Dagur - 05.11.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKVDAGUR S. NÓVEMBER 1997 - 7
ÞJÓÐMÁL
Heilaspuui um hag-
voxt og nieimtuu
IIÖKDUK
BERGMANN
RITHÖFUNDUR OG
KÉNNARI
SKRIFAR
Margir eru kvaddir til að boða
þjóð sinni hvað henni sé fyrir
bestu með aðstoð dagblaða og
annarra fjölmiðla. Stjórnmála-
skörungar og menningarvitar
verða að láta ljós sitt skína til að
gleymast ekki. Ritstjórar og
hagsmunafrömuðir starfa við að
berja bumbur. Um flest eru
skoðanir að vonum skiptar. En
stundum ber við að allir virðast á
einu máli. Allar raddir hljóma í
einum kór og syngja sama stefið.
Aftur og aftur, þar til allir eru
farnir að trúa boðskapnum þótt
rökin séu hæpin eða hreint ekki
tiltæk ef að er gáð.
Lítum á alþekkt dæmi um afar
umdeilanlegan boðskap sem
endalaust er tugginn ofan í okk-
ur í öllum Qölmiðlum landsins
nú sem fyrr. Við skulum líka
huga að því hve haldlitlar þessar
margþvældu fullyrðingar reynast
við gagnrýna skoðun.
Aðaltugga: Aukin iiieiiiitun
leiðir til meiri liagvaxtar
Þetta meginstef heyrum við
sungið í ótal tilbrigðum og þarf
ekki kjaradeilur kennara til.
Þjóðin kann texann utan að.
Uppruni hans er rakinn til hag-
fræðinga eins og lesendur Dags
fengu að kynnast í grein Þor-
steins Gunnarssonar, rektors
Háskólans á Akureyri, í blaðinu
28. okt. sl. Þar er saga svo-
nefndrar mannauðskenningar
rakin í stuttu máli og þess getið
að kenninguna megi nú telja
„... viðtekna skoðun stjórnvalda
og margra menntamanna í flest-
um vestrænum ríkjum varðandi
mikilvægi formlegrar skóla-
göngu.“ Hér eins og jafnan er
menntun tengd formlegri skóla-
göngu. Það hefur mér lengi þótt
óviðeigandi einföldun hjá þjóð
Jóns Sigurðssonar, Halldórs Lax-
ness, Málfríðar Einarsdóttur,
Friðriks Þórs og Árna Páls Jó-
hannssonar og annars sjálf-
menntaðs afburðafólks sem
starfað hefur í landinu fyrr og
síðar. Raunar hefur þjóðin í
seinni tíð haft svo margar fregn-
ir og víðtæka reynslu af því hve
örðugt reynist að efla færni og
menntun í skólum landsins að
það hefði mátt vænta verulegra
efasemda um þau tengsl sem
menn gefa sér milli skólagöngu
og menntunar. Ef að er gáð gerir
hefðbundið skólahald nemend-
um á ýmsan hátt erfitt að læra.
Viðfangsefnin eru sundurleit,
vekja oft takmarkaðan áhuga hjá
nemendum og erfitt er fyrir þá
að einbeita sér þegar farið er úr
einu í annað á 40-45 mínútna
fresti. MikiII tími fer til spillis og
kröftum er oft eytt til lítils við
þessar aðstæður. Það er löngu
orðið tímabært að átta sig á því
að mennlun og skólaganga er sitt
hvað og ósæmandi að reyna að
Hörður Bergmann spyr ígrein sinni: „Eru ekki jafn miklar líkur á því að sambandinu sé öfugt farið; þ.e. að fyrst mælist
hagvöxtur meðal þjóða en siðan lengist skólagangan?"
breyta merkingu orða ef það
veldur ruglingi og hæpnum
ályktunum, s.s. þeim að meiri
skólaganga örvi hagvöxt.
