Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 4
20-mibvikudagur n. desember 1997 X^HT LÍFIÐ í LANDINU Vandinn að verða marktækur EIJVAR KARASON SKRIFAR Nú er ekki bara árstíð bókaút- gáfunnar, heldur líka þeirra sem vilja hafa skoðun á bókmennta- sköpun landsmanna: þetta er blómatími krítíkeranna. Það hefur vafist fyrir mörgum að skilgreina eða átta sig á hlut- verki gagnrýnenda, gagninu sem hægt er að hafa af þeim, ef eitt- hvað er, en kannski erum við komin á sporið ef við hugsum til þess að þegar út kemur ný bók, frumsýnd er ný kvikmynd eða leikrit, eða einhverskonar dag- skrá er í gangi sem gæti vakið áhuga, þá eru sjálfvirk viðbrögð flestra að hlera eftir því hvernig þeim líkar sem séð hafa eða les- ið viðkomandi verk. Og það geta menn gert með því að tala við fóik sem þeir umgangast, og sömuleiðis er hægt að kaupa sér blöð, tímarit eða aðra fjölmiðla sem veíta þá þjónustu að hafa fólk á sínum snærum sem skoð- ar ný verk og laetur í ljós áiit sitt á þeim. Þetta er samt ekki alveg svona einfalt. Þegar maður úti í bæ leitar eftir áliti í sínum um- gengnishópi, þá velur hann fólk- ið sem hann spyr eða tekur mark á; ósjálfrátt reynir hann að bera þar niður sem hann veit að er einhver þekking á bakvið skoðunina, einhver forsenda til að skilja og meðtaka. Svo dæmi sé tekið þá myndi djassunnandi aldrei spyija einhvern kunningja sinn álits um nýja plötu með einhverjum sveiflumeisturum, ef hann vissi að viðkomandi kunn- ingi hlustaði aldrei á djass og teldi að öll slík tónlist væri bara hávaði og garg, líkt og þegar „tvær blikkspöndur skopra ofan stiga“ eða hvernig það var sem Björgunarafrekið við Látrabjarg var tii umfjöllunar fjölmiðla um helgina. 50 ár eru liðin frá því að skipbrotsmönnum af breska togaranum Dhoon var bjargað við aðstæður sem ættu að vera mannlegum mætti um megn. En iiðsmenn björgunarsveitar- innar Bræðrabandsins sigu nið- ur klakabrynjað bergið, fóru nið- ur í stórgrýtta urðina í lemjandi brimi, höfðu mennina í land og komu þeim upp alla leið, með MAÐUf m^iRUÐ ,Nú er ekki bara árstíð bókaútgáfunnar, heidur líka þeirra sem viija hafa skoðun á bókmenntasköpun landsmanna, “ segir greinarhöfundur m.a. dansmússíkin í höfuðstaðnum virkaði á Ólaf Ljósvíking. Það er til fólk sem hefur svipað álit á til að mynda ljóðaupplestri; það lokar eyrunum í vanlíðan eða sofnar hreinlega ef ljóðaupplest- ur drynur á eyrum þess - eða nefnum bara fótbolta; þú ert engu nær um gang einhvers knattspyrnuleiks þótt þú heyrir lýsingu manns sem sér ekkert nema þvögu af mönnum eltast við tuðru á grasbala í tæpa tvo klukkutíma, og óskar sér innst inni langt í burtu frá því öllu saman. „Smekksatriði“ Þetta virðist í íljótu bragði vera svo sjálfsagt mál að óþarfi sé að eyða að því orðum: að maður vilji helst heyra álit þeirra sem vit hafa á, eða jafnvel „gerst til þekkja.“ En ástæðan fyrir því að þetta er nefnt er sú að þegar að því kemur að velja listgagn- rýnendur á fjölmiðlana, ekki síst þá sem dæma eiga bókmennta- efni, þá vill þetta sjálfsagða sjón- armið ekki aðeins gleymast, heldur hættir það hreinlega að vera í gildi; hið ágætasta fólk fer jafnvel að fá þær grillur í höfuð- ið að þessi regla eigi ekki lengur við, að mat á bókmennlum sé slíkt „smekksatriði" að sjónar- mið allra sem á annað borð eru læsir hljóti að eiga jafnmikið er- indi við annað fólk. Og þessi meinloka skýrir að sumu leyti þær furðulegu ógöngur sem op- inber íslensk bókmenntaum- ræða á það til að rata í. Drýldtn bamsandlit Ég nefndi áðan að það væri lítið gagn í lýsingu þess manns á fót- boltaleik sem hvorki hefur skiln- ing né áhuga á íþróttinni. Hins- vegar getur slík lýsing verið ágætis prósi; vel stílandi maður getur skrifað hina skemmtileg- ustu grein um eitthvað sem hann í hjarta sínu fyrirlítur, og