Dagur - 22.11.1997, Síða 3
L /1 u li /1 n iy a u L/ A
1 a. OKTÓBER 1997 - IU
SÖGUR OG SAGNIR
fVvU/O' m yí^JL
■■: •. - •
l/a/-ða a" Mosfellsheiði. Hellan sem stundur út úr vörðunni vísar til vegarins, þannig að í myrkri og hríð áttu þeir sem voru villtir
að geta áttað sig á hvert skvldi stefna. Mvndirnar af vörðum oq sælu húsi gerði Daníel Bruun 1896.
aldrei skyldu ganga frá félögum
sínum svo nauðulega komnum,
en hinir stóðu uppi yfir þeim.
Sumir reyndu að pikka holu í
harðfennið með stöfum sínum og
lögðust svo þar niður í og Iétu
skefla yfir sig. Margir voru þá
þegar kanir mjög.
Deyjandi í skaíli
A Agli var allt andlitið orðið
hvítt. Leið svo fram að dagssetri;
stóðu þá enn nokkrir uppi; þá
heyrðu þeir Þorstein frá
Kervatnsstöðum reka upp hljóð
þrisvar sinnum, og hneig hann
niður við hið síðasta. “Hörmulegt
er að heyra,” mælti Kristján. “Ef
þú getur ekki að gjört,” mælti
Pétur, “þá er best að þegja.”
Gjörði nú rnyrkt af nótt, svo að
engi sá annan. Þar kom, að engi
stóð uppi nema Pétur og Einar;
sömdu þeir það þá með sér, að
þeir skyldu aldrei niður leggjast,
meðan þeir mættu uppi standa.
Mjög sótti þá svefn, og áttu þeir
þó nóg að vinna að veijast sterk-
viðrinu, að eigi hrekti þá burt frá
honum; þeir voru þá báðir
ókaldnir enn. Leið svo fram eptir
nóttinni. Ekkert sást fyrir nátt-
myrkri og snjódrífu, og klakahúð
lagðist fyrir andlit þeirra; ekkert
heyrðist, nema dynurinn í sterk-
viðrinu og einstöku hljóð frá fé-
lögum þeirra, er lágu þar um-
hverfis í skaflinum, huldir í
snjónum. Þá er langt var liðið á
nótt, heyrði Pétur að kallað var í
snjónum fyrir fótum honum og
beðið í guðs nafni að rífa frá snjó-
inn, því að sér lægi við köfnun.
Pétur þreifaði fyrir sér og fann
þar Þorstein örendan, hafði hann
hnigið ofan á höfuðin á þeim
Bjarna og Isak; voru þeir báðir á
lífi, en máttu hvergi hrærast,
bæði vegna líksins, sem lá yfir
þeim, og svo voru þeir ffosnir
niður við hjamið. Pétur snaraði
burt Iíkinu, og tóku þeir Einar
svo báðir að losa þá Bjarna og
Isak. Vöknuðu nú fleiri í skaflin-
um, er niður höfðu Iagst, en eng-
inn mátti upp standa, svo voru
þeir frosnir niður; hafði snjórinn
þiðnað lítið eitt undir þeim, er
þeir Iögðust niður, en frosið síðan
við klæði þeirra. Þegar þeir
heyrðu, að einhvetjir voru uppi
standandi, kölluðu þeir á þá og
báðu þá hjálpar. Þeir Pétur tóku
þá hvern að öðrum, og svo hjálp-
aði hver, sem á fætur komst, eftir
megni; var það hin mesta raun að
losa þá úr skaflinum með hönd-
unum einum, því að eigi var þor-
andi að neyta stafbroddanna, þar
sem bæði var niðamyrkur og
handastjóm tekin að fatast, er
flestir voru kalnir og varla hægt
að ráða sér fyrir ofviðrinu. Sveinn
frá Stritlu hafði pikkað laut í
hjarnið og lagst þar niður aflang-
ur; var lengi strftt við að losa
hann, og tókst að lyktum; var
hann Iítt kalinn eða ekki. Orðug-
ast var að losa 'þá alla, er lagst
höfðu endilangir, en hægra þá,
sem Iagst höfðu krepptir. I þess-
ari svipan kól þá báða Pétur og
Einar mjög á höndum og fótum
og víðar. Að lyktum voru allir
komnir á fætur, nema Jón af Ket-
ilvöllum; fundu þeir hann án þess
að hann gæfi hljóð af sér; reyndu
þeir lengi að losa hann, en gátu
eigi, enda fundu þeir ekki lífs-
