Dagur - 11.12.1997, Page 5
FIMMTUDAGUR ll.DESEMBE R 1 9 97 - S
FRÉTTIR
Lííróöur til að halda
fj árlögum hallalausuni
Jón Kristjánsson. formaður fjárlaganefndar, segir stjórnarliða reyna hvað þeir geta
til að afgreiða fjáriögin réttu megin við strikið.
300 milljónir króna
til spítalanna í land-
iuu eyða fyrirhuguð-
um tekjnafgangi fjár-
lagafrumvarpsins en
fj árlaganefndarmenn
óttast reiði þjóðar ef
fjárlög verða afgreidd
með halla í uppsveifl-
nnni og góðærinu sem
núríkir.
„Við erum að keppast við að af-
greiða fjárlög réttu megin við
strikið þannig að fjárlög verði
hallalaus. Það er markmið sem
við höfum sett okkur og munum
gera allt sem í okkar valdi stend-
ur til þess að það takist,“ sagði
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar, í samtali við Dag í
gær. Seinni hluta dags var ekki
ljóst hvort fjárlög næsta árs yrðu
afgreidd hallalaus.
Einn fjárlaganefndarmanna
orðaði það svo í samtali við Dag
að menn óttuðust að hálf þjóðin
myndi mæta á Austurvöll til að
mótmæla ef íjárlög yrðu afgreidd
með halla í góðærinu. Þess
vegna væri róinn lífróður til að
vera réttu megin við strikið.
I fjárlagafrumvarpinu var gert
ráð fyrir að fjárlög næsta árs
verði afgreidd með um rúmlega
500 milljóna króna afgangi.
Samkvæmt tillögum fjárlaga-
nefndar á að veita 300 milljón-
um króna, umfram það sem gert
var ráð fyrir í fjárlögum, til spít-
alanna í landinu. Sú útgjalda-
auking og fleiri sem eru til um-
ræðu hjá fjárlaganefnd munu
leiða til þess að 500 milljóna
króna afgangurinn er farinn og
meira til. Og í gærkvöld var verið
að fara yfir hvað hægt væri að
skera frá svo ekki yrði halli á íjár-
lögunum.
Þessar 300 milljónir sem búið
er að ákveða að fari til spítalanna
í landinu renna til þeirra óskipt-
ar. Jón Kristjánsson sagði að ekki
hefði verið hjá því komist að spít-
alarnir fengju þessa auka íjár-
veitingu vegna hækkandi launa-
kostnaðar og annars kostnaðar-
auka.
,Á móti kemur að vísu að það
á eftir að reikna upp tekjuhlið
frumvarpsins og ég á von á því að
það muni skila einhveijum við-
bótartekjum og eins og ég sagði
áðan er það ásetningur okkar að
skila fjárlögum réttu megin við
strikið,“. sagði Jón Kristjánsson.
Sturla Böðvarsson, varaformað-
ur fjárlaganefndar, tók í sama
streng og Jón Kristjánsson að allt
yrði gert sem hægt er til að ekki
verði halli á fjárlögum. -S.DÓR
Kristján Jóhannsson: uppselt á
aukatónieika á klukkustund í gær!
Kristján
eftirsöttur
Spurn eftir Kristjáni Jóhannssyni
virðist geypileg fyrir þessi jól: að-
eins tók eina kluldmstund að
selja miða á fimmtu tónleika
hans þegar sala hófst í gærmorg-
un. Aður höfðu miðar selst á
undraskjótum tíma á ferna tón-
Icika, tvenna norðan lands og
tvenna sunnan. I gærmorgun
voru auglýstir fimmtu tónleik-
arnir vegna mikillar eftirspurnar.
Þeir miðar runnu út. Kristján
kom til landsins í gær og var á
æfingu í gærkvöld í Hallgríms-
kirkju. -SJH.
Jólasamkeppnm
lækkar vísiiiíluiia
Vísitala neysluverds
lækkar nú annaii
mánuðinn í röð.
Ávextir, grænmeti og
síminn lækka meira
en gosið hækkar.