Eru ekki jafn mikla líkur á því
að sambandinu sé öfugt farið;
þ.e. að fyrst mælist hagvöxtur
meðal þjóða en síðan lengist
skólagangan? Ég fæ ekki betur
séð en sterkari rök séu fyrir því
að hagsæld vaxi fyrst meðal
þjóða og eftir það sé farið að
lengja skólagöngu og bjóða fleiri
leiðir gegnum formlegt skóla-
kerfi. Eftir að vélar komu í fiski-
báta og hagur íslendinga fór að
batna voru sett lög um skóla-
skyldu. Eftir að togarútgerð eflist
og iðnaður fer að þróast fjölgar
framhaldsskólum og skólaskylda
lengist. Eftir stríðsgróðaárin
fjölgar skólum og nemendum á
öllum skólastigum mjög. Liggur
ekki í augum uppi að þjóðir
verða að komast í sæmileg efni
áður en þær hafa ráð á þvf að
innleiða skólaskyldu og halda
uppi kostnaðarsömu skólakerfi?
I inngangi skýrslunnar
„Menntun, mannauður og fram-
leiðni" frá Hagfræðistofnun Há-
skólans, sem var kynnt í febrúar
sl., er fjallað um þetta efni og
viðurkennt í inngangi hve kenn-
ingin um áhrif menntunar á hag-
vöxt er hæpin. Þar segir hrein-
lega: „Almennt gildir að þjóðir
með mikla landsframleiðslu á
mann búa við hátt menntunar-
stig. Þó má ekki túlka þetta
þannig að mikil menntun þjóða
leiði til mikillar landsframleiðslu
á mann. Sambandið gæti verið á
hinn veginn." Þar sem hagvaxt-
arútreikningar h\4la á því sem
nefnt er landsframleiðsla er hér
verið að aðvara lesendur skýrsl-
unnar. Eg hvet þá sem vilja
kynna sér hve örðugt er fyrir
hagfræðinga að sanna eitt eða
neitt um samband hagvaxtar og
menntunar til að lesa þessa
skýrslu.
Öiimir tugga: Meuntuu eykst
sé meira fé varið til skól-
anna
Það er greinilegt sérhagsmuna-
bragð af þessari tuggu. Þeir sem
vinna innan skólakerfisins eru
duglegastir við að tyggja þetta í
þjóðina - reyna að sannfæra
hana um að allir hagnist á því að
hækka kennaralaun eða verja
meira fé til skólahalds með öðr-
um hætti. Af því sem ég hef þeg-
ar nefnt vakna vonandi efasemd-
ir um hve kjarngóð þessi tugga
reynist. Þótt kostnaður á hvern
nemanda í grunn- og framhalds-
skólum hafi hækkað jafnt og þétt
síðustu áratugi hefur hvergi
komið fram að það hafi skilað sér
í betri námsárangri. Þvert á móti
þá er víða að finna vitnisburð um
slakan árangur, vonbrigði við-
tökuskóla með kunnáttu nem-
enda og áhyggjur meðal athug-
ulla foreldra og sérfróðra aðila af
slökum árangri á öllum skóla-
stigum. Athygli vakti sl. vetur lé-
legur árangur íslenskra grunn-
skólanema í alþjóðlegri saman-
burðarkönnun á færni í stærð-
fræði og náttúrufræðigreinum. I
dagblaðsviðtali hefur Einar Guð-
mundsson, forstöðumaður
Rannsóknarstofnunar uppeldis-
og menntamála, dregið kjarna
málsins þannig saman: „... ef við
röðum löndunum eftir útgjöld-
um til menntamála og skoðum
síðan árangur þeirra í stærðfræði
og náttúrufræði kemur í ljós að
það eru engin bein tengsl þar á
milli.“ (DV 30. nóv. 1996). Um
þetta var ítarlega fjallað í tímarit-
inu The Economist 23. mars
1997 og yfirlit byggt á rannsókn-
um í Bandaríkjunum er í því riti
15.2. 1997 (The cost of learn-
•ng).
