Dagur - 12.12.1997, Síða 13

Dagur - 12.12.1997, Síða 13
Xk^nr FÖSTVDAGVR 12.DESEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR Sænsldr leik- merai til KA Samningar eru nú á lokastigi hjá knattspyrnudeild KA og tveimur leikmönnum sænska liðsins Vesterás, sem féll niður úr sæn- sku úrvalsdeildinni í haust. Að öllum líkindum verður skrifað undir samninga á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku og Sví- arnir, sem báðir eru 23 ára gaml- ir, muni koma til móts við KA- hópinn í fyrirhugaðri keppnis- ferð félagsins til Evrópu um páskana. KA-menn byrjuðu að vinna í þessu máli síðasta sumar. Leik- mennirnir eru báðir fæddir 1974 og því 23 ára gamlir. Annar þeirra er varnarmaður, en hinn sóknarmaður. „Við teljum okkur vera komna með nokkuð góðan leikmanna- hóp með þessari viðbót. Það er samdóma álit allra sem við höf- um rætt við að Svíarnir munu styrkja liðið töluvert," sagði Valdimar Freysson, formaður knattspyrnudeildar KA. Tveir til Everton Tveir af yngri leikmönnum í meistaraflokki KA í knattspyrnu, þeir Atli Þórarinsson og Jóhann Traustason, sem báðir fengu eld- skírn sína með meistaraflokki fé- lagsins sl. sumar, munu æfa með enska úrvalsdeildarliðinu Ev- erton í vikutíma. Ferðin er farin að frumkvæði Evertonklúbbsins, en Tryggvi Gunnarsson, fyrrum leikmaður með IR, KA og Val og stuðningsmaður Evertonliðsins, er með góð sambönd ytra. Öm getur náð í fremstu röð Örn Arnarson, sundmaður úr SH, er sem stendur í 14. sæti á heimsafrekalistanum í 200 metra baksundi í 25 metra Iaug, en Islandsmet Arnar er 1,59,06 sekúndur, sett í lok október. Haf- þór B. Guðmundsson landsliðs- þjálfari segir stöðu Arnar á list- anum tæpast vera marktæka, þar sem heimsbikarmótin eru haldin á tímabilinu janúar til mars. „Eg vil ekki draga úr árangri Arnar sem hefur verið að þroskast ansi hratt á undanförn- um árum og við erum að vonast til þess að ekki verði langt að bíða, þangað til hann kemst f fremstu röð. Það sem við þurfum að gæta að er aldurinn, hann er aðeins sextán ára gamall og það þykir ekki hár aldur í sundheim- inum,“ segir Hafþór, en þess má geta að Ragnheiður Runólfsdótt- ir og Eðvarð Þór Eðvarðsson náðu sínum besta árangri átján og nítján ára gömul og Örn hef- ur samkvæmt þeirri viðmiðun enn 2-3 ár til stefnu. Örn heldur í dag á Norður- Örn Arnarson, sundmaður úr SH. landamót unglinga sem fram fer um helgina og þrátt fyrir að hann hvíli ekki sérstaklega fyrir mótið, á hann ágæta möguleika á verð- launum. Stærsta mót vetrarins hjá Erni verður hins vegar í næsta mánuði, en það er heims- meistaramótið í Ástralíu. - En hvað gerir Öm að svo sterkum baksundsmanni, sem raun ber vitni? „Það sem Örn hefur fram að færa er líkamsvöxturinn, hann er langur og mjór og það hefur mik- ið að segja í baksundi. Þá hefur hann þann eiginleika sem nokkr- ir af okkar sundmönnum hafa en það er tilfinning fyrir vatninu, að geta leitað eftir þyngsta og besta gripinu frá því hendin kemur ofan í vatnið og þangað til hún fer uppúr, til að kljúfa vatnið vel og minnka þannig mótstöðu- kraftinn. Að því leytinu til mætti halda að hann hefði verið fiskur í fyrra lífi,“ sagði Hafþór og bætti því við að enn væri svigrúm til framfara. „Örn á eftir að styrkjast töiu- vert í fótatökum og neðanvatns- sundi og ég tel að hann eigi tví- mælalaust góða möguleika á Ólympíuleikunum árið 2000 og ég útiloka það ekki að hann eigi möguleika á sæti