Dagur - 09.12.1997, Side 4

Dagur - 09.12.1997, Side 4
tc <r o r v v n m m ? i n o o n :m n n i «1 o 20-ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 UMBÚÐALAUST Að vera laumufarþegi í heiminum 1 GUÐMUNDUR ANDRI ~ j thorsson ' ^jj SKRIFAR Frammistaða íslenskra stjórn- valda í Kyoto er satt að segja með mildum ólíkindum. Það nær ekki nokkurri átt að menn skuli fyrst átta sig á um hvað málið snýst þegar þeir eru komnir þangað út, en ekki fyrr. Þetta er slík sneypuför að helst er hægt að jafna við 14-2 leikinn við Dani, vansællar minningar. Sem Islendingi rennur mér það til rifja að vita af fulltrúum þjóð- ar minnar þarna úti ráfandi milli sendinefnda að væla um ein- hveija sérstöðu sem allir nema íslenskir ráðamenn \dta að er löngu liöin tíð, hvarf með Sovét- ríkjunum. Við getum ekki Iengur hagað okkur eins og laumufar- þegar í heiminum. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra sagði í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í síð- ustu viku að ríkisstjórnin hefði sennilega vanmetið þá þungu áherslu sem þjóðir heims leggja á að draga úr útblæstri loftteg- unda sem valda gróðurhúsaá- hrifum. Hann var með öðrum orðum að segja að engin sérstök undirbúningsvinna hefði átt sér stað fyrir umhverfisráðstefnuna í Kyoto. Hann var í rauninni að játa það að ríkisstjórn landsins hefði ekki haft hugmynd um hvað stæði fyrir dyrum í Kyoto. Umhverfis-hvað? Hann var hálf- partinn að segja að í ríkisstjórn landsins fylgist menn ekkert með alþjóðlegri umræðu. Af orðum hans getur maður ekki annað en dregið þá ályktun, að ráðherrar Iandsins séu upp til hópa óupplýstir menn með þröngan sjóndeildarhring, heimskir menn í þess orðs upp- runamerkingu. Það er að vísu ekki nýlunda að íslenskir ráðamenn séu úti á þekju á alþjóðlegum vettvangi. Og kannski ekki við ráðherrana beinlínis að sakast þó enginn þeirra hafi að ráði komið út fyrir landssteinana, nema þá sem silkihúfur. Hin óvenju einlægu ummæli umhverfisráðherrans eru kannski miklu meiri áfellis- dómur yfir íslenska embættis- mannakerfinu þar sem maður skyldi ætla að einhvern væri að finna sem útskýrt gæti fyrir ráð- herrunum alvöru málsins. Þessi ummæli ségja meiri sögu en orð fá lýst um menntun og bak- grunn og hæfi þeirra manna sem stjórna Iandinu. Enn erum við að súpa seyðið af hvalamálinu. Það veldur því að þessir lög-, bú- og viðskipta- fræðingar sem hér ráða öllu halda að umhverfismál séu bara eitthvert væmið hipparugl. Eitt- hvað hvalafriðunarþrugl. Þetta mikilvægasta hagsmunamál jarðarbúa hefur verið fullkom- Iega hundsað af þessum mönn- um: Sjálfstæðisflokkurinn barð- ist á sinni tíð með oddi og egg gegn því að Umhverfisráðuneyti yrði sett á legg og Framsóknar- flokkurinn sýndi málaflokknum þá staklegu óvirðingu að setja hann undir Landbúnaðarráðu- neyti, þar sem enn ráða ríkjum hershöfingjarnir í hernaðinum gegn landinu sem geysaði hér fram eftir öldinni með ofbeit og framræslu mýra. *** Sérstaða íslands sem íslensku sendinefndinni verður svo tíð- rætt um þegar reynt er að víkja Islendingum undan því að taka ábyrgð á sínum blett heimsins - kannski er hún til þrátt fyrir allt. Kannski er sérstaða Islands einkum fólgin í því að hér þarf ekki að loka verksmiðjum og segja upp fólki. Hér þarf einung- is að hætta við áform um stór- felldan verksmiðjurekstur. Sér- staða Islands kann að vera sú að hér þarf minna að fórna en víða annars staðar. Ekki skal dregið úr því að það kann að reynast erfitt að fá Islendinga til að draga úr hömlulausum bílaakstri sínum - en hílar eru hér fremur notaðir eins og nokkurs konar úlpur heldur en að beinlínis sé um að ræða samgöngutæki, og ekki þykir tiltökumál að aka hundrað metra út í sjoppu. Og ekki skal heldur dregið úr því að það kann að reynast erfitt fyrir þjóðina að draga úr útblæstri Fiskisldpaflotans. En það er hins vegar hlutverk ríkisstjórnarinnar að sýna þó ekki nema örlítinn vott af áhuga á því að reyna eitt- hvað að draga úr þessum út- blæstri. Það er skylda hennar. Ekki einungis við þessa skamm- sýnu þjóð sém hér býr, heldur við sjálfa Móður jörð. Og það er líka skylda ráðherra að hætta að mála skrattann á vegginn, hætta þeim málflutn- ingi að hér fari allt í kaldakol ef ekki takist að troða álverum, ol- íuhreinsunarstöðvum og öðrum stóriðjuverum í hvern fjörð. Eins og Jónas Kristjánsson ritstjóri