Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 4
20-FÖ STUDAGUR 7.NÓVEMBER 1997
Dagtur
UMBÚÐ ALAUST
L
ILLUGI
JÖKULSSON
SKRIFAR
Undanfarna daga höfum við
orðið vitni að óvenju mörgum og
glæsilegum dæmum, eða hitt þó
heldur, um íslenskt stjórnarfar
upp á sitt allra versta, þar sem
hroki smákónganna kemur í
staðinn fyrir eðlilega og æskilega
þjónustulund þeirra sem með
völdin fara. Sennilega hljómar
það hlálega í eyrum lesenda að
tengja þjónustulund við vald-
hafa á Islandi, það er löngu
gleymt - hafi það nokkurn tíma
verið á almanna vitorði - að
valdstjórnendur eiga í raun að
líta á það sem hlutverk sitt að
þjóna almenningi; ég býst við að
smákóngum sem lesi þetta
hnykki við og þyki jafnvel fynd-
ið. Hér á almenningur skilyrðis-
laust að þjóna þeim.
Eg skal nefna fáein dæmi. Nú
eru að vísu kannski allir þegar
búnir að gleyma upphlaupinu
sem varð vegna ferðakostnaðar
Steingríms Hermannssonar
Seðlabankastjóra og umræðum
sem urðu í tilefni af því um
ferðakostnað æðstu embættis-
manna yfirleitt; íslenskum vald-
höfum til mikillar blessunar er
minni almennings stutt á Is-
landi. En nýlega tókst Stöð tvö
loks að toga með töngum út úr
Seðlabankanum upplýsingar um
ferðakostnað einstakra Seðla-
bankastjóra og kemur á daginn
öllum til mikillar furðu, eða hitt
þó heldur, að Steingrímur Her-
mannsson hefur ferðast mest
eða öllu heldur dýrast. Og á DV
ætla menn að spyrja Steingrím
um þetta, hann er opinber emb-
ættismaður sem þiggur stórfé í
mánaðarlaun úr opinberum
sjóðum almennings, en hann
svarar eins og lítill krakki í fýlu:
„Eg tala ekki við ykkur meira."
Það þarf reyndar ekkert að
kenna þessa fýlu við blásaldaus
börnin, þetta er einfaldlega ís-
lensk valdafýla þar sem almenn-
ingur á aldrei rétt á neinum
skýringum og svo þekkir Stein-
grímur sína þjóð og treystir á
hina skömmu athyglisgáfu; veit
að menn eru löngu farnir að
hugsa um eitthvað annað og því
óhætt að sleppa geðvonskunni
Valdalylan
og valdhrokanum lausum við
ótínda blaðasnápa.
Stafsetning kynnmgaxfull-
trúans
Og víst var almenningur farinn
að hugsa annað, almenningur
var farinn að hugsa um Póst og
síma. Það var nú og er meira
málið og þar birtast mörg dæmi
um íslenskan valdhroka í verki.
Eg óttast helst mér vinnist ekki
tími til að telja þau upp, en það
Friðrik Sophusson.
má byrja af handahófi á kynn-
ingarfulltrúa Pósts og síma en
yfir þennan kynningarfulltrúa
rigndi mótmælum þegar Póstur
og sími ætlaði að hækka óvenju
rösklega innanbæjarsímtölin.
Mótmælin komu ekki síst frá
notendum Internetsins, bæði
vegna þess að þeir hafa verið
einhverjir bestu kúnnar Pósts og
sfma og ekki sfður vegna þess að
þeir voru í góðri aðstöðu til að
senda mótmæli og láta í sér
heyra gegnum tölvurnar sínar.
Hvað segir kynnningarfulltrúinn
þegar þessir góðu kúnnar einok-
unarfyrirtækisins mótmæla? Jú,
kynningarfulltrúinn gefur í skyn
að mótmælin þurfi ekkert endi-
lega að taka mjög hátíðiega, þau
séu líklega fyrst og fremst frá
unglingum sem nota Internetið
til að leika sér eitthvað og það
megi ráða af stafsetningu og
uppsetningu tölvupóstsins sem
báru Pósti og síma mótmælin.
Af því unglingarnir eru ekki jafn
flinkir í stafsetningu og kynning-
arfulltrúinn og hafa kannski
ekki lært hvernig á að setja upp
„business-letters", þá þarf nú
ekki mikið að leggja eyrun við
þeim.
