Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 2
18- FÖSTUDAGUR 7.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU „Fundir eru allan daginn og þessu fylgir pappírs- flód. Ég er konnin með eitthvað afþessu hingað heim, “ segir Vaigerður Sverrisdóttir. Hagsýn húsmóðir tU Helsmki „Það er mikið framundan hjá mér um helg- ina, því ég er að fara á þing Norðurlanda- ráðs sem haldið er í Helsinki," segir Val- gerður Sverrisdóttir, alþingismaður og for- maður Islandsdeildar ráðsins. Þingið hefst á sunnudag, en Valgerður lifir og starfar í anda hagsýnnar húsmóður, og flýgur utan á laugardag. Þá kemst hún á Apex-fargjaldi. Færi hún á sunnudegi væri það Saga Class. „Það verður mikið um að vera á þinginu. Fundir eru allan daginn í nefndum og þing- flokkum og þessu fylgir mikið pappírsflóð. En síðan eru líka veislur á kvöldin og glatt á hjalla,“ segir Valgerður. Vinna og samvera með fjölskyldunni erþað sem er framundan hjá Úmari Benediktssyni, fram- kvæmdastjóra íslands- flugs, um helgina. í íslensku óperuna „Ætli ég verði bara ekki að vinna um helgina, en eyði einhverjum tíma með fjölskyldunni," segir Omar Benediktsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs. „Það er ráðgert að við hjónin förum með vinafólki okkar í íslensku óperuna á laugar- dagskvöld og sjáum Svona eru þær allar, óperu sem nú er þar á sviðinu. Sjálfsagt verður komið við einhversstaðar eftir sýningu," segir Ómar. „Síðan verð ég að gefa börnunum tíma,“ segir Ómar, „en margar helgar eru þau í íþróttastarfi sem maður er þátttakandi í með þeim. Auðvitað væntir maður þess að í framtíð- inni komi sá tími að frístundir manns geti verið meiri og það er til einhvers að eiga þann draum." Fyrr á tíð þótti Halldór Blöndal efnilegur blaðamaður og höfðu menn á orði hvað hárgreiðslan væri flott. Sömuleiðis sýndi hann snilli á ritvél, þó hann notaði ekki nema tvo putta. Norður á Akureyri dvaldist Halldór um drykklanga stund og fékkst þar m.a. við kennslu, en fljótlega þótti sýnt að hann yrði þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins. Siðar varð Haiidór þingmaður og ráðherra vegagerðar, jarð- gangnasprenginga, borðaklippinga, vísnagerðar og sveitasímans. Bóksalinn á fuUu „Helgin sem núna er framundan verður við- burðarík hjá mér, því ég verð á fullu að mála og pakka niður í kassa,“ segir Jóhanna G. Harðar- dóttir, bóksali í Mosfellsbæ og fyrrum útvarps- kona. Hún starfrækir bókabuðina Asfell, sem senn flytur í nýtt og rúmbetra húsnæði. „Það er kannski meginstefnan hjá mér um helgina að halda sönsum,“ segir Jóhanna. „Ná sex tíma svefni á nóttu, en annars verður alllt á fullu gasi við framkvæmdir svo verslunin geti „Á fullu að mála ogpakka opnað í nýjum húsakynnum þann 15. nóvem- niður í kassa, “ segir ber. Jóhanna G. Haröardóttir, En ætla síðan vitaskuld að horfa á boxið sem bóksali íMosfellsbæ. sýnt er á Sýn, aðfaranótt sunnudagsins. Ég missi aldrei af því og þeim Ómari og Bubba.“ Samlagast stólnum í lit og lögun „Ég ætla ekki gera neitt um helgina og elska að samlagast stóra djúpa stólnum mínum í lit og lögun á dögum einsog þeim sem nú eru framundan," segir Jónas Jónasson, útvarps- maður. En auðvitað ætlar Jónas að gera sitthvað um helgina. Hann segir að á laugardag verði hann við opnun málverkasýningar Tryggva Ólafsson- ar, svila síns. „Ég læt ekki slíkt fram hjá mér fara. Tryggvi er einn mestí Islendingur sem ég þekki, miðað við að hann hefur búið í Dan- mörku marga áratugi. Aðspurður segist Jónas engri bók vera að blaða í núna. Hann sé nýlega búinn að skrifa bók um Hörð Guðmundsson, sem lengi var sjúkraflugmaður á Isafirði. Þá flugu ernir, heit- ir bókin. „Eftir að hafa skrifað heila bók leggst yfir mig algjör les- blinda og ég er ekki að lesa nokkra bók núna,“ segir Jónas Jónasson. -SBS. „Eftir að hafa skrifað heila bók leggstyfir mig les- blinda og ég er ekki að lesa nokkra bók núna, “ segir Jónas Jónasson, útvarpsmaður. Andrés toppar pakkami „Það er lítið lesið á mínu heimili," segir Davíð Rúnar Gunnarsson, einn af forkólf- um Frostrásarinnar FM 98,7 á Akureyri og forystumaður í skemmtanalífi bæjarins. „Það er helst að ég lesi Andrés Önd og í raun er það hið eina sem kemur til greina hjá mér og mínum. Fyrir utan Lukku-Láka. En Andrés toppar pakkann." Flakkaö á miHi stöðva „Já, ég var að horfa á nýju myndina Anaconda með Eric Stoltz, sem var að koma á Ieigur. Ég fékk myndina í Vídeólandi í Geislagötunni, sem er besta leigan í bænum. Ég sæki myndir mikið þangað, en annars horfi ég nú bara helst á sjónvarp og flakka milli stöðva með Qarstýringunni." U2 tH lengri tíma litið „Já, síðustu daga hef ég verið að hlusta á nýju plötuna með Oasis, Be here now, sem nýlega er komin á markað. Einnig hef ég gaman af nýju plötunni með Life. En það sem er í mestu eftirlæti hjá mér er sjálfsagt U2, þegar til lengri tíma er litið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.