Dagur - 05.11.1997, Side 8
8- MIÐVIKUDAGUR S.NÓVEMBER 1997
MIDVIKUDAGUR S. \ ÓVEMBER 1997 - 9
FRÉTTASKÝRING
Þingmenn spöruðu
ekki stóryrðin í utan-
dagskrárumræðum á
AlJjingi í gær um
gj aldskrárbreytingar
Pósts og síma. Rætt
var um einkavætt ein-
okunarfyrirtæki,
hroka, yfirgang og
vafasamar embættis-
færslur.
„Samgönguráðherra hafði ætlað
heimilunum að greiða lækkun
millilandasímatala, sem stangast
á við allar reglur, hvort sem EES
reglur eða samkeppnislög. Heim-
ilin, aldraðir, barnafjölskyldurnar,
netverjarnir, áttu að greiða niður
millilandasímtöl fyrirtækjanna,11
sagði Asta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, þingmaður jafnaðar-
manna, í heitum umræðum á Al-
þingi í gær um gjaldskrárbreyt-
ingar Pósts og síma. „Hér virðist
um margfalt brot að ræða og
vafasamar embættisfærslur,“
sagði Ásta Ragnheiður og talaði
um trúnaðarbrest milli sam-
gönguráðherra, fyrirtækisins og
almennings.
Þingmenn fjölmenntu í ræðu-
stól á Alþingi í gær, en það flækti
nokkuð umræðuna að þeir gengu
ýmist út frá upphaflegri ákvörðun
Pósts og síma um verulega hækk-
un staðartaxtans eða út frá boð-
aðri lækkun á hækkuninni,“ allt
eftir því hvað hentaði málstaðn-
um betur.
Einkavætt einokimarfyrir-
tæki
Uppákoman í verðlagsmálum
Pósts og sfma er „eðlileg afleiðing
af þeirri fráleitu ákvörðun að
einkavæða fyrirtæki sem býr við
einokunaraðstöðu. Alþingi hefur
glatað þeirri aðstöðu sem það
hafði til að hafa eftirlit með þessu
fyrirtæki og verðhækkunum
þess,“ sagði Ragnar Arnalds,
þingmaður Alþýðubandalagsins.
Hann sagði ljóst að fyrirtækiö
hefði áformað að ná af neytend-
um 2 milljörðum umfram úgjöld
á árinu. Það þýddi 20 til 30 þús-
und króna aukaskatt af hverri
meðalfjölskyldu. Til að bæta gráu
ofan á svart hefði fyrirtækið neit-
að að gefa upplýsingar um for-
sendur gjaldskrárhækkunarinnar.
Hroki og yfirgangur af því tagi
væri einmitt það sem vaénta
mætti þegar einokunarfyrirtæki
ríkisins væru einkavædd. Það
versta væri þó að Póstur og sími
hefði reynt að fela hækkunina á
bak við það sjálfsagða réttlætis-
mál að gera landið að einu gjald-
svæði. Hún væri aðeins að Iitlu
Ieyti til komin vegna þess, en
þetta væri ekki eina dæmið um að
Póstur og sími níddist á við-
skiptavinum sínum.
Halldór Blöndal stóð í ströngu á Alþingi i gær þegar gjaldskrárhækkun Pósts og sima var rædd utan dagskrár. Hér sést Lúðvík Bergvinsson í ræðustóli en Halldór Blöndal er á leið ti/ sætis síns. Kristín Halldórsdóttir Kvennalista fylgist með. - mynd: hilmar
Hroki og fyrirlitning
Stjórnarandstæðingar vönduðu
samgönguráðherra og ráðamönn-
um Pósts og síma sjaldnast ekki
kveðjurnar í umræðunum í gær.
Það mætti ætla að þeir héldu að
hf. stæði fyrir hroki og fyrirlitn-
ing, sagði Ogmundur Jónasson,
Alþýðubandalagi og óháðum.
Hvað á að gera við ráðherra sem
segja ósatt, spurði Jóhanna Sig-
urðardóttir, þingflokki jafnaðar-
manna, og sagði að víðast erlend-
is hefði ráðherra verið látinn
fjúka eftir viðlíka framkomu og
Halldór Blöndal hefði sýnt. Hún
sagði jafnframt að það hlyti að
koma til skoðunar að skipa sér-
staka rannsóknarnefnd til að fara
ofan í saumana á embættisfærslu
ráðherrans.
Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna-
lista, sagði málflutning sam-
gönguráðherra einkennast af
skætingi og ekki þingheimi bjóð-
andi og Ágúst Einarsson, þing-
flokki jafnaðarmanna, sagði Ijóst
að ráðherra væri ekki starfi sínu
Ósaiuigjamar árásir
Stjórnarsinnar lögðu sig ekkert
sérstaklega fram við að verja sam-
gönguráðherra, nema reyndar
flokksbróðir hans Sturla Böðvars-
son. Hann sagði árásirnar á Hall-
dór mjög ósanngjarnar, enda
hefði hann lagt sig fram um að
auka samkeppni til að bæta hag
neytenda.
Einar K. Guðfinnsson, Sjálf-
stæðisflokki, barði hins vegar á
stjórnandstæðingum af miklum
þrótti. Sagði þá forðast að ræða
það sem máli skipti, sem væri að
símkostnaður hefði verið jafnað-
ur og heimilin nytu góðs af veru-
legri lækkun á millilandagjaldinu.
Ætla mætti af máli stjórnarand-
stæðinga að boðuð lækkun, þýddi
í raun hækkun. „Það er undarlegt
að hlusta á málflutning af þessu
tagi. Upphrópanir og útúrsnún-
ing um að verið sé að rýra kjör al-
mennings í landinu, þegar það
liggur fyrir að það er verið að
bæta kjör almennings og fyrir-
tækja um 400 milljónir,“ sagði
Einar og bætti við að símgjöld á
Islandi væru þau lægstu sem
þekktust á byggðu bóli.
Baráttumál í höfn
Magnús Stefánsson, Framsókn-
arflokki og varaformaður stjórnar
Pósts og síma, sagði fagnaðarefni
að gamalt baráttumál væri í höfn
og landið orðið að einu gjald-
svæði. Öllum hafi átt að vera Ijóst
að afnám langlínutaxta myndi
kalla á hækkun á staðartaxta.
Margir sæju ofsjónum yfir hagn-
aði fyrirtækisins, en afkoma þess
þyrfti að vera góð til þess að hægt
yrði að halda áfram uppbyggingu
símkerfisins og það gæti greitt
eiganda sínum arð.
Magnús sagði mikilvægt að
millilandataxtinn hefði verið
lækkaður um nærri fjórðung,
enda minnkuðu útgjöld margra
heimila verulega við það. Áríð-
andi væri einnig að fyrirtækið
byði upp á sveigjanlegri viðskipta-
kjör í framtíðinni, t.d. afslátt til
Internetsnotenda.
Mikill óleikur
Það kvað við allt annan tón hjá
flokksbróður Magnúsar, Gunn-
laugi Sigmundssyni. Hann sagði
að með gjaldskrárbreytingum
Pósts og sfma hefði þeirri stefnu
ríkisstjórnarinnar að hlutafélaga-
væða ríkisstofnanir verið gerður
mikill óleikur. Hækkun hefði ver-
ið illa útskýrð og sennilega illa
ígrunduð lfka. Hún væri fráleit og
ekki hægt að réttlæta hana með
því að landið hefði verið gert að
einu gjaldsvæði. Það væri einnig
afar óheppilega að orði komist
hjá samgönguráðherra, að tala
um að breytingarnar væru gerðar
til að mæta samkeppni. Fyrirtæki
sem stæðu frammi fyrir sam-
keppni lækkuðu taxta sína, til
þess að varna öðrum að komast
að.
Og hver stýrir Pósti og síma,
spurði Gunnlaugur. Er það stjórn
fyrirtækisins eða ráðherra og þá
hvaða ráðherra. Ef stjórnin vill
stýra fyrirtækinu, þá væntanlega
stendur hún við fyrri ákvörðun. Ef
ekki hlýtur ráðherra að kalla sam-
an hluthafafund og skipa nýja.
Gunnlaugur fagnaði frumkvæði
forsætisráðherra. Hann hefði
skynjað hvað þjóðin hugsaði í
þessu máli. „Og þjóðin ætlast til
þess að þessar hækkanir verði
teknar til baka og Póstur og sími
mæti samkeppninni með því að
lækka kostnað, en ekki velta þessu
út í verðlagið."
