Dagur - 11.11.1997, Qupperneq 4

Dagur - 11.11.1997, Qupperneq 4
4 -ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR rD^u- Vinabæjasamskipti við Gimli Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að end- urvekja samskiptin við vinabæinn Gimli í Manitobia í Kanada og samþykkti af því til- efni eftirfarandi tillögu Þórarins E. Sveins- sonar, forseta bæjarstjórnar: „I ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um aukin sam- skipti við Vesturheim og afmælishald um aldamótin felur bæjarráð bæjarstjóra og for- seta bæjarstjórnar Akureyrar að kanna með hvaða hætti mega endurvekja tengsl vina- bæjanna Akureyrar og Gimli. Sérstaklega skal athugað hvort hægt er að efla eða koma á samstarfi og samskiptum í atvinnulífinu." Þórarinn £ Sveinsson. Kjamafæði leitar aðstoðar vegna mengmiarvama Matvælafyrirtækið Kjarnafæði hefur leitað eftir fjárhagsaðstoð frá Ak- ureyrarbæ vegna mengunarvarna en kvartað hefur verið yfir reyk- mengun frá fyrirtækinu við Fjölnisgötu og heilbrigðiseftirlit gert kröf- ur um úrbætur. Fyrirtækið hyggst flytja alla framleiðsluþætti til Sval- barðseyrar en fyrirtækið verður áfram skráð á Akureyri og þar verður sölustarfsemi þess og skrifstofuhald. Kennsla fjölfatlaðra bama Rannsóknastofun Háskólans á Akureyri hefur leitað eftir styrk frá Ak- ureyrarbæ vegna starfshóps sem er að rannsaka kennslu fjölfatlaðra nemenda í almennum skólabekk og gerð gagna til endurmenntunar kennara sem fást við slík störf. Málinu var vísað til gerðar fjárhagsá- ætlunar. — GG Fréttaflntningur frá Dalvík Ritstjóri héraðsfréttablaðsins Bæjarpóstsins kvartar nýlega í forystu- grein um lítinn fréttaflutning frá Dalvík og segir einstaklinga og fyr- irtæki lítið nota fjölmiðla til að kynna sig eða sín fyrirtæki, að Sæplasti undanteknu. Ritstjórinn segir Akureyrarsíðu Morgunblaðs- ins lítt sinna þessu svæði og sama sagan sé um svæðisútvarp RUV. Sennilega er ritstjórinn svo hrifinn af stöðugum fréttaflutningi Dags frá Dalvík að honum hugnaðist ekki að nefna það í grein sinni. Stað- reyndín er sú að Dagur sinnir þessu svæði mjög vel, bæði á síðum fréttabfaðsins með sérstökum fréttum og í Stutt & faggott eins og birtist hér og eins á síðum Akureyri-Norðurland, sem fylgir blaðinu hvern þriðjudag. Stöðugt betra að búa á Dalvík Dalvík er eitt besta rekna sveitarfélag landsins samkvæmt einkunna- gjöf tímaritsins Vísbendingar. Dalvík fær einkunina 6,4 og er í 8. sæti og ofan við landsmeðaltalið sem er 5,4. Dalvíkurbær þýtur upp list- ann milli ára, var í 24. sæti í fyrra. Önnur sveitarfélög við Tröllaskaga eru „fallin", en það eru Siglufjörður sem er í 24. sæti með 4,8 og Ólafsfjörður með 3,8 í 31. sæti. Húsvíkingar „prýða" þennan hóp með einkunina 4,1 í 30. sæti. — GG VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Innritun Innritun til náms á vorönn 1998 lýkur föstudaginn 14. nóvember nk. Þeir sem saekja um síðar geta ekki vænst skólavistar. Skrifstofa skólans er opin alla kennsludaga frá kl. 8 til 15. Prófkjör Reykjavík- urlista 24. jamiar Ákveðið hefur verið að prófkjör Reykjavíkurlistans fari fram laugardaginn 24. janúar næst- komandi. Meginlínurnar í próf- kjörsreglunum liggja fyrir og er aðeins eftir að ganga frá nokkrum útfærsluatriðum. Kristín A. Árnadóttir, aðstoð- armaður borgarstjóra, staðfesti þetta í samtali við Dag. „Þessi mál eru öll mjög langt komin og líklegt að gengið verði endanlega frá kosningafyrirkomulaginu á samráðsfundi, sem reyndar hef- ur ekki verið tímasettur, en verð- ur trúlega haldinn