Dagur - 03.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1997, Blaðsíða 1
Stefnan tekin á hreinan meníhluta í bæjarstjórn Vidræður standa yfir rniUi fulltrúa A- og G- lista á Húsavík um sameiginlegt framboð í vor. Markmið beggja listanna er að vinna hreinan meirihluta í bæjar- stjórn undir nafni Húsavíkurlist- ans. Fyrsti viðræðufundur samn- inganefnda A- og G-Iista á Húsa- vík fór fram s.l. sunnudag, en fé- lagsfundir beggja félaga höfðu samþykkt að ganga til sameining- arviðræðna af heilum hug. Að sögn Orlygs Hnefils Jóns- sonar, sem sæti á í viðræðunefnd G-listans, gekk þessi fyrsti fund- ur vel, engin snurða hljóp á þráð- inn og viðræðum verður haldið áfram. Örlygur segir að báðir Iistar gangi til samningaviðræðna með það að markmiði að ef sameigin- legt framboð þeirra verði að veru- leika, þá verði stefnan tekin á hreinan meirihluta í bæjarstjórn Húsavíkur. G-listi Alþýðubanda- lags og óháðra á nú þrjá bæjar- fulltrúa í bæjarstjórn og A-listinn er með einn, þannig að samein- aður Iisti þyrfti að bæta við sig einum manni til að fá hreinan meirihluta. Þegar liggur fyrir að einn af bæjarfulltrúum G-Iista, Valgerð- ur Gunnarsdóttir mun ekki gefa kost á sér á framboðslista í vor og bæjarfulltrúi, A-lista, Jón Asberg Salómonsson, mun sömuleiðis ekki gefa kost á sér. Hinir bæjar- fulltrúar G-listans, Kristján As- geirsson og Tryggvi Jóhannsson hafa ekki gefið afdráttarlausar yf- irlýsingar um hvort þeir gefa áfram kost á sér. Örlygur Hnefill segir að ef að sameiginlegu framboði verði, þá muni listinn höfða til félags- hyggjufólks hvort sem það er flokksbundið eða óflokksbundið, og einnig til þeirra sem vilja sjá breytingar. Þegar virðist vera komin upp nokkur samstaða hjá sameining- arsinnum um að sameiginlegur listi, verði hann að veruleika, muni hljóta nafnið Húsavíkur- listinn. - JS Laufa- hrauðin ljúf oggóð Þingeyingar hamast nú í laufa- brauði allar helgar en Kvenfélags- konur á Húsavík voru fyrstar af stað. Kvenfálag Husavíkur hefur skorið og selt laufabrauð svo lengi sem elstu félagskonur muna, og lengst af á árlegum jólabasar. Fyrir þessi jól verður enginn hasar og var þess í stað tekið á móti pöntunum og Kvenfélagið seldi um 1400 kökur, einkum tU fyrirtækja í hænum. Konurnar skiptu sér í hópa og skáru og steiktu í heimahúsum út um aHan bæ. Og þurfa svo auðvitað lika að búa tU laufabrauð ofan í sig og sina. Á myndinni hér tU hliðar eru Kvenfélagskonurnar Hildur Baldvins (HiUa) og HaUdóra Theo dórsdóttir (HiUa) að steikja laufa- brauð í gríð og erg. - js Biörk í fullviimslu á harðviði Þijú fyrirtæki á Húsa- vík hafa stofnað fyrir- tækið Björk ehf. sem mun annast iull vinnslu á harðviði frá Aldin. Stofnað hefur verið á Húsavík fyrirtældð Björk ehf og er stefnt að því að fyrirtækið annist full- vinnslu úr harðviði frá Aldin hf. Þrjú fyrirtæki í bænum standa að stofnun Bjarkar, Aldin hf, Vík ehf og Norðurvík ehf. Stjórn nýja fyrirtækisins skipa þeir Að- alsteinn Skarphéðinsson, for- maður, Þórólfur Aðalsteinsson og Gunnlaugur Stefánsson. Fyr- irtækið hefur tekið á leigu 330 fermetra húsnæði af Vík hf. að Höfða 24 undir starfsemina. Björk ehf. mun gera fastan samning við Aldin um fram- leiðslu á vörum úr harðviði og stefnir einnig að því að gera samninga við aðra aðila um ákveðna framleiðslu eða sér- vinnslu, t.d. heflun eða kílingu á mjúkviði. Meðal þess sem fyrirhugað er að framleiða úr harðviði eru gólfborð, parket, gólflistar, veggjaþiljur og límtrésplötur. Könnun sem stofnaðilar gerðu í samvinnu við Atvinnuþróunar- félag Þingeyinga bendir eindreg- ið til að hér sé um arðbæra fram- leiðslu að ræða og sérstaða og styrkleiki fyrirtækisins felst í að- gengi að hráefni frá Aldin hf., sem er eini framleiðandi harð- viðar á íslandi. Heildarstofnkostnaður fyrir- tækisins nemur 12,8 milljónum og liggur fyrst og fremst í véla- búnaði. Gert er ráð fyrir tveim ársstörfum við fyrirtækið til að byfya með og eru menn vongóðir um aukningu í framtíðinni. — JS Húsvikingar fengu að kynnast vínmenningu á dögunum þegar Sigmar B. Hauksson mætti á staðinn og uppfræddi innfædda. Hér er hann með sýnikennslu í verkiegum æfingum. Uppsagnir hjá TaM sf. á Húsavík Tak s.f. „löiidunar gengið“ á Húsavík, hefur sagt upp öUuui starfsmöimiiui. Ástæðan mun fyrst og fremst vera mikill samdráttur í löndun fiskafla á Húsavík, en á undan- förnum mánuðum hefur fækkað verulega bátum sem hér leggja upp og þar með dregið úr um- svifum hjá Taki sf. Flestir starfsmenn Taks hafa 3ja mánaða uppsagnarfrest. — JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.