Dagur - 12.12.1997, Page 8

Dagur - 12.12.1997, Page 8
8- FÖSTUDAGUR 12.DESEMBER 1997 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 - 9 -Dfg?r Dgptr'. FRETTASKYRING Faðirinit sem breyttist í óargadýr FRIÐRIK ÞÓR GUMUNDS- SON Árið 1993 hlaut of- beldisfullur faðir 12 mánaða fangelsisdóm fyrir misþyrmingar á konu sinni og þremur bömum. í vikuimi féll dómur í skaðabóta- máli bamaima gegn íööur sínum og var bann dæmdur til að greiða þeini alls 6 milljónir króna. En maðurinn er löngu flúinn land án þess að bafa setið inni og sjálfsagt borgar bann skaðabætumar aldrei. Hér er saga misþyrm- inganna sögð. Dag eftir dag gekk hann í skrokk á eiginkonu sinni og þremur af fjórum börnum, syni og tveimur dætrum. Af minnsta eða engu til- efni réðst hann á konuna eða börnin og beitti hnefum og fótum eða hverju því sem tiltækt þótti; belti, herðatré, priki, brauðbretti og jafnvel hömrum. Hann spark- aði og lamdi veika konuna og lítil börnin, en gætti þeirrar „skyn- semi“ að engir áverkar sæust á andiitum fórnarlambanna. Sonur hjónanna bar að faðir sinn hefði eitt sinn neflirotið sig og í annað skipti krúnurakað sig. Sami sonur tók það til bragðs að læra sjálfs- varnaríþrótt til að verjast ofbeld- inu og einn daginn kom þessi lærdómur að góðum notum. Son- urinn snéri dæminu við í átökum og faðirinn vissi að ballið væri búið. Hann flutti út. Þá lá móðir- in helsjúk af krabbameini og ein dóttirin vistuð á barna- og ung- lingageðdeild. Það var á geðdeildinni sem grunur vaknaði um að fleira væri í gangi en algengir hegðunarerf- iðleikar hjá barni. Forráðamenn deildarinnar leituðu til rannsókn- araðila með kærubréf í höndun- um og þar með hófst ferill sem leiddi til þess að faðirinn var í nóvember 1993 dæmdur í 12 mánaða fangelsi „fyrir að hafa misboðið konu sinni og börnum með langvarandi misþyrmingum og andlegri kúgun á heimili þeirra allt frá árinu 1975 þar til í mars 1991“ - í yfir 1 5 ár. Forráðamenn geðdeildarinnar leituðu ekki síst til rannsóknar- lögreglunnar því börnin voru far- in að tala um að leita réttar síns - og höfðu jafnframt á orði að taka réttlætið í eigin hendur og refsa föður sínum sjálf. Drepa hann jafnvel. „Ert þú ekki að fara að deyja kerling“ Börnin gáfu til kynna að þau vissu til þess að eitt sinn hefði faðirinn hrint móðurinni niður stiga með þeim afleiðingum að hún missti fóstur. Vinkona móð- urinnar staðfesti að hún hefði sagt sér frá þessu í trúnaði, en faðirinn var ekki sakfelldur fyrir þann atburð þar eð hann taldist ósannaður. Þá bar sálfræðingur barna- og unglingadeildar að grunur hefði vaknað hjá sér um kynferðislega misnotkun föðurins á hendur börnum sínum, en ekki tókst henni að fá þann grun stað- festan hjá börnunum. Hins vegar gáfu ættingjar konunnar til kynna að þessi grunur gæti verið á rök- um reistur. Ekki kom heldur til sakfellingar vegna þessa áburðar. Undir rekstri málsins kom og fram að oft hefði maðurinn hald- ið mat vísvitandi frá fjölskyldu sinni eða einstökum meðlimum hennar - svelt fjölskylduna til hlýðni. A margvíslegan annan Hinn dæmdi faðir lamdi fjölskyldu sína með hnefum, leðurbelti, brauðbretti og herðatrjám. Klóraði börn sín i andlit og bringu og snéri upp á handleggi þeirra. - sviðsett mynd: brink hátt sinnti hann ekki framfærslu- skyldum sínum gagnvart fjöl- skyldunni. Síðustu eitt til tvö árin '«■■■^■^■1maF/.Æs Vinsælasta jolagjöfin til margra k ára I GTsting, morgunvérour ög kvöTdvérour i einá eðá fleiri nætur á einhverju Lykilhótelanna: lagði hann enga peninga til heim- ilisins, greiddi hvorki reikninga né mat. Varð móðirin stundum að hafa mat með sér heim af vinnu- stað sínum handa börnunum. Hann hirti laun eiginkonunnar í heimildarleysi og notaði í eigin þágu. Meðal annars sakaði eigin- konan hann um að hann eyddi peningum fjölskyldunnar vegna hjúskaparbrota - lét peningana renna til hjákonunnar. Móðirin greindist með krabba- mein í nóvember 1989, en ekki kom það í veg fyrir ofbeldi mannsins í hennar