Dagur - 09.12.1997, Síða 1

Dagur - 09.12.1997, Síða 1
Ámi Bjöm Guðjóns- son stefnirað krísti- legu fmmboði fyrír borgarstjómarkosn- ingamarí vor. Hann hejur auglýst eftir fólki á lista og vonast til aðfá inn ungtfólk með kríst í hug og hjarta. Hann eralls- endis óhræddur við allt tal um trúar- ofstæki. Árni Björn Gudjónsson stefnir að kristiiegu framboði í borginni og vonast til að ná inn einum fulltrúa til að byrja með. Hann vill að fjölskyldan komist til valda fyrir tilstuðlan kristninnar. Ef ne/kvæðri þróun þjóðfélagsins verði ekki snúið við þá bíði bara tortíming. mynd: „Sumt af því sem við höfum Iátið frá okkur fara hefur þótt einum of langt gengið, til clæmis í siðferðis- kaflanum í stefnuskránni okkar. Ef það eru mannréttindi að fólk fái að sinna hvötum sínum svo fremi sem það skaðar ekki náung- ann þá höfum við aðra skoðun. Við eigum að ráða hvötum okkar og lifa heilhrigðu og hreinu lífi. Við teljum að það séu lfka mann- réttindi. Ef þetta er kallað ofstæki þá eru það öfugmæli frá okkar sjónarhóli séð. Eg trúi á það að þjóðin geti tekið upp kristilegt hugarfar og tel að þjóðkirkjan hafi brugðist. bað er ekki ofstæki," segir Arni Björn Guðjónsson. Kristnu gildin eru nauðsynleg Arni Björn er kjósendum að nokkru kunnur því að hann hef- ur barist fyrir kristilegri stjórn- málahreyfingu í nokkur ár og leiddi kristilegan lista í Reykjavík fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann er nú aftur kominn í fram- boðsstellingar, er með hóp fólks á bak við sig, einkum fólk úr frí- kirkjunni Messías við Rauðarár- stíg. Hópurinn hefur auglýst í fjölmiðlum eftir fólki á lista og ætlar að standa að framboði. Sjálfur hefur Árni alltaf haft mik- inn áhuga á sveitarstjórnarmál- um, „þau hafa alltaf verið eitt- hvað svo mikið í mínum huga og hjarta". Hann telur að þjóðkirkj- an hafi brugðist og trúir því að þjóðin geti tekið upp kristilegt hugarfar. „Það hefur verið ákveðinn kjarni kringum þessa kristilegu stjórnniálahreyfingu og við erum alltaf að reyna að fá til fylgis við okkur fleira kristið fólk. Eg tel að við eigum enga samleið með lýsir eftir ióðendum þessum, sem kalla sig flokka. Ég tel að þessi kristnu gildi, sem flokkarnir telja sig fylgja en fylgja ekki, séu svo bráðnauðsynleg í alla umræðu og að fjölskyldan eigi að ráða sveitarfélögunum,1' segir Arni Björn. Losa við ósómaim Þegar uppkast að stefnuskrá Kristilegrar stjórnmálahreyfingar er skoðað kemur fram að hreyf- ingin vill líf og réttlæti guðs með- al borgarbúa. Kristin borgar- stjórn, mynduð af fulltrúum fjöl- skyldunnar, sé eini möguleikinn til að losa „borgina við allan þann ósóma sem hér ríkir“ þar sem ekki leyfist „að mata börnin okkar á ldámi og ofbeldi og þar sem komið verður í veg fyrir að þeim standi lil boða að kaupa áfengi og eiturlyf1, segir þar meðal annars. „Með boðun hins góða, fagra og fullkomna, með boðun fagn- aðarerindisins í skólum og fjöl- miðlum er hægt að stemma stigu við óheilbrigðu líferni sem virðist vaxa jafnt og þétt í borginni," segir þar einnig. Réttlæti verði aldrei komið á af hagsmunaklík- um flokkanna, sem stjórnast af „fégræðgi og valdafíkn". Þeir skeyti ekki um hagsmuni fjöl- skyldunnar eða þeirra sem minna mega sín. Árni Björn vill sumsé að fjölskyldan komist til valda og ráði borginni, til dæmis með því að mynda kristileg fjölskyldusam- tök úti í hverfunum. Kristin samfélðg eru hrædd Kristileg stjórnmálahreyfing hef- ur auglýst eftir fólki á framboðs- lista og segir Árni Björn að svör hafi verið nokkur. Hann ætlar þó ekki bara að auglýsa eftir fólki heldur hafa beint samband við kristilega söfnuði og reyna að fá þá með sér. „Því miður hefur komið í ljós að mörg kristin sam- félög eru hrædd við að taka þessa afstöðu. Valdakerfið er alltaf að verða sterkara og hræðsla fólks- ins er alveg ótrúleg,'1 segir hann. — Getur ekld verið að stjórn- málaflokkarnir höfði einfaldlega meira til þeirra en Kristileg stjórnmálahreyfing? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst hræðsla. Ég tel að valda- kerfið í landinu sé hættulegt þjóðinni allri. Fjölskyldan má sín einskis og einstaklingurinn ekki heldur. Ef þetta fer ekki að snú- ast við þá tortímum við þessari þjóð. Það er ekkert öðruvísi," segir hann. Árni vonast til þess að hreyf- ingin nái inn einum fulltrúa til að byrja með og segir að fyrir- bænir séu löngu byrjaðar. -GHS. II Nvtt sím an u ni er 1 4 6 ( ) 2 5 0 0 SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA Veitum hagstæð | lán til kaupa á landbúnaðarvélum Reiknaðu meó ’ SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax 588-7201 Það tekur aðeins einti - - ivirkan aö kotna póstinum þínum til skila

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.