Dagur - 12.12.1997, Síða 2

Dagur - 12.12.1997, Síða 2
2 -FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997 ro^tr FRÉTTIR íbúar í Voga- og Langholtshverfi fagna ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar að mjókka Skeiðarvog úr fjórum akreinum f tvær frá Sæbraut að Gnoðarvogi. Vonir eru bundnar við að þetta muni draga bæði úr umferð og hraða ökutækja um Skeiðarvoginn sem er fjölfarin leið skólafólks. mynd: eól Grasrótin fagnar sigri gegn kerfínu Skeiðarvogur mjókkaður. Baráttumál í hðfn. Tvö þúsuiid ímdirskriftir íbúa. Fjölfarin leið skóla- fólks. „Grasrótin nær einhverjum árangri þegar vel er unnið að málum. Þetta er búið að vera baráttumál hjá okkur lengi og því fögnum við þessum áfanga sem felst í samþykkt skipulagsnefndar. Mér skilst þó að það sé enn andstaða við þetta í embættismannakerfinu,“ segir Kristinn Hermannsson, talsmað- ur íbúa í Voga-og Langholtshverfi. FRÉTTA VIÐ TALIÐ Skipulags- og umferðarnefnd hefur samþykkt að Skeiðarvogur verður mjókkaður úr fjórum akreinum í tvær frá Sæbraut að Gnoðarvogi. I hókun nefndarinnar kemur fram að þetta sé tilraunaverkefni í eitt ár. Með þessu er talið að hægt verði að draga úr umferð og hraða ökutækja á þessari götu sem er fjölfarin af nemendum sem eiga leið í Vogaskóla og Menntaskólann við Sund. Þá eru vonir bundnar við að stórir gámabílar hætti að aka um Skeiðarvoginn á Ieið sinni frá Sunda- höfn yfir í verslunarsvæðið við Skeif- una. Þetta mál er búið að vera mikið bar- áttumál íbúa í Voga- og Langholts- hverfi frá því 1995. I sumar sem leið var safnað rúmlega í tvö þúsund undir- skriftum til stuðnings þessu máli. Auk þess var tekin saman ítarleg greinar- gerð um rökstuðning íbúa. Þá hefur borgarstjóri fundað með íbúum hverf- isins. Þess utan hafa foreldrar verið duglegir við að ýta við málinu meðal borgarfulltrúa og innan kerfisins. Kristinn Hermannsson segir að þótt menn fagni þessum áfanga, þá verður beðið með formlegan fagnað fyrr en séð verður hvernig ætlun sé að útfæra þessa samþykkt skipulagsnefndar í framkvæmd. Þar fyrir utan er það vilji íbúanna að hámarkshraði um Skeiðar- voginn verði ekki meir en 30 kílómetr- ar eins og gert hefur verið í öðrum hverfum - GRH Heyrst hefur að Oddur Pétursson, eigandi Kjallarans og Kóko, hinna vinsælu tískuverslana imglinganna, hafi ákveðið að sclja þessar tvær búðir, en halda eftir Extra búðinni og Body shop. Ástæðan ku vera sú að hann vilji eyða meiri tíma með fjölskyldunni og þyki álagið af rekstr- inum heldur mikið og tímafrckt. í heita pottinum skeinmta menn sér nú við tilhugsunina uin að Páll Pétursson félagsmálaráð- herra hyggst senda alla ríkis- toppa og opinbera yflrmenn á sérstakt kvenfrelsisnámskeið fljótlega upp úr áramótum. Sumir telja að Páll hafi áhyggjur af framgangi kvenfrelsis- og jafn- réttissjónarmiða samfara hnignun Kvennalist- ans, en tilmælin um námskeiðin mun vera að finna í nýrri jafnréttisáætlun sem á að fara að leggja fram... Mcnn eru sammála uin það í pottinum að Hclgi H. Jónsson liafi sett mark sitt á fréttir Sjón- varps þó þá greini á um hvort það mark sé til góðs eða ekki. Eitt af því scin fer fyrir brjóstið á fréttahaukunum eru endalaus „komment" fréttamanna á frétt- irnar, „þetta var nú sorgleg" eða „athyglisvert inál þama“. En þá liefur það ckki síður þótt fréttnæmt að Sjónvarpið hefur kann- að möguleika á að kaupa flutningsrétt af