nú reisuleg hús með nútíma þægindum, glæsilegt íbúðarhús og nútímalegt fjós ásamt hey- hlöðu með súgþurrkun og sjálf- matara. Aðrar framkvæmdir í samræmi við það. Þau komu sér auk heldur upp laglegum tijá- lundi, allt með blæ snyrti- mennsku og þrifnaðar. Þannig orti þessi skagfirski bóndi lífsljóð sitt og skráði í íslenska jörð og lét tvö strá vaxa, þar sem áður var eitt, allt án yfirlætis eða væntinga um viðurkenningu eða þakklæti, kannski fremur það gagnstæða. En því má ekki gleyma, að ekki stóð hann einn f teignum. Hann átti ágæta konu sér við hlið og var honum samhent um þrifnað og myndarskap. Sigurður er fæddur að Mikla- bæ í Blönduhlíð 11. sept. 1924, sonur hjónanna Friðriks Hall- grímssonar og Unu Sigurðardótt- ur, sem þá bjuggu á hluta af Miklabæ en fóru búferlum að Úlfsstaðakoti (nú Sunnuhvoll) í sömu sveit árið 1927, og þar ólst Sigurður upp í hópi tólf systkina oft við talsvert milda vinnu, því hann var næst elstur barnanna en faðir hans veill til heilsu og alloft frá vinnu af þeim sökum, þó annars væri hann duglegur áhugamaður um búskap og fram- kvæmdir að þeirrar tíðar hætti. Foreldrara Friðriks bjuggu áður í Úlfsstaðakoti og voru bæði Ey- firðingar, Hallgrímur f. 11. mars 1859. Systir hans var Þorbjörg kona Stefáns Bergssonar hrepp- stjóra á Þverá í Öxnadal o.v. en sonur þeirra var Bernharð alþm. og bankastjóri. Kona Hallgríms var Helga Jóhannesdóttir smiðs í Stóra-Dal, sfðar í Hvassafelli. Una kona Friðriks og móðir Sigurðar var húnvetnskrar ættar, fædd 25. okt 1898 og mun hafa alist upp á Skagaströnd, glaðlynd atorkukona og réðst kaupakona til Friðriks, sem þá hafði hafið búskap á hluta af Miklabæ í Blönduhlíð. Sigurður var um það bil meðal- maður á vöxt en langt yfir meðal- lag að burðum. Hann fór í íþróttaskólann í Haukadal og var þar veturinn 1945-1946. Þar stæltist hann að kröftum og harðfengi. Hann var alla tíð fremur hlédrægur en traustur maður og vinfastur. Jafnan reyn- di ég hann að drengskap og hjálp- semi. Þrátt fyrir harða lffsbaráttu ætla ég að Sigurður væri ham- ingjumaður. En mesta gæfuspor hans var án efa, þegar hann gekk upp að altarinu við hlið Önnu Hrólfsdóttur frá Stekkjarflötum 24. apríl 1953. Næsta ár voru ungu hjónin til heimilis á Sunnu- hvoli hjá foreldrum Sigurðar en hófu búskap á Stekkjarflötum vorið 1954 en keyptu jörðina árið eftir af þáverandi eiganda Bryn- leifi Tobíassyni. Áður höfðu búið á Stekkjarflötum hjónin Hrólfur Þorsteinsson og Valgerður Krist- jánsdóttir frá Ábæ foreldrar Önnu og áttu þar heimili til dauðadags. Á þessum bæ, Stekkjarflötum hófst lífsstarfið og varð nú vinnu- dagurinn oft langur meðan verið var að rækta og byggja. Þar fædd- ust böm þeirra og uxu úr grasi við leik og starf og undu við þungan en kyrrlátan nið Jökulsár í gili við túnfót og söng heiðlóu í hlíð. Þama á fjölskyldan flest sín spor, fögnuð sinn og harm. Þama hófust þessi hjón úr fátækt til velmegunar og urðu um skeið stærstu innleggjendur mjólkur í Akrahreppi og þrifnaður og snyrtimennska úti sem inni með þeim hætti að eftir var tekið. Vorið 1992 brugðu þau Stekkj- arflatahjón búi og seldu jörð og bú dóttur sinni og tengdasyni en keyptu sjálf hús á Sauðárkróki og fluttu þangað. Enda þótt æskan og bestu árin væru nú að baki og þreyta farin að segja til sín var framkvæmdahugurinn vakandi sem áður. Varla voru þau fyrr komin á þennan nýja stað en haf- ist var handa um endurbætur á húsinu, byggður bílskúr og lag- færð lóð og gróðursett blóm og runnar, allt af þeirri smekkvísi, sem þeim hjónum var eðlislæg. En þess skal geta, að við allar þessar framkvæmdir nutu þau aðstoðar barna sinna, einkum Hrólfs, sem er húsasmiður. En örlögum sínum ræður eng- inn og líklega var það fyrir tæp- lega einu ári, sem Sigurður tók að kenna þess sjúkdóms, sem erfitt hefur reynst að ráða við og þrátt fyrir uppskurð á sl. vori og eftirfylgjandi bata sem gaf vonir, leiddi til endaloka þessa lífs. Sig- urður lést á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga að kvöldi sunnudags 26. þ.m. Enda þótt orkan færi smám