Nánast ár\'iss lækkun neyslu-
verðsvísitölunnar fyrir jólin brást
ekki að þessu sinni. Miðað við
verðlag í desemberbyrjun lækkar
vísitalan um 0,2% frá byrjun nóv-
ember, en þá hafði hún líka
lækkað frá því í október. Skuldir
heimilanna eru af þessum ástæð-
um um 800 milljónum lægri en
ella. Hlutfallslega mest varð
breytingin á símakostnaði, sem
lækkaði nú aftur eftir hækkun í
síðasta mánuði. Að mati Hag-
Árviss lækkun neysluverðsvísitölunnar
hefur oröið vegna jólanna.
stofunnar er símakostnaður
„vísitölufjölskyldunnar" nú 2,4%
lægri en fyrir allar breytingarnar.
Avextir og kartöflur héldu
áfram að lækka. Verðlag seig líka
niður á við á eggjum og feitmeti
og sætindum. Matvæli hafa nú
að jafnaði Iækkað um 1% á
tveim mánuðum. Verð hefur líka
lækkað lítillega á raftækjum og
öðrum hlutum til heimilishalds,
tölvum og myndböndum og síð-
ast en ekki sfst lyfjum.
Verðhækkanir voru miklu
minna áberandi, en þær helstu á
(jóla)gosdrykkjum (tæp 2%) bíla-
varahlutum og á þjónustu veit-
ingahúsa (1%).
Vísitala neysluverðs er nú
181,4 stig - næstum hin sama og
í september, en 2% hærri cn -
fyrir sléttu ári. - HEI
Breyting á um-
ferðarlögum
Lagt hefur verið fram frumvarp
til laga um tvennar breytingar á
umferðarlögunum. Annars vegar
eru Iagðar til breytingar á vá-
tryggingafjárhæðum ábyrgðar-
trygginga ökutækja og slysatrygg-
ingar ökumanns. Hins vegar eru
lagðar til nokkrar breytingar á
slysatryggingunni. Gert er ráð
fyrir að vátryggingafjárhæðir
hækki umtalsvert.
Veiðar í landhelgi
Sjávarútvegsráð-
herra hefur lagt
fram frumvarp til
laga um rétt til
veiða og vinnslu
afla í fiskveiði-
landhelgi Is-
Iands. Með frum- Þorsteinn
varpinu er stefnt Pálsson.
að því að sett
verði heildstæð
lög sem lúta að heimildum er-
lendra skipa til veiða og vinnslu
sjávarafla í landhelginni og
heimildum þeirra til að leita
þjónustu í höfnum hér á landi.
Hjálmanotkun
hestamanna
Kristín Halldórs-
dóttir, Guð-
mundur Arni
Stefánsson,
Hjálmar Jónsson,
ísólfur Gylfi
Pálmason og Sig-
ríður Jóhannes-
dóttir hafa lagt
fram frumvarp til
laga um hjálma-
notkun hestamanna. I greinar-
gerð er bent á að hestamennska
sé þjóðaríþrótt Islendinga og vin-
sældir hennar fari vaxandi. Hún
sé þó ekki hættulaus íþrótt og
mörg dæmi þess að illa hafi farið
vegna þess að fólk notaði ekki
hjálma. -S.dór
PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA - FRÁBÆRT ÚRVAL
I DAG FIMMTUDAG, A MILLI KL. 15.30 OG 17.00
ÁRITAR MAGNÚS SCHEVING NÝJU BÓKINA SÍNA
"LATIBÆR í VANDRÆÐUM"
A MORGUN FÖSTUDAG, A MILLI KL.13.00 OG 18.00
KYNNA HJÓNIN GUÐRÚN OG GULLI BERGMAN BÆKUR
SÍNAR, "HVAÐ VILJA KONUR FÁ FRÁ KÖRLUM"
"ÁSTARFÍKN" OG "SÖNN AUGNBLIK ELSKENDA"
Á MORGUN FÖSTUDAG, MILLI KL. 14.00 OG 16.00
ÁRITAR ÓTTAR SVEINSSON NÝÚTKOMNA BÓK SÍNA, |
"ÚTKALL TF-LÍF - SEXTÍU MENN í LÍFSHÆTTU"
BÓKVÁ
HAFNARSTRÆTI 91-93 - SÍMI 461 5050
sí/