Svo þegar stjórn Pósts og síma
uppgötvar að hækkunin er svo
mikil í þetta sinn að fólki hefur
blöskrað, þá ætlar stjórnarfor-
maðurinn að bjarga sér og félög-
um sínum með því að kenna
kynningarfulltrúanum og öðrum
starfsmönnum Pósts og síma
um allt klúðrið - kynning þessar-
ar huggulegu hækkunar hafi
einfaldlega farið í handaskolum;
annað sé ekki við hana að at-
huga. Þetta er ódýr íslensk leið -
kenna undirsátunum um. Og
svo beit stjórnarformaðurinn
hausinn af skömminni, þegar
Ioks var farið að tala um að þessi
hækkun kæmi ekki aðeins illa
við unglingana á Internetinu,
heldur líka til dæmis gamalt
fólk, þá hugðist hann gera þann
málstað að sínum og sat grát-
bólginn í Sjónvarpinu og talaði
um að hækkunin væri aðeins til
þess að unnt væri að Iækka
símakostnað úti á landi, hjá öllu
gamla fólkinu sem þar virðist
hírast við rýran kost, og svo hjá
því bláfátæka utanbæjarfólki
Halldór Blöndal.
sem til dæmis ynni hjá fisk-
vinnslufyrirtæki því sem hann
stjórnaði austur í Þorlákshöfn
og þyrfti að hringja í ættingja
sína á Austljörðum.
Smákóngur smákónganna
Maður hefði haldið að Pétur
Reimarsson væri í fyrirtaksað-
stöðu til að bæta kjör þess fólks
með öðrum hætti en hækka
símakostnað stórlega hjá öllum
þorra landsmanna - hann gæti
til dæmis einfaldlega hækkað
hjá fólkinu sínu kaupið, en
svona eru röksemdir og stjórnar-
hættir íslenskra smákónga. Það
er ekki glóra í nokkrum hlut
þegar þeir reyna að bjarga sér út
úr vandræðum; ýmist er Póstur
og sími í bissniss eða þá hann er
skyndilega orðinn félagsmálafyr-
irtæki fyrir fátæklingana sem
stjórnarformaðurinn og aðrir
forkólfar borga ekki nógu hátt
kaup sjálfir.
Og svo kemur smákóngur
allra smákónga upp á Alþingi,
samgönguráðherrann, og reyn-
ist, eins og allir vissu reyndar
fyrir, ekki vera þjónn almenn-
ings, heldur þjónn þess snotur-
lega hlutafélags sem hann hefur
lagt metnað sinn í að búa til og
heitir Póstur og sími háeff og
verður sjálfsagt innan skamms
mikil gróðalind í einkavinavæð-
ingunni. Þessi samgönguráð-
herra, sem mig minnir að heiti
Halldór Gröndal, leggur ekki
einu sinni á sig að muna nöfn
andmælenda sinna en eitt man
hann þó fram í rauðan dauðann
- það að almenningi kemur ekki
rassgat við hvað yfirmennirnir í
litla sæta hlutafélaginu hans fá í
laun, frá þeim sama almenningi,
fyrir að búa til gróðafyrirtæki
handa einkavinavæðingunni og
fyrir að okra á þessum sama
margnefnda almenningi.
Hraustir menn
Það má nefna fleiri falleg dæmi
úr íslenskri stjórnsýslu þessa
dagana. Heilbrigðiskerfið er
þanið til hins ítrasta og komnir í
það alvarlegir brestir, eins og
best má sjá af deilu sérfræðinga
við ríkið, þar sem í uppsiglingu
virðist vera hið ógeðslega amer-
íska kerfi sem við sáum síðast
skilmerkilega útmálað í Sjón-
varpinu í gærkvöldi. Ekkert er
gert í þeirri deilu og ekkert virð-
ist eiga að gera - kannski til að
Steingrímur Hermannsson.
venja fólk smátt og smátt við þá
tilhugsun að hér skuli ekki leng-
ur vera við lýði jafnrétti í heil-
brigðismálum, heldur verði góð
heilbrigðisþjónusta forréttindi
hinna ríku. Ráðamenn í landinu
láta ekki svo lítið að taka til máls
um ástand mála eða hvað gera
skuli; nema fjármálaráðherrann
Friðrik Sophusson gefur yfirlæt-
isfullar fyrirskipanir um að
Sjúkrahús Reykjavíkur verði
bara að spara meira þegar engir
peningar eru til þar lengur -
Friðrik Sophusson er heilsu-
hraustur maður og á hvort sem
er nóg af seðlum og ábyggilega
marga vini sem eru meiren til í
að taka þátt í einkavinavæðingu
heilbrigðiskerfisins; hvað kemur
það honum við þó eitthvað sé
verið að væla inn á sjúkrahúsun-
um? Væl sem hefur lfka tekist
að gera alla dauðleiða á, nema
helst þá sem væla af sársauka.
