Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 18.11.1997, Blaðsíða 1
„Stíga saman styðja. Allir í beina röð og nú dönsum við á línunni. Einn, tveir, einn, tveir, þrír, fjór,“ segir danskennarinn. myndir: brink. íslcindsmet í línu- dansi! Ekkifærri en 202 tókuþátt í línu- dansi á Akureyri á laugardag. Fjöltnenn- asti dans hérá landi fyrrogsíðar? Sögulegt Islandsmet var slegið síðasta laugardag þegar fjöl- mennasti línudans á Islandi fyrr og síðar var dansaður. í risastóru flugskýli Flugfélags Islands á Ak- ureyrarflugvelli stigu hvorki fleiri né færri en 202 manns línudans undir laginu Ut í sveit, eftir Bjarna Hafþór Helgason, sem er að finna á geisladiski hans sem kemur út nú si'ðar í vikunni. Dansinn var sérsaminn af Jó- hanni Erni Olafssyni, danskenn- ara, en hann hefur verið manna fremstur í flokki hér á landi að boða fagnaðarerindi línudansa, sem nú hafa hertekið nýjunga- girni landans. Flotkví eða flugskýli? Það var af sérstökum ástæðum að boðið var upp í þennan dans. Verið var að taka upp myndband af áðurnefndu lagi Bjarna Haf- þórs og þar sem mikinn fjölda þátttakenda þurfi með í gamnið þurfti stór húsakynni. „Fyrst vor- um við að spá í að taka mynd- bandið upp í flotkv/ Slippstöðvar- innar Odda, en það var ýmsum annmörkum háð, þar sem flot- kvíin er undir beru lofti og þvi hefðum við verið háð veðri. Fljót- lega beindust sjónir okkar því að flugskýlinu stóra á Akureyrar- flugvelli. Þar fengum við svo inni með góðri liðveislu Flugfélags ís- lands,“ segir Bjarni Hafþór Helgason. Bjarni HafJjór er ánægður með hvernig til tókst á laugardaginn, og ekki síst þann mikla fjölda þátttakenda sem var með i Ieikn- um, alls 202 manns. Sá fjöldi var staðfestur af Hörpu Ævarsdóttur, fulltrúa Sýslumannsins á Akur- eyri. Heimsmetið er 2000 Heimsmetið í fjölda þátttakenda í línudansi er 2000 og var það sett vestur í Bandaríkjunum fyrir nokkrum misserum. Þvá v'aknaði hugmyndin að þessari sérstöku uppákomu á Akureyri sl. Iaugar- ardag — og þar setti fólk stefnuna á íslandsmet, sem náðist svo glæsilega. En miðað við fjölda þátttakenda og höfðatöluregluna víðfrægu var þarna líka slegið heimsmet. Sambærilegur fjöldi vestur í Bandaríkjunum hefði orðið 200 þúsund! Allt er línu- dansandi íslendingum fært... Æði í gangi Á Akureyri geysar nú æði línu- dansa. I haust var stofnaður Kán- trýklúhbur Akureyrar, sem hefur höfuðstöðvar sínar í líkams- ræktinni að Bjargi í Glerárhverfi. Fjöldi fólks dansar þar línudansa og það fólk kom á þessa skemmtilegu samkomu í flug- skýlinu á Akureyri. Einnig kom til leiks fólks sem lítið hefur reynt fyrir sér í línudansi áður, en var engu að síður fljótt að ná takti og spori. „Ég er ánægð með þátttöku. Fyrst nefndi ég að við vildum fá 500 manns til þátttöku, en auð- vitað var það fjarstæðukennd tala. Það rými flugskýlisins sem við fengum tekur ekld meira en 200 manns. En auðvitað var her- tæki f því að nefnda hálft þúsund frekar en einhverja hallærislega tölu, því slíkt trekkir að,“ segir Aðalbjörg Hafsteindóttir, sem er í forsvari fyrir klúbbinn. Boðberar línudans Aðalhjörg segir að Akureyringar ætli að halda sínum sessi sem boðberar h'nudans á íslandi. Ekk- ert annað komi til greina enda þótt nú hafi kántrýklúbbar verið stofnaðir í Kópavogi og suður með sjó - þar sem fólk dansar á línunni af hjartans list. Vart mun langt að bíða að reynt verði við metið sem var sett á Akureyri um helgina? -SBS. Veitum hagstæð lán til kaupa á :1 landbúnaðarvélum vrjýá Reiknaðu með ' SP-FJÁRMÖGNUN HF Þaö tekur aöeins jSS einn ■ ■ " < _ IVirkan^^F jna dag aö kotna póstinum -^0^ þínum til skila pústurogsímihf WDftLOVme EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.