mark með honum. Að þessu starfi
höfðu þeir verið allan síðari hluta
nætur; stóðu þeir uppi tólf, sem á
lífi vour, þegar dagsbrún sást. I
dögunina gjörði þann feiknasvip,
og herti svo frostið, að langt bar
af því, er verið hafði; skullu þeir
þá niður hver á fætur öðrum, en
nokkrir þeir, sem færastir voru,
leituðu við að reisa þá á fætur
jafnóðum og styðja þá. Til marks
um frosthörkuna má geta þess að
á Pétri var orðin svo þykk klaka-
skán fyrir öllu andlitinu, að hann
gat eigi brotið hana frá; var hver-
gi gat á, nema fyrir öðru munn-
vikinu, og frosið allt saman hár
og skegg og klæði. Bað hann þá
Kristján að bijóta frá klakann og
lagðist niður á bakið. Kristján
pikkaði með staf sínum rauf fyrir
enninu; þreif Pétur þar í og reif
frá allt saman. - Sveinn stóð hjá
og hafðist ekki að, meðan þeir
Pétur voru að reisa upp og styðja
þá félaga sína, er þróttminni voru
orðnir. Gekk á þessu um hríð,
uns þeir Þiðrik, Isak og Egill
hnigu dauðir niður í höndum fé-
laga sinna. Þeim sem eftir stóðu
kom þá saman um að halda af
stað og leita byggða. Eftir létu
þeir poka sína alla og stafi.
Tilbyggða
Er þeir höfðu skamma stund
gengið, þá kallaði Guðmundur
frá Múla til Péturs og bað hann
að leiða sig; gjörði Pétur svo;
brátt fann hann að sér mundi
verða það of þungt einum, kallaði
hann þá til Einars og bað hann að
leiða Guðmund með sér. Einar
var fús til þess. I sama bili bar að
Gísla Jónsson; náði hann i þá
Pétur og var nú mjög þrotinn.
Varð þeim Pétri nú seinfarið, er
þeir urðu að draga tvo aðra mátt-
farna með sér, enda misstu þeir í
þessum svifum sjónar á félögum
sínum öðrum. Frá þeim er það að
segja, að þeir héldu saman allir
fimm og komust um miðjan
morgun að bæ þeim, er heitir í
Bringunum; voru þeir þá að fram
komnir; fengu þeir þegar bestu
hjúkrun, sem kostur var á. Svo
voru þeir rænulaustir, að þeir
gátu ekki um þá félaga sína, er á
eftir voru, fyrr en eftir langa
stund, er einhver heimamanna
var að aumka þá, hve bágt þeir
ættu; þá rankaði einn þeirra við
og sagði: “Bágt eigum við, en bág-
ara eiga þeir, sem eru á eftir.”
Þegar húsbóndinn heyrði þetta,
bjóst hann þegar að leita þeirra,
er á eftir væru, og var það jafn-
snemma og upp stytti hríðinni.
Nú er að segja frá þeim Pétri og
Einari, er þeir voru viðskila orðn-
ir viðalla félaga sína, nema þá tvo
er þeir leiddu; höfðu þeir Guð-
mund á milli sín, en Gísli hélt sér
í þá; héldu þeir svo fram ferðinni
langa hríð: Færð var orðin hin
besta. Svo sagði Pétur frá síðan,
að allt af fannst honum að sér
mundi auðnast að komast til
bæja, en þá vildi hann helst
deyja, er hann hefði sagt frá tíð-
indunum. Lítt skiptust þeir orð-
um við félagar, nema einu sinni
sagði Guðmundur: “Ætlarðu að
yfirgefa mig, Pétur?” “Nei,
aldrei!” svaraði hann. I því kippt-
ist Guðmundur við svo hart, að
hann ýtti þeim frá sér; það voru
dauðateygjurnar, er hann tók
fyrsta andvarpið; báru þeir hann
þó enn góða stund í milli sín, uns
þeir skildu að það kom fyrir ekki.
Kaffldrykkjaí
Bringuin
Þá var stytt upp hríðinni, og var
það eins snögglega og hún hafði
skollið á. Létu þeir nú lík Guð-
mundar eftir, og er þeir höfðu
skamma stund farið, sýndust
þeim koma þrír menn á móti sér.
