Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 1

Dagur - 13.12.1997, Qupperneq 1
1 Laugardagur 13. desember 1997 Verð í lausasölu 200 kr. 80. og 81. árgangur - 237. tölublað Skólatannlækningar verða lagðar niður Iiman vid þriðjimgur 6 ára bama leitar til skólatannlækna og telur Hagsýslan að skólatannlækningar hafi runnið sitt skeið á enda. Undir það tek- ur heilbrigðisráð- herra. „I þessari skýrslu, sem Hagsýslan hefur unnið fyrir okkur, kemur fram að það sé mikið umhugsun- arefni hvort skólatannlækningar eigi áfram að vera við lýði. Það er meginniðurstaða skýrslunnar að fyrirkomulag skólatannlækn- inga, eins og það er í Reykjavík, hafi runnið sitt skeið á enda. Eg hef sjálf lengi efast um að skóla- tannlækningar hafi jafn mikið gildi í dag og þær höfðu. Þær efasemdir mínar urðu til þess að ég lét skoða málið,“ sagði Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, í samtali við Dag um skýrslu um skólatann- lækningar, sem hún hefur fengið í hendur. Helstu rökin sem færð eru fyr- ir því að skólatannlækningar séu tímaskekkja er minni ásókn f þær en aukin ásókn í einkatann- lækna. Það kemur til að mynda í ljós að tæpur þriðjungur grunn- skólanema í Reykjavík eru í skól- um þar sem ekki eru tannlækna- stofur. Þeir þurfi því að sækja í aðra skóla samkvæmt boðun eða til tannlæknadeildar Heilsu- verndarstöðvarinnar. Grunnskólanemum sem leita til skólatannlækna hefur fækkað úr tæplega 12 þúsundum árið 1993 í tæplega 5 þúsund árið 1996. Hlutfall 6 ára barna sem leita til skólatannlækna er komið niður fyrir 30%. Foreldrar kjósa frekar að fara með börn sín til al- mennra tannlækna. Þegar það er gert greiðir ríkið 75% af kostnaði en 80% af kostnaði hjá skóla- tannlæknum. „Avinningur fyrirkomulags skólatannlækninga er því tak- markaður fyrir þessa nemendur. Stefna fræðsluyfirvalda í Reykja- vík virðist vera í þá átt að ekki sé gert ráð fyrir tannlæknastofum í grunnskólum borgarinnar. Hið tvöfalda skipulag á tannlækning- um barna og unglinga í Reykja- vík veldur erfiðleikum um heild- stæða stefnumörkun á þessu sviði,“ segir í skýrslu Hagsýslu- stofnunar um skólatannlækning- ar. „Þess vegna telur Hagsýslan að þetta tvöfalda kerfi sem er í gangi hafi runnið sitt skeið á enda. Um leið og skýrslan kom fór starfshópur hér í ráðuneytinu að vinna í þessu máli. Og í sam- vinnu við yfirskólatannlækni er verið að endurskoða þetta í heild sinni. Niðurstöður hans liggja ekki enn fyrir. Magnús L. Gísla- son, yfirtannlæknir hjá heil- brigðis- og tryggingaráðuneyt- inu, segir mér að tannskemmd- um barna hafi fækkað um 70% hér á landi síðastliðin 15 ár. Hann segir árangurinn góðan en við séum þó ekki komin eins langt í þessum efnum og Norð- urlandaþjóðirnar, einkum hjá forskólabörnum og eldri borgur- um,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir. Hún segir að nú verði hafist handa við að skoða málið ofan í kjölinn í samvinnu við Reykjavík- urborg, skólayfirvöld og tann- lækna. — S.DÓR Grunnskólanemum sem leita til skólatannlækna hefur fækkaö úr tæplega 12 þús- undum 1993 i tæplega 5 þúsund 1996. Heilbrigðisráðherra efast um að skólatann- lækningar eigi lengur rétt á sér. Frækilegs afreks miirnst Hálf öld er liðin frá því breski togarinn Dhoon strandaði undan Látrabjargi, en þá unnu íslenskir björgunarsveitarmenn eitt frækilegasta afrek slysavarnasög- unnar. Eru þess fá dæmi að svo margir björgunarmenn hafi lagt eigið líf að veði og þegar áhöfn- inni af Dhoon var bjargað upp á brún Látrabjargs. Tólf skipverj- um tókst að bjarga en þrír fórust. Þessa verður minnst við hátíð- lega athöfn á Látrabjargi á há- degi í dag að viðstöddum meðal annarra breska sendiherranum. í íslendingaþáttum sem fylgja Degi í dag er ítarlega fjallað um þetta frækilega björgunarafrek í máli og myndum. Það á ekki að mismuna keppinautum í flugi með þvi að veita Flugleiðum undanþágu frá eldsneytisgjaldi, segir Samkeppnisráð. Raskar samkeppiii Samkeppnisráð hefur með álits- gerð beint því til yfirvalda að við innheimtu eldsneytisgjalds sé samkeppnisaðilum ekki mis- munað. Alitið er til komið vegna erindis Cargolux, sem telur mis- munun við innheimtu gjaldsins ráða úrslitum um hvort frakt- flutningar með viðkomu á ís- landi beri sig eða ekki. Samkeppnisráð bendir meðal annars á yfirburðastöðu Flug- leiða og telur að undanþága vegna Ameríkuflugs sé eingöngu ívilnun til Flugleiða. Það sé rösk- un á samkeppni að einn aðili greiði ekki gjaldið meðan aðrir greiði það. Flugleiðir losnuðu við 25 milljóna króna útgjöld 1996 vegna sérstöðunnar. Þá bendir ráðið á að yfirburðastaða Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli tak- marki aðgang nýrra keppinauta að markaði. Samgönguráðuneytið taldi vafamál að þetta heyrði undir samkeppnislög, þar sem um út- flutning væri að ræða. Sam- keppnisráð hafnar þessari af- stöðu eindregið og bendir sam- gönguráðherra á að öll flutninga- starfsemi til og frá Islandi falli undir gildissvið samkeppnislaga. „Þvert á móti eru slík kaup á að- föngum nauðsynlegur þáttur í flutningastarfsemi viðkomandi,“ segir í áliti ráðsins, sem um Ieið slær á putta ráðherra og hans manna í samgönguráðuneytinu. - FÞG Jólagjafahand- bók fýlgix í dag Helgarblaðið er óvenju mikið að vöxtum í dag eða 60 síður. Sér- stök tólf síðna jólagjafahandbók fylgir blaðinu í dag, enda farið að styttast í blessuð jóiin. I líf- inu í landinu er að finna athygl- isvert viðtal við Þorstein Gísla- son, íýTrverandi fiskimálastjóra og nýútskrifaðan handavinnu- kennara, og einnig er spáð í hverskonar jólapakkar ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru. 11 dagar tíl f? jóla 5MI BLACK&DECKER Handverkfæri SINDRI -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.