Dagur - 29.11.1997, Side 4

Dagur - 29.11.1997, Side 4
IV- LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 rD^tr MINNINGARGREINAR Þorgeir Sveinsson Þorgeír Sveinsson f. 16. 6.1927 að Hrafnkelstöðum, Hrunamannahreppi, Arnes- sýslu. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þ. 25. 11. 1997. Foreldrar hans voru Sigríður Haraldsdóttir f. 30. 12. 1900 d. 20. 5. 1991 og Sveinn Sveinsson f. 15. 1. 1893 d. 27. 5. 1954 bændur á Hrafhkels- stöðum. Börn þeirra önnur en Þorgeir: Kristrún f. 2. 9. 1930, d. 24. 9. 1979, Sveinn Gunnar f. 13. 8. 1932, Guðrún f. 24. 5. 1935, Haraldur f. 15. 9. 1941. Þorgeir kvæntist þ. 12. 6. 1952 Svövu Pálsdóttur frá Dalbæ, Hrunamannhreppi f. Eigum mikið úrval varahluta og aukahluta í bíla og búvélar Rafgeymar Viftureimar Timareimar Öxulhosur Kúplingar Þurrkublöð Bremsuhlutir Kveikjuhlutir Demparar Perur og Ijós Sauðfjárklippur Kúaklippur VELAR& ÞJÓNUSTAhf ÓSEYRI 1A, 603 AKUREYRI, SlMI 461 4040, FAX 461 4044 Rafgirðingarefni Tengiboltar Yfirtengi Mótorhitarar Drifskaftsefni Keðjuefni ásamt ýmsu fleiru. Nýir tímar (Nýjar áher slu r> Nuddkort hjá ingu Baldvins. Svæöanudd og höfuðbeina- og spjaldhryggslosun (cranial sacral) 5 skipti, 90 mín hver tími kr. 9.500. Vöðvanudd (nudd 60 mín + slökun) 5 skipti kr. 10.900.- Nuddpottur og vatnsgufubað innifalið í allri þjónustu. Gjafakort Andlitsbað, handsnyrting, fótsnyrting og slökunarnudd 6 klst. verð kr. 8.900.- Handsnyrting og fótsnyrting með parafinvaxi (hitamaski sem nærir húðina og örvar blóðrás) 3 klst. kr. 5.050.- Mary Cohr andlitslyfting - Callagen meðferð - Lyfting beaute 3 skipti 90 mín hvert kr. 13.500.- I '"FV" Dekur er okkar sérgrein. Dekur í notalegu umhverfi og í góðum höndum er gjöf sem sýnir ást og um- hyggju. Ath. verðtilboð í desember 1997 20. 4. 1928. Foreldrar hennar voru Margrét Guðmundsdóttir f. 7. 1. 1898, d. 4. 5. 1988 og Páll Guðmundsson f. 8. 9. 1899, d. 17. 5. 1966 bændur í Dalbæ. Börn Þorgeirs og Svövu eru Pálmar f. 15. 10. 1951, maki Ragnhildur Þórar- insdóttir, börn: Lára Bryndís, Rúnar og Svavar Geir; Hrafn- hildur f. 18. 12. 1952, maki Guðmundur Auðunsson, börn: Arnar Þór, Auður og Carina; barn Arnars Þór og Heiðu Bjarkar Asbjörnsdóttur er Bryndís María; Brynhildur f. 1. 5. 1955, Sveinn Sigurður f. 18. 2. 1958, maki Anna Ring- sted, börn: Elísabet Ýr og Þor- geir; Aðalsteinn f. 4. 2. 1961, maki Margrét Jónsdóttir, börn: Iðunn, Jón Þorgeir og Hákon. Aðalsteinn og Margrét eru nú bændur á Hrafnkels- stöðum. Þorgeir lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg í Hafnarfirði árið 1946. Hann var virkur fé- lagi í Ungmennafélagi Hruna- manna og sat í stjórn þess. Einnig var hann einn af mátt- arstólpum í leikstarfsemi Ung- mennafélagsins um árabil. Arið 1952 stofnaði hann svo ásamt konu sinni nýbýli á Hrafnkelsstöðum og bjó þar síðan. Þorgeir var áhugamað- ur um hestamennsku, hrossa- rækt og tamningar frá unga aldri. Hann var einn af stofn- endum Hestamannafélagsins Smára og átti sæti í stjórn þess í fjölda ára. Hann var formað- ur Hrossaræktarfélags Hruna- mannahrepps og síðar formað- ur Hrossaræktarsambands Suðurlands. Elsku Þorgeir minn, mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Það