saman þverrandi entist karl- mennskan og æðruleysið að heita mátti til síðustu stundar. Heim kom hann daginn áður en hann lést. En það var háttur hans með- an hann lá á sjúkrahúsinu að koma heim og dvelja þar nokkrar klukkustundir hvern þann dag sem hann treysti sér til. Börn þeirra Stekkjarflatahjóna eru þessi: Una leikskólakennari. Maður hennar er Bogi Arnar skjalaþýðandi, búsett í Reykjavík. Böm þeirra eru þijú. Snorri bif- vélavirki. Kona hans er Edda Haraldsdóttir, búa í Garðabæ. Þar eru börnin fjögur. Hrólfur, húsasmiður, búsettur á Sauðár- króki. Kona hans er Hafdís Skarphéðinsdóttir. Þau eiga þijú böm. Hulda. Maður hennar er Matthías H. Guðmundsson. Þau keyptu Stekkjarflati og búa þar. Yngstur er Kristján Valur verka- maður, býr nú hjá Önnu móður sinni á Sauðárkróki. Eitt bam þeirra lést í fæðingu. Nú að leiðarlokum þakka ég Sigurði allar þær góðu stundir, sem við höfum átt saman og óska honum blessunar á ókomnum vegum. Ég trúi því og bið þess, að hann njóti áfram handleiðslu þess alheimsmáttar, sem í öllu og allsstaðar b)ir. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar votta ég konu hans og börnum dýpstu og inni- legustu samúð. Guðmundur L. Friðfinnsson Góður vinur og heiðursmaður mikill, Sigurður frá Stekkjarflöt- um, hcfur nú lcvatt þetta jarðsvið. Þar er genginn vandaður og traustur maður. Mig langar til að votta honum virðingu mína með nokkrum kveðjuorðum og þakka honum kynnin góðu. Það er svo margt sem leitar á hugann og af öllum þessum hlýju minningum og björtu myndum frá kynnum okkar birtist mér nú allt í einu dagur einn í ágúst fyrir fáeinum árum. Þau hjónin, Sigurður og Anna móðursystir mín, héldu með miklum myndarskap upp á afmæli mitt og fóru með mig í ævintýraferð milda. Þetta er mér ógleymanlegur dagur með hjón- unum góðu og öllum þeim mikla fróðleik sem Sigurður miðlaði mér í þessari ferð. Hann virtist þekkja nöfn allra staða og rak sögu margra þeirra. Þá var þekk- ing hans á gróðri, fuglalífi og bergtegundum ekki síðri. Og að kvöldi þessa síðsumarsdags, þeg- ar við komum heim í Stekkj- arflatir, skynjaði ég alla þá miklu og fjölbreyttu fræðslu sem ég hafði orðið aðnjótandi hjá hon- um. Að baki var Ólafsfjörður, Sigluljörður og allflestir dalir í austanverðum Skagafirði, hver með sínu sérkenni og þeim hug- ljúfa blæ sem þeir sveipuðust í frásögn Sigurðar. Svo er þessi ágæti maður allt í einu horfinn af sjónarsviðinu. Samferðamaðurinn sem hægt var að treysta, sanngjarn, tillitssamur og nærgætinn. Sigurður var mjög góður og hlýr heimilisfaðir og lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Það voru samhent hjón þau Sigurður og Anna. Já, mikið hugsaði þessi maður vel um börnin sín. Fram- tíð þeirra og velgengni var öllu ofar í huga hans. Það var gott fyr- ir alla, bæði börn og fullorðna, að vera í návist hans. Hann var svo hlýlegur, víðsýnn og vildi hvers manns vandræði leysa. Þau hjón, Sigurður og Anna, nutu þess að ferðast saman um landið og var ánægjulegt að hlus- ta á þau segja frá ferðum sínum. Hann lýsti staðháttum svo greini- lega, að mér fannst oft eins og ég hefði verið þarna á ferð. Hirðusemi og snyrtimennska var Sigurði í blóð borin. Öll verk voru vönduð, gengið alls staðar vel um, bæði innan dyra og utan, og það var eins og öllu væri sýnd virðing. Hann var mikill dýravin- ur, hugsaði sérstaklega vel um skepnur sínar og gætti þess vand- lega að þeim liði alltaf vel. En nú er vegferðinni lokið. Landið sýnist smærra. Æsku- sveitin verður önnur. Fölvi færist yfir og angurvær haustblærinn hvíslar mér í eyru: Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleynta vöku dagsins um væra nótt vinimir gömlu heima. Þó leið þtn sem áður þar liggi hjá, er lyngið um hálsa brumar, mörg höndin, sem kærast þig kvaddi þá, hún kveður þig ekki í sumar. (Þorsteinn Valdimarsson) Góði vinur, hafðu þökk fyrir alla ánægjuna og gleðina sem þú veittir mér frá okkar fyrstu kynn- um. Konu hans, Önnu, og fjöl- skyldu bið ég blessunar. Hjörtur Guðmundsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.