Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 4
20-ÞRIÐJUDAGVR 18. NÓVEMBER 1997 Ðggur UMBÚÐALAUST Kisan sem sagði ding-ding Vandmálin hrannast upp: óson- lagið og eiturefnin og mann- fjöldasprengingin og hungrið og vesöldin - og hér á landi eiga vfst líka að heita vandamál. Efnahagsvandinn: fólkið hefur of lágt kaup og fólkið kaupir of mikið af glingri fyrir þetta lága kaup sitt og meira til. Og þegar það situr í stofunum sínum sem einna helst líkjast innréttingum hjá NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna sökum fjölþætts tæknibúnaðar, þá er það að hugsa um að það hafi ekki mannsæmandi laun. Og veröld- in víst er hún flá: margt kýlið sem þarft væri að stinga á fyrir vikulegan vandlætara en ég get samt ekki gert að því: ég hef ekki áhyggjur af nokkrum sköp- uðum hlut nema ef væri hugs- anlega Iitlu svörtu kisunni sem ég heyrði læðast fram hjá mér í gær. Það heyrðist ding-ding þegar hún tiplaði fram hjá mér. Það á ekki að heyrast ding-ding þegar litlar svartar kisur eru að lauma sér inn í bakgarða á vit ókunnra ævintýra. Það á ekki að heyrast neitt þegar kisur Iæðast, stökkva, tipla, hlaupa, nema kannski í mesta lagi mjá ef kött- urinn er í skapi til þess. Ef það er eitthvað sem kötturinn bein- línis gengur út á þá er það þögn- in, leyndin, dulúðin. Það er Ijótur siður að hengja hávaða á ketti. Það mætti allt eins klippa af þeim veiðihárin eða draga úr þeim klærnar eins og vísindamenn kváðu gera sér til fróðleiks á pyntingarstofum sínum. Hví ekki að stinga úr þeim augun? Það mætti alit eins draga tunguna úr okkur til að koma í veg að við segjum hluti sem særa aðra - eða draga tenn- urnar úr hundum til að koma í veg fyrir að þeim bíti. Manni skilst að þetta sé gert af mannúðarástæðum. Að ein- hver væmin hugmynd liggi þarna að baki um að kettir skuli ekki veiða fugla, því fuglar séu sætir og góðir og eigi ekki skil- inn svo grimman dauðdaga. Þarna er margfaldur misskiln- ingur á ferðinni. Sá sem fylgst hefur með ketti að veiða fugla veit að stofukisurnar okkar eru afleitir veiðikettir, kunna lítt til verka svo vægt sé orðað. Þeir verða alltof æstir, veifa skottinu og murra af veiðifrygð og sér- hver fugl sem ekki er beinlínis andlega vanheill er fyrir löngu floginn þegar postulínsvillidýrið Iætur loks til skarar skríða. Þetta er eins og leikur kattarins að músinni að fylgjast með þessu. Fuglinn tístir kátur á grein og manar köttinn, flögrar svo létti- lega yfir á aðra grein þegar kött- urinn hlunkast á eftir honum og byrjar á ný sitt stríðnislega tíst; aðfarirnar eru þungbærar að horfa á fyrir kattareiganda með sjálfsvirðingu og það bregst ekki að kötturinn snýr sneyptur úr sinni veiðför og tekur ekki gleði sína íýrr en hann getur á ný far- ið að kljást við fórnardýr sem honum er samboðið, fiskiflug- una í glugganum. Þeir fuglar sem kötturinn kann að ná eru einstaklingar sem eitthvað er að, vængbrotnir fyrir, ellimóðir eða veiklaðir að öðru leyti, og svo hyggilega hef- ur náttúran komið því fyrir að rándýr lifa á slíkum einstakling- um. Þannig er það. Það er ekki sérlega réttlátt. Það er heldur ekki ranglátt. Þannig er það bara. Þannig er lögmálið. Köttur sem veiðir fugl er að þjóna sinni lund, íýlgja eðli sínu og það er ekki í verkahring mannsins að reyna að breyta því eðli - líki manninum ekki við framferði kattarins reynir hann að sneiða hjá köttum á lífsleið sinni, en reynir ekki að breyta því. Það er ekki hægt. Og köttur sem hvergi getur farið án þess að heyrist ding- ding er sviptur sínu