hefur verið mér ómetan- legt að hafa fengið að kynnast þér og njóta alls þess sem þú varst tilbúinn að gefa mér í fróðleik og skemmtun. En alltaf sannast best eigingirnin í manni þegar að því kemur að kveðja þá á maður svo erfitt með að sleppa. En ég veit að þín bfða margir góðir vinir og ættingjar sem taka fagnandi á móti þér og láta þér líða sem best, og svo er bara að skella sér á hestbak. En þessi mál ræddum við nú svo oft og höfðum bæði skoðun á. Kæri vinur ég á eftir að sakna þeirra stunda sem við áttum saman, það er nú ekkert svo langt síðan að við vorum að rifja upp það sem þú kenndir mér um tunglið t.d. og situr nú svona speki ekki Iengi í mér en þú gerðir þetta svo áhugavert að ég hugsa oft um það. Þá eru nú ófá kennileitin hér í Hruna- mannahrepp sem þú hefur frætt mig um og sögurnar sem þú hefur sagt mér. Elsku Þor- geir takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og megir þú hvíla í friði. Ég og fjölskylda mín sendum samúðarkveðju til Svövu og Ijölskyldu. Kristbjörg Gtsladóttir Að morgni þriðjudagsins 25. nóvember kvaddi þennan heim vinur minn og félagi Þorgeir á Hrafnkelsstöðum, en Þorgeir hafði átt við vanheilsu að stríða um árabil. Þorgeir ólst upp á Hrafnkels- stöðum við almenn störf í sveit, en miklar breytingar hafa orðið á búskaparháttum síðan hann var að vaxa úr grasi. Snemma hneigðist hugur hans til búskapar og var hann glöggur og natinn hirðir. Sauðfjárrækt var honum hugleikin og átti hann ágætt fé. Sveinn faðir hans var afburða hestamaður og tók Þorgeir það í arf. Þorgeir var einn af stofn- félögum Hestamannafélagsins $mára og var þar ötull félagi í starfi og leik. Félagar í Smára voru fram- sýnir því að á fyrstu árum fé- lagsins gengust þeir fyrir star- frækslu tamningastöðvar sem rekin var í Hreppunum og komu hross víða að. Til verksins völdust þeir Sigurgeir í Skáldabúðum, Björgvin í Laxárdal og Þorgeir. Mörg voru tryppin baldin og aðstæður aðrar en menn búa við í dag. Þeir félagar voru allir orðlagðir dugnaðarforkar og fórst þeim verkið vel úr hendi. Þorgeir sagði undirrituðum oft frá þes- sum tíma og sást þá blik í auga. Kynni okkar hófust fyrir tæp- um 20 árum þegar ég kynntist konu minni Helgu bróðurdót- tur hans. Með okkur Þorgeir tókst góður kunningsskapur sem varði síðan. Oft reið ég úr Flóanum upp í Hreppa. Þorgeir reið stundum á móti og fylgdi mér oft á leið aftur fram Langholtsfjall niður um Alfaskeið og fram að Stóru- Laxá. Þá hélt hvor sína leið. A stundum var Þorgeir sí- fræðandi og skemmtinn félagi. Fyrir tæpum tveimur árum varð Þorgeir vistmaður á lang- legudeild Sjúkrahúss Suður- lands, Ljósheimum á Selfossi. Þar undi hann hag sínum vel og fór heim að Hrafnkels- stöðum hvenær sem færi gafst. Fylgdist hann vel með búskap- num hjá Aðalsteini syni sínum. A veggnum í herbergi hans á Ljósheimum hékk mynd af Blesa, fyrsta hestinum sem hann eignaðist og var honum kærastur allra hesta. Svövu, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og barn- abarnabarni, sendi ég og fjöl- skylda mín öllum samúðar- kveðjur með þökk fýrir kynni af góðum dreng. Sverrir Agústsson ■L

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.