sé um að ræða íþróttaleik getur hann með þeim skrifum til Meimmgarvaktin Hetjur segja frá viðkomu á því sögufræga Flaug- arnefi, þar sem „hvílurúmið var fölnað gras“ þá löngu nótt sem þeir máttu láta fyrirberast á bergsyllunni. Þetta var ólýsan- legt afrek. Frásögn Því áhugaverðara er að fylgjast með því hvernig hetjunum segist frá. Helgarblöðin birtu kafla úr frásögn Steinars j. Lúðvíkssonar úr „Þrautgóðir á raunastund", í bland við árbækur Slysavarnafé- lagsins, (sjá Islendingaþætti Dags sl. helgi); Rás 1 sendi út þátt Finnboga Hermannssonar með viðtölum við þá sem lifa og muna atburðinn. Eftirtektarvert var að rifja upp gamlar skráðar Segjafæst orð mest? Frásagnirnar afbjörg- unarafrekinu við Látrabjarg eru eftir- tektarverðarjyrirþá sem vinna daglega við að skrásetja atburði fyrírblöð, útvarp eða sjónvarp. frásögur og hlýða á nýjar. Yfir þeim hvílir eitthvert íurðulegt látleysi. Andblærinn og frásagn- arhátturinn stingur gjörsamlega í stúf við frásagnartækni sam- tímans, þar sem ekki-afrek eru blásin upp og einskisverðir hlut- ir dásamaðir. Er það svona sem menn segja frá því sem skiptir máli? Sama hvort hlýtt var á þátt Finnboga eða gripið niður í skráðar heim- ildir, alls staðar mátti glöggt sjá sama frásagnarháttinn. Hófsam- an, lágstemmdan, hlutlægan. Tilfinningasemi var nánast eng- in, nema í frásögum bresku sjó- mannanna sem sögðu frá því hvernig þessi „englaflokkur" hafði birst: „Stórir og sterkir en þögulir menn, sem vissu hvað dæmis hitt fyrir og kætt og glatt aðra antísportista (á sama hátt og að vinsældir stóryrtra leik- húsgagnrýnenda eru ekki hvað sístar meðal þeirra sem býður við einni saman tilhugsuninni um að fara í leikhús, og sjá miklum ofsjónum yfir því fé skattgreiðenda sem ausið er í slíkar stofnanir - en það er önn- ur saga.) Meginreglan er hins- vegar sú að menn leita ekki að fyrra bragði eftir áliti fólks sem þeir vita að hefur enga forsendu til að skilja eða meðtaka það sem um er rætt. Og að sama skapi verður að gera þá kröfu til þeirra sem taka að sér að vera opinberir Iistdæmendur að þeir hafi á einhvern hátt áunnið sér þá virðingu að aðrir taki mark á þeirra sjónarmiðum. Menn geta orðið sér úti um slíka virðingu á ýmsan hátt, en einhverskonar farsælt starf við eða í kringum viðkomandi listgrein hlýtur að eiga þar hlut að máli. Þessvegna getur það vakið dálitla undrun að sjá einn góðan veðurdag á einhverjum fjölmiðli kynntan nýjan gagnrýnanda sem enginn hefur heyrt minnst á fyrr og ekk- ert hefur unnið sér til ágætis svo að nokkrum sé kunnugt, og ef frá er talið drýldið barnsandlit sem birtist kannski á ljósmynd eða skjá ef svo ber undir þá vita lesendur ekkert um manninn annað en að hefði hann ein- hvern skilnig á stíl myndi hann ekki skrifa jafn þurrt og klúsað og raun ber vitni. Þó er það há- tíð hjá þvf þegar þeir menn eru ráðnir til að gagnrýna sem ekki hafa skapað sér nafn með far- sælu starfi að einhverri listgrein, heldur þveröfugt - þeir hafa reynt fyrir sér á fle^tum sviðum í viðkomandi fagi og allstaðar skilið eftir sig sviðna jörð; enda svo í krítíkinni og þykjast þá vita allt betur en aðrir. En svona vill það nú samt vera. þeir voru að gera og hikuðu aldrei andartak“. Og voru sparir á lýsingarorð þegar þeim sagðist frá síðar. Utvarpsþáttur Finnboga fang- aði vel þessa einföldu en traustu frásögn. Viðmælendur töluðu hægt og sögðu skýrt frá í fáum en áhrifamiklum dráttum. Frá- sagnirnar af björgunarafrekinu við Látrabjarg eru eftirtektar- verðar fyrir þá sem vinna dag- lega við að skrásetja atburði, hvort heldur það er fyrir blöð, útvarp eða sjónvarp. Og vekja grunsemdir um að allt málæðið og tilstandið og ekkisens orða- gjálfrið snúist um ekki neitt. Segja fæst orð mest?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.