Það var Jóhannes bóndi í Bring-
unum einn saman, er kominn var
að leita þeirr; stefndu þeir þá fyr-
ir austan endann á Grímmanns-
felli,er Jóhannes kom að þeim.
Komust þeir nú allir heim með
honum, en svo voru þeir mátt-
farnir, að Jóhannes varð að Iyfta
undir þá til þess að þeir kæmust
upp á baðstofutröppurnar. Þegar
þeir voru komnir inn á baðstofu-
gólfið, var spurt, hvort þeir vildu
kaffi. Pétur svaraði: “Því ætli ég
vilji ekki kaffi?”. Hann stóð á
gólfinu, meðan hann drakk úr
bollanum og meðan bóndi náði af
honum fötunum; hann talaði allt
af ráði , en stutt og reiðulega, en
sjálfur vissi han ekki af sér, frá því
að hann kom inn, til þess er
stund leið frá. Það var um hádegi,
er þeir komu til bæja. Voru nú
sóttir menn og hestar og þeir fé-
lagar fluttir á bæi, þar sem hægt
var að hjúkra þeim. Þá er aðrir
voru reiddir burt, steig Sveinn á
skíði og gekk á þeim; þótti þá
sumum félögum hans sem hann
mundi hafa legið helst til mikið á
liði sínu um nóttina, er þeir beid-
du hann hjálpar og lögðu sjálfir
limi sína í sölurnar, en hann
hafðist ekki að.
Kalt án líkklæða
Lík þeirra er látist höfðu á
heiðinni fundust eigi síðar en
þeir félagar komu til byggða;
sögðu þeir, er sóttu, að Iíkin
hefðu legið við læk einn lítinn, og
hefði Jón af Ketilvöllum legið í
vatni úr læknum. Líkin voru öll
flutt að Mosfelli, en kistur gjörð-
ar að þeim í Reykjavík. Pétur
kvaðst vilja leggja til líkklæði utan
um Guðmund og svo gjörði hann.
Nokkru síðan dreymdi hann, að
Guðmundur kæmi til sín; þóttist
hann spyija, hvernig honum liði.
Þótti honum Guðmundur svar:
“Ekki vel, mér er svo kalt.” Frétti
Pétur síðar, að líkklæðin höfðu
orðið eptir í Reykjavík í ógáti, og
þótti þá draumurinn benda til
þess. Þau líkklæði urðu síðan
utan um Magnús prest Grímsson
að Mosfelli.
Geir Zoéga hafði sótt Pétur
upp að Mosfelli og flutti hann til
sín; var Pétur þá lagður í það
sama rúm, sem hann hafði legið í
um haustið einn, þá er Geir var
eigi heima, sem fyrr er sagt. Ein-
ar lá lengi með óráði, en varð
heill að Iokum. Pétur var mest
kalinn og lá mjög lengi í sárum og
varð aldrei örkumlalaus. Aldrei
missti hann rænuna, og undruð-
ust menn karlmennsku hans, því
að til hans heyrði varla stunu, þó
að félagar hans aðrir lægju með
hljóðum. Veturinn eftir var Pétur
lengi á Móeiðarhvoli til Iækninga
hjá Skúla Thorarensen lækni;
dáðist hann oft að hörku Péturs
síðan. Einu sinni var læknirinn
að tálga skemmt bein úr fætinum
á Pétri, þar sem hann sat: Pétur
spurði, hvort hann vildi ekki láta
halda sér, því að eigi væri víst, að
sér tækist að halda fætinum kyrr-
um. Læknirinn skeytti því ekki,
en hélt áfram þangað til Pétur
kipptist við; þá hætti hann og
sagði: “A, svei því!” Pétur gekk
síðan upp á loft og settist við
vinnu sína.
Pétur kvæntist nokkru eftir
þetta og bjó að Felli í Biskups-
tungum þangað til hann fór til
Vesturheims með konu sinni og
börnum og bjó í Þingvallanýlend-
unni.
Á Mosfellsheiði var Geigs og feigsgata. Við hana stóð þetta sæluhús. Margir urðu
úti á heiðinni og var reimt í húsinu. Því var krossinn setturyfir dyrnar til að varna
myrkraverum að komast inn. Varðan við húsið vísar til átt