Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 2
18-miðvikudagur n.desember 1997 Tfaptr LIFÍÐ I LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík íJíVJ'J ; Þessir hringdu... Endumýting hluta Umhverfisvænn iesandi vill vekja athygli á hvað mengun væri fjarri hugsunarhætti okkar Umhverfisvænn lesandi hringdi og vildi vekja athygli á því hvað endurvinnsla og það að draga úr mengun væri fjarri hugsunar- hætti okkar. Hann vildi stinga upp á því að sveitafélögin tækju öll upp þá stefnu, að á móttöku- stöðum þeim sem taka við sorpi, væri einhver sem tæki við not- hæfum hlutum og að spurt væri hvort fólki væri ekki sama þó hlutirnir færu ekki í rusl, heldur væri öðrum gert kleift að nýta þá. Þetta mætti gera hvort heldur sem væri þannig að um beina sölu væri að ræða, eins og hjá Sorpu og RKI í Reykjavík og hins vegar með því að hafa skiptimarkað, þar sem fólk gæti komið með hluti og skipt á þeim og öðrum. Jólatilboð Til okkar hringdi maður sem var að velta fyrir sér öllum þessum jólatilboðum. „Hvað verður eftir jól,“ sagði hann, „þegar útsöl- urnar byrja? Lækka þá allar vör- ur meira eða hækka þær kannski? Gilda engar reglur um þessi jólatilboð eins og með út- sölur, að vörur verði að hafa ver- ið á fullu verði svo fólk sjái verð- lækkunina? Eg hef það á tilfinn- ingunni að það sé verið að plata okkur neytendur með þessu öllu ^ Rangar upplýsingar aVb Uppflettirit eiga að vera áreiðanleg enda er fátt jafn ergilegt og þegar í ljós kemur að upplýsingar sem treyst r er á reynast rangar eða gamlar og úr sér gengnar. Þannig var t.d. með skipaskrá sem nýlega var gefin út, en kannski hefur Meinhyrningur bara verið óheppinn með upp- lýsingarnar sem hann vantaði. Samlterji ekM ríMstryggður Sumir kaupendur hlutabréfa í Samherja hafa verið að ergja sig, og ekki síður viðmælendur sína, á því að bréf- ' in hafa fallið í verði. Gleymdu þessir nöldrarar því að þeir voru að kaupa hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtæki en ekki ríkis- tryggð bréf? Aðrir gleðjast nú, bréfin ættu að vera aftur á uppleið, eða hvað? Læra ekkert JPSk Forsvarsmenn margra íþróttafélaga læra ekkert, því enn á ný eru mörg félaganna farin að slaka á þeirri r samfélagslegu skyldu að gefa t.d. upp Iaun þjálfara. Það er gjörsamlega óveijandi að á sama tíma teygja þessir „kóngar" sig niður í vasa okkar samborgaranna eftir meiri eyðslufé. Nei takk!! Súnlnu hjá lesendáþjónustunni: S63 1626netfang : ritstjori@dagur. Símbréf:4g0 g!7l 5S1 6270 is Bréf frá Aldraðir hafa sirin eigin mæiikvarða sem ekki iýgur, og það er buddan. Aldnir hafa orðið Nú hefur fjárlagafrumvarp fyrir árið 1998 verið Iagt fram á Al- þingi og kemur þar í Ijós að festa á í sessi það óhappaverk síðasta þings, að afnema tengingu bóta Tryggingastofn- unar, svo sem ellilaun, við launaþróunina í landinu. Nú þurfa aldraðir og aðrir þeir sem á að gera að ölmusu- þegum vegna þessarar tillögu í frumvarpinu að vera vel á verði og fylgjast rheð því hvaða af- stöðu þingmenn sem þeir kusu sína fulltrúa við síðustu kosn- ingar taka á málinu við af- greiðslu þingsins, það er hægt að gera t.d. með því að horfa á beina útsendingu frá þingfund- um í Sjónvarpinu og með því að kynna sér atkvæðagreiðslur þegar þær birtast í fjölmiðlum. Gervitaxtar Þingmenn munu reyna að telja fólki trú um að laun aldraðra hafi hækkað í samræmi við launin á almenna markaðnum og er því nauðsynlegt að Iáta ekki blekkjast af reiknikúnstum kerfiskalla. Aldraðir hafa sinn eigin mælikvarða sem ekki lýg- ur, og það er buddan. Arni Brynjólfsson, félagi í Að- gerðahópi aldraðra, hefur sýnt fram á það hvernig blekkinga- Ieikur valdhafa gengur fyrir sig - samkvæmt kaupgjaldsskrá VSI nr. 94 segir að viðmiðunartaxta- laun hafi hækkað um 4,7%, en þá er áður búið að taka inn í þau ýmsa dulda launaliði svo sem beinar yfirborganir, óunna eftirvinnu, námskeiðsálag, bónusa, launaskrið o.fl., þannig finnst talan sem ríkisstjórnin hangir á eins og hundur á roði, þannig eru blekkingarnar búnar til. M.