Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 07.11.1997, Blaðsíða 11
X^wr FÖSTUDAGUR 7.1WÚVEMBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU íslendingarhafa löngum borðað seytt rúgbrauð og þóttþað gott. Hverman t.d. ekki eftirþví að hafafengið seytt rúgbrauð og franskbrauð í samloku? íslenskir bakarar með þeim bestu í heimi SMÁTT OG STÓRT Þrjóska Eins og kunnugt er þá hafa fulltrúar Grósku verið á ferð um landið að kynna hugmyndir sín- ar og stefnumál. Róbert Marshall einn úr hópn- um setti fram hugmynd á fundinum á Akureyri sem gekk út á það að sameinað félagshyggjufólk myndu ekki slá af kröfum sínum í samstarfi við Framsóltnarflokk og Sjálfstæðis- flolck, heldur sitja í stjórnarand- stöðu þar til allt yrði í kaldakoli eftir núverandi ríkisstjórnar- flokka. Þá hæfist gifturíkt tíma- bil endurreisnar meirihluta- stjórnar jafnaðarmanna. Mönn- um þótti þetta athyglisverð hug- mynd, en einn fundarmanna velti því fyrir sér hvort í fram- haldinu væri ekki eðlilegt að breyta nafni félagsskaparins úr Grósku í Þrjósku. Skoðanir for- senda ágreinings Halldór Asgrímsson tekur undir hugmynd Róbert Marshall í við- tali í Degi og sér ekki að Fram- sóknarflokkurinn geti unnið með flokki sem vísi ágreinings- málum til þjóðaratkvæðis. Halldór setur það hins vegar ekki fyrir sig að vinna með flokki þar sem ágreiningsmálin eru ekki á dagskrá. Einn gárunginn sagði að Framsóknarflokkur- inn þyrfti ekki að kljást við ágreining, vegna þess að forsenda ágreinings væri sú að menn hefðu skoðanir Nú hafa Norðmenn uppgötvað rúgbrauðið okkar og komið því á framfæri við heiminn. Fyrir nokkru voru hér á ferð gestir frá IDUN, stórfyrirtæki í Noregi, sem meðal annars framleiðir kornvörur og pressuger ásamt ýmsu öðru. Þeir heimsóttu 26 bakarí á Is- landi og ræddu við starfsfólk þess og fengu sýnishorn af brauði. Einn bakaranna sem heimsóttur var, er Herman Bridde, sem rekur Miðbæjar- bakarí á Háleitisbraut. Her- mann hefur verið við bakstur síðan 1944 og hefur lagt mikla áherslu á tilraunabakstur úr ís- lensku mjöli. Hann bakaði í 12 ár brauð úr íslensku byggi og þóttu þau brauð ákaflega góð. Honum er mjög í huga gæði ís- lenskra brauða og bakara. „Það er löngu kominn tími til þess að fólk sjái hversu íslenskir „Gottbrauð erekki bara undirlagfyrir álegg. “ bakarar eru góðir, þeir eru á heimsmælikvarða," segir Her- mann. „Þessi heimsókn Norð- mannanna sýndi okkur betur en margt annað hversu frábær brauð okkar eru, þeir hrósuðu þeim mikið og í kjölfarið birtist grein í fagblaðinu BK-Baker- Kondition, þar sem það er full- yrt að Island sé gósenland þeirra sem vilja góð brauð. Svo sannar- lega rós í hnappagat íslenskra bakara." Gamaldags seytt rúgbrauð frá Miðbæjarbakaríinu var eitt þeirra brauða sem Norðmenn féllu fyrir og í þessu blaði birta þeir uppskrift að því og hrósa því mjög. Gott braud, góð undirstaða Brauð er mikil undirstöðufæða og víða er því gert hátt undir höfði. Gott brauð með súpu er herramannsmatur og brauð með kjöti eða fiski í stað þess að nota kartöflur er líka gott. „Gott brauð er ekki bara und- irlag fyrir álegg, það er matur og meira að segja mjög góður mat- ur,“ segir Hermann. „I Þýska- landi og Noregi sér maður ekki niðursneitt brauð í handverks- bakaríum, aðeins þar sem brauðin eru íjöldaframleidd í verksmiðjubakaríum. Og ef fólk ætlar að setja brauð í plastpoka, þá er betra að hafa þau í bréf- poka innanvið, brauðið verður betra þannig," segir Hermann, bakarmeistarinn í einu af elstu bakaríum landsins. Einn í ellefubíó Ekkert nýtt Það er merkilegt hvað maður er vanafastur þegar farið er í bíó. Eg geng alltaf að sama sætinu. En þegar ég fór í bíó í vikunni sem er að líða var annar gestur kominn í sætið. Nú voru góð ráð dýr. Ég þurfti að sitja annars- staðar! Það var ekki nóg að þurfa að sjá mynd sem „Kolla fer í bíó“ var búin að skrifa um. Eg var búinn að missa sætið „mitt“. Eina myndin sem ég gat séð var Air Force One með karl- menninu Harrison Ford. Og ekki lagaðist ástandið þegar kom í ljós að myndin var um forseta Bandaríkjanna. Það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér. Þetta er bara hreinskilni. Myndin átti að vera spennandi en reyndist vera frekar fyrirsjáanleg. Auðvit- að er gaman að sjá Harrison Ford í kvikmynd, enda er hann góður leikari. En hann er oftast að Ieika sömu persónuna. Jú jú, honum tekst veUupp í því. Við tökum það ekki frá honum. Myndin er um yfirtöku hryðjuverkamanna á þotu for- seta Bandaríkjanna. Gary Old- man leikur foringja hryðjuverka- mannanna og sleppur sæmilega frá því. Fljótlega læddist sá grunur að mér að forsetinn yrði hetjan (nú, erfitt að átta sig á því). Allt frekar fyrirsjáanlegt. Kannski er það allt í lagi. En þegar dró að lokum myndarinn- ar varð hún full „amerísk". Væmnin var rosaleg. En þrátt fyrir allt er þetta að sjálfsögðu mynd sem fólk þarf að sjá enda er eins og áður sagði alltaf gam- an að sjá Harrison Ford. Borgarbíó á Akureyri er enn að sýna Full Monty. Það er mjög góð mynd. Mynd sem enginn má missa af (þetta hljómar eins og bíóauglýsing). En það er von á nokkrum góðum myndum til Akureyrar sem ég hlakka til að sjá. Þetta er nóg í bili. Dýrt á milli landshluta Það vakti athygli að Davíð Odd- son gat ekki rætt við Halldór Blöndal vegna málefna Pósts og síma, fyrr en Halldór kom til Reykjavíkur. Halldór var staddur á Akureyri þegar fyrstu hryðjurn- ar í málinu gengu yfir. Mönnum þótti þetta skondið og sparsemi ríkisstjórnarinnar komin út yfir allan þjófabálk ef menn tímdu ekki að spandera í langlínusímtal til að ræða sfn í milli brýn hagsmunamál almenn- ings. '________Pgffttr_________________ „Út vil ek“ Sókn íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði Framsögumenn: Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Lýsis hf. Þorgeir Pálsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs íslands. Hádegisverðarfundur á veitingastaðnum Fiðlaranum, Skipagötu 14,4. hæð, mánudaginn 10. nóv. 1997, kl. 12.15-13.30. Fundurinn er öllum opinn og skráning fer fram á staðnum. Hádegisverður og fundargjald kr. 1000,- Upplýsingar á Atvinnumálaskrifstofu í síma 462 1701. Atvinnumálanefnd Akureyrar, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Dagur, Útvarp Norðurlands, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Skrifstofa Atvinnulífsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.