mikilvæg- asta vopni, tjáningartæki, lil- veruhætti - þögninni, dulúðinni. *** Það er ekki hægt. Getur verið að Islendingum sé illa við dýr? Eða hvernig stendur á hinum frá- leitu ofsóknum á hendur hund- um hér í höfuðstað Suðurlands? Naumast er til það útivistar- svæði í bænum að ekki sé þar skilti áberandi sem bannar hunda. Hvers vegna í ósköpun- um? Sú kenning hefur verið sett fram að hundum líði illa í þétt- býli, og einskorðast þessi kenn- ing reyndar við hundlaust fólk sem líður illa nálægt hundum. Hví skyldi hundum líða eitthvað verr í þéttbýli en til dæmis máv- um eða fiskiflugum? Eða köttum? Eða öðrum þeim dýrum sem af hyggindum sínum og hentistefnu hafa komið sér vel fyTÍr í námunda við hárlausa apann. Bjöllufarganið á köttum bæj- arins er af sama toga. Ég vil gera það að tillögu minni að ef halda á áfram þessum tilraunum til að stöðva veiðar katta verði þær ekki einskorðaðar við kettina eina heldur verði stórar bjöllur líka hengdar á rjúpnaveiðimenn- ina. Þá er að minnsta kosti kannski hægt að finna þá fljót- Iega. Menuiiigarvaktin Minnisstæð fnimrami KOLBRUN BERGÞÖRS DOTTIR SKRIFAR Sigurjón Magnússon: Góða nóttSilja *** Með frumraun sinni á skáld- skaparsviðinu, skáldsögunni Góða nótt Silja, hefur Sigurjón Magnússon skapað sérlega gott verk. Þegar best lætur er skáld- saga hans glæsileg. Hún er ætíð áhugaverð, um margt óvenjuleg og gleymist ekki svo auðveld- lega. Sagan gerist á nokkrum dög- um í Reykjavík og segir frá sam- skiptum næturvarðarins Jón- atans við hjónin Olmu og Sölva. Sonur þeirra Haraldur er and- Iega vanheill og vinnur voðaverk áður en sagan er úti. En með þessu er ekki allt sagt því efni bókarinnar er mun víðfeðmara enda er þetta fyrst og fremst skáldsaga um sára einmana- kennd og myrkrið sem býr í hug- arfylgsnum manneskjunnar. Tónninn er gefinn í upphafs- kafla bókarinnar sem er sérlega vel skrifaður og grípandi. Þar er strax ljóst að engin venjuleg saga er á ferð. Styrkleiki höfundar felst í því hversu vel honum læt- ur að skapa andrúmsloft ein- semdar og uppgjafar. Þessi drungalega stemmning fyllir söguna og verður oft æði ágeng. Persónur sögunnar eru einar með sjálfum sér og hafa, hver á sinn hátt, glatað einhverju sem þær fá aldrei aftur fundið. Til- raunir þeirra til að nálgast aðra virðast dæmdar til að mistakast. Og sú persóna sem af opnum huga ákveður að treysta öðrum lendir f hlutverki fórnarlambs- ins. Sagan er ekki gallalaus. Höf- undur hefur ekki náð nægilega sterkum tökum á samtalsform- inu og helsti veikleiki sögunnar felst þar. Samtölum hættir til að verða stirð og leikræn. Um leið slokknar á þeirri magn- þrungnu stemmningu sem ber söguna uppi og persónurnar hætta um stund að koma les- andanum við. Með stílgáfu sinni tekst höfundi þó ætíð að laða þær aftur fram á svið. Með erfiðari viðfangsefnum rithöfunda er að gefa sannfær- andi innsýn í hugarheim sál- sjúks manns. Sigurjón glímir við þetta verkefni þegar hann skap- ar persónuna Harald og leysir það ágætlega af hendi. Enginn persóna bókarinnar er þó minn- isstæðari en Jónatan nætur- vörðurinn vinafái sem f Iokin virðist öllu sviptur. Góða nótt Silja er sálfræðilega sterk og minnisstæð bók. Þeir sem eingöngu sækja í léttleik- ann hafa sennilega litla þörf fyr- ir lesturinn en hinir sem vilja kynnast góðum skáldskap ættu að gangast sögunni á hönd. Höf- undur sem skrifar jafn góða frumraun og þessa bók á ekki að láta staðar numið á skáldskapar- sviðinu heldur láta aftur í sér heyra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.