Dagur - 11.12.1997, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGVR 11. DESEMBER 1997
Xfc^MT
FIMMTUDAGUR ll.DESEMBER 1997 - 9
FRÉTTASKÝRING
Kyoto: Samið iim frestun á heimsendi?
SAMKEPPNI
um útilistaverk við
■SuLtartangavirkjun
í Kyoto ræddu menu
um að koma í veg fyrir
skelfilegar afleiðiugar
aukinnar losunar
gróðurMsaloftteg-
unda, sem meðal ann-
ars gæti fært Golf-
strauminn frá íslands-
ströndum.
Sendinefndir ríkja heims sem
hittust í Kyoto voru ekki að semja
um léttvæga skiptingu á mengun-
arkvóta eða ræða hvar mengun er
mest og hvar minnst. Sendi-
nefndirnar voru í raun að ræða
um aðgerðir til að tryggja áfram-
haldandi líf á jörð.
Ahrif losunar gróðurhúsaloft-
tegunda eru eitt alvarlegasta um-
hverfisvandamál sem heims-
byggðin stendur frammi fyrir. Af-
Ieiðingar aðgerðaleysis geta orðið
skelfilegar, m.a. vaxandi tíðni af-
brigðilegrar veðráttu, aukin ofsa-
veður, vindur og úrkoma. Hitastig
á jörðu hækkar, en kólnar á viss-
um svæðum. Jöklar hopa og haf-
ið rís og setur þjóðir eins og Hol-
land og Bangladesh í verulega
hættu. Þessu fylgir t.d. að fjöldi
dýrategunda deyr út, á sumum
svæðum verður uppskerubrestur
með hungursneyð og sníkjudýr
og sjúkdómsberar breiðast út til
nýrra staða.
Golfstraumur kveður og fisk-
urinn með
Rétt er að skoða áhrifin á Island.
Þar skiptir kannski meginmáli
hvort almennt hækkandi hitastig
muni breyta hafstraumum og þá
færa Golfstrauminn til - þannig
að hann hlýjar ekki lengur ís-
lendingum. Þá kólnar hér all-
verulega og Island verður ekki
lengur réttu megin við mörk hins
byggilega. Með breytingu á haf-
straumum fylgir síðan breyting á
fiskgengd, sem gæti rústað efna-
hagskerfinu hér.
Markmið loftslagssamninga er
að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda þannig að magn þeirra
stöðvist við mörk sem koma í veg
fyrir svona hættulegar breytingar
á loftslagi af mannavöldum. I
Kyoto hafa helstu stórveldi náð
saman um að minnka losunina
um 6%, en sérstaða ríkja á borð
við ísland er viðurkennd og var
talað um að ísland mætti auka
losun sína um 10% frá því sem
var 1990.
íslendingum er þetta ekki nóg
að mati stjórnvalda. Eins og allir
vita eru uppi miklar ráðagerðir
um aukna stóriðju hér á landi.
Miðað við einungis þær stóriðju-
framkvæmdir sem samþykktar
hafa verið gera spár ráð fyrir því
að miðað við 1990 aukist losunin
hentar vel m.a. í salöt, sósur, ídýfur og með ávöxtum og tertum
Betra bragð með
líka á jólunum
fllls árleg aukning vegna
fyrirhugaðrar stóriðiu
3,140,0001 (108,28&)
Þróun árlegrar
losunar gróður-
húsalofttegunda
á íslandi
Álver á Austurlandi
Álver á Keilisnesi
620.0001(21,38%)
Magnesfum verksmiðja
450.0001 (15,52%)
Álver á Grundartanga
400.0001(13,80%)
Stækkun Járnblendiverksmiðju
170,000 1(5,86%)
Stækkun álvers
i Straumsvík
150,0001 (5,17%)
Á myndinni má sjá aukningu í útblæstri gróðurhúsaiofttegunda á ísiandi miðað við
áform stjórnvalda um stóriðju.
um 16% árið 2000, um 26% árið
2010, um 35% árið 2020 og um
40% árið 2025. Hér er aftur á
móti ekki gert ráð íyrir aðgerðum
til að draga úr losuninni.
Þurfum 110% en ekkl 10%!
I Kyoto hefur sendinefnd íslands
einmitt bent á sérstöðu íslands.
Bent er á að fyrir 1990 hafi losun-
in minnkað allverulega með auk-
inni jarðvarmanýtingu við hitun
húsa, á þá bindingu gróðurs sem
hafin er og stendur til að auka,
þ.e. með jarðrækt (einkum með
lúpínu) og skógrækt, á minnkandi
metanlosun vegna samdráttar í
landbúnaði, á hugmyndir um
upptöku skatts á koldíoxíðút-
streymi, á sölu á rafmagni til
skipa í höfnum, á notkun endur-
nýjanlegra orkugjafa, á aukna
endurvinnslu og fleira. Talið er að
húshitun með jarðvarma og raf-
orku í stað olíu hafi minnkað los-
un á íslandi um eina milljón
tonna á ári.
En burt séð frá þessu fela stór-
iðjuáform íslendinga í sér aukn-
ingu á losun sem er langt umfram
10% markið. Meðfylgjandi súlu-
rit, sem byggt er á upplýsingum
Hollustuverndar ríkisins, sýnir
aukningu losunar vegna einstakra
stóriðjuáforma. Niðurstaðan er að
áform Islendinga muni auka los-
unina um tæplega 110% til ársins
2010 og er þá olíuhreinsunarstöð
ekki inni í myndinni. Aukningin
er upp á rúmlega þrjár milljónir
tonna árlega. - FÞG
Sýning á tiUögum í
ÁSMUNDARSAL
Freyjugötu 41
11.-18. desember kl.14-18.
Allirvelkomnir!
D
Landsvirkjun
emnskúfa
GfSTil
Biórski
I
KanínusRmnskúfa
Em
Köflóttar tlerkúfur,
margfir litir
msf
FINNSKU Æ5öp HUFURNAR
...bæjarins mesta úrval
Höfum opið laugardaginn 13.12 frá 10-18
sunnudaginn 14.12 frá 13-18
AKUREYRI
Sími: 462-3599
Einlitar
ullar clerkúfur,
kláar ogf grænar