frétt- um Viðskiptablaðsins, en Viðskiptablaðið er sem kminugt er fyrir með heilaii þátt á Bylgj- umii/Stöð 2... Helgi H. Jóns- son. Páll Pétursson. Ifjálmar Amason þingmaður ogformaður nefndar um nýtingu innlendra orkugjafa. Erlend Jyrirtæki hafa mikinn áhuga á að reyna vetnisknúna rafbíla hérálandi. M.a. vill evrópsktfyrir- tæki setja saman ogselja hér 50 slíka bíla, og Bens og Domier reyna hér vetnisknú- inn strætisvagn. Streyma inn tilboð uin tilraunir með vetnisbíla - Er hægt að nota rafbíla í íslensliri vetrarveðráttu og ófærð? „Þetta eru kraftmiklir bílar. Eg hélt að þetta væru kraftlitlar druslur og þegar ég prófaði rafbíl í Belgíu í fyrra varð þetta við- horf mitt þess valdandi að ég var nærri bú- inn að keyra niður kassastæðu. Eg gaf vel í og bíllinn spýttist áfram. Tilboð sem við fengum gengur út á að flytja til landsins 50 vetnisknúða rafbíla, sem yrðu settir saman hér. Þetta eru Subaru bílar, svokölluð bitabox sem eru í innanbæj- arsnatti. Þeir hafa verið þróaðir til að stand- ast allt að 30° frost. Kuldinn er því ekki vandamál og þeir eiga einnig að ráða við ófærðina." - Eru þetta ódýrari bílar en sambærileg- ir benstnbílar? „Við gætum keypt þá samsetta og tilbúna á samkeppnishæfu verði, en með því að flytja þá beint inn frá Subaru verksmiðjun- um og setja saman hér verða þeir mun ódýrari. Aðalatriðið er þó að þessi tilraun til að framleiða vetni og reka vetnisbíla verði gerð hér. Þetta tiltekna fyrirtæki hefur reynslu af hefðbundnum rafmagnsbílum, en afhendir fyrsta vetnisbílinn í þessum mánúði og vill þróa hann áfram í samstarfi við okkur. Þeir bjóða okkur að framleiða og selja okkar eigin bíla á Islandi og í Norður- og Suður-Ameríku og ætla sjálfir að sjá um Evrópu og Asíu.“ - Sjá menn fyrir sér að rafbtlar verði fyrst ogfremst smábílar til að nota í inn- anbæjarakstri? „Nei, alls ekki. BMV hefur t.d. framleitt vetnisbíl sem nær 170 km hraða og kemst 400 kílómetra á fyllingunni. Bens hefur til- kynnt að fyrirtækið ætli að framleiða 40 Jjúsund vetnisbíla árið 2004 og 100 þúsund 2005. Bens og Dornier samsteypurnar eru í sameiningu að J>róa vetnisstrætisvagn. Hann er tilbúinn og fyrirtækin hafa sýnt áhuga á að gera tilraunir með hann hér. Við vitum einnig af því að það eru tilboð á leið- inni frá tveimur aðilum til viðbótar. Annar þeirra er með strætisvagna og hinn með 4 manna sportbíla." - Er þetta ódýrara eldsneyti en benstn? „í dag er vetni dýrara en bensín. Hinsveg- ar er tæknileg þróun á öllu sem viðkemur vetni mun hraðari en menn þorðu að vona. Kostnaður við vetnið er á hraðri niðurleið og á sama tíma er farið að ræða að leggja umhverfisskatta á mengandi orkugjafa. Munurinn er því stöðugt að minnka. Við bætist að það þarf helmingi minna magn af vetni á efnarafala heldur en af t.d. bensíni af því Jjað nýtir orkuna miklu betur og það skiptir mestu máli.“ - Hvað er talið að hægt sé að draga mik- ið úr útblæstri með því að auka notkun á vetni? „í dag stafar 1/3 af koldíoxíð mengun ís- lendinga af bílum og annar þriðjungur af fiskiskipum. Ef við gerum þetta af alvöru er hægt að minnka losunina um nokkra tugi prósenta. Nú liggur fyrir að Jjjóðir heims koma aftur saman í nóvember á næsta ári til að ljúka því sem byrjað var á í Kyoto og þá eigum við að kynna þetta, sýna að við séum í verki að stíga mikilvæg skref til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.