Dagur - 12.12.1997, Síða 5

Dagur - 12.12.1997, Síða 5
 FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997 - S FRÉTTIR Kyoto samkomulagi misvel tekið á þingi Við stækkun áiversins í Straumsvik jókst iosun gróðurhúsaiofttegunda hér á landi um rúm 5% og þegar álverið á Grundartanga er komið i gagnið eykst hún enn um nærri 14%. Eru þá ótaiin önnur stóriðjuáform íslenskra stjórnvalda. Það er þvi Ijóst að það kann að reynast þrautin þyngri að standa að samkomulaginu á loftslagsráðstefnunni I Kyoto. Þingmeim eru misá- nægðir með niður- stöðu loftslagsráð- stefnunnar í Kyoto og ntlit fyrir politísk átök um framhaldið. I niðurstöðu mengunarráðstefn- unnar í Kyoto kemur fram að Is- lendingar mega auka Iosun gróð- urhúsalofttegunda um 10%. Annað atriði sem yfirvöld hér á Iandi eru ánægð með er að tekið er fram að í framhaldinu verði skoðað vel að taka tillit til Iítilla landa með veikan efnahag en stór verkefni, sem geta haft áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Ef tekið er dæmi af 200 þúsund lesta álverksmiðju myndi hún auka losun um 20% hér á landi. I Bandaríkjunum myndi jafnstór verksmiðja auka losunina um 0,0006%. íslensk stjórnvöld vilja að tekið sé tillit til þessa. Erfitt fyrir okknr „Þessi niðurstaða er heldur erfið fyrir okkur Islendinga. Það er öllum Ijóst að við höfum gengið mun Iengra en aðrir við að ná mengunarstöðlum sem aðrar þjóðir eru að berjast við í dag og hafa ekki náð. Eg vona að sá tími sem menn hafa til að koma fram með athugasemdir nýtist okkur til að hæklia þennan .stuðul svo við getum haldið áfram fyrirhug- aðri uppbyggingu í atvinnulífinu. Við verðum að ná betri niður- stöðu en kemur frarn í yfirlýs- ingu ráðstefnunnar. Ég vil ekki skrifa undir hana eins og hún er,“ sagði Kristján Pálsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjur af andnunsloftinu „Eg hef meiri áhyggjur af and- rúmsloftinu en álverksmiðju- draumum ríkisstjórnarinnar. Eg hef áhyggjur af afleiðingum þess að ekki sé gripið í taumana og að hafstraumar geti breyst. Það er stóra málið í þessu öllu saman. Þess vegna tel ég að sennilega sé gengið of skammt í niðurstöðum ráðstefnunnar í Kyoto. Það særir mig ekki mikið þólt menn verði eitthvað að draga úr draumum sínum \dð að selja erlendri stór- iðju raforku sem næst kostnaðar- verði eins og verið hefur undan- farin ár,“ sagði Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalagsins. Betri en búist var viö „Niðurstaða ráðstefnunnar í Kyoto er betri en við bjuggumst við. Ég bendi á að undirritunin fer ekki fram fyrr en í mars og fram að þeim tíma verður unnið að ákveðnum þáttum. Það er ekki búið að loka fyrir sérstöðu Islands varðandi þær fyrirætlanir sem menn fóru fram með. Það útaf fyrir sig er jákvætt. Þegar ég horfi fram til skógræktar og ann- arrar landgræðslu tel ég niður- stöðuna í Kyoto jákvæðari en ég bjóst við,“ sagði ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Fram- sóknarflokksins. Erfitt að standa við þetta „Eg held að það verði afar erfitt fyrir Islendinga að standa við þessa niðurstöðu enda þótt við höfum fengið 10% hækkun á sleppingu gróðurhúsaloftteg- unda. Nú liggur íyrir að hefja vinnu við takmörkun gróður- húsalofttegunda eins og mögu- legt er. Okkar möguleikar eru fyrst og fremst í sambandi við umferðina. Nú er komið að þ\á að velta fyrir sér einteinungi milli Reykjavíkur og Keflavíkur- flug\'allar. Þá