Dagur - 11.12.1997, Page 3

Dagur - 11.12.1997, Page 3
 FRÉTTIR FIMMTUDAGVR 11.DESEMBER 1997 - 3 Mokuðu upjp túnfískí í íslenskri logsögu Hér má sjá þegar japanska túnfiskveiðiskipid er gert klárt í Reykjavíkurhöfn fyrir túrinn. Þetta reyndist ferd til fjár því túnfiskinum var hreinlega mokað upp í íslensku lögsögunni. íslensku miðiii iiiuii gjöfulli af túnfiski á vetrarmánuðum en nokkum óraði fyrir. Aflaverðmæti jap- ansks skips í 5 7 daga tnr reyndist um 150 milljónir króna. Eimi fiskur á milljón. Túnfiskveiðum Japana er lokið \dð Islands strendur. Skilyrt var að einn rannsóknarmaður yrði um borð og er Stefán Lárus Páls- son, fyrir hönd Hafrannsókna- stofnunar og Fiskistofu, nýkom- inn heim úr 70 daga leiðangri á japanska skipinu Tokujamaru. Veiðarnar gengu afar vel að sögn Stefáns og nam aflaverðmætið um 150 milljónum króna á þeim 57 dögum sem veitt var. Veiði- svæðið var milli Reykjaness og Færeyja. „Enginn átti von á þessu“ Þrjú skip fengu leyfi til að veiða frá 15. ágúst til síðustu mánaða- móta innan íslensku lögsögunn- ar. Veiðarnar gengu treglega í fyrra og því var ekki á vísan að róa. Það sem kom mest á óvart nú, var hve veiðin hélst góð fram eftir nóvembermánuði, að sögn Stefáns. „Enginn átti von á þess- um mikla afla í nóvember. Þetta er flökkufiskur eins og síldin þannig að það getur brugðið til beggja vona. Ef Islendingar fara út í þetta mæli ég með að þeir leigi skipin a.m.k. til að byrja með. Það þarf sérhæfðan útbún- að fyrir línuna, dálítið mikið pláss, viðamikinn frystibúnað, verkkunnáttu og mikla þolin- mæði. Þetta er feiknavinna," segir Stefán. 150 km llna á dag! Japanir hafa þróað hundruð skipa fyrir túnfiskveiðarnar en fisköflunin er sérhæfð sbr. ofan- greint. Sem dæmi um umfangið má nefna að Stefán og félagar lögðu út um I 50 km línu á dag eða 82-83 sjómílur. Venjuleg ver- tíðarlína á dagróðrarbátum er um 12 sjómílur. „Til gamans get ég nefnt um afköstin að við höf- um lagt í ferðinni línu sem nem- ur um 5800 sjómílum. Það dug- ar alveg frá Grímsey suður að miðbaug og áleiðis til baka,“ seg- ir Stefán Lárus. Einn fiskur á milljón Ekki þarf marga fiska á dag ef menn eru að veiða túnfisk. Þykir gott að fá 10 á dag og var stærsti fiskurinn í ferð Stefáns um 340 kíló, slægður og tilskorinn. Afla- verðmætið: 900.000 kr.! Þá kom ýmislegt fleira á línuna en tún- fiskur. „Mér fannst dálítið slá- andi að þegar leið á haustið vor- um við farnir að fá nánast dag- lega sel hér um 200 mílur frá landinu og einu sinni rostung. Selurinn virðist vera víða,“ segir Stefán. Stefán hefur tekið saman skýrslu um veiðarnar sem hann segir eitt mesta sjóævintýri lífs síns. Gögnin eru í prentun hjá Fiskistofu og hafa ekki komið opinberlega út ennþá. — BÞ Þrotabú Vatnsberans gert upp Búið er að gera upp þrotabú Þórhalls Olvers Gunnlaugsson- ar, sem manna á meðal gekk undir heitinu Vatnsberamaður- inn. Þórhallur stofnaði vatnsút- flutningsfyrirtæki sem þó aldrei komst almennilega á laggirnar, þrátt fyrir mikil áforrn og fjár- streymi. Hann var síðan ákærð- ur fyrir söluskattssvdk en flúði Iand. Síðar var hann dæmdur og komst í fréttir fyrir að fá sölu- skattsgreiðslur til sín í fangels- inu! Þrotabú hans var nýlega gert upp án þess að greiðsla hafi fengist upp í 53 milljóna króna kröfur. - FÞG Grjótnám í Geldiuganesi Borgarráð hefur samþykkt til- lögu Reykjavíkurhafnar að skipulagi aðstöðu við grjótnám í Geldinganesi. Aður hafði tillag- an verið samþykkt í skipulags- og umferðarnefnd gegn atkvæð- um tveggja sjálfstæðismanna en einn þeirra sat hjá. Sjálfstæðis- menn telja að með þessari sam- þykkt sé verið að stíga fyrsta skrefið til að breyta besta bygg- ingasvæði borgarinnar í námu- svæði. Meirihlutinn vísar hins- vegar í samþykkt aðalskipulag þar sem fram kemur að blönduð athafna- og íbúabyggð verði í Geldinganesi, auk þess sem hafnarsvæði verði áfram í Eiðs- vak. -GRH Reykjavík fær ekki löggæsluna Dómsmálaráðuneytið sagði þvert nei við því að borgin tæki yfir staðbundna lög- gæslu. Á sama tíma standa yfir skipulagsbreytingar hjá almennu lögreglunni í Reykjavík án samráðs við borgaryfirvöld. Þetta finnst borginni afar m/ður og þá sér- staklega þegar haft er í huga þá miklu hagsmuni sem í húfi eru fyrir borgarbúa að löggæslan sé öflug og veiti góða þjónustu. RíMð veldur Reykja- víkiirborg vonbrigð- imi. Harðneitar að leyfa að færa lögregl- una til borgaryfir- valda, sem vilja hafa um þau