Dagur - 11.12.1997, Qupperneq 10

Dagur - 11.12.1997, Qupperneq 10
10 -FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 rD^tr FRÉTTTR Ný gjaldskrá heimaþj ónustu Ný gjaldskrá fyrir félagslega heima- þjónustu í Reykjavík hefur verið samþykkt í borgarráði. Með breyt- ingunni eykst innheimtuhlutfall í heimaþjónustu úr 5,9% í 14%. Það verður þó áfram hið lægsta miðað við Garðabæ, Akureyri og Kópavog. Gjald fyrir hverja klukkustund lækk- ar úr 218 krónum í 175 og miðast við 25-30% af kostnaði við hveria vinnustund. Undanþegnir frá gjald- inu verða þeir tekjulægstu sem hafa ekki annað sér til framfærslu en elli- og örorkulífeyri. Sjálfstæðismenn létu hinsvegar bóka að með breyt- ingunni sé verið að láta 1.600 heim- ili aldraðra greiða 24 þúsund krón- um meira að meðaltali fyrir þessa þjónustu en áður. Því mótmæltu borgarráðsfulltrúar R-lista. GLÆSILEG nORBÆn nönnvn SöLUSTAÐIR; SuNNEVA DESIGN HVANNAVÖLLUM 14 AK. Leðuriðjan Atson Laugavegi 15 Rvík. Veiðimaðurinn Hafnarstræti 5 Rvík. Flytjum um helgina! Opnum mánudaginn 15. desember á nýjum stað að Hjalteyrargötu 2 | LÍMMIÐAR NORÐURLANDS a( Hjalteyrargötu 2 • 600 Akureyri A\ Simi 462 4166 • Fax 461 3035 Aðventusamvera eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 11. des. kl. 15. Gestur verður Sverrir Pálsson. Barnakór kirkjunnar mun syngja undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Þá mun Kór Menntaskólans á Akureyri koma í heimsókn og syngja nokkur lög undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Vanþekktng flug- ráðs furðuleg Samgönguráðherra er undrandi á að Flugráð þekki ekki fyrirkomu- lagið á innheimtu eldsneytisgj alds. Flugleiðir greiða gjaldið af 30% notk- unar sinnar. „Mér finnst það furðulegt ef nú- verandi fyrirkomulag með elds- neytisgjaldið kemur flugráðs- mönnum á óvart. Það getur eig- inlega ekki verið, því þetta hefur verið svo lengi í gildi og á að vera öllum flugráðsmönnum kunn- ugt. Þetta kemur mér mikið á óvart," segir Halldór Blöndal, samgönguráðherra, aðspurður um fréttir Dags af ákvörðun Flugráðs um rannsókn á fyrir- komulagi innheimtu eldsneytis- gjalds. Halldór segir að undanþágan á greiðslu eldsneytisgjalds vegna Ameríkuflugs hafi nánast komið fótunum undir Flugleiðir á sín- um tíma og að lögum hafi verið breytt í samræmi við þessar und- anþágur. „Þetta hefur verið framkvæmt á þann veg að ef flugfélag á sjálft sitt bensín þarf það ekki að greiða eldsneytisgjald. Það hafa Flugleiðir gert og það felur alls ekki í sér mismunun, því þetta geta allir gert sem vilja. Það er enda í hæsta máta eðlilegt, þeg- ar mikil viðskipti eiga sér stað, að reynt er að hagræða þar sem mikill kostnaður liggur fyrir,“ segir Halldór. Kári Kárason, forstöðumaður innkaupa- og eldsneytísdeildar Flugleiða, segir rangt að Flug- leiðir greiði ekkert eldsneytis- gjald. „Undanþágan með N-Atl- antshagsflugið er kunn og flugið til Luxemburg er skilgreint með því. Þess fyrir utan er eina flugið sem er undanskilið eldsneytis- gjaldi hjá okkur flugið til Kaup- mannahafnar. Við greiðum elds- neytisgjald af því sem við kaup- um af olíufélögunum vegna ann- ars millilandaflugs eða sem nem- ur um 30% af okkar eldsneytis- notkun. Að öðru Ieyti notum við eldsneyti sem við kaupum sjálfir, flytjum til landsins með skipi og geymum í olíubirgðastöð sem við eigum með olíufélögunum," seg- ir Kári. — FÞG Nýr Tröllatimguvegur eykur öryggi ísfLrðinga í nýrri langtímavega- áætlun til ársins 2010, sem nú liggur fyrir Alþingi, er m.a. stefnt að því aö Ijyáája upp veg upp úr Amkötludal sunnan Steingrímsfj aröar npp á Tröllatungu- heiði. Vegurinn mun þó ekki liggja um núverandi vegstæði á TröIIa- tunguheiði, heldur mun hann koma niður skammt frá Króks- Ijarðarnesi og þaðan um nýja veginn yfir Gilsfjörð. Þessi veg- arlagning mun auka mjög öryggi þeirra sem fara þurfa landveginn frá norðanverðum Vestíjörðum, t.d. íbúa Isafjarðarbæjar. Þessi vegur verður talsverð stytting frá núverandi vegi um Strandasýslu að Brú ef haldið er til höfuð- borgarinnar, eða um 30 km. Þessi leið er þó 17 km lengri en ef haldið er suður af Steingríms- fjarðarheiði um Þorskafjarðar- heiði, en ætti að vera öruggari samgönguleið fyrir vegfarendur. Þess má geta í langtímavegaá- ætluninni er gert ráð fyrir að all- ir þéttbýlisstaðir með 200 íbúa eða fleiri verði komnir með bundið slitlag á þjóðvegum sem tengjast hringveginum, þ.e. þjóðvegi nr. 1. „Vegarstæði upp úr Arnkötlu- dal á verulegt fylgi meðal sveitar- stjórnarmanna í Strandasýslu og við erum fylgjandi allri styttiirgu, en það sem við viljum hér á Isa- firði er góður sumarvegur yfir Þorskafjarðarheiði en vetrarleið um Strandir. Þessi vegur yrði einnig mikil tenging milli Reyk- hólasveitar og Hólmavíkur, sem beðið hefur verið eftir árum saman," segir Kristinn Jón Jóns- son, forseti bæjarstjórnar Isa- fjarðarbæjar. - GG Stefnt að kosningu á nýju ári S veitarstj ómarmeim á Árhorgarsvæðinu verða að segja til iim það fyrir jól hvort kjósa skuli um sam- eiuingu strax á nýju ári. Sveitarstjórnarmenn á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og í Sandvíkurhreppi hafa fengið í hendur greinargerð samráðs- hóps sem vinnur að gerð tillagna um sameiningu þessara sveitar- félaga. Næstu daga munu menn nota til að fara yfir málin gaum- gæfilega. Fyrir 20. desember verða sveitarstjórnarmenn að gefa út hvort vilji sé af þeirra hálfu fyrir því að halda áfram á sömu braut. Væri þá verið að miða við að kos- ið yrði um sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga um mán- aðamót janúar og febrúar á næsta ári. Viðmælendur blaðsins segja þó að tíminn sé að verða naumur því um það leyti hefur Sjálfstæðisflokkurinn á Selfossi, stærsta sveitarfélaginu, boðað til prófkjörs - og þá eru ekki nema um fjórir mánuðir til sveitar- stjórnarkosninga. — SBS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.