Eftir að nýir kjarasamningar
grunnskólakennara voru undir-
ritaðir varð ljóst að í engu var
komið á móts við óskir foreldra
og fulltrúa þeirra í launanefnd
sveitarfélaganna um að losa
skólahaldið úr úreltum kennslu-
stundafjötrum og gefa nemend-
um meiri og betri tíma. Opna
betur leið fyrir fjölþætt sam-
skipti, áhugamál og sjálfsnám.
Aukin fjárframlög fara eins og
fyrri daginn í það vonlausa verk-
efni að reyna að gera kennara
ánægða með þreytandi og árang-
urslítið starf í vafasömum skipu-
lagsramma. Vítahringur náms-
og starfsleiða í skólum er styrkt-
ur í stað þess að rjúfa hann. T.d.
verður varla auðveldara eftir en
áður að örva sjálfsnám í víðtækri
merkingu orðsins og nýta þá
möguleika sem einsetning skóla,
aukinn tölvukostur, kennslufor-
rit og fjölþættt fjarskiptatækni
hafa opnað. Kjarasamningar
framhaldsskólakennara kunna
hins vegar að hreyta einhverju í
þessum efnum og þegar tímar
líða kemur að því að nemendur
fá að ráða meira um hraða, tíma,
aðferðir og inntak í námi sínu.
Það er grundvallarforsenda þess
að sá áhugi vakni sem menntar í
raun. Hann er óháður pening-
um.
Þriðja tugga: IUa horfxr
vegna lítiUa fjárveitinga til
meimtamála
Eg ætla ekki að fara mörgum
orðum um þessa alkunnu hótun
sem allir hafa heyrt í ótal til-
brigðum. Þessi tugga tengist í
seinni tíð öðrum boðskap, þ. e.
þeirri skyldu þjóðarinnar að auka
samkeppnishæfni sína og út-
flutning. Eg spyr nú bara: Hvaða
læti eru þetta? Vita menn ekki að
fjölmargir þeirra sem rækta vaxt-
arbrodda atvinnulífsins eru sjálf-
menntaðir, þ.á m. margir snill-
inganna sem þróa nýjan hugbún-
að til nota innan lands og utan.
Þarf meiri peninga í skólahald til
að okkur takist að veiða fisk með
hagkvæmum hætti og selja hann
svo tekið sé dæmi af sannkölluð-
um burðarás efnahags okkar?
Vita menn ekki að þeir peningar,
sem hafa runnið í aukið skóla-
hald undanfarna áratugi, hafa
einkum farið í að mennta emb-
ættismenn fyrir hið opinbera í
háskólum? Er efnahagur þjóðar-
innar í framtíðinni einkum háð-
ur því að fjölga þeim?
Þeir sem hafa hugsað sér að
halda áfram að æpa aðvaranir til
þjóðarinnar um að hún sé að
missa af einhverri lest eða glata
ótal tækifærum vegna Iítilla fjár-
veitinga til menntamála ættu að
huga að því sem áður er sagt um
veik tengsl skólahalds, menntun-
ar og hæfni. Þeir ættu líka að
minnast þess að í athugunum á
efnahag og lífsgæðum meðal
þjóða heimsins kemur jafnan í
ljós að íslendingar skipa eitt-
hvert efstu sætanna. T. d. var í
sumar sagt frá því í fjölmiðlum
að Islendingar teldust í fimmta
sæti hvað varðar lífsgæði sam-
kvæmt úttekt Þróunarhjálpar
S.Þ. og Alþjóðabankinn hefur
sett okkur í sjöunda sæti þegar
þeirra auðugstu er leitað á þeim
bæ. Hagvöxtur mælist hér með
mesta móti.
Er þetta ekki nóg fyrir hagvaxt-
aqrostula og herforingja í mark-
aðssókn? Er ekki tímabært að við-
urkenna að við sitjum í fremstu
og þægilegustu sætunum í sam-
komusal þjóða þrátt fyrir hin lágu
framlög til „menntamála." Feng-
um við sætin e.t.v. vegna þess?