Dagur - 26.11.1997, Síða 2

Dagur - 26.11.1997, Síða 2
2 — MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 rD^r Sitt sýnist hverjum um útlit þessarar byggingar. Útlitsgölluð sundlaugarviðbyggmg? Bygginganefnd Húsa- víkiir hefur hafnað osk um hyggingaleyfi viðhyggingar við Sundlaug Húsavíkur. Nefndin getur ekki sætt sig við útlit hússins. Nokkuð óvenjulegt mál er komið upp í bæjarkerfinu á Húsavík eftir að bygginganefnd bæjarins samþykkti að hafna erindi frá bygginganefnd Sundlaugar, þar sem óskað var eftir byggingaleyfi fyrir viðbyggingum við Sundlaug Húsavíkur. Lagðar voru fram teikningar af viðbyggingu sem Helgi Hafliðason arkitekt hefur unnið og eru þær samþykktar af Brunamálastofnun, Vinnueftir- liti og heilbrigðisfulltrúa. Bygg- inganefnd bæjarins hafnaði ósk um byggingaleyfi þar sem nefnd- in gat ekki sætt sig við útlit húss- ins. Það er harla fátítt að smekkur bygginganefndar- manna sé svo sam- stíga sem í þessu máli og bæjarfull- trúar mundu ekki eftir sambærilegri afgreiðslu hjá nefndinni, þegar málið var til um- ræðu á fundi bæjar- stjórnar í fyrri viku. Þar kom einnig fram að fulltrúar í bygginganefnd hefðu ekki aðeins verið óánægðir með útlit hússins, held- ur einnig með að hafa ekki fengið að fylgjast með hönn- un hússins og þurfa að standa frammi fyrir því að sam- þykkja tilbúnar teikningar sem þegar væri búið að vinna með ærnum lilkostn- aði. Einar Njálsson bæjarstjóri sagði málið komið í öngstræti eftir afgreiðslu bygginganefndar. Hann gat þess að auðvitað yrði Sudurhlið Sundlaugar Húsavikur. ekki deilt um smekk og hann gerði ekki lítið úr smekk nefnd- armanna. Hinsvegar hefði e.t.v. verið eðlilegt að rökstuðningur fylgdi afgreiðslunni, að málið væri ekki afgreitt með því einu að húsið væri einfaldlega ljótt. Hönnuður og bygginganefnd Sundlaugar hefðu lagt mikla vinnu í teikningar, byggingin stæðist allar kröfur og raunar hefði teikningin verið kynnt nefndinni á frumstigi og útlitið hefði ekki breyst mikið frá því. Hann lýsti einnig óánægju sinni með að bygginganefnd hefði hafnað ósk um að sitja fund með hönnuði og ræða mál- ið og kanna hvort menn gætu ekki náð lendingu í því. Bygg- inganefnd virtist misskilja hlut- verk sitt í þessu máli, sem væri fyrst og fremst að sjá um að unn- ið væri eftir lögum og bygginga- reglugerðum, þó fagurfræðileg sjónarmið væru einnig höfð að Ieiðarljósi. Sérstök bygginga- nefnd Sundlaugar væri starfandi og algengt að slíkar störfuðu, m.a. bygginganefnd grunnskóla og bygginganefnd stjórnsýslu- húss. Þessar sérstöku nefndir væru skipaðar til að fara með umboð bæjaryfirvalda og fylgjast náið með hönnun og þróun til- tekinna verkefna, og síðan kæmu tilbúnar teikningar inn á borð bygginganefndar bæjarins. Bæjarstjórn samþykkti að vísa málinu aftur til bygginganefndar með ósk um að nefndarmenn sætu fund með hönnuði og bygg- inganefnd hússins. Fundurinn verður haldinn 3. desember n.k. -JS GAMLA MYNDIN Húsf riðunarsjóður Húsfriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsfriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminjalögum nr. 88/1989 sbr. lög nr. 43/1991 og 98/1994 og reglugerð um Húsfriðunarsjóð nr. 479/1993. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og hús- um sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsfriðunar- nefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1998 til Húsfriðunarnefnd- ar ríkisins, Þjóðminjasafni (slands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 2475 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsfriðunarnefnd ríkisins. Afmælisböm dagsins í dag, 26. nóvember, eiga þessir afmæli á Húsavík: Sigríður Jónína Helga- dóttir, Litlahvammi, f. 1922; Emilía Guðrún Svavarsdóttir, Baughóli 4, f. 1947; íris Gunnarsdótt- ir, Hjarðarhóli 1, f. 1975; Alma Hrönn Káradóttir, Uppsalavegi 3, f. 1984; Daníel Freyr Kristínar- son, Grundargarði 11, f. 1990. 27. nóvember verður átt- ræð Emelía Jónsdóttir, Sjúkrahúsi Þingeyinga. Sama daga verður sextugur Þórgrímur Björnsson, Baldursbrekku 17. Og fer- tugur verður Páll Þór Jónsson, Ásgarðsvegi 2. - BK/jS Vísnaþáttur Hvað þurfa menn helst þegar hefja á búskap? Sjónvarp að sjálfsögðu, hljómflutnings- tæki, sófasett, uppþvottavél, bfl. ofl. ofl. Og hefur ýmislegt breyst frá því eftirfarandi þula var samin og þarfirnar aðrar. Þulan birtist í Kvöldvökum árið 1913 og er forvitnileg og um leið dálítil kennslustund í íslensku. Búmannsþula Fátækir þegar byrja bú bresta vill efninflest: Jörðina, stúlku, ker og kú, kvikfénað, reipi og hest; fötu, trog, ausu, steðja og strokk, stelpu sem hirðirfé, laupana, kláfa, reizlu og rokk, rekkvoðir, kodda og beð; skaröxi, hamar, sög og sekk, síl, bækttr klyfberann, skhtnklæði, leðttr, röskan rekk, reku, pál, torfskerann, hrífu, orf, kláru, hefilbekk, hattdraklta viljugan; kistu þarf líka, kopp og nál, kerald og heykrókinn, askana, reiðing, skafa og skúl, skyrgrind, pott, vefstólinn, vettlinga, prjóna, snældtt og snúð, smíist á kvömum mél, baðstofu þá með brattri súð, bæði þarf spón og skel, hnakk og söðul, með klafa á kú, katnb og vinstur, sem drýgtr btí; hnappheldu, vöggtt, beizli og bönd, brýni, hníf, járn og tré; Síu og kamb, - um svarðarlönd, síst mun þá blómgastfé. - Hvt'li ég mína haukaströnd; hvað hefég nú í tél

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.