Dagur - 09.12.1997, Side 10
26 - ÞRIÐJUDAGUR 9.DESEMBER 1997
íc9‘r
LANDSPITALINN
...í þágu mannúðar og vísinda...
Hjúkrunarfræðingar
óskast á:
1) gjörgæsludeild I. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af gjörgæslu-,
hand- eða lyflæknishjúkrun. Boðinn er aðlögunartími sem felur í sér fyrir-
lestra og handleiðslu reyndra hjúkrunarfræðinga. Upplýsingar veitir Lovísa
Baldursdóttir, sími 560 1000 og 560 1300.
2) skurðdeild kvenna í afleysingar frá og með 15. janúar til 30. september
1998. Upplýsingar veitir Sjöfn Eyfjörð í síma 560 1148.
Meinatæknir
óskast á tæknifrjóvgunardeild kvennadeildar frá 1. janúar 1998. Um er að
ræða fullt starf sem felur m.a. í sér vinnu með kynfrumur og fósturvísa,
ætagerð og frumuræktanir. Upplýsingar veitir Júlíus Gísli Hreinsson, líf-
fræðingur, sími 560 1175. Umsóknir berist til Þórðar Óskarssonar yfir-
læknis fyrir 23. desember nk.
Ritari
óskast á almenna göngudeild frá 1. janúar 1998. Um er að ræða 100%
framtíðarstarf. Vinnutími er 8-16 virka daga. Umsóknarfrestur er til 19. des-
ember nk. Umsóknir berist til Hildigunnar Friðjónsdóttur, deildarstjóra, sem
einnig veitir upplýsingar í síma 560 1090.
Móttökuritari
óskast á sónardeild Kvennadeildar í 100% starf. Upplýsingar veitir María
Hreinsdóttir, deildarstjóri, í síma 560 1158.
Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og
fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi
Ríkisspítala, Pverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Stjórn listamannalauna
Auglýsing um starfslaun
listamanna árið 1998
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum
árið 1998, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum
breytingum.
Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum, þ.e.:
1. Launasjóði rithöfunda,
2. Launasjóði myndlistarmanna,
3. Tónskáldasjóði,
4. Listasjóði.
Umsóknir einstaklinga skulu hafa borist Stjórn listamannalauna,
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til
gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16 mánudaginn 15. desember 1997.
Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna 1998“ og til-
greina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást
hjá menntamálaráðuneytinu.
Heimilt er að veita starfslaun til stuðnings leikhópum enda verði
þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna.
Umsóknir leikhópa skulu berast Stjórn listamannalauna, mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum
eyðublöðum fyrir kl. 16 mánudaginn 15. desember 1997. Umsókn-
ir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna 1998 - leikhópar“. Um-
sóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu.
Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans
því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn lista-
mannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga
um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.
Vakin er athygli á að hægt er að ná í umsóknareyðublöð á Internet-
inu á heimasíðu Stjórnar listamannalauna. Slóðin er:
http://www. m media. is/listalaun.
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur rennur út mánu-
daginn 15. desember nk.
Reykjavík, 5. desember 1997.
Stjórn iistamannalauna.
LÍFIÐ í LANDINU
Lesandi, sem er bóndi í sveit, hringdi og
vildi vekja athygli á því að það væri mjög
erfitt að fá ráðskonur, eða bara konur til
sveitastarfa. Hann sagði að um tíma hefði verið
einhver ráðningarskrifstofa hjá Búnaðarsamband-
inu sem hefði séð um þessi mál, en nú um nokk-
urra ára skeið hefði bara varla fengist kvenmaður í
Vigdís
Stefánsdóttir
skrifar
sveit, nema því aðeins að viðkomandi væri
ófær til vinnu, mjög ung og óreynd eða bara
einhver vandræðagripur. Hann var ekki sátt-
ur við þessa þróun og vildi hvetja kvenfólk til að
koma í sveitina, þó ekki væri til annars en að
koma í veg fyrir að fólksfæð yrði meiri en orðið
væri.
HVAÐ A E G A Ð GERA
Enginn er eins!