í vikunni. Það liggur fyrir að skilgreina nokkur útfærsluatriði og hefur Þorkell Helgason verið að leggja okkur lið í þeim efnum,“ segir Kristín. Ákveðið hefur verið að próf- kjör verði um fyrstu sjö sæti list- ans og að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri skipi bar- áttusætið, það áttunda. Þeir fjór- ir samstarfsaðilar sem að Reykja- víkurlistanum standa munu skipta sætunum sjö á milli sín þannig að allir fái eitthvert af fjórum efstu sætunum, en næstu þrjú sætin fá þeir aðilar sem hafa flest prófkjörsatkvæði á bak við sig. Samstarfsaðilarnir fjórir eiga hver um sig að bjóða fram sjö nöfn. — FÞG Mannfjöldinti eftiraldri 1960,1996 og 202S 1960 1996 202S Framreiknaö Spáð er að börn verði álíka mörg og aldraðir eftir 30 ár, en fyrir 30 árum voru þau fjórum sinnum fleiri. Fyrirvinnimum fækk ar ekki næstu 30 árin Fjölgim aldraðra á næstu áratugiun þýðir ekki að fyrirviiinuii iiiii fækki, heldur fækkar bömuuum þar á móti. Þótt öldruðum fjölgi stórum á fyrstu áratugum næstu aldar þýðir það ekki færri fyrirvinnur, eins og ætla mætti af umræð- unni. Fólk á starfsaldri verður nánast sama hlutfall lands- manna árið 2025 og það er nú. Stóra breytingin er sú, að þá verður þessi hópur í miklu meira mæli að vinna fyrir umönnun feðra sinna og mæðra í stað sona og dætra. Gífurleg breyting hefur orðið og þykir fyrirséð á hlutföllum barna (yngri en 1 5 ára) og aldr- aðra (65 ára +) af heildarfjölda landsmanna. Börn voru meira en 4-sinnum fleiri en þeir öldr- uðu árið 1960. Núna eru þau rúmlega 2-falt fleiri. Og áætlaö er að aldraðir verði orðnir næst- um eins margir og börnin árið 2025, samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar. Samanlagt verða þessir tveir aldurshópar hins vegar áfram álíka stórt hlutfall þjóðarinnar eftir þrjá áratugi og þeir eru nú, eða kringum 35-36%. Aldurs- hópurinn þarna á milli (15-64 ára) breytist þar með Iítið sem ekkert, þannig að áfram standa um 18 á þeim aldri að baki hverjum 10 börnum og öldruð- um. Athygli vekur, að spárnar gera ráð fyrir töluvert færri börnum á íslandi (59.000) árið 2025 en þau eru nú (65.000), og m.a.s. færri heldur en þau voru árið 1960, þegar Islendingar voru þó næstum 100 þúsund færri en nú. Spárnar gera ráð fyrir 318 þúsund Islendingum árið 2025. - HEI Páll fékk mest Páll Hersteinsson, fyrrverandi veiðistjóri og sérfræðingur hjá Líffræðistofnun Há- skóla Islands, fékk 4,2 milljónir króna úr Veiðikortasjóði til að rannsókna á villi- minkum og melrakka. Alls var úthlutað 7,7 milljónum króna til 10 verkefna. Fyrr á árinu var út- hlutað alls 8,6 millj- ónum króna úr sjóðn- um til rannsókna á Páll Hersteinsson, fyrrverandi veiðistjóri. rjúpum, öndum og gæsum á vegum Nátt- úrufræðistofunar Is- lands. Tekjur sjóðsins eru af sölu veiðikorta. Sjóðnum er ætlað að standa straum af kostnaði við rann- sóknir á stofnum dýra og fugla sem heimilt er að veiða. Umhverf- isráðherra úthlutar styrkjunum að fengn- um tillögum ráðgjafa- nefndar. — GRH Leiðréttiiig í opnugrein helgarblaðs Dags var fjallað um erindi á dóms- málaþingi um hvort refsingar væru of vægar á Islandi. I frá- sögn af erindi Egils Stephen- sen saksóknara gætti óná- kvæmni sem skylt er að leið- rétta. Rétt er að Egill skoðaði breytingar á refsiþyngd af hálfu Hæstaréttar, eftir áfrýj- un undirréttardóma, en hann skoðaði mál allar götur frá 1960 (ekki 1992) og þá ein- göngu í nauðgunarmálum. Dagur biðst velvirðingar á þessum mistökum. - RITSTJ.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.