benti á í einum af sínum snjöllu leiðurum þá verða menn að fara að líta á ráðstefnuna í Kyoto sem tækifæri, ekki ógnun. Is- lenskt hugvit er ærið og hlutverk stjórnvalda er að beina þ\'í í uppbyggilegar áttir. Það er hins vegar skylda okkar kjósenda að hætta að styðja til valda menn sem hafa þessa óhugnanlegu framtíðarsýn um okkur: að börnin okkar eigi unn- vörpum að fara að vinna í verk- smiðju; menn sem markvisst svelta alla æðri menntun, sem þó er Iykillinn að farsæld; menn sem hafa þá stefnu helsta á al- þjóðavettvangi að Islendingar eigi sem þjóð að vera nokkurs konar laumufarþegi í heiminum, á eilífri undanþágu. UAUKUR AGUSTSSON SKRIFAR Leikfélag Sauðárkróks hefur verið með á fjölunum í Bifröst á Sauðárkróki ævintýraleik með söngvum, sem ber nafnið Trítill. Texti verksins er eftir Hilmi Jó- hannesson og Huldu Jónsdóttur, en tónlist eftir Erík Hilmisson og hefur hann einnig unnið út- setningar. Leikstjóri og hönnuð- ur leikmyndar er Ingun’n Asdís- ardóttir. Tónlistarstjóri er Rögn- valdur Valbergsson. Lýsing er verk Páls Arnars Olafssonar og búningahönnun unnin af Sigríði Snjólaugu Verharðsdóttur og Fríðu Oddsdóttur. Trítill fjallar um ferð titilper- TrítíU á Sauðárkróki sónunnar um ýmsa ævintýra- heima jafnt forna sem úr sam- tíma okkar. Hann lendir í klóm dökkálfa og fer á vit vatnabúa, hann hittir fyrir númeruð möppudýr samtímans, lætur ginnast af lukkusala og gleymir sér í gliti sólarstranda, svo að nokkuð sé nefnt. I ferli verksins taka höfunda, víða á ýmsum sið- ferðilegum málum, eins og gjarnan er í ævintýrum, sem fela í sér uppeldislegan kjarna. Einnig fella þeir lipurlega inn í verkið gagnrýni á ýmislegt í sam- tíma okkar, svo sem ópersónuleg og kerfisbundin viðbrögð og kerfi og innantóma eftirsókn eft- ir tilbúnum mætum. Tíðum er mikið fjör á sviðinu í viðamiklum hópatriðum, sem ganga sem næst ótrúlega vel í því litla rými, sem er á sviði Bif- rastar. Sérlega þróttmikið er at- riði dökkálfanna, en önnur mannmörg atriði eru einnig vel af hendi leyst. Leikstjórinn, Ingunn Ásdísardóttir, hefur unnið gott verk með hinum fjöl- menna flytjendahópi, ekki síst, þegar haft er í huga, að hann fylla mest unglingar og börn, sem væntanlega hafa mörg hver ekki mikla sviðsreynslu að haki. I fámennari atriðum bregður fyrir stirðlegri sviðsferð og þá engu síður hjá eldri og reyndari leikurum en þeim, sem yngri eru. Framsögn er yfirleitt góð. Lestónn heyrist þó í nokkrum tilfellum. Söngur er almennt áheyrilegur jafnt hjá þeim, sem syngja einir, sem í hópsöng. Undirleikur sjö manna hljóm- sveitar undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar, er vel af hendi leystur. Honum er jafnan vel í hóf stillt hvað styrk snertir. Lög Eiríks Hilmissonar eru þekkileg, en hafa nokkuð einhæfan brag. Höfuðhlutverk í ævintýrasöng- leiknum Trítli eru fjögur. Fyrst ber aðnefna Trítil, sem er Ieik- inn af Sigurlaugu Vordísi Ey- steinsdóttur. Hún fer vel með hlutverk sitt og er söngflutning- ur hennar afar áheyrilegur. AI- finn álfakóng leikur Björn Magnússon og gerir vel, en nokkur lestónn er f framsögn á stundum. Prósa-Lunda Ieikur Guðbrandur Guðbrandsson. Hann nær allgóðum tökum á hlutverkinu, en skortir nokkuð innlifun í skoplega þætti þess. Framsögn mætti á stundum vera nokkru skýrari. Signý Leifsdótt- ir leikur hlindu stúlkuna Brá og fer fallega með hlutverk sitt. Svið og búnaður eru vel af hendi leyst. Sviðsmyndin er einföld. Hún nýtist skemmti- lega til þess að skapa hrif, svo sem f Ieitinni að sjónsteininum. Brunnklukkan sem geymir sjón- steininn er vel unnin og áhrifa- mikil. Lýsing í verkinu er í heildina góð og fellur vel að ferli þess. Búningar eru mjög margir í verkinu. Þeir gera góð skil á milli atriða og flytjendahópa og eru tjáningarríkir jafnt að lit sem sniði. Trftill tekur sem næst réttar þrjár klukkustundir í flutningi með hléi. Lengd verksins er helsti galli þess. Höfundar virð- ast hafa haft gnótt hugmynda og hafa nýtt of margar þeirra. Einnig kemur fyrir, að texti sé nokkuð langlokukenndur og hefði mátt gera hann hnitmiðaðri og um leið styttri. Verkið er hins vegar vel sjónar virði og í heild tekið hin besta skemmtun. Væri það endurskoðaö og gert þéttara er lítill vafi á því, að það gæti náð víða og notið vinsælda jafnt á meðal barna sem fullorðinna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.