mál að segja. Borgaryfirvöld lýsa yfir vonbrigð- um með að fá ekki að hlutast til um eftirlit og löggæslu í borg- inni. Dómsmálaráðuneytið synj- ar ósk um yfirtöku borgarinnar á staðbundinni löggæslu, en vinn- ur að skipulagsbreytingum hjá almennu lögreglunni í borginni án samráðs við borgaryfirvöld. Guðrún Agústsdóttir borgarfull- trúi segir þetta ein mestu von- brigðin í samskiptum fram- kvæmdanefndar um tilrauna- sveitarfélag við ríkisvaldið. Hún bendir á að löggæslan sé mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa, bæði öryggið í umferðinni og hin ýmsu afbrotamál að viðbættri allri þjónustu. Komið hefur fram hörð gagnrýni á löggæsluna í borginni, en samkvæmt niður- stöðu í þessu máli verður hún áfram algjörlega í umsjá ríkisins. Melri vonbrigði Reykjavíkurborg kom einnig að lokuðum dyrum heilbrigðisráðu- neytisins þegar sótt var um rekst- ur heilsugæslustöðva og yfirtöku heimahjúkrunar í tengslum við tilraunaverkefnið um reynslu- sveitarfélög. Þá náðist ekki sam- komulag við félagsmálaráðuneyt- ið um málefni fatlaðra. Þetta kemur fram í greinargerð fram- kvæmdanefndar um reynslu- sveitarfélagið Reykjavík. Guðrún Agústsdóttir, formað- ur nefndarinnar, segir að þótt undirtektir ríkisvaldsins vegna nokkurra málaflokka hafi valdið vonbrigðum, þá séu nokkur til- raunaverkefni sem haldið verður áfram að vinna að til ársins 2000. I því sambandi bendir hún m.a. á stjórnsýslubreytingar sem einfaldi stjórnkerfið og bætir þjónustu við borgarbúa. Hverfisstjómir Af öðrum verkefnum sem horfa til framfara og náðst hafa fram við ríkisvaldið er m.a. Upplýs- ingaskrifstofa húsnæðismála þar sem borgarbúar í húsnæðisleit geta fengið alla þjónustu á ein- um stað. Hið sama á við um vinnumiðlun og þjónustu við at- vinnulausa og atvinnuráðgjöf. Síðast en ekki síst er það reynsluhverfið í Grafarvogi. Guðrún vonast að sú tilraun geti orðið fyrirmynd þannig að hvert borgarhverfi geti í framtíðinni verið með sína hverfisstjórnir. Hún segir að borgin hefði komist langt með þessa málaflokka án þess að þurfa að gerast reynslu- sveitarfélag. -GRH Biliö eykst milli Hagkaups og Bónuss Samkvæmt verðkönnun sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis gerði 9. desember sl. á þeim þremur verslunum á Akureyri sem hafa boðið lægst vöruverð, er verðlag í KEA Nettó um 9% hærra en í versl- unum Bónuss sem einnig voru kannaðar. Miðað Við fyrri kannanir er greinilegt að mati neytendasamtakanna að Bónus hefur læklrað hjá sér vöruverð frá því í september og er verðstríði Nettó og Bónuss síður en svo lokið. Skagafjarðarlistiun fer fram Einstakungar úr Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki, Kvennalista og Þjóð- vaka ásamt óflokksbundnu fólki víða úr Skagafirði, hafa hist á undan- förnum vikum til að ræða hvernig best verði staðið að framboðsmálum til nýrrar sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði. Telur sérstakur Samráðshópur að mikilvægt sé að í hinu nýja sveitarfélagi verði félagslegt réttlæti haft að leiðarljósi og tekið verði tillit til allra íbúa héraðsins við stefnumótun. Því hefur verið ákveðið að stofna ný samtök, Skagafjarðarlistann, sem bjóða munu fram til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi f Skagafirði. Samtökin verða óháð landspólitískum flokkum og félögum og hefur verið ákveðið að stofnfundur fari fram í janúar. Helgi Áss Grétarsson áfram Helgi Ass Grétarsson komst í gær í aðra umferð heimsmeistaramóts- ins í skák sem fram fer í Hollandi. Helgi Ass hlaut 1,5 vinninga í tveimur viðureignum við andstæðing sinn, Iljescas frá Spáni. Margeir Pétursson er úr leik, en hann fékk hálfan vinning gegn eistneskum keppninauti sínum en óvíst var í gærkvöld hvort Jóhann Hjartarson kæmist í aðra umferð, enda þurfti hann að tefla aukaskák gegn lith- áískum skákmanni. Ágremingiii í Kyoto Fuiltrúar á ráðstefnu um loftslagsbreytingar í Kyoto í Japan töldu sáralitlar líkur á að nokkurt samkomulag næðist í gærkvöld vegna deilna um viðskipti með mengunarkvóta. Samkomulag um 6% skerð- ingu á útstreymi gróðurhúsalofttegunda hafði fyrr um daginn verið því sem næst í höfn. Enn var þó í gærkvöld talið hugsanlegt að sér- staða Islendinga yrði viðurkennd. Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra sagði í gær að Islendingar hefðu góðan málstað í umhverfismálum og hann óttaðist ekki barátt- una í framtíðinni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.