Ég á í dálitlum vandræðum. Ég er frekar rólegur
og þannig að ég vil hafa allt í föstum skorðum og
vera búinn að ákveða fyrirfram hvernig ég ætla að
eyða deginum eða fríinu. En konan mín er allt
öðruvísi. Hún tekur ákvarðanir á augnabliki og
skiptir stöðugt um skoðun á þvf hvað hún vill að
við gerum. Þetta gerir mig óöruggan og ég verð
stressaður. Hún skilur alls ekki hvað þetta er
óþægilegt fyrir mig.
Það eru skiptar skoðanir á þ í hvort eigi betur
saman Iíkir eða ólíkir persónuleikar í sambúð.
Gamla máltækið, Lík börn leika best, segir eitt
og endurvarpar kannski reynslu kynslóðanna á
meðan öðrum finnst að ólíkt fólk hljóti að bæta
hvort annað upp. I fljótu bragði sé ég ekki aðra
lausn en þá að þið semjið um það að annað
ykkar ráði ferðum og skipulagi aðra vikuna/dag-
inn/mánuðinn og hitt á móti. Það kostar að vísu
streitu hjá þér öðru hvoru, en þú getur þá verið
rólegur og skipulagður á milli. Það er mjög
erfítt að temja sér háttu sem stangast á við eðli
manns, svo mikið er víst og þó konan þín reyni
sjálfsagt að fara eftir því sem þú biður hana
um, þá er bara ekki víst að hún sé fær um það.
Vigdís svarar í símann!
Ertu með ráð, þarftu að spyrja,
viltu gefa eða skipta?
Vigdís svarar í símann kl. 9-12.
Símiun er 563 1626 (beint)
eða 800 7080
Póstfang: Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgata 31 Ak.
Netfang: ritstjori@dagur.is
FLÓAMARKAÐUR
Jólasófa
settið
vantar
Mynd úr myndasafni.
\
Morgunverðarfundur
Miðvikudaginn 10. desember 1997, kl. 8:00 - 9:30 á Hótel KEA, Akureyri
LANDSBYGGÐIN 0G LIFSSTILL
Getur atvinnulíf á landsbyggðinni
boðið samkeppnishæf lífsgæði?
• Skipta tekjumöguleikar og atvinnuöryggi minna máli en áður?
• Hvemig geta íyrirtæki á landsbyggðinni keppt um sérhæft starfsfólk?
• Hefur landsbyggðarfólk raunhæfa möguleika á að mennta bömin sín?
• Er ekki lengur skemmtilegt að búa úti á landi?
RÆÐUMENN:.
L
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður
Stefán Jón Hafstein, ritstjóri
Bjarni Kristinsson, ffamkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjaröar
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,-
Fundurinn er opinn en æskilegt er
að tilkynna þátttöku fyrirfram í sima 588 6666
VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS
Þetta bréf barst umsjónarmanni
Flóamarkaðs.Þannig er mál með
vexti, að á þessu ári skildum við
hjónin og eiginmaðurinn flutti
að heiman með sófasettið. Nú
eru að koma jól og ég sit með 5
börn án sófasetts og vantar
einnig 2-6 borðstofustóla til að
sitja í á jólunum. Okkur þætti
vænt um ef þið vilduð auglýsa á
Flóamarkaðnum eftir notuðu
sófasetti og borðstofustólum
sem einhver vildi losna við. Kær
kveðja og fyrirfram þakklæti.
Sigrún.Síminn hjá okkur er 565
1125
Þessu er hér með komið á
framfæri við lesendur Dags sem
að vonum bregðast vel við.
Uppskriftir
Um jól er mikið
hugsað um mat, mat-
artilbúning og bakst-
ur. Flestum þykir
gott að fá kökur og fínan mat,
en ýmsir hópar eiga við vand-
kvæði að stríða. Þar má til
dæmis nefna þá sem eru sykur-
sjúkir og þjást af glutenof-
næmi. Nú langar mig til að
biðja lesendur um að senda
mér uppskriftir sem henta
þessum tveim hópum, kökur og
eftirrétti.
Húsráð og fleira er vel þegið
líka.
Heimilisfangið er: Svona er
Iífið, Þverholt 14, 105 Reykja-
vík. Faxnúmerið hjá okkur er:
551 6270 og beini síminn 563
1626. Svo er hægt að senda
tölvupóst á: gsteinn@ff.is og
merkja hann Svona er lífið.