garð. Þannig réðst hann á konu sína í október 1990 inni á baðherbergi íbúðar þeirra, keyrði hana í gólfið, reif í hár hennar og sló höfði hennar ít- rekað í gólfið, stappaði á líkama hennar og höfði og sparkaði í hana. I þetta skiptiö var tilefnið að hún ætlaði að eyða helst til miklum peningum í afmælis- veislu dóttur þeirra. Hann taldi það frekju af hennar hálfu. Börn- in reyndu árangurslaust að stöðva árásina. Taldi móðirin að í þessari árás hefði hún rifbeinsbrotnað en leitaði þó ekki til læknis fremur en vanalega. Onnur dætranna bar fyrir dómi að móðir sín hefði sagt sér áður en að hún dó að faðirinn hefði í heimsókn til helsjúkrar móður- innar sagt: „Stund hefndarinnar er runnin upp“ og „ert þú ekki að fara að deyja kerling“. Hugðist láta bera bömin út Konan og börnin þögðu fram á síðasta ár um ofbeldið, enda skömmuðust þau sín fyrir hvað Hann réðst á koiiu sína inni á bað- herbergi, keyrði bana í gölfið, reif í hár hennar og sló höfði hennar ítrekað í gólf- ið, stappaði á líkama hennar og höfði og sparkaði í hana. Hún ætlaði að eyða helst tii miklum peningum í afmælisveislu dóttur þeirra. Honum fannst það frekt. var að gerast. Helsjúk gaf móðir- in hins vegar vitnisburð um fram- ferði mannsins og bar framburði hennar saman við það sem börn- in sögðu í kjölfarið. Hann réðst oft á börnin, einkum næst yngstu dótturina. Hann lamdi þau með hnefum, leðurbelti, brauðbretti, herðatrjám og eitt sinn braut hann disk á höfði dóttur sinnar. Einnig klóraði hann börn sín í andlit og bringu og snéri upp á handleggi þeirra. Ættingjar og vinir urðu smám saman meðvit- aðir um ofbeldið og bátu vitni í dómsmálinu. Hatur barnanna og/eða fyrirlitning á föður sínum var augljóst. Móðirin dó af krabbameini í ágúst 1992, en þá var ólokið skilnaðarmáli sem hún hafði loks hrundið af stað, en þar bar hún hann þungum sökum, meðal annars að hann hefði stungið undan eignum sem hann hefði leynt fjölskylduna. „Eg mun ekki una því að við verðum féfletl og hlunnfarin," ritaði móðirin á Jressum tíma. I veikindum konunnar og fyrst eftir að hún dó annaðist systur- dóttir hennar um heimilið og börnin. Faðirinn sýndi framfærsl- unni hins vegar engan áhuga og sýndi þakklæti sitt síðan í verki með því að höfða skömmu eftir dauða móðurinnar mál til að fá frænkuna borna út. Hann féll þó frá kröfu þessari eftir mikinn þrýsting, enda var þetta í raun krafa um útburð barnanna sjálfra. Ef frænkan færi yrðu börnin að fara í ljósi fyrirmæla barnaverndarnefndar. Nokkru síðar var forræðið yfir börnunum dæmt af honum og sömuleiðis var hann sviptur leyfi til setu í óskiptu búi. Hann hafði með dómi undirréttar fengið leyfi til að sitja í óskiptu búi, en Hæsti- réttur hnekkti því og þá í ljósi þess að faðirinn hefði vanrækt framfærsluskyldu sína. Sá dómur þótti einstæður. Fer eim meö barefli í háttiiui Við rannsókn á harðræðisrefsi- málinu neitaði faðirinn öllum sakargiftum og taldi að um sam- særi gegn sér væri að ræða. Sál- fræðingur bar að hann hefði við- urkennt í viðtali að stundum hafi hjónin lent í átökum út af „trún- aðarbresti“ og að stundum hefði hann beitt líkamlegu valdi við uppeldi barna sinna, en maður- inn sagði að sálfræðingurinn hefði misskilið sig. Dómari máls- ins tók skýringar föðurins ekki til greina og dæmdi hann í 12 mán- aða fangelsi. En maðurinn, sem er fæddur og uppalinn erlendis, flúði land, enda hafði saksóknari ekki gert kröfu um farbann. 1 skaðabótamálinu sem dómur hefur nú fallið í hefur allt það sem á manninn var borið verið staðfest og lýst nánar hvernig hann niðurlægði konu sína og braut með skipulögðum hætti sjálfsvirðingu barna sinna niður „með þeim afleiðingum að börnin „Fyrir stefnda vakti það eitt, að sýna vald sitt og auðmýkja og lítiUækka börn sín og fjölskyldu sína aUa. Líf bamanua í návist stefnda var samfeUd martröð og dtti þeirra við hairn gekk iueira að segja svo langt, að er þau gengu tU náða á kvöldin tðku þau með sér barefli eða eggvopn, ef tH þess kæmi að hann réðist að þeim um miðja ndtt.