Kjarabót heimilanna
Halldór Blöndal, samgönguráð-
herra, rifjaði upp að þegar sam-
þykkt hefði verið að breyta land-
inu í eitt gjaldsvæði, hefði ekki
nokkur maður talað um að Póstur
og sími ætti að greiða með því.
Þær breytingar sem nú stæði til að
gera þýddu 22% verðlækkun á
millilandasímtölum, sem fyrirtæk-
ið tæki sjálft á sig. Það myndi
kosta Póst og síma 380 milljónir
króna „og verulegur hluti af því
kemur einmitt í hlut heimilanna,"
sagði Halldór.
Halldór sagði frá því að ný tækni
myndi fljótlega gera Pósti og síma
það mögulegt að gefa afslátt af
lengri símtölum, til dæmis vegna
Jnternetsnotkunar. Verið væri að
ræða við netverja um þau mál.
Halldór fagnaði því að Sam-
keppnisstofnun skyldi ætla að fara
yfir málið og viðúrkenndi að kynn-
ingu gjaldskrárbreytinganna hefði
ef til vill verið áfátt, en taldi ekki
við sig að sakast í því. „Ég vil taka
undir það að þær skýringar sem
upphaflega voru gefnar á þeim
hækkunum, sem ákveðnar höfðu
verið af stjórn fyrirtækisins, voru
ekki fullnægjandi. En auðvitað
vita allir þingmenn að það er ekki
ráðherra að standa fyrir eða skipu-
leggja kynningar á ákvörðunum
eða breytingum í einstökum fyrir-
tækjum eða stofnunum."
vaxinn.
Tekjulækkun upp
á 380miUjónir
Nýjar tillögur stjóm-
arP&S þýða 380
milljóna kr. tekju-
lækkun niiðað við
óbreytta umferð.
Staðarsímtöl iiiunu
halda áfram að hækka
í framtíðinni.
Þótt Neytendasamtökunum og
fleiri aðilum finnist sem staðar-
símtöl hafi hækkað óeðlilega
mikið frá 1. desember 1996, eða
88% miðað við að samgönguráð-
herra lækki hana frá því sem
boðað var, stefnir ekki í að gjald-
hækkunin verði afnumin síðar,
þvert á móti. „Okkar stefna er að
útlendu símtölin muni halda
áfram að lækka, en staðarsímtöl-
in hækka á næstum árum,“ segir
Pétur Reimarsson, stjórnarfor-
maður Pósts og síma.
Pétur segir að þróunin í heim-
inum sé í þá átt að símafyrirtæki
hafi almennt hækkað staðartaxta
en alþjóðasímtöl lækkað veru-
lega „Við búumst við að þessi
þróun haldi áfram. Menn gera
sér almennt ekki grein fyrir hve
dýrt er að hringja til útlanda
miðað við innlendu símtölin.
Þannig kostaði mínútan til Dan-
merkur 50 lcr. fyrir breytinguna
1. nóv. en staðarsímtalsmínútan
1,11 kr. Þannig var hægt að tala
í 3 stundarljórðunga á svæðinu
fyrir eina mínútu til Danmerk-
ur,“ segir Pétur.
Ný áætlun kostar 280 millj-
ónir
Formaður Neytendasamtakanna
Pétur Reimarsson stjórnarformaður
Pósts og síma boðar frekari hækkun
staðarsímtala á næstu misserum, en á
móti segir hann að millilandasímtöl
muni lækka.
spyr í blaðinu í dag hvort Póstur
og sími fari aldrei hagræðingar-
leiðina heldur hækki alltaf gjald-
skrána þegar breytingar séu í
vændum. Pétur segist ekki geta
tjáð sig um mál fyrirtækisins frá
fyrri tíð, en upplýsir hvað muni
verða lagt fyrir stjórnarfund nk.
föstudag. „Meginforsendan fyrir
breytingunni 1. nóvember var að
tekjur Pósts og síma myndu ekki
aukast með sömu notkun. Fyrst
ákvað stjórnin að gera ráð fyrir
að tekjurnar lækkuðu um 100
milljónir kr. en á föstudaginn
verður gert ráð fyrir að tekjurnar
lækki um 380 milljónir miðað
við óbreytta umferð. Það er því
ekki rétt að við séum að auka
tekjurnar."
Víða erfiðui dagur
Á sama tíma og allt varð vitlaust
á íslandi sl. föstudag og forsætis-
ráðherra blandaði sér í leikinn,
kom upp svipuð staða í Svíþjóð.