í úrslitum heimsmeistaramótsins. Páll er á heimleið Páll Axel Vilbergsson, sem Ieikið hefur með bandarísku háskóla- liði í vetur, er á heimleið og flest bendir til þess að hann nái að leika með Grindavíkurliðinu í lokaumferð úrvalsdeildarinnar á þessu ári, en þá eiga þeir gul- klæddu að mæta Haukum á heimavelli sínum. Páll Vilberg hefur oftast leikið sem framherji og hann mun ör- ugglega verða Grindavíkurliðinu mikill styrkur, en liðið er nú í toppsæti deildarinnar. Páll Axel vann sér sæti í landsliðshópnum á síðasta ári, en tók þá ákvörðun að spreyta sig í háskólaboltanum vestanhafs. Námið hefur hins vegar reynst dýrara en búist var við og mun það eiga stærstan þátt í heimkomu hans. GÞÖ/FE Dýr skíðagöngubraut Dýrasta skíðagöngubraut sög- unnar, að minnsta kosti ef miðað er við lengd, var búin til í miðbæ Mílanóborgar í fyrrakvöld, þegar haldið var þar heimsbikarmót í skíðagöngu. Heildarkostnaður- inn við keppnina var 800 þúsund lírur, sem samsvara 35 milljón- um íslenskra króna. Drjúgur hluti af kostnaðinum við mótið fólst í að búa til braut- ina, en nokkurra stiga hiti hefur verið í Mílanó að undanförnu og þar hefur ekki verið eitt einasta snjókorn að finna. Mótshaldarar dóu hins vegar ekki ráðalausir og náðu að búa til eins kílómetra göngubraut með gervisnjó. Það var gert með því að leiða fljótandi nítrógen með rörum á brautina og vatni, allt að 25 þús. lítrum á klukkustund, var dælt saman við. Með því reyndist unnt að halda gönguna, en kostnaður við að ,,fá“ snjóinn var öllu meiri en í hefðbundinni skíðagöngukeppni, eða sem samsvarar tíu milljónum íslenskra króna. FYRIRTÆKI TIL SÖLU Til sölu fyrirtæki í byggingariðnaði sem framleiðir sérhæfðar vörur og er með eigin innflutning. Upplýsingar í síma 557 5811. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hafnarstræti 97, hl. 2D, Akureyri, þingl. eig. Hönnunar-/verkfræðistof- an ehf, gerðarbeiðendur Akureyrar- bær og Iðnlánasjóður, þriðjudaginn 16. desember 1997 kl. 11. Hafnarstræti 97, hl. 5A, Akureyri, þingl. eig. Byggingafélagið Lind ehf, gerðarbeiðendur Bílanaust hf, ís- landsbanki hf. höfuðst. 500 og Landsbanki (slands Höfuðstöðvar, þriðjudaginn 16. desember 1997 kl. 11.15. Karlsrauðatorg 26f, Dalvík, þingl. eig. Sigríður Dóra Friðjónsdóttir og Þórhallur S. Jónsson, gerðarbeið- endur Dalvíkurkaupstaður og Ríkis- útvarpið, þriðjudaginn 16. desem- ber 1997 kl. 14.30. Lóð úr landi Flugmálastjórnar, Akur- eyrarflugvelli, Akureyri, þingl. eig. Bakkasel ehf, gerðarbeiðendur Ak- ureyrarbær og Sparisjóður Akureyr- ar/Arnarneshrepps, þriðjudaginn 16. desember 1997 kl. 10. Tjarnarlundur 7b, Akureyri, þingl. eig. Elísabet Björg Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarbær, þriðjudaginn 16. desember 1997 kl. 10.30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 10. desember 1997. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Flytjum um helgina! Opnum mánudaginn 15. desember á nýjum stað að Hjalteyrargötu 2 LIMMIÐAR NORÐURLANDS Hjalteyrargötu 2 • 600 Akureyri Sími 462 4166 • Fax 461 3035 Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. desember 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 16. útdráttur 4. flokki 1994 - 9. útdráttur 2. flokki 1995 - 7. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 12. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS (j HÖSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.