Silfux sægxeifanna
Hrokinn er yfirgengilegur, og
enn má nefna hrokann sem for-
ystumenn sjávarútvegs, háir sem
lágir, sýna undantekningarlaust
þegar fólk kvartar undan því að
auðlind þjóðarinnar allrar sé nú
orðin að bitbeini í skilnaðarmál-
um sægreifanna við sægreifa-
frúrnar; svoleiðis er vart svara-
vert og að almenningur vilji fá
eitthvað fyrir snúð sinn þegar á
að gefa sægreifunum og sæ-
greifafrúnum og sægreifabörn-
unum nokkra milljarða í viðbót í
silfri hafsins svo þeir geti fengið
sér flottari sægreifabíla og byggt
sér flottari sægreifasumarhús á
Spáni - að almenningur vilji fá
eitthvað fyrir snúð sinn er ein-
faldlega dónaskapur. Púnktur.
En þeir þurfa heldur ekkert að
óttast, smákóngarnir, því marg-
nefndur almenningur er í fjötr-
um á Islandi, Qötrum sem smá-
kóngarnir og hrokagikkirnir og
valdsherrarnir hafa lagt hann í
og eru orðnir að fjötrum eigin
sinnuleysis. Almenningur á Is-
landi gerir fátt í málunum, rýkur
einstaka sinnum upp til handa
og fóta og þykist hafa unnið
frægan sigur þegar Póstur og
sími hættir við að hækka sím-
gjöld alveg eins mikið og ætlun-
in var, en Iætur sér annars lynda
flest það sem stjórnarherrarnir
taka upp á - meira að segja að
heilbrigðiskerfi þjóðarinnar, sem
átti að byggjast á jöfnuði og
sanngirni, sé lagt í rúst. Al-
menningur á Islandi situr í Qötr-
um sínum fyrir framan sjónvarp-
ið, hneykslast svolítið og tuldrar
í barm sér: „Hamingjan hjálpi
ykkur hefði ég sloppið." Skiptir
svo um stöð.
Pistill Illuga var fluttur t
morgunútvarpi Rásar 2 í gær.
HAFLIÐI
HELGASON
SKRIFAR
Maður sér stundum piparsveina-
líferni háskólaáranna í hillingum,
þegar lífið snérist að mestu um
hófsamar þarfir manns sjálfs.
Þetta á ekki bara við þegar maður
sér sætar stelpur, heldur ekki síð-
ur þessa dagana þegar kvik-
myndahátíð stendur sem hæst.
Meimingarvaktm
Bronkftis og bíó
I fyrstu hélt ég að vanlíðanin
væri sprottin af því að ég bý í bæ
þar sem er eitt kvikmyndahús
sem er metnaðarlaust í þokka-
bót. Svo fór ég að velta því fyrir
mér hversu oft ég færi í bíó, ef
kvikmyndahátíð teygði þokka-
fulla arma sína til Akureyrar.
Eg komst að því að ég hef átt
eitt eða tvö laus kvöld síðasta
hálfan mánuðinn og þeim kaus
ég að verja með fjölskyldunni
(ég lét ekki á það reyna hvort ég
hefði eitthvert val). Það er því
ekki staðsetningin ein sem ræð-
ur því að ég er ekki á kvik-
myndahátíð.
Eg hef hins vegar átt bágt í
hvert sinn sem ég lít bíósíður
blaðanna og hugurinn hefur
reikað til fyrri kvikmyndahátíða.
Eg minnist bíóferðar í Austur-
bæjarbíói þar sem byrjað var á
Carmen eftir Carlos Saura
klukkan 15 og svo mynd eftir
mynd uns síðustu myndskeið
Sjö samúræja eftir Kurosawa
urðu myrkrinu að bráð. Mig
minnir að málsverður dagsins
hafi verið þrír popp og tvær kók.
Gallinn við kvikmyndahátíðir
er að þær skuli ekki vera stöðugt
í gangi. Það er aðeins eitt bíó
sem leggur eitthvað að ráði upp
úr því að sýna listrænar bíó-
myndir og það er Háskólabíó;
þrefalt húrra fyrir Háskólabíói.
Eg er full ungur til að hafa lagt
leið mína í Hafnarfjarðarbíó til
að sjá myndir Ingmar Berg-
manns. Eg man reyndar eftir því
að hafa tekið Hafnarfjarðar-
strætó til að fara í bíó, en mig
minnir að sú mynd hafi verið
léttúðugri en myndir Berg-
manns, gott ef Anna dóttir hans
lék ekki í henni.
Eg man hins vegar andaslitrur
Fjalakattarins í Tjarnarbíói, þar
sem ég sá Athony Perkins og Or-
son Welles í mynd þess síðar-
nefnda eftir Réttarhöldum Frans
Kafka. Hitinn í salnum var fyrir
neðan frostmark og mér snar-
versnaði af bronkítis sem ég var
með meiripart þessa vetrar.
Bronkítisið batnaði með tíman-
um, en Kafka hefur fylgt mér
síðan.