“ munu aldrei bera þess bætur. Fyrir stefnda vakti það eitt, að sýna vald sitt og auðmýkja og lít- illækka börn sín og fjölskyldu sína alla. Líf barnanna í návist stefnda var samfelld martröð og ótti þeirra við hann gekk meira að segja svo langt, að er þau gengu til náða á kvöldin tóku þau með sér barefli eða eggvopn, ef til þess kæmi að hann réðist að þeim um miðja nótt“. Ein dóttirin, nú full- orðin kona, segist enn taka með sér barefli þegar hún fer að sofa. Maðurinn fór af landi brott skömmu eftir dóminn 1993 og hefur því ekki setið af sér 12 mánaða fangelsisdóminn. En hann hvarf af landi brott frá tals- verðum eignum, sem hafa verið kyrrsettar og munu að óbreyttu ganga upp í og jafnvel duga fyrir skaðabótunum - ef dómi héraðs- dóms verður ekki áfrýjað og hon- um þá snúið við. Eignirnar eru nú í höndum skiptastjóra dánar- búsins, en Dagur fékk ekki upp- gefið um hvers konar eignir væri að ræða. Dómiir sem markar tímamót Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lög- maður barnanna (sem nú eru öll yfir 18 ára), segir í samtali við Dag að dómurinn marki á ýmsan hátt tímamót. „Ég reikna með því að hann verði öllu því fólki sem sinna slík- um málum hvatning til frekari verka. Það vaknar auðvitað upp spurning um stöðu þessara mála hér á Islandi og hvort það sé við- unandi að börn sem verða fyrir svona ofbeldi þurfi sjálf að standa að slíkum málum, bera kostnað- inn og taka áhætuna. Það er spurning hvort það eigi ekki að vera hlutverk hins opinbera. Ég nefni sem dæmi að í kynferðis- málum er það Jafnréttisráð sem sækir mál fyrir hönd einstaklinga og spurning hvort slíkt fyrirkomu- lag eigi ekld rétt á sér í svona mál- um.“ Jóhannes segir að dómurinn hafi óbreyttur mikið fordæmis- gildi, jafnvel út lyrir landstein- ana, en hann hefur fengið fyrir- spurnir um máliö meðal annars frá Norðurlöndunum. „Svona dómur hefur ekki áður fallið sem mér er kunnugt um, að börn fái dæmdar skaðabætur úr hendi föður síns. Viðhorf kerfisins hef- ur hingað til verið það, að það sé ekkert hægt að gera í svona mál- um. Urræðaleysið hefur verið al- gert og menn hafa dregið lappirn- ar. En þessi dómur sýnir að það er til leið,“ segir Jóhannes. Enn liggur ekkert fyrir um hvort lög- maður föðursins, Hilmar lngi- mundarson, muni áfrýja dómn- I K H WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/ &fíStíminnifí§SF eftiF §Mfí§ælafí §a§fí§þtíl: ÆSKAN Leikfélag Akureyrar jólafrumsýning ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Daisy: Sigurveig Jónsdóttir Hoke: Þráinn Karisson Boolie: Aðalsteinn Bergdal Þýðing: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Ingvar Bjömsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjóm: Asdís Skúladóttir Hjörtum mannanna svipar sam- an í Atlanta og á Akureyri. Nú er tígullinn tromp. Á lauftrompið okkar, Hart í bak, náðum við 90% sætanýtingu á 25 sýningar. Látum tígulinn trompa laufið. Frumsýning á Renniverk- stæðinu á annan í jóluin, 26. des. kl. 20.30. Fá sæti laus. 2. sýning 27. des. kl. 20.30. 3. sýning 28. des. kl. 20.30. 4. sýning 30. des. kl. 20.30. ✓ I tilefni afhendingar Nóbelsverðlauna í bókmenntum: Kona einsömul eftir Dario Fo í samvinnu við Café Karólínu Þýðing Olga Guðrún Ámadótlir Leikstjóm: Ásdís Thoroddsen Leiklestur: Guðbjörg Thoroddsen Flutt í Deiglunni föstudaginn 12. des. kl. 21. Njótið með okkur þessa verks Nóbelsverðlauna- hafans og leikhúsmannsins Darios Fo. Aðgöngumiðar við innganginn. Verð: 800 krónur. Söngvaseiður frumsýning í Samkomu- húsinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir Markúsar- guðspjall einleikur Aðalsteins Bergdal frumsýning á Renniverk- stæðinu um páska Gjafakort í leikhúsið. Jólagjöf sem gleður. Kortasala í miðasölu leikfélagsins, í Blómabúð Akureyrar, Bókvali og á Café Karólínu. Sími: 462 1400 Gleðileg jól! Munið Leikhúsgjuggið FLUGFÉLAG ÍSLANDS ‘ sími S70-3600 ú er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.