„Svíar voru búnir að boða gjald-
skrárhækkun á svæðissímtölum
en voru kallaðir á teppið á föstu-
daginn eins og fleiri! Þetta er
langt í frá að vera einstakt mál
hérlendis en kennir manni að ef
ekki er staðið vel að svona breyt-
ingum kemur tvennt til: Pólitískt
illviðri eða jafnvel fárviðri," segir
Pétur.
Mistök
Kynning gjaldskrárbreytingar-
innar mistókst að sögn stjórnar-
formanns P&S og hafa talsmenn
ýmissa hópa sagt að hroki ein-
kenndi málflutning og fram-
göngu æðstu forráðamanna
P&S. Pétur vildi ekki svara
þeirri spurningu Dags hvaða fyr-
irtæki hefði séð um kynninguna
en játaði að leitað hefði verið til
fagaðila.
Borgarhúar hringja lítið út á
laud
Samkvæmt gögnum frá P&S er
skipting heimilissímtala þannig
að þriðjungur símanotkunar
heimila er staðarsímtöl. Höfuð-
horgarbúar veija 37% símtala í
innansvæðissímtöl en lands-
byggðarmenn 27,8%. Á hinn
bóginn er hlutfall langh'nusím-
tala rúm 23% á landsbyggðinni
en aðeins 9% á höfuðborgar-
svæðinu. Reykvíkingar hringja
meira til útlanda en landsbyggð-
armenn, farsímanotkun er svip-
uð. Hér ræðir aðeins um síma-
notkun heimila en ekki fyrir-
tækja. — Bb
Stríðtnu er langt
í frá að vera loldð
Póstur og sími ætti að
reyna hagræðingu í
stað sífelldra hækk-
ana, segir Jóhannes
Gunnarsson. Ráðherr-
ar erlendis hefðu fok-
ið fyrir minni sakir.
Þrátt fyrir að samgönguráðherra
hafi boðað nokkra símgjalda-
lækkun síðastliðinn föstudag frá
fyrri stefnu, er talsmaður Neyt-
endasamtakanna alls ekki sáttur.
Jóhannes Gunnarsson bendir á
að eftir boðaða verðlækkun sé
hækkun innansvæðissímtala
samt gífurleg.
„Frá því í desember hefur mín-
útan í innansvæðissímtölum
hækkað um 88%. Eftir stendur
þriggja milljarða kr. hagnaður af
þessu fyrirtæki. Neytendasam-
tökin hafa ítrekað bent á að for-
sendur fyrir misjöfnu gjaldi inn-
ansvæðis og milli svæða séu
meira og minna fyrir bí þannig
að ef einhver hefur verið að níð-
ast á landsbyggðinni er það Póst-
Jóhannes Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Neytendasamtakanna, er mjög
ósáttur við framgöngu Halldórs
Blöndal.
ur og sími með Halldór Blöndal
í fararbroddi," segir Jóhannes.
Fáránleg röksemdarfærsla
Jóhannes segir að hækkanir P&S
hafi ekki verið skýrðar og það
sæti furðu að á sama tíma og for-
ráðamenn neiti að gefa upp
raunkostnað á innlendum sím-
tölum, greini stjórnarformaður
fyrirtækisins frá raunkostnaði
hjá erlendum símafyrirtækjum
sem vel að merkja séu í raun-
verulegri samkeppni. „Hvers
konar röksemdarfærsla er þetta
hjá þessu einokunarfyrirtæki?
Hefur Póstur og sími hagrætt
eða mæta þeir öllu með hækk-
unum? Ég held að fyrirtækið
ætti að horfa í eigin rann og at-
huga sína innviði í stað þess að
skella ekki öllu endalaust á neyt-
endur. Orrusta hefur unnist, en
stríðinu er langt í frá Iokið,“ seg-
ir Jóhannes.
Á Halldór að fjúka?
Þingflokkur jafnaðarmanna hef-
ur farið fram á stjórnsýsluúttekt
á P&S og telur Jóhannes það
þarft skref og löngu tímabært.
„Hrokinn sem einkennt hefur
allan málflutning forráðamanna
P&S hefur vakið mikla athygli að
undanförnu. Málflutningur
Halldórs Blöndal í liðinni viku
var með þeim hætti að víða er-
lendis hefðu ráðherrar fokið,“
segir framkvæmdastjóri Neyt-
endasamtakanna. — BÞ