Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 1
V VÍKUR BÍAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. desember 1997 19. árgangur- 48 Tölublað Samstarf í verka- lýðs- máliiin Sl. sunnudag var undirritað samkomulag milli skristoíu Verkalýðsfélaganna á Húsavík og Verkalýðsfélags Presthóla- hrepps. Samkomulagið felur í sér að skrifstofan tekur að sér fjármál og rekstur Verkalýðsfé- lags Presthólahrepps, þ.m.t. bókhald og gerð ársreiknings, daglega fjármálaumsýslu, um- sjón félagatals ofl. Ennfremur félags- og fræðslumál, m.a. símaþjónustu og bréfaskriftir vegna kaup- og kjaramála. Ymis önnur ákvæði eru inni í samn- ingnum sem samþykktur var samhljóða á félagsfundi í Verka- lýðsfélagi Presthólahrepps. Aðalsteinn Baldursson, for- maður VH, segir að á annað hundrað manns séu í Verkalýðs- félagi Presthólshrepps og á fé- lagssvæðinu séu fjölmenn og öflug atvinnufyrirtæki s.s. Gefla, Silfurstjarnan, Fjallalamb og Bifós. Með þessum samstarfs- samningi verður skrifstofa Verkalýðsfélaganna á Húsavík með þjónustu allt frá Vaðlaheiði austur í Oxarfjörð og að honum meðtöldum. — JS .. Jólaskreytmgakeppni Dómnefnd hefur fellt úrskurð í keppni um fagurlegast jólaskreyttu húsin á Húsavik. Hlutskarpast í þessari fegurðarsamkeppni húsanna á Húsavík varð þetta hús, Lyng- brekka 17. Meira um það i blaðopnu. Siumudagaskólabom taka dreng í fóstur Lilja Skarphéðinsdóttir afhendir séra Sighvati Karlssyni guðskistuna. Tekjuafgangur lækkar um 10% Siumudagaskólaböm á Húsavík bafa tekið ungan dreng á Ind- landi í fóstur, með að- stoð Kvenfélagsins. Lilja Skarphéðinsdóttir kom fær- andi hendi frá Kvenfélagi Húsa- víkur í sunnudagskólann sl. laugardagsmorgun. Hún hafði meðferðis forláta kistil, glæsi- lega útskorinn af hagleiksmann- inum Ólafi Guðmundsyni á Borgarhóli, og í kistlinum var peningaupphæð sem dugir fyrir framfærslu 11 ára drengs á Ind- iandi í eitt ár. Krakkarnir í sunnudagaskólanum hafa tekið drenginn í fóstur og munu á næstunni senda honum bréf og myndir og hefja samskipti við hann, en Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur fjármagnað fram- færslu hans til þessa. Drengur- inn er föðurlaus og móðir hans er sjúklingur. Kvenfélagið gaf kirkjunni kistilinn í tilefni af 90 ára afmæli Húsavíkurkirkju á þessu ári. Hugmyndin kviknaði þegar í Ijós kom að fyrir nákvæmlega 100 árum var sett upp svokölluð guðskista við kirkjuna, en í hana voru sett frjáls framlög til ekkna og annarra sem áttu um sárt að binda. Hin nýja guðskista mun gegna svipuðu hlutverki. — JS Fjárhagsáætlim Húsa- víkurkaupstaðar fyrir árið 1998 var tekin tH fyrri uinræðu á fundi Bæjarstjómar Hiísavíkur í gær. Helstu niðurstöður fjárhagsá- ætlunar 1998 eru eftirfarandi: Heildartekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætlaðar 616,6 milljónir og hafa hækkað um 7,8 milljónir eða um 1,3% frá síðustu áætlun. Heildar rekstrargjöld bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætluð 475,4 milljónir og hafa hækkað um 24,7 milljónir eða 5,5% frá siðustu áætlun. Tekjuafgangur til eignabreyt- inga er samkvæmt þessari áætl- un 141,2 milljónir en var 157,9 milljónir samkvæmt áætlun 1997 og hefur því lækkað um 10,6% milli ára. Tekjuafgangur sem hlutfall af heildartekjum er 23% en var 26% á árinu 1997. Til verklegra framkvæmda og fjárfestinga hjá bæjarsjóði og bæjaríyrirtækjum er áætlað að verja 442,4 milljónum á móti 279,7 milljónum á yfirstand- andi ári. Hækkunin nemur 162,6 milljónum eða 58%. Heildarlántökur eru áætlaðar 44.5 milljónir sem er hækkun frá áætlun 1997 um 17 milljón- ir. Heildar afborganir lána eru áætlaðar 47,5 milljónir og gert er ráð fyrir að skuldir lækki á ár- inu um 3 milljónir. I árslok 1998 eru langtímaskuldir bæj- arsjóðs og bæjarfyrirtækja áætl- aðar 333 milljónir eða 54% af heildartekjum. Hvað bæjarsjóð varðar sér- staldega má geta þess að þar er stærsti rekstrarliðurinn fræðslumál sem tekur til sín um 135 miljónir. 44 milljónir eru áætlaðir í félagsþjónustu, 37,6 milljónir í yfirstjórn bæjarins og 27.5 milljónir til æskulýðs- og íþróttamála. Reiknað er með arði af hluta- bréfum á árinu að upphæð 12 milljónir og gert ráð fyrir 8% arði af hlutabréfum í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur að nafnverði 1 50 milljónir. — JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.