má benda á að við höfum flutt nær alla vöruflutn- inga upp á land sem þýðir marg- falda mengun. Við verðum að skera niður á þeim sviðum sem ég var að nefna og raunar fleir- um svo sem útblástri bifreiða og verksmiðja, vegna þeirra stór- iðjusamninga sem við höfum þegar gert. Það er hægt að skipta loðnuverksmiðjunum öllum yfir á rafmagn og við hljótum að skoða það að selja raforku okkar út í gegnum sæstreng í stað þess að nota hana til stóriðjuvera," sagði Gísh S. Einarsson, þing- maður Alþýðuflokksins. Stóriðjan slegin af „Eg fagna því að þarna skyldi þó nást ákveðin niðurstaða. Það er þó eftir að sjá hverjir skrifa und- ir þegar þar að kemur. Ég ætla bara rétt að vona að íslendingar geri það. Segja má að helsti ár- angur þessarar ráðstefnu í Kyoto sé að augu heimsins hafi beinst rækilega að þeim mengunar- vanda sem við er að etja. Við Is- lendingar eigum verulegra hags- muna að gæta á sviði atvinnu- og efnahagsmála þar sem helstu möguleikar okkar felast í sér- stöðu landsins, sem er tiltölulega hrein náttúra og umhverfi. Ég tel að þar liggi okkar stærstu mögu- leikar í efnahags- og atvinnumál- um en ekki í mengandi stóriðju. Þess vegna tel ég að niðurstaða ráðstefnunnar þýði það að slegin séu út af borðinu öll áform um frekari stóriðju. Ég hef talið það háskalega þráhyggju hjá íslensk- um stjórnvöldum að mæna ævin- lega á stóriðjuna sem helsta möguleikann í atvinnuuppbygg- ingu okkar. Möguleikarnir liggja einmitt í hinu að varðveita nátt- úruna og tiltölulega hreint um- hverfi," sagði Kristín Halldórs- dóttir, þingkona Kvennalistans. Sjd einnig bls. 11 -S.DÓR Gunnar Skjóldal segir að sumir veiði- menn virðist halda að þeir séu að skjóta „gullfugla" miðað við verðið sem þeir vilja fá fyrir rjúpuna. Ódýrustu rjúp- u r landsins! „Ég er viss um að ég er að selja ódýrustu rjúpur landsins," segir Gunnar Skjóldal í Fiskbúðinni, Strandgötu 11 á Akureyri. „Þær kosta aðeins 395 kr. og eru bæði hamflettar og vakúmpakkaðar. Allt verð bæði hjá Hagkaupi og Hrísalundi miðast við að þær séu í ham,“ segir Gunnar. Hann segist búinn að selja mörg hundruð stykki af rjúpum nú þegar, en í fýrra hafi salan ekki verið hafin á þessum tíma. Hann kaupir nú rjúpuna á 300 krónur og hafa veiðimenn boðið honum fuglinn á enn lægra verði. Gunnar hefur starfrækt versl- un sína í 10 ár en hefur aldrei selt rjúpuna á svona lágu verði. Rjúpnaverð fór í tæpar 1000 kr. fyrir þremur árum sem var „tómt rugl,“ að sögn Gunnars og stór- skemmdi markaðinn. í blaðinu í gær lýsti skotveiðimaður þeirri skoðun að hann ætlaði að fá 550 kr. fyrir rjúpuna. Gunnar gefur h'tið fyrir svoleiðis yfirlýsingar: „Þeir halda að þeir séu með ein- hverjar gullijúpur sumir þessir fuglar!“ Arkitektastofu dæmdur sigur Dómur féll arkitektastofunni Teikn á Iofti í vil í gær þegar Kaupfélag verkamanna var dæmt til að greiða stefnanda 186.159 kr. auk 75.000 kr. í málskostnað fyrir samningsrof. Stefnandi sakaði framkvæmda- stjóra Kaupfélags verkamanna um að hafa aðeins borgað hluta greiðslu fyrir teikningar að Strandgötuhúsinu þar sem Kaffi Akureyri var opnað í sumar. Framkvæmdastjórinn sneri sér til annars aðila á þeirn forsend- um að vinnan væri óviðunandi en dómstjóri, Freyr Ófeigsson, féllst ekki á þau rök. — BÞ PERSONULEG ÞJÓNUSTA - FRÁBÆRT ÚRVAL svölum Bókvals á morgun, laugardag kl. 16.30. ..Jl 7 v

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.