ö.o. þeir taxtar sem hafðir hafa verið til viðmiðunar á und- anförnum árum voru meira og minna marklausir vegna fram- antalinna dulinna greiðslna, en voru nú fyrir afnám viðmiðunar færðir upp með þessum greiðsl- um og þannig fundin sú pró- senta sem hentaði stjórnvöld- um við að hafa fé af elli- og ör- orkuþegum og öðrum sem fengið hafa hækkanir eftir þeim, ef þessar duldu greiðslur hefðu ekki verið teknar nú inn í taxtaútreikninginn hefði hækk- unin átt að vera 19,6-25,1% . Þessum útreikningum hefur verið komið á framfæri af Að- gerðahópi aldraðra við fjármála- ráðherra og hans reiknimeistara ogþeir hafa ekki hrakið þá. Arni hefur sýnt fram á að laun aldraðra einstaklinga áttu að hækka a.m.k. um 10.211 kr. í stað 6.775 kr. - hjóna og sam- býlisfólks hvors um sig um 7.181 kr. í stað 2.227 kr. BlekkingaleiMr Það má semsagt færa að því rök að gervitaxtar þeir sem hafa verið hafðir til viðmiðunar um Iangan aldur, hafi verið blekk- ing ein, og það sem verra er með fullri vitund stjórnvalda hverju sinni. Aldraðir geta verið vissir urn það, að ef þeir refsa ekki fyrir þessar atlögur að lífskjörum þeirra með afgerandi hætti við fyrsta tækifæri, þá er það víst eins og dagur fylgir nótt að áfram mun verða haldið að ganga á rétt þeirra, blekkinga- leikir sumra þingmanna um að nú ætli þeir að stofna sérdeild innan síns flokks til að berjast fyrir bættum kjörum aldraðra innan þeirra, er ekkert annað en ein blekkingin í viðbót, látið ekki blekkjast, fylgist vel með framgangi þingmannanna á þeirra vinnustað, þar finnst sannleikurinn - í gjörðum þeirra á þingi. Þessir lands- byggðarþingmenn felldu tillögu um að EKKI yrði rofið sam- hengi elli- og örorkugreiðslna við almenna launaþróun í land- Guðjón Guðmundsson 4. þm. Vesturlands Valgerður Sverrisdóttir 3. þm. Norðurlands eystra Ingibjörg Pálmadóttir 1. þm. Vesturlands Halldór Blöndal 2. þm. Norðurlands eystra Magnús Stefánsson 3. þm. Vesturlands Guðmundur Bjarnason 1. þm. Norðurlands eystra. Sturla Böðvarsson 2. þm. Vesturlands Tómas Ingi Olrich 5. þm. Norðurlands eystra Einar Oddur Kristjánsson 3. þm. Vestfjarða Arnbjörg Sveinsdóttir 5. þm. Austurlands Gunnlaugur M. Sigmundsson 2. þm. Vestfjarða Halldór Asgrímsson 1. þm. Austurlands Páll Pétursson 1. þm. Norðurlands vestra Isólfur G. Pálmason 4. þm. Suðurlands Vilhjálmur Egilsson 5. þm. Norðurlands vestra Guðni Agústsson 2. þm. Suðurlands Hjálmar Jónsson 2. þm. Norðurlands vestra Þorsteinn Pálsson 1. þm. Suðurlands Stefán Guðmundsson 3. þm. Norðurlands vestra Samþykkir tillöguiuii voru: Sighvatur Björgvinsson 4. þm. Vestfjarða Ragnar Arnalds 4. þm. Norðurlands vestra Kristinn H. Gunnarsson 5. þm. Vestfjarða Gísli S. Einarsson 5. þm. Vesturlands Svanfríður Jónasdóttir 6. þm. Norðurlands eystra Hjörleifur Guttormsson 4. þm. Austurlands Steingrímur J. Sigfússon 4. þm. Norðurlands eystra Egill Jónsson 3. þm. Austurlands Fjarverandi voru: Lúðvík Bergvinsson 6. þm. Suðurlands Jón Kristjánsson 2. þm. Austurlands Margrét Frímannsdóttir 5. þm. Suðurlands Einar K. Guðfinnsson 1. þm. Vestfjarða ArniJohnsen 3. þm. Suðurlands Þessar tölur eru unnar upp úr úr Alþingistíðindum og fór at- kvæðagreiðslan fram 21. des- ember 1995 og var því sann- kölluð jólagjöf til aldraðra frá stjórnvöldum það árið. Þennan lista væri gott að geyma og hafa við hendina næst þegar þing- menn sækjast eftir endurkjöri eða gefa kost á sér í prófkjör.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.